Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Jónas Magnússon, Stardal:
Búskapur  Eggerts  Brlem  i  Vioey
Vorverkin m önnur útivinn
*r egar fór að líða að vori, var
mikið að gera í Viðey —
og margt, sem kallaði að — svo að
segja samtímis. Stúlkurnar þurftu
að gera allt húsið hreint hátt og
lágt. Það stóð venjulegast yfir viku
eða meira. En það varð að vera búið
fyrir sumardaginn fyrsta. Var allt á
tjá og tundri meðan á þessum hrein-
gerningum stóð — og húsmóðirin
ejálf í broddi fylkingar.
Vorverk byrjuðu oftast snemma, þvi
I Viðey voraði fyrr en á nokkrum stað
öðrum við Faxaflóa. Klaki fór þar fljótt
úr jörðu, og mátti þess vegna byrja
snemma á voryrkjunni. Koma þurfti út
áburði á túnin, því sem ekki var ekið
út að vetrinum, og vinraa á þeim. Tún-
ávinnsla þar var ekki fljótunnin fyrstu
árin, því túnin voru mjög þýfð.
hennar, Ásta og Guðrún Thorsteinsson,
sem þá voru ógiftar, fallegar stúlkur í
Viðey og heimasæturnar þar. Þetta var
engin þrifavinna, mykjan heldur blaut
og vildi slettast,. þegar hleypt var úr
kláfunum. En það var ekki laust við að
húsbóndinn hefði gaman af því; hann
var stundum í flaginu og hleypti. Ann-
ars hafði kvenfólkið gaman af, ef svo
bar við, að bregða sér í draslvinnu.
Þessi haugburður stóð oftast nokkra
daga, eða þar til lokið var undirburði
í öll flögin. En aldrei hef ég séð síðan,
og ekkert líkt því, eins mikinn hús-
dýraáburð borinn í flög, eins og í Viðey.
Það mátti næstum segja, þegar gengið
var um flatirnar fyrst á eftir, að búið
væri að þekja yfir, að það reri undir
fæti líkast .og gengið væri á dýi. En
þær spruttu líka vel þessar nýju flatir.
Mátti tvíslá þær sama sumarið. Það var
líka mikill áburður til, og þurfti ekki
ÞRIÐJI  HLUTI
heyjað var vestur á engjunum. En það
var alltaf talsvert af kindum í Viðey,
sem þeir áttu Kleppsbræður, flutninga-
formennirnir. En bæði vegna varpsins
og til að friða vestur-eyna, þar sem
allt var heyjað utan túns, var allur
fénaður fluttur í land, nema tveir
vinnuhestar. Öllu öðru hrossastóði kom
Eggert fyrir uppi í sveit (í Stardal),
þar sem litið var eftir því, og hægt var
að sækja hestana á vissan stað þegar
til þeirra þurfti að taka, einkum reið-
hestana, sem Eggert átti allmarga.
Þurfti oft á þeim að halda, þegar líða
fór á vorið, vegna ýmissa ferðalaga.
J\ lltaf var gaman að flytja hrossa-
stóðið milli lands og eyjar. Var það
flutt yfir í Gufunes og stillt svo til, að
•:v^>^:.^:¦^•:¦:^v•:'^^:.:.^vxw<*^*w•.•: .¦-¦¦¦..-.
JL únávinnsla í Viðey var með lík-
um hætti og gerðist almennt hjá bænd-
um. Rakað var yfir með klóru og járn-
tindahrífum, sem þar voru notaðar.
Mokað var jafnóðum úr öllum haug,
sem ekið var út að vetrinum. Þá var
fljótrakað yfir á vorin. Til þess voru
hafðar járntindahrífur, sem voru haus-
styttri og allar heldur klúrari en venju-
legar heyvinnuhrífur. Túnávinnsla stóð
stutt yfir, gekk með miklum hraða. Var
unnið við hana af mörgu fólki,' körlum
Og konum. Sumar stólkurnar voru látn-
ar hreinsa og raka úr hrossatöðum á
engjum vestur á eynni. Það var alltaf
mikið af hrossum í Viðey á vetrum, sem
aldrei komu í hús, en gengu vestur á
eynni.
Eins og á hefur verið minnzt, var rist
ofan af feiknamiklu í túninu á hverju
hausti. Til þess voru teknir aukamenn
á hverju hausti; að rista ofan af og
þekja yfir, sem var gert jöfnum hönd-
tun fyrstu vikurnar eftir sláttinn. Var
því óhemjumikið af flögum á yorin,
svo að skipti mörgum dagsláttum, sem
þurfti að ljúka; herfa, jafna og reiðá
áburð í flögin og þekja yfir þau. En
flögin voru oftast plægð strax á eftir
ofanafristunni á haustin. Það var því
alltaf bætt við 3—i verkamönnum um
tíma, meðan á jarðvinnslunni stóð. Það
voru líka teknar tvær vorstúlkur vegna
túnávdnnslunnar, Og þá einkum vegna
varpsins, sem mikil rækt var lögð við.
