Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 465 OSTAR ÚR GRASI Áttum við nú tal um vísuna um stund. Man eg, að eg sagði, að mér þætti fjórða línan sízt og ekki samboðin Agli — enda var eg þá ekki búinn að skilja hana fullkomlega. Einnig spurði eg þá miðilinn, hvort hann ætti það til að yrkja. En hann svaraði, að hann kynni ekki að yrkja. Einn af þátttakendum í hringn- um var Margrét frá Öxnafelli. Sagðist hún hafa séð komumann vel. Hefði hann verið í gráum kufli yzt fata, með krossvafða fót- leggi. Svartur á brún og brá, stuttleitur og greppleitur með stutt skegg, ákaflega þrekinn vexti, en ekki sýnst næsta hár, enda hefði hann staðið niðri í gólfinu upp að kálfum. Á höfði hefði hann haft eins konar húfu með litlum börðum eða bryddri brún. Vísuna skrifaði eg í vasabók mína, en skildi blokkarblaðið með frumritinu eftir hjá húsráðendum. Hafði þessi fundur talsverð áhrif bæði á mig og aðra þátttakendur. Fór nú hver heim til sín. Þegar eg kom heim, var mitt fyrsta verk að grípa til vasabók- arinnar og lesa enn vísuna og stöðvaði eg einkum hug minn við fjórðu línu, er mér hafði ekki lík- að. Kom mér þá óðara í hug ann- ar og réttari skilningur á línunni. Hafði eg áður ætlað, að orðið velli væri þágufall af nafnorðinu völlur, en nú hugkvæmdist mér skyndilega, að orðmyndin velli myndi vera þágufall af orðinu vell, sem þýðir gull í fornu skálda- máli. Dró eg nú ekki að fletta upp í skáldamálsbók Sveinbjarn- ar Egilssonar eftir orðinu vell, og komst þá að raun um það, að Egill notar það orð a.m.k. tvisvar í þeim vísum, sem til eru eftir hann. Viku síðar eða svo nálægðist U M 4000 ár hafa ostar verið ein af aðalfæðutegundum mannkyns- ins og neyzla þeirra hefir stöðugt farið vaxandi. Þó vita menn ekki hvernig stendur á því bragði, sem gerir osta svo eftirsótta. Nú hafa efnafræðingar og líf- efnafræðingar tekið sér fyrir hendur að komast eftir þessu. Þeir hafa áður reynt að endur- bæta ostana á allan hátt, en hafa þessi sami gestur okkur aftur, en komst þá ekki að vegna fjölda þeirra annarra að handan, erbiðu og væntu sambands. Var það á sama stað og í sama hring. Heyrð- um við þá til hans eina setningu í háum og þykkjulegum róm: „Hvat veldur?“ Um þetta verður nú ekki fleira skrifað að sinni. Kært væri mér að vita, ef einhverjir fróðir menn vissu til þess, að vísa þessi hefði áður verið kunn. En til þéss hafa engir vitað, er eg hef sagt vísuna. Ég undirrituð, Guðrún Ragúels frá Akureyri, minnist vel þessa merki- lega fyrirbæris frá þessum minnis- stæða fundi og á enn í fórum mín- um frumritið af þessari vísu, eins og Konráð Vilhjálmsson skrifaði hana í myrkrinu á fundinum. Stödd í Reykjavík, 15. júní 1961 Guðrún Ragúels. Eg undirrituð, Sigurlaug M. Jónas- dóttir, Eskihlíð 8, Reykjavík, las fjrr- ir Margrétu frá öxnafelli frásögn þessa upp I síma. Staðfesti hún að sér væri fundur þessi mjög minnis- stæður og að hér væri að öllu rétt frá skýrt, eftir því sem hún framast gæti munað. Reykjavík, 22. júní 1961 Sigurlaug M. Jonasdóttir, þó ekki vitað í hverju höfuðkost- ir þeirra voru fólgnir. Efnafræðingarnir mala nú ost- ana niður og setja mjölið í síur, þar sem það leysist upp í vökva, og síðan er vökvinn rannsakaður. Lífefnafræðingar þykjast nú hafa komizt að því, að hið góða bragð ostanna stafi eingöngu af fitu þeirri, sem í þeim er. Þeir hafa einangrað ýmis bragðefni úr ost- um, en þeim hefir ekki tekizt enn að finna aðalefnið, sem veldur hinu góða bragði. Þó segja þeir að ekki muni líða á löngu þar til þetta hafi tekizt. Og takist þeim þetta, þá eru afleiðingarnar ófyrirsjáanlegar. Þá mundi vera hægt að framleiða þetta efni í stórum stíl, setja það út í hleypta mjólk — og þá er kominn ostur með hvaða bragði sem menn helzt kjósa. Með þessu móti geta ostamir orðið mörgum sinnum ódýrari en áður, en hætt er við að bændur og ostafram- leiðendur. sé ekki hrifnir af þessu. Sumir segja, að þegar svona langt sé komið, þá sé alveg óþarfi að hafa kýr til mjólkurfram- leiðslu, það muni verða hægt að gera osta úr grasi — hlaupa alveg yfir þá seinvirku aðferð að láta kýrnar breyta grasi í mjólk. Það var brezki vísindamaðurinn dr. R. E. Slade, sem fyrstur kom fram með þessa hugmynd. Að vísu yrði þetta ýmsum vandkvæð- um bundið, en þó framkvæman- legt. Monnum hefir þegar tekizt að framleiða sykurefni og mjólk- urfitu úr heyi. Og það má vel vera að eftir svo sem tíu ár verði farið að framleiða osta beint úr grasinu af jörðinnL

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.