Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						jH*v$ntil>! nteitt
24. tbl. — 7. október 1962 — 37. árg.
Þarna rís Svalbarði úr sæ.
Landslagið er ekki ósvipað því,
sen» víða sést á íslandi, brött og
iiakiii fjöll, hamraveggir og grjót
urðir. En það eru sem betur fer
ekki ísbirnir, sem fyrstir heilsa
sæförum við íslandsstrendur,
eins og oft vill verða við Sval-
barða. Hafnir eru þar opnar að-
eins fáa mánuði ársins og aðkom
an er því oft nógu kuldaleg, þótt
ísbirnirnir væru þar hvergi.
Rússat grafa þar um sig en Bandarík]amenn eiga jbar lika rétiindi
(TM ÞAÐ bil 10° frá norð-
urpólnum, um 1500 km
norður af heimskautsbaug er Sval-
barði. Hann er í eigu Norðmanna en
eyjan er nú aðallega nýtt af nokkr-
um rússneskum verkfræðingum og
námamönnum. Bandaríkin eiga
samningsbundin réttindi til að nota
námurnar á Svalbarða, en áhugi
þeirra er nú fyrst að vakna. Hér er
grein eftir norska landkönnuðinn
Finn Rönne, skipstjóra, sem er vel
kuimugur í Norður-íshafinu eftir
fimm heimskautaleiðangra. Rönne
skipstjóri er nú á Svalbarða og at-
hugar mannvirki Rússa þar á
staðnum.
Um borð í Heimen
X ið héldum á ieið til Bjarnareyjar
í þungum sjó. Ætlunin var að stanza
þar á leið til Svalbarða. Um borð í
skipi okkar, Heimen, er hópur níu ævin-
týramanna, sem ætla sér að safna upp-
lýsingum um gróður og dýralíf og veiða
nokkra ísfojarnanhúna lifandi fyrir dýra
garðinn í Detroit. Fyrst og fremst vild-
um við komast að, hversvegna farið er
að tala um að eyjarnar séu í þjóðbraut
í Norður íshafinu.
Við fengum stovm og stórsjó á leið-
inni. Vindur var á norðaustan, og skipið,
86 feta selfangari, valt eins og tunna.
Dekkið var alltaf i kafi hjá okkur, það
söng og hvein í cÍÍU, Svefnfriður var
enginn.
Um hádegi á öðrum degi komum við
að Bjarnarey. Til að sleppa við stór-
sjóinn norðaustan við eyna fórum við
upp undir vesturströnd eyjarinnar.
Veðurathugunarstöðinni á norðvestur-
höfða eyjarinnar haíði verið tilkynnt um
komu okkar.
"rír okkar fóru til lands á báti
og lentu heilu og nöldnu í stórgrýtis-
fjöru, en sæþoka kom í veg fyrir að
við gætum fundið stöðina, sem var í
um 26 km fjarlægð. Þoka og brim við
austurströndina hindruðu að við kæm-
umst að eyjunni þeim megin, og frest-
uðum við því lendingunni unz við kæm-
um aftur.
VitS tókum þá stefnu á Svalbarða og
sáum eyjarnar snemma að morgni hins
þriðja dags. Suðurströndin er fjöllótt og
tindarnir hrikalegir o^ ísi þaktir. Eyjarn-
ar ná mörg hundruð kílómetra til norð-
urs, og er norðurstöndin aðeins 10 gráð-
ur ^ frá norðurpólnum. Norðurströndin
er í helgripum hafíssins, sem er enn jafn
svikull og ógreiðfær og hann reyndist
landkönnuðum fy,-ri alda.
Norskt land
U valbarði er norskt land. Noregur
fékk viðurkennda kröfu sina til landsins
með samning, sem undirritaður var I
París 9. febrúar 1920. Þeir sem undiri
rituðu samninginn auk Noregs, þar II
meðal bæði Bandaríkin og Sovétríkin,
áttu að hafa rétt cil að nýta auðlindic
eyjanna á jafnréttisgrundvelli við Norð*
menn.
