Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						|   2. tbl. — 20. janúar 1963 — 38. árg.    \
ítalski ei
um koma Rakovsky og Tchitcherin.
Rakovsky, sem er Úkrainumaður, er
fölur í fríðu andlitinu, með kónganef
og fastan munnsvip — líkastur gömlum
aðalsmanni frá Firenze. Tchiteherin lík-
ist ekki því, sem hann var í Genúa,
þegar hann sýndist tina framan í ver-
öldina, rétt eins og hann væri að koma
úr myrkri út í sterkt sólskin. Núna er
hann öruggari í fasi, í nýjum yfir-.
frakka, og snyrtilegri til fara; hann hef-
ur átt góða daga í Berlín og andlitið er
sællegra, enda þótt hann sé sjálfum sér
líkur, séður á hlið, með óræktarlegt
rautt skegg, og feimnislega álútur eins
og fornfatasali.
. llir vilja sjá Ismet Pasha, en eft-
mginn
isherrann
Effir Ernesf Hemingway
GBEININ, sem hér fer á eftir, er tek-
in úr nýrri bók, „The Wild Years",
sem hefur að geyma greinar
Hemingways frá árunum 1920—1923,
þegar hann var fréttaritari fyrir
„Toronto Star" í Evrópu.
Greinin var samin árið  1923.
Lausanne-ráðstefnan     var
haldin í Chateau de Ouc-
hy, sem er svo ljót bygging, að í
samanburði við hana lítur Odd-
fellóahöllin í Petoskey, Michigan,
út eins og Aþenuhof.
Ouchy var fyrir sextíu árum lítið
fiskimannaþorp með veðurbörðum
húsum, skemmtilegri, hvítmálaðri
krá, með skuggsælum forskála fyrir
dyrum, þar sem Byron var vanur að
sitja og hvíla vonda fótinn á stól,
meðan hann horfði út yfir fagur-
blátt Genfarvatnið, og beið eftir, að
hringt yrði til kvöldverðar — horfði
á gamlan, hrörlegan turn, sem reis
upp úr sefinu á vatnsbakkanum.
Svisslendingar hafa rifið fiskimanna-
húsin, neglt upp minningartöflu á for-
skálann í kránni, fleygt stól Byrons í
eitthvert safn, þakið sefgróinn bakkann
með uppmokstri úr grunnunum undir
stóru, tómu hótelin, sem þekja hallann
upp til Lausanne, og reist ljótustu bygg-
ingu Norðurálfu kring um turninn.
Þessi bygging, úr pressuðum, gráum.
múrsteini, líkist mest ástarhreiðrum
þeim, sem súrkálskóngarnir reistu forð-
um daga — fyrir stríð — fram með Rin,
sem draumahús handa súrkálsdrottn-
ingunum sínum, en þessar byggingar
sýna það allra versta í húsagerðarstefnu
þeirri, sem kennd er við „járnhundinn
á grasblettinum". Brött brekka ldggur
upp frá vatninu, til hliðar við Laus-
anne, en sú borg stendur sjálf á hæð.
Sf að má sjá, hvort ráðstefha er í
gangi, á tölu þeirra skrautbíla, sem
standa fyrir utan höllina, út að vatn-
xnu. Þessir skrautbílar bera merki, hver
sinnar sendinefndar. Þó vantar búlg-
arska og rússneska fánann. Stambúlin-
sky, forsætisráðherra Búlgaríu, treSur
sér út úr fordyrunum á höllinni, lítur
Hemingway í Afríku á yngri árum
tortryggnum augum á tvo hjálmbúna,
svissneska lögregluþjóna, yglir sig
framan í múginn, og gengur síðan upp
brekkuna til gistihúss síns. Stambúlin-
sky getur ekki staSiS sig viS að aka í
skrautbíl, jafnvel þótt hann ætti fyrir
honum, því að það bærist samstundis til
Sofiu og sveitamanna-ráðuneytisins
hans, sem mundi heimta nánari skýr-
ingu á þessu tiltæki. Fyrir fáum vikum
varð hann aS halda uppi æðisgenginni
vörn gegn sauSskinnsklæddum, búlg-
örskum þingmönnum, vegna þess að
hann hafði íklæðzt silkisokkum, ekki
komizt á fætur fyrr en klukkan níu,
drukkið vín og látið smitast af spilling-
arlífinu í borginni.
. Rússnesku sendimennirnir vita aldrei,
hvenær þeim er boðin þátttaka í ráð-
stefnunni og hvenær þeir eru útilokáð-
ir, svo að þeir ákváðu á einni miðnætur-
fiölskyldusamkomu sinni í Hótel Savoy,
aS þaS væri ofdýrt aS halda skrautbíl.
Leigubíll kemur að dyrunum, og Arr-
ens, tékulimurinn og blaSafulltrúi
bolsévíka, kemur út, meS háSsglott á
þunglamalegu, svörtu andlitinu og eina
augaS hvimandi, svo aS enginn veit í
hverja áttina hann horfir. Á eftir hon-
unni, stóð þarna í rmðium hóp manna,
sem höfðu veriS að reyna að ná tali af
honum, dögum saman, en enginn ein-
asti þeirra þekkti hann. Svo lítiS var
hann áberandi.
" etta var ofgott tækifæri til að
láta það ónotað, svo að ég gekk fram
og heilsaði honum.
