Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						E,
linn áihrifamesti maður samvtím-
ans, maður sem hafa mun gertæk áhrif
á heimsviðburðina árið 1963, er í auguim
okkra flestra fjarlæg og goðsagna-
kennd persóna. Jafnvel Djengis Khan
stendur ofckur sennilega skýrar fyrir
hugskotsjónum en maðurinn sem með
vorinu kynni að fyrirskipa innrás í
Iradlarad. Hann er annar þeirra tveggja
manna sem standa bak við deilu Kín-
verja og Rússa, sem aldrei hefur verið
harðvítugri en einmitt nú og kann að
leiða tM þess að allar vonir um frið-
samlega sambúð lýðræðis og kornmún-
isma í heiminum verði að engu.
Maó Tse-tung, formaður kínverska
kommúniistaflokfcsins, lætur fátt uppi
opinberlega. Hann heldur sig bak við
tjöldin. Síðan hann lét af embætti þjóð-
höfðingja árið 1958 hefur honum reynzt
auðvelt að lifa í leynd, sem sikapað hef-
ur nofckurs konar þjóðsögn um spá-
mannlegan ófallvaltleik hans. Hann er
umrvafinn leyndardómum eins og ó-
jarðnesk vera.
Maó Tse-tung hefur verið innblásinn
af skilningi sínum á kínverskri sögu.
Ein af helztu hetjum hans er Sun Wú,
hinn mikilsvirti hernaðarsérfræðinigur
sem samdi meginreglur sínar um skæru-
hernað fyrir fullum 2500 árum. Við hlið
hans standa bændaleiðtogar sem stóðu
að uppreisnum alþýðunnar og steyptu
af stóli innlendum harðstjórum eða er-
lendum valdaræningjunu Og skilningur
Maós á kínverskri sögu hefur ennfrem-
ur litazt af hiraum rómantísbu hetju-
sögum í kínversfcum bókmenntum, þar
sem útlægir bændur leika á óréttlát
yfirvöld og slægir fræðimenn rugla her-
foringja harðstjóranna og ónýta ráða-
gerðir þeirra.
Af þessum rótum eru runnin þau við-
horf sem fært hafa Maó sigurinn. Hann
hefur aldrei hvikað frá þeirri trú, að
velheppnuð bylting verði ekki gerð í
Kína án stuðnings hinnar afarfjölmiennu
bændastéttar. Og hann hefur lært bylt-
ingaraðferðirnar, bæði þær hernaðar-
legu og pólitísku, af ræningjanum og
sfcæruliðanum, sem færa sér í nyt veik-
leika andstæðingsins, en gufa upp þeg-
ar fyrir verður ofurefli liðs, og geta
þannig smátt og smátt unnið bug á ó-
vini sem ræður yfir miklu meiri liðs-
aflla.
M.
MAÚ TSE-TUNG
Laó Tse-tung fædidist í desember
árið 1892 í þorpinu Sjaó Sjan í Húnan-
fylki, sonur efnaðs hrísræktarbónda.
Hann var elztur fjögurra systkina; var
snemma mjög sólginn í bækur; virti
að vettugi Ó9kir föðuT síns, sem hann
fyrirleit, og neitaði að gerast bóndi;
lagði land undir fót til að komast í
barnaskóla — renglulegur, herðabreið-
ur klunni sem varla átti eyri í vasan-
um og var kominn á gelgjuskeið.
Kína var þá undir stjórn hinna er-
lendu Manohu-keisara, sundurlimað og
arðrænt af stórveldunum. Jafnvel eft-
ir að byltingin var gerð árið 1911 og
lýðveldi komið á, var landið brátt lim-
að sundur á ný og því skipt miili her-
stjóranna.
Þegar Maó hafði lokið skólagöngu,
fékk hann lítilvægt starf við háskóJa-
bókasafnið í Peking. En húsbóndi hans
2    LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
þar var JÁ Ta Chóa, tilvonandi stofn-
andi kinverska fcommúnistaflokksins.
Maö hóf nú fyrir alvöru að lesa þær
bækur sem hann hafði hungrað í. Hann
las Darwin og Spencer af mikilli
áfergju. Hann tileinkaði sér líka þá
kennisetningu dr. Sun Yat Sens, að
einstaklingurinn verði að fórna frels-
inu í þágu hópsins. Síðan uppgötvaði
hann Karl Marx. Þegar kínverski komm
únistaflokkurinn hélt fyrsta þing sitt
árið 1921, var Maó meðal þeirra Mu
sem sóttu það.
En á árunum þar á eftir bundu leið-
togar kommúnista í Sovétríkjunum von
ir sínar við Kúómintang-'hreyfinguna
'K.M.T.), sem var þjóðleg, og við Sjang
Kai-sék. Sendimenn frá Komintern
lögðu fyrir kínverska kommúnista að
ganga í Kúómintang og vinna samkvæmt
þeirri meginreglu, að forusta byltingar-
innar yrði að vera í höndum öreiganna
í iðnaðarborgunum. Þessi stefna, sem
var hlægileg í bændaþjóðfélagi Kína,
beið endanlegan ósigur árið 1927, þegar
Sjang Kaí-sék gekk milli bols og höfuðs
á kommúnistum í Sjanghaí.
M,
Laó hafði megnustu óbeit á út-
lendingum og óttaðist þá, og nú sá hann
leiðina opnast til að hlýða kalli örlag-
anna. Hann hafði þegar efnt til einnar
uppreisnar meðal hinna skuldum vöfðu
bænda í Húiian-fylki, sem eru harðgerir
og frumstæðir menn, fyrirtaks hermenn
og ræningjar. Hann hóf uppreisnina með
1000 tötralegum byltingarmönnum í
Ohingkangsjan árið 1927 og byggði upp
hina frægu Bændaráðstjórn í fjöllunum
í Kíangsí í nágrenninu.
