Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1961, Blaðsíða 4
632 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ristur eru á steininum. Þessar rist- ur voru horfnar fyrir löngu. En munnmælin heldu fast í þá full- yrðingu, að þarna ætti þær að vera, og einnig hitt, að steinninn hefði staðið á fornmannshaug. Vegna þessa á steinninn og um- hverfi hans það skilið, að þetta sé rannsakað betur. Það er athyglisvert hve lítið hefir fundizt af steinaristum hér á landi frá fyrstu öldum byggðar- innar, saman borið við það sem fundizt hefir á hinum Norður- löndum. Og þó hafa íslendingar hinir fornu kunnað að rista rún- ir, engu síður en aðrir. Það sést bezt á steininum, sem fannst hjá Maeshowe í Orkneyum. íslending- urinn, sem risti rúnir á hann, kallar sjálfan sig „rýnstan fyr vestan haf“. Hér á landi hljóta að vera margir rúnasteinar ófundnir. Þeir dyljast vegna þess að grjót og loftslag er hér annað en á hinum Norðurlöndunum. Hér safnast harðar skófir á steina og hylja þá algjörlega. Þessar skófir hafa fyllt allar ristur, svo að þeirra sér ekki stað lengur. Þess vegna finnast rúnasteinarnir ekki. Með þessu er þó ekki verið að gefa í skyn, að steinn sá, er hér um ræðir, sé rúnasteinn. Það er óráð- in gáta. En á þetta er bent til þess að athugulir menn gangi ekki fram hjá steinum, ef þeim virðist að á þeim votti fyrir ein- kennilegum strykum, því að þar geta leynzt undir skófunum hin- ar merkilegustu ristur. Á. Ó. Tilkynning í amerísku veitingahúsi: Ef þér þurfið endilega að setja sígar- ettuöskuna í bollann, þá segið þjónin- um frá því svo að hann geti hellt kaffinu í öskubakkann. - - Árni Vilhjálmsson læknir RIGNIR í LESBÓK Morgunblaðsins 29. okt. s.l. er athyglisverð og mjög fróðleg grein, með yfirskrift: „Rignir blóði“. Meðal arinara frá- sagna um blóðregn, sem þar er frá sagt, er tekin upp frásögn Eyrbyggju um blóðregnið á Fróðá fyrir Fróðárundur. Hefur mér alltaf þótt mikið til koma þeirrar frásagnar, vegna þess hve ná- kvæm og trúleg lýsingin er. Er engu líkara en að þar segi sjón- arvottur frá. Sagan er þó örugg- lega skráð löngu eftir að atburð- ufinn gerðist, og virðist höfundur sögunnar því hafa séð hann fyrir innri sjónum, líkt og Jónas sá rauðu blossamóðuna með blágrá- um reyk yfir, er hann orkti kvæð- ið Skjaldbreiður. í lok greinarinn- ar er réttilega tekið fram, að ekki geti rignt blóði, en að stundum komi rauð rigning: „Telja menn að það stafi af því, að mikið sé í loftinu af rauðu sanddufti, sem borizt hefur með vindum utan af • eyðimörkum. Þegar þetta duft blandast rigningunni, verður regn- vatnið rautt á litinn“, segir í greininni. Ekki finst mér þessi skýring um rauða sandduftið sann- færandi, og að minnsta kosti ó- fullnægjandi, ,og ósennileg skýr- ing á blóðregninu á Fróðá. Þar er heldur ekki um venjulega rign- ingu að ræða, heldur rignir þar sjó, sem mengaður er einhverju því, sem gerir hann rauðan á lit- inn. Lítum nú svolítið nánar á frá- sögn Eyrbyggju af atburði þess- um, er varð undanfari mikilla tíðinda þar á bænum: „Sumar var heldur óþerrisamt, enn of haust- BLÓÐI ið kómu þerrar góðir. Yar þá svá komit heyverkum at Fróðá, at taða öll var slegin, enn fullþurr nær helmingurinn. Kom þá góðr þerridagr, ok veðr kyrrt, ok þurt, svá at hvergi sá ský á himni. Þór- oddr bóndi stóð upp snemma um morgininn ok skipaði til verks. Tóku sumir til ekju, enn sumir hlóðu heyinu, enn bóndi skipaði konum til at þurka heyit, ok var skift verkum með þeim, ok var Þórgunnu ætlat nautsfóður til at- verknaðar. Gekk mikit verk fram um daginn. Enn er mjök leið at nóni kom skýflóki svartur á him- inn norðr yfir Skor, ok dró yfir himin, ok þangað beint á bæinn“ o. s. frv. Hvers eðlis var þá þessi svarti skýflóki, sem kom upp á himin norður yfir Skor á sólbjörtum haustdegi. Því er fljótsvarað. Þetta hlýtur að hafa verið skýstrokkur — cyclon — sem sogið hefur upp í sig sjó hátt í loft upp, svo að hann ber yfir Skor. Hann kemur að norðurströnd Snæfellsness rétt undan bænum á Fróðá og yfir túnið, og fellir úr sér sjóinn í flekk Þórgunnu, dettur niður er hann kemur yfir land. Þvermál skýstrokksins má nokkuð marka af því, að regnið kemur nálega allt, eða meginhluti þess, í flekk Þórgunnu, „en henni var fengið eitt nautsfóður til verknaðar“ um daginn, segir sagan. Ekki er gott að vita hvað þeir hafa ætlað kú til vetrarfóðurs í þá daga, en varla hefur það verið sérlega stór flekkur, sem hinni öldruðu írsku konu var ætlaður einni til at- verknaðar. Þórgurina hafði ekki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.