Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 33. Tölublaš - II 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						MWWwpsW'jg jiu*iii; jiij,.^^?^-.^ff ».i!iy.H^,^-yii^^j jt'^vVXW* -Ll'.". a ¦. '-.U"! W¦¦M.ffffWMWfffl !i- .'.U.BIWM
¦"  .....¦          ¦¦¦¦   ¦ ¦¦¦   I
ÞEGAR HINN MIKLIHER KEISARANS
VARÐ HUNGRIOG KULOA AÐ BRÁÐ
150 ár eru liöin
frá Rússlandsferð
UM JÓLIN FYRIR 160 ÁRUM hvHdd
þungur gkuggi yfir þúsundum heimila
í Bvrópu. í Fratoklandi, Italiu, Prúss-
landi, Rínarlöndum, Póllandi ag jafnvel
Sviss, Spáni ag Hollandi biðu fjölskyld-
ur eftir fregnum af því, hvort feðurnir,
bræðurnir og synirnir væru meðal þeirra
150 þús. manna, sem komust lífs af úr
hinum miklu ógnum, sem mættu her
Napóleons I. Frakklandskeisara á auðn-
um Rússlands. Rúmlega 600 þús. menn
höfðu lagt af stað í þessa herför, sem
átti að reka endahnútinn á landvinninga
keisarans á meginlandi Evrópu og vera
liður í því að koma „erfðaféndum
Frakka", Englendingum, á kné.
Þær voru því margar fjölskyldurnar,
sem biðu án árangurs eftir ástvinuim
sínum. Flestir þeirra hermanna, sem
Rússar tóku til fanga, voru látnir lausir
1814, en þeir voru fáir miðað við þann
fjölda, sem dauðinn hafði tekið í sinn
hlut, og hann skilar engu aftur. En von-
in lifir lengi, og 37 árum eftir að Nap-
óleon réðist inn í Rússland, spurðist
barnfóstra í Þýzkalandi fyrir um það
hvort enn væri búizt við fleiri stríðs-
föngum. Unnusti hennar, ungur her-
maður, hafði lagt af stað í herförina
með keisaranum og etoki átt aftur-
kvæmt, en unnusta hans beið og vonaði.
•  •  •
Eftir friðarsamningana í Vín 1809
stóð Napóleon á hátindi valdatímabils
síns. Þá var keisaradæmið Frakkland
stærra en nokkru sinni. Franska þjóðin
var orðin langþreytt á styrjöldum keis-
arans og þráði frið, en samt ákvað hann
að fara með stríð á hendur Rússum.
Lokatakmark Napóleons var að sigra
Englendinga. í þeim tilgangi hafði hann
tekið herskildi Mílanó, Alexandríu,
Róm, Vín, Berlín og Madrid, og hann
var staðráðinn í því að taka Moskvu
einnig, ef það reyndist nauðsynlegt tii
þess að hann gæti lagt London að fót-
uan sér.
Keisarinn vildi helzt vera laus við
herferðina til Moskvu, og þess vegna
lagði hann áherzlu á það að halda friðar
32 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
samningana, sem hann hafði gert við
Alexander I. Rússakeisara í Tilsit 1807.
En það reyndist ókleift. Napóleon hafði
knúið bandamenn sína til þess að setja
hafnbann á brezkar vörur, og með því
hugðist hann hnekkja verzlun Englend-
inga. Napóleon hafði það fyrir satt, að
Alexander hefði hafnbannið að engu.
Þó að zarinn bannaði enskum skipum
að sigla til hafna í Rússlandi, lét hann
óátalið, að skip, sem sigldiu undir fánum
hlutlausra ríkja, aðallega Bandaríkj-
anna, sigldu til Russlands með brezkar
vörur.
1810 ritaði Napóleon zarnum bréf og
fór þess á leit, að hann léti leggja hald
á öll skip, sem flyttu vörur frá nýlend-
unum, þó  að þau sigldiu undir fánum
hlutlausra ríkja.  „Þetta  verður hræði-
legt  áfal'l  fyrir Englendinga,"  sikrifaði
Napóleon. „Það er á valdi yðar hátignar
hvort friður verður tryggður eða styrj-
öldin dregst enn á langinn. Þér hljótið
að þrá frið, og friður mun komast á, ef
þér gerið 9kip þessi og vörur þær, sem
þau  flytja  upptækar."  Napóleon  full-
vissaði  zarinn  um  áð  öli  skip,  sem
flyttu  nýlenduvarning  til  Rússlands
væru brezk, hvort sem þau sigldu undir
fána  Frakklands,  Þýzkalands,  Spánar,
Danmerkur,  Rússlands  eða  Svíðþjóðar.
Alexander vildi ekki fallast á kröfur
Napóleons. Sagði hann, að það bryti í
bága  við  Tilsit  samninginn,  að  gera
upptæk skip, sem væru eign hlutlausra
þjóða. Talið er, að þessi synjun zarsins
hafi gert Napóleoni mjög gramt í geði
og hafi valdið nokkru um það, að hann
lét innlima Oldenburg í ríki sitt, en í
hertogadæminu  ríktu  ættmenn zarsins.