Bandaríkin og aðrir samningsaðilar
hafa ekki notað sér ákvæði samningsins,
að undanteknum Sovétríkjunum, sem
taka mjög virkan þátt í námurekstrin-
um þar. Sé litið á íandabréf, sem sýnir
afstöðu Svalbarða til ltnda Norður-
Evrópu og Vesturálfu, er ekki vandi að
skilja ástæðuna fyrir áhuga Rússa á
þessu landssvæði.
Ekki verður efast um að Svalbarði er
sífellt að fá meiri þýðingu hernaðar-
lega, og gæti auðvetdíega orðið einn þýð-
ingarmesti staður heimsins, ef stríð
á eftir að verða milli kommúnista og
hins frjálsa heims. Vegna þess, að eyj*
arnar liggja á stórhring, sem draga má
frá austurströnd Bandaríkjanna gegnum
Grænland til norðurstranda Rússlands,
yrðu eldflaugar Rússa — ef þær væru
staðsettar þar — 800 km nær skotmörk-
um í Bandaríkjunum en þær eru núna.
Radarstöðvar á eyjunum myndu einnig
auka viðvörunartíma Rússa verulega og
vera mikið ör'yggi íyrir iðnaðar og hafn-
arborgir þeirra á Murmansk-svæðinu.
Ef Vesturveldin kæmu sér hinsvegar upp
eldflaugastöðvum þar, ættu þau auðvelt
með að hitta fjölda skotmarka í Sovét-
ríkjunum, og radarstöðvar á eyjunum
myndu auka langdrægni radarkerfi?
þeirra að miklum mun.
Hlutlaust svæði
T
M. íl að draga úi hernaðarþýðingu
þessarar eyjar var bannað í einni grein
samningsins frá 1920 að reisa hernaðar-
mannvirki á eyjunum. Hvorki Noregur
né Sovétríkin hafa fram að þessu, svo
vifcað sé, brotið þessi ákvæði samninfes-
ins, en ekki þarf mikla skarpskyggni til.
að sjá, að Sovétríkin hafa aldrei sleppt
sjónum af þeim möguleika.
í kreppunni miklu í byrjun fjórða
tugs aldarinnar keyptu Rússar réttindi
þau, sem Hollendingar, Bretar og Svíar
áttu og hafa þeir ijóslega séð, hvaða
gildi þau áttu eftir að fá. Eignir þeirra
í hinum stóra ísafirði ná yfir 255 fer-
kílómetra og á þeim er sjálfbjarga ný-
lenda með um 3200 fbúa.
fslaus sjór liggur að stöðvum þessum
um 4 mánuði ársins. Enda þótt kola-
námur þeirra séu ið tæmast, að því er
sagt er, bæta Rússar stöðugt stöðvar
sinar, bæta við byggingum og endur-
bæta loftskeytastöðvar sínar.
Á yfirborðinu eru Rússar aðeins á
Svalbarða til að reka kolanámur. Kol
þessi eru sennilega ekki mikils virði
fyrir þjóðarbúskap þeirra, en eru sak-
leysislegt skálkaskjól til að hafa ástæðis-
til að hafa mannafla á eyjunum. Þótt
þarna séu fleiri efni i jðrð en kol, hefur
ekkert þeirra verjð grafið upp með
ágóða nema kolin.
Hinn sannanlegi áhugi Rússa á hernað-
arþýðingu Svalbarða gerir það ósenni-
legt, að þeir vilji yfirgefa þessa velsettu
athugunarstöð. Þeir geta haft auga með
því, ef aðrar þjóðir íara að sýna áhuga
á eyjunum.
Bandaríkin eru nú farin að sýna áhuga
á eyjunum í fyrsta sinn, síðan samning-
urinn var gerður. Flokkur jarðskjálfta-
fræðinga og olíuleiiarmanna er nú að
athuga, hvort líklegt sé, að olía finnist
á eyjunum.
Fundin af Norðmönnum
X ahð er, að Norðmenn hafi fundið
Svalbarða árið 1194, en eyjarnar týnd-
ust með öllu aftur, unz hollenzki land-
könnuðurinn William Barents fann bær
aftur árið 1596.
Barents sigldi norður frá Barnarey um
islausa  svæðið,  sem  Golfstraumurinn
myndar þarna, unz hann kom að landi
með nöktum fjöllu--  ->« skriðjöklum í
Ji'ramh. á bls. i\
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16