Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
645

HH
f»^';-->v.
^
HVAÐ er spákvistur?
Það er mjög einfalt áhald til þess að
finna hvar vatn er í jörð. Menn velja
sér grein af einhverju tré, helzt víði og
þarf hún að vera með tveimur almum.
Maður heldur um almurnar þannig, að
lófarnir snúa upp og kreistir svo fingur
fast að, en lætur greinarstofninn snúa
upp þannig að hann hallist nokkuð, eða
1 45 gr. horn. Svo leggur maðurinn á
stað og gengur fram og aftur um landið,
þar sem hann leitar vatns. Hann hefir
ekki augun af spákvistinum og er eins
og hann sé í leiðslu. En komi hann nú
þar sem vatn er undir, þá kippist spá-
kvisturinn til í höndum hans, og bendir
niður á jörðina. Viðbrögð kvistsins eru
misjafnlega sterk og snögg, eftir því
hve mikið vatn er í jörðinni, og segja
menn þess dæmi, að kvistur hafi kippst
svo snöggt við, að börkurinn hafi geng-
ið af í lófum mannsins.
Þessi list er víst ævaforn. Ýmsir
halda að Móses hafi fundið vatn í eyði-
mörkinni með spákvisti, og þar sé elzta
frásögnin um slíka vatnsleil. En er
tímar liðu, breiddist þessi list út um
allan heim. Marteinn Lúter taldi þetta
galdur og bannfærði kvistinn, en það
hafði lítil áhrif, því að sumir klerkar
notuðu þessa aðferð. En árið 1658 var
gefin út yfirlýsing í Wittenberg í
Prússlandi um það, að spákvisturinn
væri magnaður af djöflinum. Nokkru
seinna kom upp sú saga, að með spá-
kvisti hefði tekist að finna morðingja
í Frakklandi. Hér þótti kirkjunni allt
of langt gengið, svo að árið 1701 lýsti
hinn heilagi rannsóknarréttur yfir þvi,
að hver sem notaði spákvist væri
dauðasekur. En þrátt fyrir það þótt
bæði siðbótarmenn og kaþólskir for-
dæmdu spákvistinn, helt notkun hans
áfram í ýmsum löndum. Á íslandi fara
þó ekki miklar sögur af honum. Vera
má, að hans hafi síður verið þörf hér
en í óðrum löndum, vegna þess að hér
SPÁKVISTAR
Forn vísindi, sem nú eru umdeild
hagar svo til, að óvíða er vatnsskortur
í byggð. En i orðabók Blöndals er nefnd
vatnshrísla, og sagt að orðið sé komið
úr Rangárvallasýslu, og með því sé átt
við grein eða runna sem slúti niður að
jörð, þar sem menn telja að vatn sé
undir. Og til skýringar er vísað til spá-
kvistsins.
Þetta er rifjað upp nú vegna þess, að
um þessar mundir er mikið talað um
spákvisti í öðrum löndum, og þeir sem
nota þá ýmist fordæmdir fyrir hjátrú
og heimsku, eða þá að þeir eru taldir
gæddir yfirnáttúrlegum hæfileikum.
Vísindamenn hafa rannsakað þetta og
skrifað um það. Eru þar til nefndir
þessir menn í Frakklandi: Henri Mag-
er, Armand Vire, ábótarnir Bouly og
Mermet og ennfremur Le Vicomte H.
de France. En í Englandi hafa þessir
menn rannsakað málið: Sir William
Barrett, Theodore Bestermann, J. Cecil
Maby og T. B. Franklin. Sagt er að
þeim komi öllum saman um, að fyrir-
bæri spákvistsins gerist. En skýringar
þeirra eru þær, að það sé í rauninni
ekki kvisturinn sjálfur, heldur maður-
inn sem á honum heldur, sem verði
ósálfrátt var við hvar vatn er í jörð.
Frá vatninu stafi ósýnisgeislar. Margir
menn sé næmir fyrir ósýnisgeislum,
hvort heldur það er rafsegulmagn, út-
bláir geislar, X-geislar eða kaþóðu-
geislar. Þegar maður verði nú fyrir
þessum geislum, verði honum á ósjálf-
ráðar hreyfingar. Þess vegna kippist
kvisturinn til í höndum hans.
