Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1962, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1962, Blaðsíða 4
ÚíL 9QWÍU\l ÍLÖÐUM^ (Jufcrúnar Jóhannödóttur fiá íUlaltóstóóum. SVARTKLÆDDA KONAN FRÍÐA litla var beðin að segja fólkinu, sem úti var við vinnu, að koma inn að borða. Göngin á bænum voru löng. Stóðust á dyr í búr og eldhús. Þegar hún kemur inn í göngin sér hún dökk- klædda konu standa við búrdyrnar. Hún hefir svartan klút á herðum og lafa hornin niður á brjóst beggja vegna. Fríða litla horfir á konuna andartak, en svo hverfur hún sýn- um. Verður þá telpan ofsahrædd, hleypur inn í búr til móður sinnar og segir hvað fyrir sig hafi borið. Meðan á máltíð stóð, ræddi fólkið um þessa dularfullu konu. En síðan féll það tal niður og önnur málefni upp tekin. Síðar þennan sama dag, bar að garði ókunnan mann, er Þorsteinn hét. Enginn setti sýn telpunnar í samband við hann. Nokkru síðar fór mamma Friðu að finna kunningjafólk sitt. Bjó það tölu- vert langt í burtu. Einn daginn, sem hún dvaldist þar, bar í orð sýn Fríðu. Gat hún þess að nefndur Þorsteinn Ijefði komið síðar þann sama dag. Gamall maður þar á heimilinu sprett- ur upp af rúmi sínu, þegar hann heyrir þetta, og verður að orði: „Þetta er stórmerkilegt. Þegar ég var GALDRAVÉLIN Framh. af bls. 3 Og Nonni stóð þarna og hugsaði sér, Cð þeir hlytu að vera ferlega ljótir að vilja ekki láta hann sjá sig, en þá sagði hluturinn: „Við mundum vera alveg hræðilegir í þínum augum, alveg eins og þú ert í okkar augum“. ,,Þá er gott, að ég skuli ekki geta séð í myrkri“, svaraði Nonni. „Geturðu ekki séð í myrkri?“ var »purt, og Nonni svaraði, að það gæti hann ekki, og þá varð nokkur þögn, enda þótt Nonni gæti samt heyrt, að hluturinn var að hugsa um, hvernig á því gæti staðið, að hann gæti ekkert séð þegar dimmt væri. Þá spurði hluturinn, hvort hann gæti þá gert nokkuð annað, en hann gat ekki einu sinni skilið, hvað hann var að reyna að segja, og loks fannst honum hlutnum skiljast, að hann gæ-ti ekki gert hvað sem fyrir kæmi, og hann hefði verið spurður um. „Þú ert hræddur", sagði hluturinn. „En það er engin ástæða til að hræðast okkur“. IV onni reyndi að útskýra, að hann væri alls ekki hræddur við þá, hvað svo sem þeir kynnu að vera, af því að þeir væru svo vingjarnlegir, en hitt væri hann hræddur við, ef Etotoi frændi og Emma frænka kæmust að því, að hann hefði stolizt út að næturlagi. Þeir spurðu hann nú um þau tvö, og hann reyndi að gefa greinargóð svör, en þeir virtust ekki skilja hann og jafnvel halda, að hann væri að tala um ríkisstjórnina. Hann reyndi enn að útskýra mál sitt, en þóttist nokkurnveginn viss um, að þeir skildu hann alls ekki. Loksins sagði hann, með kurteisi til þess að særa ekki tilfinningar þeirra, að hann yrði að fara — hann væri bú- inn að vera miklu lengur, en hann ætl- agi — 0g svo hljóp hann alla leiðina heim. Hann komst slysalaust inn í húsið og í rúmið sitt, og allt var í himnalagi, en morguninn eftir fann Emma frænka unglingur drukknaði kona hérna í Vötn- unum. Ég var einn þeirra, sem leitaði að líki hennar og fann það. Á herðum líksins var stór, svartur sjalklútur. End- ar hans löfðu niður á brjóstið beggja vegna. Okkur furðaði að klútnum skyldi ekki skola af líkinu, meðan það velktist í ánni. En það var því líkast að hann væri límdur við föt þess. Þessi kona var móðir Þorsteins. eldspýturnar í vasa hans og hélt yfir honum ræðu um hættuna á því að kveikja í hlöðunni. Orðum sínum til áherzlu notaði hún einnig svipu á fæt- urna á hohum, og hversu svo sem hann reyndi að bera sig karlmannlega, þá varð hann að hoppa í loft upp, þegar hún hamaðist mest á honum, og öskra hástöfum. Svo vann hann allan daginn við að reita garðinn og undir kvöld fór hann að sækja kýrnar. Hann þurfti ekki að taka á sig neinn krók til að komast að lyngmóablettin- um, og nú sá hann, að hluturinn, hvað sem hann kynni annars að vera, var ekki annað en eitthvert málmílát, Ííkast tveim samanlögðum diskum, með rönd kringum miðju, rétt eins og verða roundi ef