Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
123
Hólmfriður Damelson;
Islenzkur kvenlæknir
sem lengi var / Kína
ÞANN 20. janúar síðastliðinn átti
dr. Steinunn Jóhannesdóttir Hay-
es 90 ára afmæli. Er því e. t. v.
tímabært að minnast lítillega þess-
arar gáfuðu, menntuðu og fórn-
fúsu konu, sem eytt hefir meiri
hluta ævi sinnar til þess að hlynna
líkamlega og andlega að vesælum
lýð í verstu fátækrahverfum Kína.
Steinunn Hayes er fædd að
Eystra-Miðfelli á Hvalfjarðar-
strönd 20. ianúar 1870. Faðir
hennar var Jóhannes Jónsson, en
móðir hennar Ellisif Helgadóttir.
Ellefu ára missti Steinunn föður
sinn, og brauzt hún í því þrem ár-
um síðar að fara ein síns liðs til
Ameríku. Fyrst kom hún til
Winnipeg, þar sem hún vann fyrir
sér í þrjú ár og reyndi að læra
ensku. Frá barnæsku hafði hún
verið trúarsterk og hún treysti
guði til að leiðbeina sér áfram í
lífinu.
Hana langaði til þess að verða
öðrum að liði, en til þess varð hún
að afla sér menntunar. Fór hún
nú til Bandaríkjanna fyrst til
Norður-Dakota, en skömmu síðar
til Chicago. Réðst hún nú í það
stórræði að nema guðfræði, en
vann fyrir sér samtímis. Hún
útskrifaðist í guðfræði í Chicago
og tók þjónustu sem aðstoðarprest-
ur í Indiana og síðar í Oregon. Fór
hún svo til Los Angeles og aðstoð-
aði prest við Baptistakirkju þar.
Um þetta leyti var við nám í
læknaskólanum við háskólann í
Suður-Kaliforníu ungur maður að
nafni    Charles    Arthur    Hayes,
glæsimenni mikið og góður söng-
maður. Hann var vel ættaður,
kominn af skozkum og enskum
ættum, sem komu til Ameríku
með hinum allra fyrstu innflytj-
endum, um 1670. í föðurætt var
hann náskyldur Rutherford B.
Hayes, sem var nítjándi forseti
Bandaríkjanna, og ákaflega fær og
réttsýnn maður. Charles Hayes var
trúmaður mikill og hafði ásetti
sér að helga guði líf sitt.
Það var einn dag að barið var
að dyrum hjá Hayes tjölskyldunni.
Þar var fyrir ung stúlka og kvaðst
heita Alice Johnson (Steinunn Jó-
hannesdóttir). Var hún komin sém
trúboði frá Baptistakirkjunni.
Ekki gat hún fundið neina mein-
bugi á guðrækni og trúarskoðun
unga mannsins, en þeim tók að
geðjast mjög hvoru að öðru.
Ári seinna hittust þau aftur á
læknaskólanum, því nú hafði
Steinunn tekið þá ákvörðun að
verða læknir og taka síðan að sér
starf sem trúboðslæknir í Kína.
Þetta var einnig áform Charles
Hayes. Tóku þau nú bæði að
kynna sér allt, sem mögulegt var
um Kína og ástandið þar, en það
var ekki álitlegt. Um árið 1900 stóð
yfir hin svonefnda „Boxer" upp-
reisn í Kína, sem var hafin til þess
að útrýma öllum útlendingum úr
landinu. í þessari ægilegu uppreisn
var líflátinn fjöldi af trúboðum
ásamt fjölskyldum þeirra, nær því
tvö hundruð að tölu — menn,
konur og börn, og mörg þúsund
Kinverjar.
Frú  Steinunn  Hayes
Steinunn (Alice) útskrifaðist
frá læknaskólanum í febrúar 1902,
með hæstu einkunn — 96 stig að
meðaltali í öllum greinum!
Skömmu síðar giftist hún Charles
Arthur Hayes, sem einnig var út-
skrifaður sem læknir. Lögðu þau
nú upp í brúðkaupsferð sína, en
það var hin langa og erfiða leið
til Kína. En þeim túr lauk ekki
fyrr en fjörutíu árum síðar!
Fyrst lentu þau í Hong Kong,
en fóru þaðan til Canton, en þar
mættu þeim trúboðar, sem fyrir
voru og komu þeim til eyarinnar
Macao, sem tilheyrir Portúgal ,til
þess að þau mættu hafa næði til að
læra kínverskt mál. Því næst var
þeim álagt að verða trúboðslæknar
í innlendu héraði í borginni Ying
Tak. Eftir nærfellt tíu daga ferð
upp fljót, sem nefnist Norðurá,
komu þau til Ying Tak, sem taldi
um 40,000 íbúa. Trúboðar höfðu
verið þar í nokkur ár en aldrei
fyrr hafði sést þar hvít kona! Var
því unga hetjan fra íslandi alein
innan um hinar gulu þúsundir.
Borgin var full af pestarbælum,
óþrifnaði og eymd. Til þess að
geta hjálpað hinum aumu, urðu nú
trúboðshjónin að reyna að útrýma
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 117
Blašsķša 117
Blašsķša 118
Blašsķša 118
Blašsķša 119
Blašsķša 119
Blašsķša 120
Blašsķša 120
Blašsķša 121
Blašsķša 121
Blašsķša 122
Blašsķša 122
Blašsķša 123
Blašsķša 123
Blašsķša 124
Blašsķša 124
Blašsķša 125
Blašsķša 125
Blašsķša 126
Blašsķša 126
Blašsķša 127
Blašsķša 127
Blašsķša 128
Blašsķša 128
Blašsķša 129
Blašsķša 129
Blašsķša 130
Blašsķša 130
Blašsķša 131
Blašsķša 131
Blašsķša 132
Blašsķša 132