í hinum fimm miklu herferðum sem
Sjang Kaí-sék fór gegn honum með of-
urefli liðs færði Maó sér í nyt lexíurnar
í skæruhernaði sem hann hafði numið
vel, og báru þær undraverðan árangur.
Það var efcki fyrr en árið 1934, að hann
var neyddur til að hörfa frá virkjum
sínum í Suður-Kína og hefja „Gönguna
miklu", tæpa 10.000 kílómetra, til Yen-
an-fylkis í Norður-Kína en þangað kom
ust aðeins 20.000 þeirra 100.000 manna
sem lagt höfðu upp í gönguna.
Frá hæðunum í Yenan-fylki
átti það fyrir kommúnistum að
liggja að eiga álitlegan hlut að sigrin-
um yfir Japönum og loks að hrekja
Sjang Kai-sék af meginlandi Kína .Maó
Tse-tung hafðist við í hellum meðan
hann var í Yenan en hann var langt frá
því að vera meinlætamaður. Hann hafði
mörg áhugamál, keðjureykti og var kven
samur í bezta lagi. Hann kvæntist þriðju
konu sinni, kommúnískri kvikmynda-
dís, meðan hann lifði hellislífinu og lét
þá, sem hann átti fyrir og hafði verið
honum dyggur förunautur, eina um að
finna sár annan hellL
Ma
menn leirburð. Hann sokkti sér niður
í áætlanir um skiptingu jarðnæðis. Hanri
velti fyrir sér hvernig taka mætti upp
latneskt stafróf í stað hins óþjála kín-
verska myndleturs. En hann var fyrst og
fremst pólitískur leiðtogi sem gerði áætil
anir langt fram í tímann og skirrðist ekki
við að svíkja „hugsjónina", ef hann
taldi það þjóna réttu markmiði.
Þess vegna gat hann þrátt fyrir allt
•gert bandalag við Sjang Kaí-sék árið
1937, þegar þess var þörf til að vinna
endaralegan sigur á Japönum. Og árið
1945 var Maó aftur meðmæltur banda-
lagi við Kúómintang, enda þótt einn af
herforingium Sjang Kaí-séks hefði ginnt
hinn nýja 4. her hans yfir Jangtse-fljót
ið árið 1940 og brytjað hann niður. Maó
þarfnaðist samvinnu við peningavaldiS
og hugsaði sem svo, að kommúnistar
gætu hæglega tekið völdin í Kúómin-
tang síðar.
Þetta var eins konar forleikur þeirra
aðferða sem Maó beitti á hinum póli-
tíska vettvangi, aðferða sem áttu rætur
sínar í hernaðarlistinni. í hinu „Nýja
lýðræði" hans áttu efcki einungis veika
menn, bændur og menntamenn að gegna
hlutverki, heldur lagði hann einnig á-
herzlu á að nota borgarastéttina, þar til
„gagnsemi hennar í þágu byltingarinn-
ar" væri þrotin.
Þannig gat Maó hlaupið yfir hina borg
aralegu byltingu, sem átti samkvæmt
kenningunni að koma á undan sósíalista
byltingunni, án þess að hagga við efna-
hagslífinu. Maó sefaði smákaupmanninn
meðan hann réðist á stórkaupmanninn.
Árið 1950 fullvissaði hann auðuga og
efnaða bændur um velvild sína meðan
hann losnaði við hina stóru óðalseigend-
ur. Þannig var hann að eyða andstæð-
ingnum smátt og smátt að hætti skæru-
liða. Maó hefur ætíð trúað á „ofbeldi
á réttum tíma". Hann hefur sagt: „Bylt-
ing er ekki kvöldverður" og „Kommún-
isminn er ekki kærleikur, heldur hamar
til að eyða óvininum".
"að hafa aldrei verið sérstakir kær
leikar milli Maós og Moskvu. Rússar
fordæmdu bændabyltinguna og „Nýja
aýðræðið", töldu það villutrú, veittu
Maó enga viðurkenningu og studdu stöð
ugt Kúómintang, jafnvel meðan Sjang
Kaí-sék var að berjast við kommúnist-
ana. Árið 1948 var Stalín enn að telja
Maó af að reyna að ná völdum í Kína.
Maó virti hann að vettugi og náði öllu
meginlandinu úr höndum Kúómintangs
á næstu mánuðum, en Stalín var æva-
reiður.
Maó tortryggði Stalín, en viðurkenndi
hann sem byltingarforingja og hugmynd
afræðing. Hann ber enga slíka virðingu
fyrir Krústsjov. í augum mannsins, sem
þegar var nefndur „helzti kenningafræð
ingur heimsins", náðu svik rússneskra
kommúnista bámarki, þegar Krústsjov
fcom fram með kenninguna um friðsam
lega sambúð við „heimsvaldasinna" og
hélt því fram að komast mætti hjá styrj
öld.
í augum Maós gilda sömu reglur um
að „frelsa" og sameina heiminn nú eins
og giltu um að „frelsa" og sameina Kína
fyrir 15 árum. Lausnin er vopnuð átök-
Framh. á bls. 13.
laó hafði mikið dálæti á ljóðlist
og orti hefðbundin ljóð, sem aðdáendur
hans kalla fræðilega Ijóðlist, en óvi'ldar
Utgefandi
Framkv.stj.:
Ritstjórar
Auglýsingar:
Ritstjórn
H.f.   Arvakur,   Reykjavik.
Sigfús Jónsson.
Valtýr Stefánsson
Sigurður Bjamason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Arni Garðar Kristlnsson.
I ASalstræti 6. Siml 22480.
2. tölublað 1963
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16