Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 19
17. jan. 1926: Um Strönd og Strandarkirkju Helgason, biskup Eftir dr. Jón „Gissur hvíti gjöröi heit guði hús að vanda, hvar sem lífs af laxa reit lands hann kenndi stranda“. S vo kvað Grímur Thomsen fyrr um í ljóðum sínum um Strandarkirkju. Hefi ég ekki annars staðar, það ég man, rekið mig á þá sögn, að Gissur hvíti hafi fyrstur gert kirkju á Strönd í Selvogi. Vitanlega er ekkert því til fyrirstöðu, að þetta sé rétt hermt, þótt söguleg rök vanti fyrir því. Gissur á í hafvillum og sjávarháska að hafa unnið guði það heit, að hann skyldi kirkju gera, þar sem hann næði heill landi. Hafi hann tekið land á Strönd og því reist þar kirkju þessa. Önnur saga hermir, að Árni nokkur hafi reist kirkju á Strönd af sömu hvötum og Gissur á að hafa gert það. Að þessu víkur sr. Jón Vestmanm, er prest- ur var í Selvogsþingum 1811—42 í vísum um Strandarkirkju, sem prent- aðar eru í Blöndu (1 b. bls. 332—45): „Það hef ég fyrst til frétta, frœgra jafningi Árna för ásetta efndi úr Noregi íslands til, en óvíst hvar, stofu flutti valinn við til vœnnar byggingar“. En hver sá Árni hafi verið, hermir sagan ekki. „Hreppti hriðir strangar hörkur, vinda los, útivist átti langa, ánauð, háska, vos; heit vann guði í firautum J)á kirkju byggja af knörs farmi ef kynni landi ná“. En nú var var kirkja fyrir í Nesi og því var mönnum lítt um það gefið, segir skáldið að önnur væri reist á * Úr inngangs-ritgjörS aS ljóSum þessum, eftir dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörð, er mikið af þeim fróðleik tekið, sem grein þessi flytur. Strönd. Leitaði þá Árni þessi til nafna síns í Skálholti, Árna biskups Þor- lákssonar. Hann í huga leiddi livað til gjöra ber, biskup fann, og beiddi bezt við duga sér; á pví hafði hann alla von að efla mundi hann áheit sitt Árni Þorláksson. Árni biskup á eftir þessu að hafa fyrstur vígt kirkju á Strönd. Hið sannasta, sem sagt verður um uppruna Strandarkirkju, er, að vér vitum ekkert um hann með vissu. Má vel vera, að hún hafi verið reist þegar i fyrstu kristni, og eins má vel vera að hún hafi ekki verið reist fyrr en í tíð Árna biskups á síðari hluta 13. aldar. Um það verður ekkert full- yrt. En um máladag kirkju þessarar w ekki að ræða eldri en frá 13. öld. — Strönd í Selvogi er höfðingjasetur eins lengi og vér höfum sögur af. Situr þar hver höfðinginn fram af öðrum að stórbúum af mestu rausn. í lok 13. aldar bjó þar Erlendur sterki lögmaður Ólafsson, og eftir hann mun sonur hans, sá ágæti fræði- maður Haukur Erlendsson, lögmaður, hafa búið þar, unz hann fluttist bú- ferlum til Noregs eftir 1308. Síðar á 14. öld kunnum vér að nefna ívar Vig fússon Hólm hirðstjóra sem búandi á Strönd og eftir hans dag Margréti Gssurardóttur, ekkju hans. Vigfús hirðstjóri sonur þeirra, hafði þar eitt af -fjórum stórbúum sínum og með dóttur hans Margréti Vigfúsdóttur eignast Þorvarður Loftsson (ríka á Möðruvöllum) Strandareignina og varð Strönd eitt af höfuðbólum hans. Um aldamótin 1500 býr þar dóttursonur þeirra Þorvarðar og Margrétar, Þor- varður lögmaður Erlendsson og eftir hann sonur hans Erlendur lögmaður Þorvarðarson (t 1575) „stórgerðasti maðurinn, sem þar hefur búið. Var harin allt í senn yfirgangsmaður, of- stopamaður, vitur maður og þjóðræk- inn maður“ (dr. J. Þ.). Má að vísu telja að Strönd hafi verið með helztu stórbýlum og höfðingjasetrum sunnan iands í fullar fjórar aldir og ef til