Zarnuim  óaði  útþensla  hins  franska
keisaradaemis.  Honum  hafði  borizt  til
eyrna orðrómur um, að Napóleon ætlaði
að endurreisa Pólland á kostnað Rúss-
lands, en Napóleon fullvissaði hann um
það í bréfi, að orðrómur þessi ætti ekki
við rök að styðjast. í sama bréfi segir
Frakkakeisari,  að  honum  virðist  allt
benda til þess, að zarinn ætli að gera
bandalag við Englendinga og bætir við,
að  það  sé  bein  stríðsyfinlýsing  við
Frakkland. í lok bréfsins skorar Napó-
leon á zarinn, að styrkja bandalag það,
sem verið hafði milli Rússa og Frakka,
báðum til mikillar gæfu. Napóieoni tókst
þó ekki að fá zarinn aftur á sitt band,
því að heiina fyrir var Alexander óspart
kvattur til þess að takast á hendur það
hiutverk að frelsa Vestur-Evrópu und-
an „harðstjórn" Napóleons bæði af
rússneskum stjórnmálamönnum og þýzk
um þjóðernissinnum, sem flúið höfðu
til St. Pétursborgar. Einnig hafði það
ævinlega verið stefna Rússa að koma
í veg fyrir að nýtt pólskt ríki risi við
vesturlandamærin.
í júní 1811 kallaði Napóleon sendi-
herra sinn í St. Pétursborg, Caulain-
court, hertoga af Vicenza, heim til við-
ræðna. Ræddust þeir við í sjö klukku-
stundir. Caulaincourt endurtók þá það,
sem hann hafði áður tjáð keisara sínum
í bréfum, að til þess að tryggja friðinn
og treysta böndin við Rússland, yrði
Napóleon að láta heri sína yfirgefa hluta
Póllands. Keisarinn var allt annað en
hrifinn af þessari hugmynd og vísaði
henni á bug, því að honum kom ekki
til hugar að veikja varnir ríkis síns.
Caulaincourt lagði áherzlu á það við
Napóleon, að hann yrði að velja milli
Póllands  og  Rússlands  og  reyndi  að
gera honum ljóst, hve erfitt yrði að
fara með her um Rússland vegna hins
óhagstaeða loftslags og ófullkomins
vegakerfis. Vitnaði hann í viðræður,
sem hann hafði átt við zarinn. Hafði
Alexander þá sagt: — Ef Napóleon keia
ari fer með stríð á hendur okkur, þá
er hugsanlegt og jafnvel mjög sennilegt,
að hann sigri okkur, ef við leggjum til
orustu við hann, en það tryggir hon-
um ekki frið. Hann hefur oft brotið
Spánverja á bak aftur í orustum, en þó
hefur hann ekki sigrað þá. Það er ekki
eins langt frá Spáni tid Parísar og frá
Rússlandi til Parísar, og á Spáni er
ekki sama loftslag og hér . . . Rússneski
veturinn mun berjast með otokur."
Orðaskipti Napóleons og Caulainoourts
urðu hvassari, er á leið. Caulaincourt
sagði: „Yðar hátign getur valið milli
stríðs og friðar. Ég bið yður að hugsa
um hamingju yðar sjálfs og velferð
Frakklands, þegar þér veljið milli hörm-
unga stríðsins og  velsældar friðarins."
„Þér talið eins og Rússi," sagði Napó-
león.
„Nei," svaraði Caulaincourt, „ég tala
eins og sannur Frakki og tryggur þjónn
yðar hátignar."
„Ég óska ekki eftir styrjöld," sagði
þá Napóleon, „en ég get ekki komið i
veg fyrir, að Pólverjar þrái frelsi og
kalii á mig sér til hjálpar."
•  •  •
Sambúðin milli Frakka og Rússa fór
nú síversnandi og Napóleon sannfærðist
æ betur um það, að zarinn hyggðist inn
lima hluta Póllands í ríki sitt. Ura
miðjan ágúst 1811 kallaði Napóleon utan
rikisráðherra sinn Maret, hertoga aí
Bassano, á sinn fund og fói lionum að
gera grein fyrir ástæðunum til þess, að
Napóleon var nú neyddur til þess að
fara með stríð á hendur zarnum. Pól-
land var efst á blaði: „Allt bendir til
þess," skrifar utanríkisráðherrann, „að
friður gæti haldizt, ef við létum aí
hendi við Rússa 5—6 hundruð þúsund
íbúa hertogadæmisins Varsjár og það
land, sem þeir byggja. Hans hátign
myndi verða við þessari kröfu Rússa
til þess að afstýra styrjöld, ef íbúar
hertogadæmisins  væru  sérstök  5—S
Mo&va
moraony#   \
^rd%noi
3 \*s."
Punktalínan sýnir leiðina, sem Napóleon fór um Rússland.
33. tölublað 198*
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48