Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						JR*¥0tittI»I ftfceátt"
18. tbl. — 19. maí 1963 — 38. árg.
MEÐFYLGJANDI grein samdi
dr. N. H. Söe, prófessor við
Hafnarháskóla, fyrir Lesbókina í
tilefní af 150 ára afmæli Kirke-
gaards 5. maí sl., en sökum þess
live seint hún barst, vannst ekki
tími til að ganga frá henni á ís-
lenzku fyrir afmælisdaginn.
I
dag, hálfri annarri öld eftir
fæðingu Kierkegaards, breiðast skoð-
anir hans út um heiminn meir en
mokkru sinni fyrr, og ekkert bendir til
þess, að sú útbreiðsla hafi enn náð há-
marki. Ef talað var við þýzka stúdenta
i. árunum rétt eftir síðari heimsstyrjöld-
ina, vakti það undrun að heyra æ ofan
í æ nefnd tvö nöfn: Nietzsche og Kierke-
gaard. Bæði þessi nöfn lifa sannarlega
enn í dag, en Nietzsche er greinilega í
efturför. Hann varð lika fyrir þeirri
hremmingu, að menn eins og Hitler og
Mussolini fengu mætur á honum. Þar
varð hann fyrir órétti og honum mikl-
um. En eins og siðar hefur komið í ljós,
étti sérvitur systir hans mjög mikla
sök á því. En hvort Nietzsehe getur ris-
ið aftur í öllu sínu veldi, eftir þá með-
ferð, eða hvort hann er búinn að vera,
verður ekki gert að umræðuefni hér.
E
ln Kierkegaard! Gengi hans hef-
ur einnig verið nokkuð stígandi og fall-
andi. í Þýzkalandi öðlaðist nafn hans
íyrst frægo", þegar Karl Barth kom
fram á þriðja tug aldarinnar og dró
fram af heitri ástríðu tiltekna þætti í
boðskap hans og setti hann í sess meðal
mestu anda kristins dóms. Nú orðið lít-
ur Barth að verulegu leyti öðrum aug-
um á þetta. Að vísu er honum vel ljós
mikilleiki Kierkegaards. En hann nefn-
ir hann sjaldan og þá oftast með meira
og minna ódulbúinni gagnrýni. En þar
af leiðir ekki, að áhrif Kierkegaards á
endlegt líf Þýzkalands, guðfræði þess
og heimspeki í rýmstu merkingu orðs-
ins, séu orðin úrelt og tilheyri sögunni.
öðru nær. Og á fjórða áratugnum hófst
ábuginn á þessum Dana með skrítna
nafnið fyrir alvöru í Ameríku. Þýðingar
lá verkum hans komu fram. Ed. Geism-
ar, hinn danski fræðimaður, var feng-
inn vestur um háf, og sjálfstæðar at-
huganir hófust. Og þessi alda virtist
magnast jafnt og þétt. í Englandi hefur
þetta átt örðugra uppdráttar. Þar virð-
ast menn annaðhvort beint vanrúaðir
eða þá reyna eftir megni að túlka hinn
ódæla Kierkegaard þannig, að hann er
næstum orðinn góður og rétttrúaður
biskupakirkjumaður. En svo kom
Sranski existentíalisminn eftir 1945 með
Sartre í broddi fylkingar. Aftur heyrð-
ist nafn Kierkegaards nefnt, og bók-
uenntirnar um hann jukust og mögn-
uðust. Italía hóf einnig þátttöku, og
hinn spænskumælandi heknur, ekki
sízt Argentína, lét ekki heldur sitt eftir
liggja, að ekki sé minnzt á Japan, þar
sem áhuginn á Kierkegaard virðist
vera í hröðum vexti síðustu árin. Ef
athuguð er bókfræðiskráin yfir Kierke-
gaard-bókmenntir, sem J. Himmelstrup
dr. phil gaf út í fyrra, verða menn blátt
áfram agndofa. Og þó nær Himmelstrup
ekki nema fram að 1©55, aldarártíð
Kierkegaards. Og vitanlega hefur þessi
kappiðni og nákvæmi fræðimaður látið
eitthvað fram hjá sér fara. Kierkegaard
er sannarlega   orðinn fyrirferðarmikilL
E
I n hvers vegna? Hvað hefur
hann sérstaklega til síns ágætis? Hvers
vegna varð einmitt hann — maðurinn
frá hinni rólegu og samræmdu síðustu
öld (eins og við teljum hana vera) —
hinn mikli boðberi þess, hvað það er
að vera maður, og framar öðrum leið-
sögumaður kynslóðar, sem skekin er af
hamförum okkar aldar? Sjálfur lifði
Kierkegaard ekki líkt því jafnægilega
viðburði og milljónir manna af okkar
kynslóð hafa orðið fyrir á þessari öld.