vill lengur. En hafi þar stórbændur setið lengst af, mætti ætla, að þar hafi og kirkja verið lengst af, því að auk þess, sem hverjum, er vildi, var heimilt að gera kirkju á býli sínu, ef Irndeigandi legði fé til, „svo að biskup vildi vígja fyrir þeim sökum“, eins vai það mörgum stórbónda nokkuð metnaðarmál að hafa kirkju reista á óðalsjörð sinni. Jafnsnemma og vér vitum um kirkju á Strönd, er, eins og vikið var að, um aðra kirkju talað í Vogunum, sem sé að Nesi. Hvor þeirra hefir talizt höfuðkirkja þar í sveit, vitum vér ekki. En bent gæti það á Neskirkju sem höfuðkirkju, að Er- lendur sterki fær leg í Nesi, en ekki á Strönd, þótt vitanlega hafi einhverj- ar orsakir getað verið því valdandi. En því meiri sem vegur Strandar varð; því eðlilegra varð og, að Strandar- kirkja yrði höfuðkirkja byggðarinnar, enda er hún það lengstan tímann, sem vér þekkjum til. En á síðari hluta 17. aldar tók Strandarland að eyðast af sandfoki og þar kom um síðir, að þessi gamla vild- isjörð og höfðingjasetur lagðist alger- lega í eyði 1695. Og svo hefur verið um þessa jörð síðan. En þótt allt annað færi í svartan sandinn, fékk kirkjan að standa þar áfram og með henni hefur nafn þessa forna stórbýlis varð- veitzt frá gleymsku. Elzta lýsing Strandarkirkju, sem til er, er frá dögum Odds biskups Einars- sonar. Þar er kirkjunni lýst á þessa leið: „Kirkjan nýsmíðuð; fimm bitar á lofti að auk stofnbitanna, kórinn al- þiijaður, lasinn prédikunarstóll; öll óþiljuð undir bitana, bæði í kórnum og framkirkjunni, eininig fyrir altarinu utan bjórþilið. Þar fyrir utan blýþak ofan yfir bjórþilið — og ofan á öllum kórnum er sagt sé blýlengja hvoru megin og eins ofan yfir mæninum, líka svo á framkirkjunni“. Á þessari lýsingu má sjá að kirkj- En hefur verið vandað hús, en að sjálf- sögðu torfkirkja eins og flestar kirkjur hér á landi voru í þá daga. Dr. Jón Helgason, biskup E ftir að allt Strandarland var komið í sand,' var eðlilegt að mönnum dytti í hug að flytja kirkjuna úr sand- ir.um heim að prestssetrinu Vogsós- um. En Selvogsmenn voru ekki á því, þótt hvað eftir annað yrði að byggja kirkjuna upp, svo illa sem fór um hana á svartri sandauðninni. Þó segir í vísitasíu Mag. Jóns biskups Árnasonar frá 1736, er kirkjan hafði verið endurreist fyrir einu ári, að nú sé kirkjan „betur á sig komin en hún hafi nokkurn tíma verið“, og svo um hana búið að utan, „að sand- urinn gangi ekki inn í hana“. En 15 árum síðar vísiterar Ólafur biskup Gíslason kirkjuna og er hvergi nærri jafnánægður með hana. „Húsið stend- ur á eyðisandi, svo hér er bágt að fremja guðsþjónustugerð í stormum og stórviðrum, er því mikið nauðsynlegt, að hún sé flutt í annan hentugri stað“. Og haustið 1751 skipar biskup, með samþykki Pingels amtmanns, að kirkj- an sé rifin og endurreist á Vogsósum, enda hafði ólæsileg lýsing hennar bor- :zt amtmanni í umkvörtunarbréfi frá sóknarprestinum séra Einari Jónssyni. Segir þar m. a. á þessa leið: „Hver sandur, sem í stórviðrum fýk- ur að kirkjunni af öllum áttum engu minna foreyðir og fordjarfar bik kirkj unnar, viði og veggi en vatnságangur, pví það fer dagvaxandi, sérdeilis á vetr artíma í snjófjúkum, að sanfannirnar leggjast upp á veggina því nær miðja. — Eins fordjarfar sandurinn læsing, saum og hurðarjárn kirkjunnar, svo það er stórþungi hennar utensilía og orna- menta að ábyrgjast og hirðing að veita á eyðiplássi. Tilmeð er skaðvænleg fcætta, helzt á vetrartima, í þessari