Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Þúsund ara
heimkynni þagnarinnar
imþos — Grikkir kalla það líka
Agíon Óros sem útleggst Helgafell —
hvað er það?
Það er bæði fjall, skagi, ríki, hugsjón
— og kannski eitthvað fleira.
Hugsjónin er í því fólgin að afneita
hinum kvenlega þætti tilverunnar og
útiloka hann eftir föngum úr mannlíf-
inu — eða réttara sagt munklífinu.
Til að hrinda hugsjóninni í fram-
kvæmd var stofnað ríki fyrir réttui,
þúsund árum, og inn í þetta ríki hefv
ur engin kona stigið fæti og yfirleitt
engar þær skepnur af kvenkyni sem
mannlegur máttur gat bægt frá að rjúfa
friðhelgi staðarins.
Þetta sérkennilega ríki liggur á
skaga nokkrum rúma hundrað kíló-
metra fyrir suðvestan Salóniki (Þessa-
lóníku), einum þeirra þriggja sen>
skaga eins og fingur út í Eyjahaf. Skagi
þessi er 50 kílómetra langur og kring-
um 8 kilómetra breiður víðast hvar.
Eftir honum endilöngum liggur lágul
fjallgarður, 3-600 metra hár, sem endal
í tígulegu, strýtumynduðu fjalli, 2000
metra háu — hinu eiginlega Aþos-fjalli),
líelgafelli  þeirra  Grikkja.
Á þessum fjöllótta og gróðursæla
Ekaga standa á víð og dreif í hlíðum
fjallgarðsins og niðri á ströndinni 20
stór klaustur, sem tilsýndar eru eina
og rammgerir kastalar, enda voru þau
einatt varin fyrir árásum sjóræningja og
annarra ókristinna eða illa siðaðra guð-
lastara. Þessi 20 klaustur eru hinir eig-
inlegu „eigendur" ríkisins og hafa sam-
Einsetumao'ur vlnnur vlS" myndskurS og
hefur hauskúpn fyrírrennara síns hjá
sér til aff mimut sifr á fallvaltleik lífsins.
vinnu um stjórn þess. Höfuðborgin er
lítið þorp, Karíes, nálægt miðbiki skag-
ans, og þar sitja fulltrúar frá öllum
klaustrunum o>g annast daglegan stjórn-
arrekstur. Fjórir þeirra fara með fram-
kvæmdavald í senn og hafa þeir til
marks um það stimpil einn fjórskiptan,
og hefur hver þeirra simi fjórðunginn,
þannig að engin skjöl verða afgreidd
nema þeir séu allir viðstaddir sam-
tímis. Þegar ég kom til Karíes fyrir
"úmum ellefu árum að fá skilríki mán
. ámpluð, varð ég að gera svo vel og
bíða góða stund meðan leit var gerð að
einum fjórmenninganna, en þá var að
vísu sunnudagur og hann hefur sjálfsagt
haft lögmætum störfum að sinna annaxs
staðar.
E,
iins og ég sagði sitja 20 munkar
á þingi Aþos-ríkis, og svarar það til
eins þingmanns á hverja 100 íbúa, sem
má teljast bærilegt þegar þess er gætt,
að vandamálin geta ekki verið ýkja-
rnörg eða vandleyst, úr því ekki fyrir-
finnst ein einasta kona í öllu ríkinu.
Eáðherrarnir fjórir gera víst allt sem
gera þarf með þessum eina stimpli, svo
ekki er skriffinnskunni fyrir að fara hjá
þeim á Aþos. En einhvern tíma hefur
verið meira að gera en nú. Fyrir eina
tíð voru nefnilega íbúar Aþos-ríkis yf-
ir 10.000, enda stóð þá allt með miklum
blóma. Á síðustu öld hrapaði munka-
fjöldinn niður í þúsund, og var þá spáð
endalokum ríkisins, en þetta lagaðist
og þeir voru komnir upp í ein sex eða
sjö þúsund upp úr fyrri heimsstyrjöld
en síðan hefur hallað undan fæti, unz
nú er þar komið, að einar 2000 sálir
eru eftir, og enn er spáð endalokum
ríkisins innan hundrað ára. En hver
veit nema Eyjólfur hressist? Að minnsta
kosti eitthvað af honum, en ekki er
líklegt að rússneski parturinn hjarni
við, því frá Rússlandi koma ekki fram-
ar munkar og hafa ekki gert í háa herr-
ans tið. Rússneska klaustrið á Aþos var
á sínum tíma stærsta klaustrið með
2000 munka, en nú eru bara eftir 40,
og þeir allir fjörgamlir. Fyrir ellefu
árum gisti ég þar, og þá voru munkarn-
ir 107 talsins, svo það hefux saxazt á
þá siðustu árin.
Auk þeirra 20 höfuðklaustra, sem fyrr
voru nefnd, eru svo „hjáleigur" þeirra,
sem ýmist eru litil munkaþorp með
dreifðum húsum, minni klaustur eða
einsetumannakofar. Klaustrin á Aþos
eru 611 grísk-orþódox og flest þeirra
grísk að þjóðerni, en svo eru þar líka
rússneskt klaustur, serbneskt, búlgarskt
og rúmenskt.
u,
I m það eru áhöld hvenær munk-
lífi hafi fyrir alvöru byrjað á Helgafelli,
en heimildir -eru um munka þar á 9.
öld, einsetumenn sem höfðust við í
hellum, í þanh mund sem Ingólfiu Arn-
arson kom út til íslands með föru-
neyti sitt. Árið 875 var munkunum op-
inberlega veittur eignarréttur yfir skag-
anum af keisaranum i Miklagarði og
Eldri munkar í „kapítalistaklaustrum*
hafa yngri munka í þjónustu sinnL
smám saman komst líf þeirra í fastari
skorður, unz þar kom að heilagur Aþan-
asíos reisti fyrsta klaustrið á Aþos ár-
ið 963 og.nefndi það Lavra. Er venja
að telja aldur sjálfs munkaríkisins frá
þeim  tíma. Aþanasíos var vildarvinur
Munkar  kvadðir  tti  tiöagerðar  me'ð málnvslönp sem lamin er með trébúU.
84. tölublað 1963.
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 5
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16