En til sannindamerkis um að þessi
fyrirbæri gerist, er sögð þessi saga frá
Englandi:
Sir Henry Harben var auðugur land-
eigandi, en í landeign hans varð til-
finnanlegur skortur á vatni. Hann fékk
sér því mann, sem vanur var að grafa
brunna, og svo var grafinn 90 feta
djúpur brunnur. Þar fannst að vísu
vatn, en það var svo lítið og lélegt, að
það var með öllu ónothæft. Svo var
grafinn annar brunnur skammt þaðan,
en það var sama sagan. Þá bentu ein-
hverjir landeiganda á, að hann skyldi
leita til spákvistmanns, og mæltu meB
írskum mannið sem hét Mullins, því að
hann væri þaulvanur að finna vatn.
Henry sagðist ekki vera hjátrúarfullur
og ekki taka neitt mark á þessu. Fekk
hann nú kunnan jarðfræðing í lið við
sig. Þriðji brunnurinn var grafinn og
skurðir út frá honum í ýmsar áttir.
Þetta kostaði 1000 Sterlingspund, en
ekki kom vatnið. Þá braut Sir Henry
odd af oflæti sínu og lét kalla John
Mullins þangað. Mullins hafði aldrei
komið þangað fyr. Honum voru fengn-
ir til aðstoðar tveir menn, sem höfðu
verið með jarðfræðingnum. Hann gekk
fram hjá bruniunum þremur og virti
þá ekki viðlits, en kvaðst ætla að leita
á hærri stað. Hjalparmennirnir sögðu
að það væri þýðingarlaust, því að sá
staður hefði verið rannsakaður vís-
indalega og þar væri ekkert vatn að fá.
„Það gerir ekkert til, eg ætla samt að
reyna", sagði MuIIins. Svo fór hann
upp á hæðina, gekk þar fram og aftur
og merkti tvo staði, þar sem hann
sagði að vatn væri undir á 12—13 feta
dýpi, en á milli þessara staða væri ekk-
ert vatn. Nú var grafið á báðum stöðum
og fekkst mikið og gott vatn á því dýpi,
er MuIIins hafðí til tekið. Nú varð Sir
Henry heldur en ekki hrifinn af spá-
kvistmanninum. Hann ákvað þá að láta
grafa brunn á milli þessara tveggja
staða, til þess að ganga úr skugga um
hvort Mullins segði það líka satt, að
þar væri ekkert vatn. Djúpur brunnur
var grafínn, og þar var ekki vatnsdropi.
Sir Henry bað Mullins þá að leita að
vatni handa þorpi, sem var í landeign
hans. Mullins fór þangað og merkti
stað. Þar var grafinn brunnur og fannst
nægilegt vatn handa þorpinu.
Nú víkur sögunni til Bandaríkjanna.
Líklega eru hvergi jafn margir spá-
kvistmenn og þar í landi, þvi að þeir
eru taldir 25.000. Stafar það eflaust af
því hve mikill skortur er á rennandi
vatni víða í Bandaríkjunum, og menn
verða að grafa brunna til þess að ná i
vatn. Bændur hafa mikla trú á spá-
kvistsmönnum,   og   ef í landi   þeirra
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 633
Blašsķša 633
Blašsķša 634
Blašsķša 634
Blašsķša 635
Blašsķša 635
Blašsķša 636
Blašsķša 636
Blašsķša 637
Blašsķša 637
Blašsķša 638
Blašsķša 638
Blašsķša 639
Blašsķša 639
Blašsķša 640
Blašsķša 640
Blašsķša 641
Blašsķša 641
Blašsķša 642
Blašsķša 642
Blašsķša 643
Blašsķša 643
Blašsķša 644
Blašsķša 644
Blašsķša 645
Blašsķša 645
Blašsķša 646
Blašsķša 646
Blašsķša 647
Blašsķša 647
Blašsķša 648
Blašsķša 648