Trúlofun, sem fór út um þúfur, nokkrar
illkvittnislegar skrípamyndir í skop-
blaði, skilningsskortur hjá framámönn-
um kirkjunnar. En það, sem úrslitum
ræður, er sýnilega ekki, hvað menn fá
að reyna, heldur hvernig menn reyna
það, hvort menn gera úr því ævisögu,
hvort menn trúa í fullri alvöru, að það
sem gerist hafi tilgang, og reyni að
finna þennan tilgang.
H
L vað er það að vera maður? Hvað
er það að vera tiL í þýðingarfyllstu
merkingu þess orðs? Þetta var viðfangs-
efni Kierkegaards. Um þetta snerist rit-
mennska hans frá upphafi til endaloka.
Kierkegaard, sem var einhver skarp-
asti og sjálfum sér samkvæmasti hugs-
uður heims, var sannfærður um, að
hugsunin gæti ekki náð valdi á hinum
eiginlegu vandamálum tilverunnar. En
því trúði Hegel, hinn áhrifamikli heim-
spekingur þess tíma, og því trúðu áhang
endur hans. Var það ekki einmitt
snilldartillag Hegels, að hann hafði
furidið upp rökfræði, kenninguna um
lögmál hugsunarinnar, og í krafti henn-
ar gætu menn skilið þátt Guðs í ver-
aldarsögunni, þróun andans með mann-
kyninu, og þó einkum sögu mannlegr-
ar hu^sunar? Menn gætu, eins og frá
ttiáum fjallstindí, horft með aðdáun
yfir alla þessa merkilegu ringulreið,
sem mannkindin hafði orðið að brjótast
gegnum, og skynjað, að dýpst skoðað
var þetta einmitt ekki ringulreið held-
ur reglubundin og stöðugt fyllri birt-
ing á eðli hins aLgilda anda.
Sören Kierkegaard tveimur árum fyrir  andlátið 1855.
STENTIAL
EHir  N.   H.   Söe,   dr.   theol.
E,
ln þessu neitaði Kierkegaard.
Þetta er ósvífinn hroki, og það veit hver
maður, sem tekur tilveru sína alvar-
lega. Hin nýtízkulega heimspeki byrj-
aði á þéim mannalátum að segja, að
við eigum að efast um allt. Og þar
næst komu menn að því að sigrast á
efanum. En Kierkegaard hélt þvi fram,
að þetta væri að læðast að efninu.
Menn geta reynt að standa skoðandi
og ef hægt er „skiljandi" andspænis
tilverunni. Þá kemst maður að lokum
í afstöðu „fagurfræðingsins", sem dýpst
séð er óháð. Og sé maður hugsandi að
upplagi, þykist hann hafa komizt að
- raun um, að allt sé raunverulega hé-
gómi. Það sé ekkert varið í neitt. Já,
en nautnir og skemmtanir? Jú, að vísu
sem róandi meðal, sem menn sjá fljót-
lega eins og það er. Þunglyndið verð-
ur yfirsterkara. örvænting nihílismans
liggur í leyni. Menn leggja á flótta, en
geta ekki komizt undan.
Lífið er -sem sé ekki afstaða áhorf-
andans, ekki öruggur né tryggjandi
'skilningur, þar sem menn geti ráðið
fram úr öllu með hugsuninni. Lífið er
áhætta, framsal á sjálfum sér í þá völ,
sem er hugsunarlega óviss. Dýpsta eðli
mannsins er ékki að finna í hugsun
og atbugandi ró hans; en við erum
fyrst í alvöru við sjálf í hinu  áhættu-
sama framsali persónuleikans, í því vali
sem bindur okkur fyrir alvöru. Taktu
þann kostinn að trúa því, að'einhver
lilgangur sé með tilverunni. Kjóstu að
trúa því, að það sé grundvallarmis-
munur á góðu og illu, og þess vegna
geti lífið mistekizt. ¦
K
. ierkegaard er kristinn maður.
Ekkert í ritum hans skilst án þeirrar
forsendu. Því er það, að þegar hann
segir, að maðurinn sé andi, þá þýðir
það að hvort sem hann gerir sér það
ljóst eða ekki, þá standi hann til ábyrgð-
ar gagnvart Guði. En Guð er ekki
hægt að sanna, og því ekki heldur vald
Jiins góða. En sú einkennilega stað-
reynd, að grundvallarafstaða mannsins
til tilverunnar, allt frá blautu barns-
beini, er beygur, ber því vitni, að innst
með sjálfum okkur vitum við, að lífið
er alvara, að lífið getur tapazt eða unn-
izt. Dýrin þekkja óttann, en þau þekkja
ekki kvíðann. Kvíði mannsins sýnir, að
hann er stöðugt neyddur til að velja
annað hvort rétt eða rangt, með nýrri
áhættu í hvert skipti sem hann þarf
að velja. Því meiri andi, þeim mun
meiri kv-ði.
Eramhald á bls. 12
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16