tveir diskar væru lagðir saman. Þetta var líkast gömlum málmi, sem hefði lengi legið úti, og það mátti vel sjá hol- ur í málminum, líkast og á vél, sem stendur lengi umhirðulaus u-ndir beru lofti. Hluturinn hafði brotið sér leið gegn um kjarrið, drjúgan spöl og einnig plægt jörðina ein tuttugu fet. Ög þegar Nonni leit í áttina, sem hann hafði komið úr, sá hann, að hluturinn hafði brotið toppinn af stóru tré. H luturinn talaði við Nonna á sama hátt og nóttina áður, án allra orða, en með vinsemd og alúð, enda þótt' Nonni hefði sjálfsagt ekki þekkt síðarnefnda orðið, þar eð hann hafði aldrei rekizt á það í skólabókunum sín- um. En hann heyrði, að sagt var: „Nú máttu horfa svolítið á okkur. Líttu snöggt á okkur og síðan undan. Ekki horfa stöðugt á okkur. Þannig geturðu vanizt okkur. Bara stutt í einu“. „Hvar eruð þið?“ spurði Nonni. „Nú, bara hérna“, sögðu þeir. „Ég sé ykkur ekki“, sagði Nonni. ,,Ég sé ekki-gegnum málm“. „Hann getur ekki séð gegnum málm“, sagði annar þeirra. „Hann getur ekki séð, hvenær stjarn- an er farin“, sagði hinn. „Þá getur hann ekki séð okkur", sögðu báðir í einu. „Þið ættuð að geta komið út“, sagði Nonni. „Það getum við ekki“, sögðu þeir. „Við mundum deyja ef við kæmum út“. „Þá fæ ég aldrei að sjá ykkur, eða hvað?“ „Nei, þú færð aldrei að sjá okkur, Nonni“. Og svo stóð hann þarna og var svo afskaplega einmanalegur yfir þvi að fá aldrei að sjá þessa vini sína. „Við skiljum þetta ekki“, sögðu þeir. „Segðu okkur, hver þú ert“ Og af því að þeir voru svona góðir og vingjarnlegir, sagði hann þeim, hver hann var — að h-ann væri munaðarleys- ingi, sem Ebbi frændi og Emma írænka hefðu skotið skjólshúsi yfir, og voru þó al'ls ekki frændi -hans og frænka. Hann sagði þeim ekki, hvernig Bbbi frændi og Emma f-rænka fóru með hann, börðu hann og skömmuðu og ráku hann í rúm- ið matarlausan, en samt gátu þeir skynj- að þetta allt, og nú varð meir-a af þeirra hálfu en vinsemd og kunningsskapur, nú varð líka meðaumkun og jafnvel eitthvað sem líktist móðurást. „Hann er svo lítill, auminginn", sögðu þeir hvor við annan. eir seildust eftir honum og það var alveg eins og þeir tækju hann í fang sér og þrýstu honum upp að sér, og Nonni féll á kné og teygði hendurn- ar eftir þessum hlutum, sem lágu þarna innan um brotna runnanna, og æpti til þeirra, rétt eins og þarna væri eitthvað, sem hann gæti gripið og haldið — ein- hver huggun, sem hann hefði alltaf saknað og þráð og nú loksins fundið. Hjarta hans æpti upp það, sem hann gat ekki sagt, ekki fengið yfir varirnar, og þeir svöruðu honum: „Nei, við skul- um ekki yfirgefa þig, Nonni. Við getum það ekki“. „Lofið þið því?“ spurði Nonni. Raddirnar i þeim voru eins og dálítið hörkulegar. ,,Við þurfum engu að lofa, Nonni. Vélin okkar er biluð og við get- um ekki gert við hana. Annar okkar er í andarslitrunum og hinn á ekki Langt eftir“. Nonni lá þarna á hnjánum og skynj- aði, hvað um var að vera, og honum fannst það óbærileg tilhugsun, að þegar hann hefði loksins eignazt vini, skyldu þeir vera að deyja. „Nonni!“ sögðu þeir við hann. „Já“, svaraði hann og reyndi að verj- ast gráti. „Viltu gera kaup við okkur?“ „Hvernig kaup?“ . „Já, vinsamleg viðskipti. Þú gefur okkur nokkuð og við gefum þér nokkuð í staðinn". „Já... .en.... ég á ekki....“ En í sama bili áttaði hann sig. Hann átti sjálfskeiðinginn sinn. H-ann var nú ekki merkilegur, svona oddbrotinn eins og hann var, en hann var aleigan. „Það er ágætt", sögðu þeir. „Einmitt það, sem við þurfum. Legðu hann á jörðina, alveg við hliðina á vélinni". Hann tók hnífinn upp úr vasanum og lagði hann upp að vélinni, Og meðan hann horfði á, gerðist eitthvað, en svo fljótt, að hann gat ekki greint, hvernig það skeði, en víst var um það, að hníf- urinn var horfinn og nokkuð annað komið í staðinn. „Þakka þér fyrir, Nonni“, sögðu þeir. „Það var fallega gert af þér að gera kaup við okkur". Hann rétti út höndina og tók hlut- inn, sem h-ann hafði fengið í staðinn fyrir hnífinn, og meira að segja í myrkr- inu lýsti af honum eins og einhverjum huldum