Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						04
LESBÓK  MORGUNBLAÐSINS
huganir á hverjum degi og leið-
rétta klukkuna eftir því.
Engar markverðar breytingar
urðu svo á tímamælum langalengi.
En næst koma sögur af því að
menn hafi fundið upp sigurverk.
Er þar helzt tilnefndur munkur,
sem Gerbert hét og var bannfærð-
ur í Frakklandi árið 966 fyrir að
hafa farið með galdur og gert
samning við hinn illa, Þessi „gald-
ur" hans var sá, að hann hafði
fundið upp sigurverk, sem gekk
fyrir lóðaþunga.
En sá, sem talinn er hafa fundið
upp lóðaklukkuna, var De Vick.
Meðan hann var að finna upp
klukkuna, hafði hann aðsetur í
turni konungshallarinnar í París,
og hann var átta ár að fullgera
klukkuna. Þetta var hjólaverk
mikið, sem knúið var af lóðum og
átti gangurinn að vera jafn og
stöðugur. En þrátt fyrir þessa
snjöllu uppgötvun var gangur
klukkunnar ekki nákvæmari en
svo, að hún seinkaði sér um tvær
stundir á sólarhring.
Næstur kemur til sögunnar
þýzkur járnsmiður, sem hét Hen-
lein. Um 1500 smíðaði hann sigur-
verk, sem var knúið af hringfjöður.
Við þetta varð klukkan miklu fyr-
irferðarminni en áður , en klukka
Henleins hafði hinn sama galla op
hin fyrri, að hún gekk ekki rétt.
Mikil endurbót var það, er menn
fundu upp á því að setja dingul á
klukkuna. Það var árið 1665 og
hugvitsmaðurinn var Hollendingur
sem hét Christian Huyghens. Með
því að breyta dinglinum alla vega,
tókst á nokkrum árum að láta
klukkur ganga svo rétt, að ekki
rnunaði nema broti úr sekúndu.
Þegar rafmagnið kom til sög-
unnar og hægt var að láta tíðni
riðstraums ráða gangi sigurverks,
þá komu klukkur, sem voru enn
nákvæmari.     Þær  voru  svo  ná-
kvæmar, að það nægði mönnum
alveg í daglegu lífi. En vísinda-
mönnum var þetta ekki nóg. Þeir
þurftu að hafa svo nákvæma tíma-
mæla ,að ekki gæti skakkað þús-
undasta hluta úr sekúndu.
Hér kom og nýtt atriði til sög-
unnar. Um aldir höfðu menn mið-
að gang klukku við snúningshraða
jarðarinnar, vegna þess að þeir
heidu að það væri hinn öruggi
tímamælir náttúrunnar. En nú
komust vísindamenn að þeirri nið-
urstöðu, að jörðin snýst ekki alltaf
jafnhratt. Snúningshraði hennar
getur verið mismunandi frá degi
til dags. Þessi mismunur halda
menn að stafi af því, að jörðin rið-
ar nokkuð um leið og hún snýr sér,
og eins af því að breytingar verði
á hinum fljótandi kjarna hennar.
Það kom sem sé upp úr kafinu, að
þessi „öruggi tímamælir náttúr-
unnar" var alls ekki öruggur.
Fyrir nokkrum árum komust
rafmagnsfræðingar að því, að væri
kvartskrystallar hlaðnir rafmagni,
framleiddu þeir riðstraum með
nokkurn veginn nákvæmri tíðni.
Með því að gera strauminn sterk-
ari og lækka tíðnina, tókst mönn-
um að setja hann í samband við
sigurverk, og þá var fenginn hinn
öruggasti tímamælir, sem til var.
Því miður komust menn þó brátt
að raun um að tíðni straumsins var
bæði háð hitastigi og aldri kryst-
alsins. Á hinu fyrra var hægt að
ráða bót, með því að hafa alltaf
jafnan hita, en svo varð alltaf að
skipta um krystalla, þegar þeir elt-
ust. Þetta var mikill galli, því að
menn vantaði klukku sem gengið
gat hárétt langan tíma.
Jafnframt þessu jókst stöðugt
þörfin fyrir nákvæma klukku. Iðn-
aður, stjörnufræði og kjarnorku-
vísindi þurftu að fá tímamæli, þar
sem ekki gat skakkað meira en svo
sem einum milljarðasta hluta úr
sekúndu.
Eðlisfræðingar þeir, sem fengust
við kjarnorkuvísindi, komust að
því að útgeislanir frá atómum og
sameindum höfðu stöðuga tíðni,
sem ekkert gat truflað. Og þá var
skammt til þess að hugsa sér, að
þessa tíðni mætti nota til þess að
knýa sigurverk. En straumurinn
var of veikur til þess. Þá hug-
kvæmdist mönnum ráð að beina
þessum ókvikula straumi fyrst að
kvartskrystalli og ná svo straumi
frá honum til þess að knýa sigur-
verk.
Fyrsta sigurverkið af þessari
gerð lét „National Bureau of
Standards" í Bandaríkjunum smíða
1948. Það var fyrsta atómklukka
heimsins. Þessi klukka var að vísu
ekki jafn nákvæm og þörf var á,
því að hún seinkaði sér um eina
sekúndu á þremur mánuðum. En
hér var þó fundin aðferð til þess
að láta atómið mæla tímann.
Svo lét stofnunin smíða annað
sigurverk og notaði þá annað atóm
með rúmlega helmingi minni tíðni.
Árangurinn varð sá, að nú var f eng
in klukka sem var þúsund sinnum
nákvæmari en hin. En það var ekki
nóg.
Nýasta uppgötvunin á þessu
sviði er það sem menn kalla
„Maser" (stytt úr Microwave
amplification by stimulated emissi-
on of radiation). Þessi Maser-
klukka er svo nákvæm, að ekki
skakkar nema einum milljarðasta
úr sekúndu. En nú þykir það ekki
nógu nákvæmt. Menn vilja fá
klukku, sem getur gengið svo há-
rétt í 300.000 ár, að ekki skakki
nema einni sekúndu. Þessi klukka
gæti mælt tímann í svo örlitlum
brotum úr sekúndu, að allur al-
menningur mundi telja það til-
gangslaust.
En þetta tilgangslausa örlitla
brot úr sekúndu getur þó orðið til
þess að vísindamenn skilji til fulls
atómbyggingu efnisins.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96