" að var mikið tilstand og undir-
búningur, þegar reiða átti fjóshauginn
í flögin. En það var miklu oftar sem
reiða varð hann í kláfum heldur en
aka honum á hestvagni, því hvort
tveggja var, að túnið vildi skerast, og
eins voru flögin svo gljúp, að klárarnir
drógu ekkí vagninn eftir þeim. Varð
því að reiða hauginn á hestum. Það var
alltaf mikið af áburðarhrossum í Viðey,
svo og reiðingum og kláfum og þess
háttar áhöldum. Þegar svona áhlaupa-
og skyndiverk átti að framkvæma —
Og Ijúka á fáum dögum, þá var hús-
bóndinn sjálfur ætíð me» og fremstur
í f lokki.
• Það var reitt á 9 og 7 hestum, og
S—4 karlmenn stóSu í haugnum og
mokuðu í kláfana, og aðra, jafnmarga
Ihestunum, þurfti til að teyma þá. Allir
voru teknir í þetta verk, sem máttu
missa sig fra öðrum verkum, þar á
œeðal  húsmóðirin,  frú  Karín,  systur
4S2*SP
¦"¦  '  ¦  ' ¦    ¦•        ii'Vi'-
'i'iíissiáiii'   .    *?. ~-m
-     'L
.......»" '¦ j........- ........—w.....
Viðeyjarstofa og kirkjan
höfninni, á bátum I kringum Viðey aS
ólöglegum veiðum. Stundum komu þeir
upp að landsteinum og skutu fugla.
Eggert varð oft að manna út bát og
elta veiðiþjófana og reka þá á flótta,
eða hann beinlínis tók þá. Það var
höfð talsverð aðgæzla í þessu efni
einkum á vorin. Voru veiðiþjófarnir
helzt á ferli, er komið var undir kvöld
eða háttatíma.
Sl itt sinn lentu Eggert og menn
hans í svona ævintýri, þegar menn
voru að skjóta vestur með Eynni, alveg
uppi við landsteina seint um kvöld í
logni og björtu veðri. Eggert mannaði
mjólkurbátinn og fór við fjórða mann
tii að taka þjófana. Þegar þeir sjá Við-
eyjarbátinn koma, taka þeir knálegan
róður beint til Reykjavíkur. Þeir Egg-
ert gátu tekið þá rétt áður en þeir
komust inn á leguna í Reykjavíkur-
höfn. Þá voru þeir með eitthvað af
æðarfugli í bátnum. Síðan fylgdu Við-
eyingar sökudólgunum til Reykjavíkur,
og þar voru þeir kærðir. Þetta þótti
þar í Viðey allvel af sér vikið, Og ekki
hvað sízt fyrir það, að þeir voru staðn-
ir að því að skjóta æðarfugl. Eggert og
þeir félagar voru í senn hreyknir og
slæptir, þegar þeir komu heim undir
morgun. Eggert sagði, að Bjarni Gests-
son hefði þá verið drjúgur á árinni;
hinir tveir reru á móti honum, en Egg-
ert stýrði.
Heldur þótti það vont verk og leið-
inlegt að hreinsa dúninn, þurrka hann
Og „kræla", sem kallað var. Þær sátu
við þetta stúlkurnar uppi á fjóslofti
milli mála, dögum saman. Sumar
stúlknanna - voru vanar dúnhreinsun,
þær sem voru úr Breiðafjarðareyjum.
Voru flestar stúlkurnar í Viðey þá
annaðhvort af Vestfjörðum eða frá
Breiðafirði, úr ættsveitum húsmóður-
innar, Katrínar Briem.
iEðarvarp og dúntekja mun hafa auk-
izt til muna í Viðey þessi ár Eggerts
Briem þar. Dúntekja í Viðey var þá
talin 90—110 pund af fyrsta flokks dún.
Þetta hefur því verið mikill plógur. Þá
var bezti æðardúnn í miklu hærra
verði en hann var síðar um langt skeið.
A þessum árum heyrði ég talað um
18.00 kr. pundið. Þá fengu meðal-
kaupamenn um sláttinn 12,00 kr. á viku.
Eggert lagði mikla rækt og alúð við
æðarvarpið, friðun og vernd á varp-
svæðunum, endúrbætti aðferðir til
hreinsunar og verkunar dúnsins svO að
hann yrði sem verðmætastur.
að spara hann, því túnstærðin þá var
ekki í hlutfalli við kúafjöldann. —
Stundum var borið talsvert af „þara"
í flögin.
