Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						£0lrólt
|  33. tbl. — 8. desember 1963 — 33. árg.   [
—'
GIORGOS SEFERIS
LJÓÐ — Sigurður A. Magnússon
þýddi úr grisku
KONUNGURINN  í  ASÍNU
„Asínín te..."-
(Ilíonskviða ÍI.560)   *
Við svipuðumst um allan morguninn kringum virkiði
byrjuðum skuggamegin þar sem hafið,
grænt og glitlaust — brjóst á skotnum páfugli —,
tók við okkur einsog tírninn án nokkurrar sprungu.
Æðar klettsins kvísluðust úr mikilli hæð,          *
kræklóttir víriviðir, naktir, f jölgreinóttir, sem lifnuðu
við snerting vatnsins, meðan augað sem fylgdi þeim
reyndi að losna undan lýjandi rugginu
og missti sífellt mátt.
Sólarmegin langdregin strönd alauð
og birtan slípaði demanta á háum múrum.
Ekkert lífsmark, villidúfurnar flognar
og konungurinn í Asínu, sem við höfum leitað í tvö ár,
ókunnur, gleymdur af öllum, jafnvel Hómer,
aðeins eitt orð í Ilíonskviðu, jafnvel það óvisst,
fleygt hingað einsog gullinni helgrímu.
Þú komst við hana, manstu hljóðið? Tómahljóð í birtunni
einsog þurr leirkrús í uppgrafinni mold:
sama hljóð í sjónum eftir árar okkar.
Konungurinn í Asínu: tóm bakvið grímuna,
allstaðar hjá okkur, allstaðar hjá okkur, bakvið eitt nafn:
„Asínín te ... Asínín te ... "
og börn hans styttur
og þrár hans vængjablak fugla og vindurinn
í sprungum hugsana hans og skip hans
bundin í horfinni höfn:
bakvið grímuna tóm.
Bakvið stór augu, bogadregnar varir, lokka,
(upphleypt á gullofinni ábreiðu tilveru okkar)
myrkur díll sem ferðast einsog fiskur
í morgunstillu hafsins og þú sérð hann:
tómið umlykur okkur.
Og fuglinn sem flaug í vetur leið
með brotinn væng,
hlíf líf sins,
og unga konan sem f ór til leiks
við hundstennur sumarsins,
og sálin sem hljóðandi leitaði undirheima,
og landið einsog stórt blað af hlyni sem straumþungi sólar
sópar áleiðis
ásamt fornum minjum og nútímasorg.
Og skáldið tefur, virðir fyrir sér steinana, spyr:
skyldu vera til
innanum þessar skemmdu línur, brúnir, odda, dældir, boga,
skyldu vera til
hér á þessum krossgötum regns, vinds og eyðingar
svipbrigði, vottur um viðkvæmni
þeirra sem smækkuðu svo kynlega í lífi okkar,
þeirra sem héldu áfram að vera skuggar af bárum og
hugsartir án endimarka einsog hafið,
eða kannski, nei, ekkert varð eftir nema þunginn,
þráin eftir þunga lifandi veru
þar sem við bíðum nú verulausir, bognum
einsog greinar óttalegs pílviðar sem er hrúgað í endalaust
vonleysið
meðan gulur straumurinn f ærir í kaf reyrstöngla rótslitna
í eðjunni,
ímynd forms sem marmaraðist fyrir ákvörðun eilífrar
beiskju:
skáldið tóm.
Hækkaði skjölduð sólin í stríðshami sínum,
og felmtruð leðurblaka úr innum hellisins
lenti á ljósinu einsog ör á skildi:
„Asínín te... Asínín te ..." Ef aðeins hún væri konungurinn
í Asínu
sem við höfum leitað svo rækilega á þessari háborg,
og stundum þuklað með gómunum sjálfa snerting hans
á steinunum.
Úr  „GOÐSÖGU"
i.
Boðberans
biðum við óþreyjufullir í þrjú ár
og gáfum nánar gætur að
furunum, ströndinni og stjörnunum.
Sameinaðir plógjárninu og skipskilinum
reyndum við að finna aftur fyrsta fræið,
að ævaforn harmleikurinn mætti hef jast á ný.
Við komum að heiinilum okkar í rúst,
með lemstraða limi, munninn skemmdan
af remmu ryðs og seltu.
Þegar við vöknuðum héldum við í norður, útlendingar
sveipaðir þokum af flekkLausum vængjum svana sem
særðu okkur.
A vetrarnóttum ærði okkur sterkur austanvindur,
á sumrin týndumst við í kvöl dags sem gat ekki dáið.
Við snerum af tur með
þennan myndskurð auðmjúkrar listar.
Framhald á bls. 6
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16