„Þetta er skrítið, yðar hágöfgi", sagði
ég, þegar einir tveir blaðamenn ýttu
honum frá lyftunni. Hann brosti eins og
skólastelpa, yppti öxlum og bar hend-
urnar upp að andlitinu eins og hann
væri að þykjast skammast sín. Ég hló.
Hann skríkti.
„Pantið þér viðtal og komið svo og
talið viS mig", sagSi hann, tók svo í
höndina á mér, gekk inn í lyftuna og
glotti til mín. Samtalinu var lokiS.
En svo þegar ég náSi samtali viS
hann fyrir alvöru, kom okkur ágætlega
saman, því að við töluðum hvor öðrum
* verri frönsku. Ismet leynir vankunnáttu
sinni í málinu með uppgerSar-heyrnar-
leysi, en slík vankunnátta er til skamm-
ar fyrir menntaSan Tyrkja, þar eð
frönskukunnátta er jafn nauSsynleg í
samkvæmislífinu þar sem í Rússlandi.
En Ismet kann aS meta góða skrítlu og
brosir ánægjulega við sjálfan sig um
leið og hann hringar sig í stólnum og
lætur ritara sinn öskra orð höfðingj-
anna í eyra sér.
Næsta sinn, sem ég sá Ismet, eftir
samtal okkar, sat hann við borS í jazz-
danssal í Montreux og brosti ánægju-
lega til dansfólksins, en tveir stórir,
gráhærðir Tyrkir, sem sátu hjá honum
við borðið, horfðu á hann, fúlir á svip-
inn, éta fjöldann allan af kökum,
drekka þrjá bolla af te og segja fjöld-
ann allan af slæmum skrítlum á vondri
frönsku, við frammistöðustúlkuna, sem
bar á borð fyrir hann. Stúlkan virtist
hrifin af Ismet og hann af henni, og
bæði skemmtu sér konunglega. Engin
sála þarna inni þekkti hann.
ir aS hafa séS hann, langar engan til að
sjá hann aftur. Þetta er lítill, dökkleit-
ur maður, sem skortir algjörl'ega allt að-
dráttarafl, og gæti ekki hugsazt minni
og ó-eftirtektarverSari. Hann líkist
miklu fremur kniplingasala frá Arm-
eníu en tyrkneskum' hershöfSingja.
Hann er líkastur mús, og virSist hafa
sérgáfu til að láta ekki taka eftir sér.
Mústafa Kemal hefur andlit, sem eng-
inn gleymir, en Ismet Pasha andlit, sem
enginn getur munað. .
En ég held, að andlitið á Ismet væri
heppilegt fyrir kvikmyndir. Ég hef séS
myndir af honum, þar sem hann er
strahgur og skipandi á svipinn, og and-
litið valdsmannlegt og að vissu leyti
frítt. Hver sá, sem hefur séð veiklulegt
rellusvipsandlit á einhverjum kvik-
myndaleikara, sem er fallegur á tjald-
•inu, skilur, hvað ég á við. Ekki svo að
skilja, að andlitið á Ismet sé veiklulegt
eða meS rellusvip, heldur er það bara
slétt og sviplaust. Ég minnist þess, er ég
sá Ismet, fyrstu daga ráðstefnunnar,
koma til Savoy-hótelsins, þegar blaSa-
mennirnir voru aS koma úr einu þess-
ara frægu „fjöldaviðtala" hjá Tchitc-
herin. Ismet, sem var að bíða eftir lyft-
M,
'ussolini er gjörólíkur Ismet.
Hann er mesti gabbari í Evrópu. Ef
Mussolini léti fara með mig út og skjóta
mig á morgun, teldi ég hann engu að
síður vera að gabba. SkothríSin sjálf
væri blekking. Náðu þér einliverntíma
í ljósmynd af herra Mussolini og athug-
aSu hana vel. Þú sérð, hve munnsvip-
urinn er veikur og það fær hann til að
setja upp þennan fræga yglisvip, sem
viS hann er kenndur, og apaSur eftir af
hverjum nítján ára fasista á ítalíu. At-
hugaSu svo sögu hans upp til þessa
dags. Athugaðu þetta bandalag, sem
fasisminn er, milli auðvalds og vinnu-
stétta og gaumgæfðu sögu fyrri banda-
laga. AthugaSu snilld hans aS íklæða
smáar hugmyndir stórum orðum. At-
hugaðu tilhneigingu hans til einvíga.
Sannhugrakkir menn þurfa ekki að
héyja einvígi, en margar gungur liggja
stöSugt í einvígum, til þess að telja
sjálfum sér trú um, að þeir séu hug-
rakkir. Og líttu svo á ,svörtu skyrtuna
hans og hvítu öklahlífarnar. Það hlýtur
að vera eitthvaS athugavert — jafnvel
á skrípaieiksviSi — við mann, sem not-
ar hvítar öklahlífar viS svarta skyrtu.
Hér er ekki rúm til aS víkja nánar að
Mussolini, hvorki sem blekkingu né
sem varanlegu afli. Hann kann að end-
ast í fimmtán ár, eða líka Gabriele
d'Annunzio veltir honum á komandi
vori, en hann hatar Mussolini. En ég
ætla aðeins að gefa tvær sannar myndir
af Mussolini, þarna í Lausanne.
Fasista-einræðisherrann hafði látið
það boð út ganga, að hann mundi taka
móti blaðamönnum. Þeir komu allir.
Við þyrptumst inn í salinn. Mussolini
sat þar við borð og las í bók. Andlitið
var skælt í þessa frægu grettu hans.
Hann var aS leika einræðisherra. Sem
Framh. á bls. 13.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16