H
I ann var tekinn upp, eins og áð-
ur var á drepið, á fjörunum vestur á
Eiðinu og látinn þar í fúlgur. Síðan
var hann reiddur, eða honum ekið á
sleða — ef hægt var'að koma því við —
heim í flögin og notaður með sem und-
irburður. Þetta var meira gert sem til-
raun heldur en að hann hefði svo mikið
áburðargildi, eins og Eggert sagði
stundum sjálfur, því í þetta fór tals-
verð vinna.
Mikla rækt lagði Eggert við æðar-
varpið þessi árin í Viðey. Enda mun
það hafa aukizt til muna á þessu tíma-
bili, eða þar til Milljónafélagið kom til
sögunnar í Viðey og setti á laggirnar
stórútgerð austur á eynni, þeim megin
sem æðarvarpið var aðallega. Eftir það
lagðist fuglinn smám saman frá eynni,
vegna umferðar, sem varð mikil á sjó,
beggja vegna eyjarinnar. Jókst þá líka
fólksumferðin á eynni sjálfri.
Það var föst regla hjá Eggert að
láta flytja allar skepnur í land yfir
sumarið, sem gengu á eynni yfir vetur-
inn. Eggert átti aldrei sauðfé í Viðey
þessi árin. En hann átti mikið af hross-
um, enda þurfti mikið að nota hesta
um  heyskapartímann,  einkum  meðan
lágsjávað væri. Þá tóku hrossin fljótt
niður Gufuness-megin. Sumt af trippa-
dótinu var rekið yfir, þá fór bátur á
undan með 3—4 hesta í taumi. Voru
svo hin hrossin rekin á eftir á öðrum
bát. En þegar kýr voru fluttar á milli,
voru þær alltaf skipulagðar, eins og
kallað var. Þá var alltaf farið að og
frá Vatnagörðunum. Það þurfti að hafa
mikið af „köttum" í Viðey, því þar var
oft mikill rottugangur. En þeir máttu
ekki vera þar í eynni á sumrin vegna
varpsins, því þeir lágu þá í ungunum,
þegar þeir komu úr eggi, og fældu
æðarfuglinn. Köttunum, sem voru 7
eða 8, var þá komið fyrir á Kleppi hjá
Þorbirni Finnssyni, bónda, sem þá bjó
þar.
Eggert var mjög eftirlitssamur með
varpið og vildi ekki, að heimafólkið
gengi mikið um austur-eyna að óþörfu
(þeim megin var yfirleitt allt æðar-
varpið), nema þær stúlkur, sem áttu
að taka dúninn. Aldrei mátti taka egg.
Ef svo var gert, gerði Eggert það sjálf-
ur.
Snemma á vorin málaði Eggert hvíta
bletti á steina hér og þar um austur-
eyna. Ég var með Eggert í þessu verki
og spurði hann, hvað þetta hefði að
þýða og hvers vegna hann væri að
þessu. Kollurnar halda, að þetta séu
blikar, blikar, sagði hann og brosti að.
Það var oft mikið af skotmönnum úr
Reykjavík  og  á skipum,  sem  lágu  á
Jregar sláttur byrjaði, sem alltaf
var rrijög snemma í Viðey — og miklu
fyrr en yfirleitt gerðist á þeim tíma,
því túnin í Viðey spruttu fljótt og
mikið, þá var bætt við mörgu fólki.
Aldrei voru færri en 6 og 7 karlmenn
við slátt, og 4—5 kaupakonur voru
teknar umfram fastastúlkur heimilis-
ins, sem frá er sagt. En þær gengu að
heyvinnu milli mjalta. Það voru því
oftast 12 manns stöðugt, auk annars
heimafólks, til ígripa, eftir því sem á
stóð.
Heyskapur í Viðey fór fram með lík-
um hætti og gerðist annars staðar hjá
bændum í sveit, að öðru leyti en því,
að þar var styttri vinnutími, og var
það afar vinsælt. Þar var aldrei unnið
lengur en til kl. 8 á kvöldin. Kæmi
það fyrir, við uppsætingu eða hirðingu,
að lengur væri unnið, þá borgaði Egg-
ert það umfram. Fólkið virti slíkt og
mat mikils, þó það ætlaðist ekki bein-
línis til þess.
Þá voru engin hjálpartæki komin til
léttis eða aukinna afkasta við heyskap-
inn, einungis gömlu áhöldin, orfið og
hrífan. Við samantekningu á þurru
heyi var ýtt saman með hesti á öllum
sléttum. Var það bæði flýtisauki og
vinnuléttir. Af túninu var ekið að hey-
hlöðunni á hestvögnum, a.m.k. af slétt-
unum. Allan annan heyskap varð að
reiða.
Framhald á bls. 12
10. tölublaS 1963
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16