Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						364
LESBÓK  MORGUNBLAÐSINS
Gömul grýluþula
FYRIR tveim vikum var einn af
blaðamönnum Mbl. á ferð um
Vestur-Húnavatnssýslu og heim-
sótti þá m.\ a. sæmdarhjónin
Jónínu Gunnlaugsdóttur og Guð-
mund Arason á Illugastöðum sem
tóku honum af mikilli gestrisni.
M. a. voru honum sýndir ýmsir
gamlir og fágætir munir, sem þau
hjónin geyma þar til komið verð-
ur upp byggðasafni fyrir sýsluna.
í handraða einnar kistunnar lágu
nokkur skrifuð blöð, og þegar að
var gætt, var hér um að ræða
tvær grýluþulur, sem gömul kona
í sveitinni, Guðbjörg Jónasdóttir
frá Kistu, hafði skrifað upp eftir
minnL.Að fengnu leyfi Guðbjarg-
ar skrifaði blaðamaðurinn þulurn-
ar upp, og nú er önnur þeirra hér
birt í þeirri trú að mörgum þyki
forvitnilegt að sjá hana á prenti.
Sumir kannast eflaust við hana,
og kannski kunna einhverjir hana
öðruvísi en Guðbjörg, og væri ekki
ófróðlegt að sjá önnur afbrigði.
Hér er komin grýla, gægist úr hól,
hún vill sig hvíla hér um þessi jól,
hún vill sig hvíla, því hér eru börn,
hún er grá um hálsinn og hlakkar eins
og örn,
hún er grá um hálsinn og hleypur ofan
í f jós,
hún vill ekki horfa á þaS hátíðaljós,
hún vill ekki heyra þann hátíðasöng.
Kvartar hún um kjötleysi og kveðst
vera svöng,
kvartar hún um kjötleysi kjökrandi þá:
„Seldu mér barnkorn í belginn minn
seldu mér barnkorn sem brekin hafa
nóg,
ýla þau og ærsla og ekki koma í ró,
ýla þau og ærsla og æpa svo hátt,
ekki syngja sín fræði sífellt og Iágt,
ekki syngja sín fræði sífellt og vel."
Bíta kvaðst hún börnin og blæða láta
í skel,
bíta kvaðst hún börnin, bað hún mig
um eitt.
Svo gegndi ég grýlu, að ég gæti þao
ei veitt,
svo gegndi ég grýlu: „Góð börn á ég,
ei hafa þau ærsli né æpa svo mjög,
ei hafa þau ærsli og ei heldur hrín,
kostuglega kunna þau kvöldfræðin sín,
kostuglega kunna þau kyrrlát og sett.'
Reiddist hún grýla sem rumsvínið
grett,
reiddist hún grýla og rumdi svo hás:
„Hér mun ég hvíla í heitum moðbás,
hér skal ég á höfðanum hlusta til þess,
hvort ekki hrín hún Herdís né hin
dóttir prests,
hvort ekki hrín hún Herdís." Hátt
sagði ég það:
„Vel syngur hún Valgerður, víktu
þér að,
vel syngur hún Valgerður, víktu þér
út."
Beit hún mig í brjóstið og batt ég þar
um klút,
beit hún mig í brjóstið, bað ég hana
um grið,
ég gaf henni silung og selbita við,
ég gaf henni silung og síldrekasporð.
Tölti hún út að Tjörnum og talaði
ekki orð,
tölti hún út að Tjörnum og talaði við
hann  Stein:
„Eru ei hér aflögu ungbörnin ein?"
„Ei eru þau hér aflögu," anzar hann
Steinn.
Þau syngja allan sálminn einn,
þau sitja og sauma og syngja versin
vönd,
farðu út að Felli og finndu hann séra
Gvönd,
farðu út að Felli og finndu hann þar
um leið."
Þá varð hún grýla svo grimmilega
reið,
þá varð hún grýla svo grimmilega ær,
beit hún Stein á brjóstið, svo blóðgaði
nær,
beit hún Stein á brjóstið, bað hann
hana um grið,
hann gaf henni fisk einn og flotbita við.
hann gaf henni fisk cinn og fræddi'
hana um hann Gest.
Komst hún þá á kórbak og kallaði á
prest,
kastaði hún af kórbaki kankyrðum
þeim:
„Seldu mér hana Solveigu, ég sæki
þig heim,
seldu mér hana Solveigu, því svön
er eg nú.
Ei er mitt annað ástæði en einspena ki
ei er mitt annað ástæði en einspena
geií.
Skert er mitt skökuhorn og Skeggi
það veit,
skert er mitt skökuhorn og skenktu
mér barn,
þú átt að vera svo gustukagjarn,
þú átt að gera það gustukaverk.
Varla er þér vórkennandi vel vitrum
klerk,
varla er þér vorkennandi, veit ég þx'
átt
keipótta dóttur sem kveinar svo hátt,
keipótta dóttur komstu hér með,
sá ég hana á Sandvík sviplunda á geð.
„Sástu hana á Sandvík?" svarar hann
þá.
„Þau sungu þar bænir og sálmversir
smá,
þau sungu þar bænir og sólfögur vers
þú hefur heyrt í hólana hljóðin til þess
Þú átt hús í hólunum, hóltraðu af stað
skundaðu yfir að Skála, ég skipa þér
það,
skundaðu yfir að Skála, skrimslið
forblakkt,
ekki færðu ungbörnin, af er þér sagt
ekki færðu ungbörnin, af er um sinn."
Grenjaði hún grýla sem gatrifið skinn
grenjaði hún grýla, greip hún þá prest.
Hann var kominn á hökulinn, það
hjálpaði bezt.
Hræddist hún þá hökulinn og hátíða-
söng.
Skenkti hann henni Skeggja, skauzt
hún inn í göng,
skenkti  hann henni  Skeggja,  skauz
hún þá af stað
yfir til hans Egils, við athugum það,
yfir til hans Egils, úti þá hann stóð.
Dregið hafði hún drenginn og drukkií
hans blóð,                    ,
dregið hafði hún drenginn í dökkuir
bakserk.
Óttaðist hann Egill þau ódáðaverk,
óttaðist hann Egill augun helblá.
Hafði hún þau í hnakkanum, horfði
ég það á,
hafði hún þau í hnakkanum, hornin
cins ojí ficit.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 353
Blašsķša 353
Blašsķša 354
Blašsķša 354
Blašsķša 355
Blašsķša 355
Blašsķša 356
Blašsķša 356
Blašsķša 357
Blašsķša 357
Blašsķša 358
Blašsķša 358
Blašsķša 359
Blašsķša 359
Blašsķša 360
Blašsķša 360
Blašsķša 361
Blašsķša 361
Blašsķša 362
Blašsķša 362
Blašsķša 363
Blašsķša 363
Blašsķša 364
Blašsķša 364
Blašsķša 365
Blašsķša 365
Blašsķša 366
Blašsķša 366
Blašsķša 367
Blašsķša 367
Blašsķša 368
Blašsķša 368