Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						JHtirgtlttfrl*fr*itt$
|   11. tbl. — 24. marz 1963 — 38. árg.    j
hálfu Muikkiustund til að þrykkja af
tvö eintök af koparstungu sinni af Vitr-
ingunum frá Austurlöndum, t>g gaf þau
nú starfsbræðruim mínum. Þeir komust
við, því að það var eitthvað svo hrær-
andi við þennan baxnalega mann, sem
hélt áfram að vinna, eins og ekkert
hefði í skorizt, meðan" þetta heimili
var á hraðri ferð að hrynja í rúst og
auðn.
" eir kvöddu síðan, en við fórurn
niður í stóra forsalinn og bjugguimst
tii að tefla skákina okkar, eins og við
vorum vanir að gera á kvöldin.
Saskia yar enn sofandi. Henni hafði
alltaf þótt mjög vænt um blóm, og
þetta  sumar  færði  Remibrandt  henni
Hendrik  Willem  Von  Loon:
MEÐFYLGJANDI kaflar eru úr
bók um Rembrandt og samtíð
hans, sem Hendrik Willem Van
Loon tók saman ef tir handriti f or-
föður síns, Joannis Van Loons,
sem var kunnur skurðlæknir og
náinn vinur Rembrandts síðustu
æviár hans. Bókin kom fyrst út
árið 1930, en hefur margsinnis
verið endurprentuð og kom síðast
út hjá Bantam Books árið 1957.
Kaflarnir sem hér birtást eru nr.
10, 11 og 12 í bókinni.
Og það fór ekki hjá, því, að
Rembrandt fræddist tals-
vert um lífið, og það fljótar en hann
hafði búizt við. Það var eitthvað
hálfum mánuði eftir kvöldverðar-
boðið, að við sátum tveir og vökt-
um yfir Saskíu.  .
Ég hafði löngu gefið fra mér alla von
wm að geta hiálpað henni.- Ég hafði
kallað mér til aðstoðar tvo starfsbræð-
«r miína, útlærða í London og Grenoble,
einmitt í þessum sjúkdómi hennar. En
nú verður, við svona sjúklinga, að gæta
þess vel, að þeir trúi á afturbata og
hann skjótan (því að þunglyndisköst
er það allra versta, sem fyrir þá get-
ur komið), og þwí höfðu þessir læknar
verið kynntir sem listsalar frá Ant-
werpen, sem lamgaði að Mta á kopar-
etungur Ramibrandts, og hún varð hreyk-
in af því, að svona höfðinglegir menn
Bkyldu koma alla leið frá Flandern til
að hylla snilligáfu eiginmanns henn-
er, og hafði spurt þá, hvort það væri
satt, að Rubens hefði raunverulega feng-
ið hundirað gyllini á dag, <meðan hann
var að mála eina mynd, og hvort kon-
en hans hefði virkilega setið fyrir hjá
Ihonum, allsnakin, því að það væri
iiokkuð, sem hún sjálf hefði aJdrei gert,
hversu mjög sem hún elskaði eigin-
inann sinn.
" ar eð mennirnir voru gamal-
reyndir læknar og þvi útfarnir í því
eð bregða fyrir sig smá-lygi, höfðu þeir
leikið hluitverk sitt svo vel, að Saskia
var hæstánægð og hafði fallið í blund
í þeirri fullvissu, að hún sijáM væri
tnikki faliegri en Helen Fourment, og
euk þess siðprúðari, þair sem hún hafði
Btundum setið fyrir hjá manninum sín-
um sem Flóra en aldrei sem Verius.
Næst höfðum  við  beðið  Rembrandt
mm
1
ÉH

Sjálfsmynd af Rembrandt, máluð ca. 1663.  Málverkið  er  nú  í  Kenwood
House i Lundúnum.
að láta okkur eina, og siðan hðfðum
við aiiir þrír athugað konuna sofandi,
og ég hafði sýnt þeim sjúkraskýrslu
hennar, og báðir settu upp alvörusvip
og annar hvíslaði mors og síðan sagði
(hinn einnig mors, og sá eldri sagði:
„Einn mánuð enn, í hæsta lagi". En
sá yngri, sem vildi sýna eldri starfs-
bróður sínum, að hann kynni nokkuð
fyrir sér iíka, sagði: „Mér virðist svo
sem hún gæti lifáð sex vikur enn".
Sjálfur sagði ég ekiki neitt, því að
ég hafði séð hana tærast upp, jafnt
og þétt, síðustu tvo mánuðina. Síðan
fór ég með þá upp aftur, og við sögð-
um einbver þýðingarlaus hversdagsorð
við Reon/brandt, sem hafði notað þessa
nýjar rosir á hverjum morgni. Einni
þessara rósa hafði hún stungið í hár-
ið á sér, áður en „listsalarnir frá Ant-
werpen" komu. Þetta var sterkrauð rós,
svo að kinnar hennar voru í saman-
burði við hana venju fremur fölar.
