TÝmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbˇk Morgunbla­sins

and  
M T W T F S S
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Main publication:

Morgunbla­i­


Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Lesbˇk Morgunbla­sins

						252
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
Nokkur   turouáýr  tornaSdar
Óvœftir  og  bjargvœftir
í GOÐSÖGNUM margra þjóða eru
nefnd alls konar furðudýr. Stund-
um eru þau tákn náttúruaflanna,
eða einhvers í náttúrunni. Því var
snemma trúað að sum dýr væri
ímynd sérstakra hæfileika. Þannig
varð tófan ímynd slægðarinnar,
ljónið ímynd göfgi og þróttar, en
lambið ímynd sakleysisins. En
þegar þurfti að tákna fleiri eigin-
leika, en eitt dýr hafði, var gerð
táknmynd þar sem fleiri dýrum
var slöngvað saman og úr þeim
gert eitt dýr. Má þar nefna gamm-
inn, sem var sambland af ljóni og
erni og táknaði hugrekki og tign.
Sleipnir, hestur Óðins, var gerður
áttfættur til þess að sýna að hann
væri öllum hestum skjótari. Og
Hydra, marghöfðaða slangan, sem
gat látið sér vaxa höfuð ef eitt
var af höggvið, var táknmynd
hins illa, sem erfitt er að yfir-
stíga.
Eitthvert  elzta  og furðulegasta
kynjadýrið er drekinn, sem er upp
runninn í Kína, en flaug furðu
fljótt vestur yfir alla Asíu og til
Vesturlanda, og komst jafnvel til
íslands.
Víða varð drekinn tákn valds
og virðingar, svo kóngar, keisarar
og aðalsmenn höfðu hann í skjald-
armerkjum sínum. Rómverjar
höfðu dreka í gunnfána sínum, og
leifar þess munu það vera, að
Englandskonungar höfðu drekann
í gunnfána sínum, þangað til Vil-
hjálmur bastarður lagði undir sig
landið. Á dögum Játvarðar VII.
var drekinn settur í skjaldarmerki
prinsins af Wales. En það var
eigi aðeins í Englandi, heldur
í mörgum öðrum löndum að höfð-
ingjar höfðu dreka í gunnfána sín-
um. í Kína var drekinn tákn sjálfs
keisarans.
Hvernig var svo þessi dreki?
Kínverskur ritari, Wang Fu, sem
uppi  var  á   dögum  Han-keisara-
Kinverski drekinn.
Oedipus og sphinxinn
ættarinnar (206 f. Kr. til 220 e.
Kr.) hefir lýst honum svo: „Horn
hans líkjast nautshornum, höfuð
hans er eins og á úlfalda, augun
eins og í djöfli, hálsinn eins og
slanga, skrokkurinn eins og skel-
fiskur og hreistraður eins og
karfi, klærnar eins og á erni, þóf-
arnir eins og á tígrisdýri og eyr-
un eins og á kú". Lýsing þessi
virðist sýna, að drekinn hafi verið
samsettur úr mörgum skepnum.
En svo voru drekarnir breytilegir.
Elzta drekamyndin er komin frá
Babylon og líkist hann þar högg-
ormi með hornum og klóm. Þessi
dreki er gyðjan Tiamat, og sums
staðar er hún einnig látin hafa
vængi. Hún hafði vald til að
skapa ófreskjur sér til aðstoðar í
baráttunni við guðinn Marduk, en
þó beið hún ósigur því að hon-
um fylgdi hin h'fgefandi sól, en
Tiamat fylgdu myrkravöldin.
Drekinn kemur einnig fyrir í
goðsögnum Egypta, í stríðinu milli
guðanna Osiris og Set. Og frá
þeim tíma hefir drekinn verið í-
mynd hinna illu afla. Stríðið milli
hins góða og illa er stríð milli
guðanna og drekans. Segir nokk-
					
Hide thumbnails
Page 245
Page 245
Page 246
Page 246
Page 247
Page 247
Page 248
Page 248
Page 249
Page 249
Page 250
Page 250
Page 251
Page 251
Page 252
Page 252
Page 253
Page 253
Page 254
Page 254
Page 255
Page 255
Page 256
Page 256
Page 257
Page 257
Page 258
Page 258
Page 259
Page 259
Page 260
Page 260