Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 179 Ekkert er nýtt Margar af þeim umferðareglum, sem teknar hafa verið upp á seinni árum, eru alls ekki nýár, hinir gömlu Róm- verjar höfðu komið þeim á hjá sér. Að vísu þekktist þá ekki einstefnu- akstur eins og nú, en þeir leystu það aðeins á annan hátt. Margar götur x Róm voru svo þröngar, að vagnar gátu ekki ekið hvor fram hjá öðrum. Þyrfti einhver að aka um slíka götu, sendi hann hraðboða á undan sér yfir í hinn enda götunnar og hann bann- aði öllum vögnum að fara inn í göt- una þeim megin, þangað til vagn hús- bóndans hafði komist sína leið. Þannig komst á nokkurs konar einstefnu- akstur. Á dögum Júlíusar Cæsars var einka vögnum bannað að ferðast um göt- ur borgarinnar frá því dagur rann og þar til tvær stundir voru eftir til sól- seturs. Ferðamenn, sem komu í vögn- um til borgarinnar, urðu því að skilja þá eftir utan við borgarhliðin, og þar voru þeim ætluð svæði er samsvara bílastöðum nú. Þarna var líka umferðarlögregla og var hún alls staðar á ferli til þess að greiða úr umferðar vandræðum eftir að dimma tók. Rómverjar voru jafnvel róttækari í umferðarreglum sínum heldur en nú tíðkast. Á 3. öld fyrir Kr. var það bannað með lögum að konur stýrðu vögnum. Þetta þótti kvenfólkinu hart og 20 árum seinna fengu hefðarkonur í Róm því áorkað, að þessi lög voru numin úr gildi. Ekki hefir víst þótt nein bót að því, og á 1. öld e. Kr. voru aftur sett lög er bönnuðu kon- um að stýra farartækjum. Allir vita hve leiðinlegt það er þeg- ar bílhjól springa á vegum úti. Við- gerð getur orðið örðug og stundum hlýzt slys af því þegar menn eru að gera við skemmdirnar. Nú er komið á markað í Bandaríkjunum áhald se*n lokar gatinu á svipstundu og dælir upp hjólið að nýu, án þess að lyfta þurfi bílnum. Það er National Dyna- mics Corp. í New York, sem selur þetta áhald. 5>2<s<2<s><2<s<2<s<2<8<2<s>2<s<2<5<s<a<2<s<s<s»<2<s<s<s<2<»<2<a<2':a*í2‘;a><2<&<2<s, Jlí j/’íf tiLcu l Vá urápar ocj anua í SAGT er að harðasti kaflinn á hverju ári sé sá, er þeir Marz og Einmánuður eru samferða. Að þessu sinni eru þeir sam- ferða frá s.l. þriðjudegi fram til föstudagsins langa. Nú þykir það jafnvíst að páskahret kem- ur á hverju ári. Hefst það stundum með skirdegi, en er oft harðast á föstudaginn langa og stendur þá vanalega fram til 2. eða 3. í páskum. Vont veður á föstudaginn langa boðar gott grasár. Eftir veðrinu á 4. í páskum fer tíðarfarið fram að Jóns- messu. Ef páskar eru snemma, svo sem nú er, og sé mikið frost með sólskini á páskadaginn, boðar það grasleysissumar. „Rauð jól, hvítir páskar — hvít jól, rauðir páskar“, segir gamall málsháttur. Að þessu sinni voru jólin rauð, og ætti því að vera snjór um páskana. Annar málsháttur segir, að sjaldan sé sama veður á pálma- sunnudag og páskadag. Þó seg- ir, að sé illviðri á pálmasunnu- dag, boði það lítinn gróða árs, en gott ár ef þá er slæmt veður. Það var venja áður, að hús- mæður skömmtuðu öllu fólki rauðseyddan og hnausþykkan mjólkurgraut að morgni skír- dags, áður en farið væri til kirkju. En á föstudaginn langa fekk fólkið engan mat fyr en undir kvöld. Þann dag voru börnin hýdd fyrir allap yfirsjón- ir sínar á föstunni. Páskarnir eru höfuðhátíð, ekki aðeins hjá mönnum heldur einnig hjá álfum. Þá eru dýr- legar messur hjá álfum og há- tíðahöld. Á páskamorgun snemma dans- ar sólin, einmitt í þann mund ^ er frelsarinn reis upp frá dauð- um. Verða menn að vera snemma á ferli til þess að sjá sólardansinn. Á páskadaginn geta menn líka fundið óskasteininn. Hann kemur þá á fjöru, er hvít- gulur á lit og nokkuð ljósleitur og líkist mjög baun. Menn eiga að stinga honum undir tungu sér og óska sér einhvers og bregst ekki að sú ósk rætist. Ekki má að nauðsynjalausu róa á sjó á páskadaginn. Þetta gerði þó bóndinn á Rauðanesi við Borgarfjörð. Hann dró 2 flyðrur og einn golþorsk, en aflinn hvarf úr bátnum frá honum og fiskarnir urðu að steinum uppi í Hafnarfjalli, og þar má sjá þá enn í dag. Á öllum stórhátíðum hafa ill- ir andar sig mjög í frammi, og ekki sízt á páskum. Það var ein- hverju sinni að Skálholtsbiskup réði til sín bryta, sem hann vissi ekki nein deili á. Þetta var kölski sjálfur og hann ætlaði sér að sökkva dómkirkjunni á páskadaginn þegar flest fólk væri við guðsþjónustu. En gamall karl í sókninni komst að þessu, vegna þess að hann vissi lengra nefi sínu. Og hann gat komið í veg fyrir að kölska tækist fyrirætlunin, þó alveg á seinustu stundu. Þar bjargaði fjölkyngin höfuðvígi kristninnar á íslandi. S>£>i>£>i>S>i*S>i>£>i>S>5>Z>i>S>i>«>5>I>i>S>i:<2>5>S>5>£>S>í!>5>«>5>2>i>«>i>Z>5 í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.