Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1960, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1960, Qupperneq 4
624 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sprengingin mikla Nú halda sovézkir visindamenn oð „fljúgandi diskur" Þ A Ð var skömmu fyrir kl. 7 að morgni hins 30. júní 1908, að ógur- leg sprenging varð í Síberíu, um 650 km. sunnan við heimskauts- baug. Þarna voru fenjamýrar og frumskógar, en engin byggð. — Sprengingin var svo mikil, að jörðin lék á reiðiskjálfi, og jarð- skjálftahræringanna varð vart í nær 5000 km fjarlægð. Þessu fylgdi svo mikill blossi að á mörg hundruð kílómetra svæði var eins og himininn væri að brenna. Um hálfa öld töldu menn, að þarna mundi gríðarmikill loft- steinn, eða loftsteinar hafa fallið til jarðar. Þó kom í Ijós ýmislegt, sem gerði þá fullyrðingu tortryggi -lega. Fyrst og fremst var það grunsamlegt ,að engin loftsteina- brot fundust á staðnum, né í hafi farizt jbarna grend við hann. Og svo var engu líkar en að sprengingin hefði orð- ið í lofti yfir skóginum, en ekki við það að steinn hefði rekizt á jörðina. En af hverju gat þá þessi mikla sprenging stafað, ef hún stafaði ekki af því að loftsteinn hafði fallið til jarðar? Fyrir fáum árum komu nokkrir rússneskir vísindamenn fram með þá skýringu, að þarna hefði far- izt kjarnorkuknúið geimfar frá einhverri annari stjörnu! Slíka fjarstæðu lét hinn menntaði heimur eins og vind um eyrun þjóta, og þó var þá talað sem mest um hina „fljúgandi diska“. Nú er þó komið nýtt hljóð í strokkinn, eftir því sem segir ný- lega í rússneska blaðinu „Sovét- aftur inn í gufuhvel jarðar. Þá sögðu þeir og að vel hefði gengið að losa klefann og hann hefði komið til jarðar „aðeins um 10 km. frá þeim stað, er honum hafði verið ætlað að koma niður“, svo viðhöfð sé þeirra eigin orð. Öll dýrin sögðu þeir að hefði verið lifandi og við beztu heilsu. Engir erlendir blaðamenn voru við þegar þessi merkisatburður gerðist, en vestrænir vísindamenn telja að ekki beri að rengja frá- sögn Rússa. Skömmu þar á eftir sagði pró- fessor Vasily V. Parin, einn af sér- fræðingum Rússa í geimferðum: „Vér erum nú alveg á þröskuldin- um að hefja geimferðir“. Og dr. Bernard Lowell, forstjóri hinnar frægu geimrannsóknastöðvar á Joddrell Bank, lýsti þá yfir því, að nú væri Rússar svo langt komnir að búast mætti við að þeir sendu mann út í geiminn „innan tveggja mánaða“. Um sama leyti komu á gang austan járntjalds tvær kvikmynd- ir, sem áttu að sýna hve langt Rússar væri komnir. Var önnur rússnesk og heitir „Rétt áður en farið er út í geiminn“. Hin var tékknesk og heitir: „Farseðill út í geiminn“. Þetta var í ágúst. i Siberíu skaya Rossiya“. Blaðið skýrir frá því, að nú sé fengnar nýar sann- anir, sem styðji þessa tilgátu og segir ennfremur: — Rannsóknarleiðangur 12 vís- indamanna og nokkurra stúdenta frá háskólanum í Tomsk, fór á sprengingarstaðinn og dvaldist þar um sex vikna skeið við rannsókn- ir. Foringi rannsóknarmanna var dr. Gennadi Plekhanov Tilgangur fararinnar var aðallega sá að rannsaka hvort á sprengistaðnum mundi vera um geislavirkni að ræða, og þeir komust að þeirri niðurstöðu að svo var. Um það segir dr. Plekhanov: „Að svo stöddu getum vér að- eins fullyrt eitt, að geislavirkni jurta á sprengjustaðnum var 50— 100% hærri heldur en í jurtum í 30—40 km fjarlægð allt um kring. Geislavirknin hraðminkar þegar komið er 10 km frá sprengi- staðnum. Rannsóknir, sem gerðar verða á jurtum og jarðvegssýnis- hornum frá þessum slóðum, munu skera betur úr um það hvort hér hafi verið um kjarnorkuspreng- ingu að ræða. Leiði nú rannsókn- irnar í ljós, að svo hafi verið þá er fyrir vísindin að skera úr því hvort þarna hafi verið um geisla- virkan loftstein að ræða (og er vísindunum þó ekki kunnugt að slíkir steinar sé til) eða hvort hér hefir verið kjarnorkuknúið geimfar, eins og sumir hugmynda- ríkir vísindamenn hafa haldið fram“. Það er merkilegt, að umheim- urinn frétti ekkert af þessari miklu sprengingu árum saman. Var það aðallega því að kenna,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.