eldi. Hann velti honum í lóf- anum og sá, að þetta var eins og ein- hverskonar gimsteinn, með mörgum flöt um, en birtan kom innan úr honum og ljómaði í mö-rgum litum. Það var ekki fyrr en hann tók eftir, hve mi-kið lýsti af honum, að honum varð ljóst, hvað hann var búinn að tefja lengi, og þegar hann varð þess var, stökk hann á fætur og hljóp heimleiðis án þess að hafa hugsun á að kveðja. Það var orðið of dimmt til að leita að beljunum, og hann vonaði bara, að þær hefðu farið heimleiðis sjálfar og að hann gæti enn náð í þær og komið með þær heim. Hann skyldi segja Ebba frænda, að hann hefði taflzt svo sfskap- lega við að ná þeim saman. Að kvíg- urnar tvær hefðu brotizt út úr girðing- unni og hann hefði orðið að elta þær. Hann skyldi segja Etotoa frænda.. . .hann skyldi segja... .skyldi segja.... Hann var orðinn lafmóður af hlaup- unum, og hjartað í honum hamaðist, svo að hann skalf allur, og hræðslan lá eins og farg á herðum hans — hræðslan við þetta voðalega, sem han hafði gert — ofan á allar aðrar syndir hans: að fara ekki í lindina eftir vatninu — að týna kvígunum kvöldinu áður — að stela elds-pýtunum! Hann fann ekki kýrnar á heimleiðinni — heldur í húsagarðinum, og hann vissi, að það var búið að mjólka þær.. og hann vissi, að hann var búinn að vera miklu lengur en hann hafði nokkurn- tíma haldið og hefði orðið á miklu meiri og fleiri syndir, en hann hafði gert sér í hugarlund. Hann gekk upp brekkuna að húsinu, og skalf nú af ótta. Það var ljós í eldhúsinu og hann vissi, að þar biðu hjónin eftir honum. Hann gekk inn í eldhúsið ög þar sátu þau við borðið, og biðu eftir hon- um. Lampaljósið skein framan í þau og svipurinn á þeim var svo hörkulegur, að þau líktust helzt myndum úthöggnum í stein. Ebbi frændi rétti úr sér og gnæfði við loftið og vöðvarnir hnykluðust á honum, því að hann hafði brett skyrtu- ermunum upp fyrir olnboga. Hann seildist eftir Nonna, en Nonni beygði sig undan, en fingurnir náðu steinbítstaki á hálsinum á honum, lyft-u honum upp og hristu hann harkalesa. „Ég skal kenna þér....“, sagði Ebbi frændi gegnum samanbitnar tennurnar .. „Ég skal kenna þér.. Ég skal.. “ Þá d-att eitthvað á gófið og valt út f horn og lét eftir sig Ijósrák, um leið og það valt ef-tir gólfinu. „Þetta datt úr vasa þmum“, sagði Ebbi frændi. „Hvað er það?“ Nonni hopaði á hæl og hristi höfuðið, Hann vildi ekki segja, hvað þetta var. Hann skyldi aldrei segja það. Sama, hvað Ebbi frændi gerði við hann — hann skyldi aldrei segja frá því. Ekki þó að hann dræpi hann. Ebtoi frændi hljóp á eftir gimsteininum og náði loks í hann og tók hann upp. Hann bar hanu að bórðinu, lagði hann þar og horfði síðan á geisladýrðina frá honum. Emma írænka hallaði sér fram á stólnum og fór líka að horfa á steininn. „Hvað í ósköpunum....?“ sagði hún. Þau stóðu þannig álút stundarko-rn og störðu á gimsteininn. Augu þeirra voru skær og Ijómandi, líkamirnir eins og stj-arfir og andardrátturinn heyrðist gegnum þögnina. Þó svo heimsendir hefði orðið á þessari stundu, hefðu þau aldrei orðið þess vör. En svo réttu þau úr sér og horfðu á Nonna, en sneru sér frá gimsteininum, eins og þau hefðu misst allan áhuga á honum — rétt eins og hann hefði átt þarna erindi og því erindi væri nú lok- ið og þá hefðu þau engan áhuga á hon- um lengur. Það var eitthvað athugavert við þau — nei, kannske ekki beinlínia það, en þau voru orðin breytt. „Þú hlýtur að vera glorsoltinn", sagðl Emma frænka við Nonna. Ég ætla að ná þér í eitthv-að að borða. Heldurðu, að þig 1-angaði í egg?“ Nonni greip and-ann á lofti, en kink- aði kolli. Ebbi frændi sat kyrr og veitti gimsteininum enga eftirtekt lengur. „Heyrðu mig,.. “, sagði hann. „Ég sé sjálfskeiðing um daginn í búðinni, þeg- ar ég var í bænum. Hann er víst eins og þig langar ti'l að eiga.... “ Það var rétt svo, að Nonni heyrði til h-ans. Hann stóð og hlustaði á vinsemd- ina og ástina, stm eins og suðaði um allf húsið. 4 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 21. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.