kirkju að forrétta kennimannlegt em- fcætti, einkanlega það háverðuga sacramentum (sem ekki má undan fel- ast), þá stórviðri upp á falla meðan pað er framflutt. Fólkið teppist þá í khkjunni ásamt prestinum, sem ekki kann að halda þar hesti sínum skýlis- lausum nær svo fellur, hvar fyrir, þá veðurleg’t er á sunnu- eða helgidags- n.orgni, ei vogar allt fólk til kirkj- unnar að fara, helzt heilsulint og gamalt fólk, ekki heldur ungdómurinn, sem uppfræðast skal í catechisationinni og öðrum guðsorða lærdómi“. E n ekkert varð úr kirkjuflutn- ingnum. Þeim mönnum, sem þar höfðu helzt haft forgöngu, varð það atferli þá líka meira en dýrt spaug, því að „áður en sá frestur væri útrunninn er kirkjan skyldi flutt vera“ hafði Pingel amtmaður hröklast úr embætti, Ólafur biskup og Illugi prófastur í Hruna orð- ið dauðanum að herfangi og Einar Vosgósaprestur flosnað upp! Þótti mönnum sem þeim hefði komið greipi leg hefnd fyrir afskifti sín af því flutn- ingsmáli. Enda stóð kirkjan áfram á sama staðnum. Og heldur en að eiga það á hættu, að valdamenn kirkjunn- ar þröngvuðu sóknarmönnum til að flytja húsið, létu þeir um langt skeið ósinnt öllum skipunum frá hærri stöð- um um að endurbyggja húsið, þótt hrör- legt væri orðið og lítt við unandi, en reyndu í þess stað að ditta að húsinu eftir þörfum. Fékk það því að hanga uppi full 113 ár, eða þangað til 1848, er allt tal um flutning var löngu þagn- að. Hið síðasta, sem vér vitum gjört hala verið til þess að fá kirkjuna flutta, það gjörði séra Jón Vestmann. Er að því vikið í vísum hans, sem áður eru nefndar: „Hann mig hafa vildi heim að Vogsósum og byggja í betra gildi, en bráðum mótsögnum hlaut hann mœta af hjátrúnni, meinar hún standi megn óheill af minum flutningi“'. , Flutningurinn fórst þá líka fyrir. Varð prestur að láta sér nægja að „setja kirkjuna í sæmilegra stand en íyrr“ og síðan hefur því, svo kunnugt sé, alls ekki verið hreyft, að kirkjan væri flutt burt úr sandinum. Árið 1848 var gamla torfkirkjan (frá 1735) loks rifin til grunna af séra Þor steini Jónssyni frá Reykjahlíð (síðast presti að Þóroddsstöðum í Kinn) er fullgerði þar nýja kirkju „úr tómu íimbri“ og stóð sú kirkja til 1887. Mynd af þessari Strandarkirkju gefur að líta á póstkorti sem ísafoldar-bóka- verzlun hefur fyrir skemmstu látið prenta. En sú kirkja, sem nú er á Strönd, er mun myndarlegri. Lét séra Eggert Sigfússon, er varð síðastur prestur í Selvogsþingum, reisa hana 1887 og er það mynd af henni, eins og hún er nú, sem birtist hér í blaðinu. Þá kirkju smíðaði Sigurður Árnason trésmiður hér í Reykjavík, en ættað- ur úr Selvogi. ílve snemma tekið hefur verið að heita á Strandarkirkju, vita menn nú ekki. Áheit á kirkjur voru mjög algeng í kaþólskum sið hér á landi stm annars staðar. En þegar í Vílkins- rr.áldaga er beint tekið fram um þessa kirkju, að henni gefizt „heitfiskar“ og það tilfært sem tekjugrein, mætti senni lega af því ráða, að meiri brögð hafi verið að heitgjöfum til hennar en ann- ara kirkna. Hvort siðaskiftin kunna að hafa haft okkur áhrif á trúnað manna á Strandar- kirkju, um það verður ekkert sagt. Heimildir allar þegja um það. En ekk- ert er því til fyrirstöðu, að sá trúnaður a:þýðu héldist áfram, ekki síður en margt annað, sem frá katólsku var íunnið, þótt ekki hefði hátt um sig. Og áreiðanlega gerir séra Jón gamli Vestmann ráð fyrir því í Strandar- 32. tölublað 1963 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.