En hún andaði jafnt og regiulega, og
bros lék um varir hennar. Ég dró tjöld-
in varlega fyrir rekkjuna og læddist á
tánum  að  skákborðinu  aftur.
— Henni virðist liða nokkuð vel, sagði
ég, um leið og ég tók tvö peð og lét
hann  kjósa  lit  .
Hann benti á vinstri höndina á mér
og fékk svart.
Við byrjuðum eins og við vorum van-
ir:  kóngspeð,  drottningarpeð,  kóngs-
biskup, droittningarhrokur, og hvernig
svo sem framihaldið nú var. Ég man,
að eftir aðeins sex leiki, eða svo, var
hann kominn fram með drottninguna
sína og ætlaði að reyna að þvinga mig
í varnarstöðiu. Ég varaði hann við þessu.
En einhver snilld fannst mér vera 1
þessari leikaðferð hans. Hann hefði get-
að unnið taflið svona, í fimmtán eða
sextán leikjum, en þó því aðeins, að
mér yfirsæist um gagnsókn, s&m ég
gat hafið með riddurunum mínum og
gat komið honum í hættu, sökum skorts
á varnariiði. Ég hafði nánar gætur á
honum. Hann var svo niðursokkinn í
útreikninga sína, áð hann virtist enga
hugmynd haía um hættuna, sem ógn-
aði honum. Ég aðvaraði hann aftur.
„Þetta getur allt samian verið gott og
blessað", sagði ég, „en þú ert að leika
þetta til vinnmgs".
„Mér þykir gaman  að  þessu",  sagði
hann. „Ég veit, að ég legg mig í ýms-~
ar  hættur,  en  ég  hef nú enn vald  á
leiknum. Ég máta þig í næsta leik, ef
ég get losað  drottninguna mína".
„En geturðu það?" spurði ég, um
leið og ég tók biskupspeðið hans og
opnaði þannig mínum biskupi leið til
sóknar.
„Það held ég, að ég geti... nú, það
væri blátt áfram ekki almennilegt, ef
ég gæti það ekki. Ég hafði alla stöð^-
una á valdi mínu, fyrir einu andartaki,
en nú ...
„En nú hef ég drottninguna þína og
þú ert mát í þriðja leik".
Hann ýtti frá sér stólnum.
„Þetta var bölvað", sagði hann, eins
og til að hugga sjálfan sig. „Ég hélt,
að ég hefði þig á valdi mínu í þetta
sinn. Lofaðu mér bara rétt að skreppa,
til að vita hvort aiilt er í lagi með
hana Sasikiu".
Hann tók annað kertið, gekk að rúm-
inu og ýtti tjaldinu frá. Svo sneri hann
sér að mér og hvislaði: „Ég hef aldrei
vitað hana sofa svona vært. Henni hlýt-
ur að vera farið að batna fyrir aiv&ru".
Ég var nú kominn til hans og lagði
höndina á hjarta hennar.
Saskia var dáin.
•  •  •
<J ask'ia dó (þykist ég alveg viss
um) einhverntíma sumarsins 1642, því
að ég "man, að það var sama sumarið,
sem Tasman fann hið dularfulda ey-
land í Kyrrahafinu, sem var kallað
Nýja-Sóéland, og sigldi kringum hið
mikla land á suðurhveli jarðar, sem
svo einkennilegar sögur höfðu farið af,
síðustu fjörutíu árin.
Eins og endiranær, hafði ég mikimn
áhuga á frásögnum, sem gætu haft í
för með sér vitneskju um deyfilyfin,
sem frumstæðar þjóðir nota. Um allan
heim virðast innfæddir menn hafa eitt-
hvað, sem getur valdið stundar
gleymsku. Oftast var það nú bara þetta
ómerkilega hashish, sem menn notuðu
til að gieyma lífinu, sem annars var
ekki sérlega gleðilegt. En ég er alveg
fullviss um, að einhverntíma munum
yið finna einhverja jurt, sem getur haft
óendanlega miklu meiri þýðingu í sam-
bandi við skurðaðgerðir og dregið úr
þessum hræðilegu kvölum, sem gera
hverja skurðstofu að kvalastað. Og
alltaf getur verið von um, að landkönm-
uðir, sem koma heim frá fjarlægum
löndum Asíu, Afríku eða Ameriku, geti
fært okkur svarið við þessari aldagömlu
spurningu.
Að minnsta kosti veit ég, að veslings
stúlkan dó árið 1642. í>etta var í miðj-
um júnámánuði, því að sölukarlarnir
með handvagnana sína voru að selja
fyrstu kirsi'berin og allsstaðar voru
blóm, og trén fram með Burohtwal voru
svo græn og btómleg, þegar við vorum
að bera Saskíu til hinzta hvílustaðar
hennar.
Þegar við komum að Gömilu Kirkj-
£:raiiihaid á bis. 4
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16