Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Viö höldum að gömlum kolakláf, sem
er næst landi að veiðum. Staðiir hans
er mældur og síðan er haldið upp að
hlið hans. Stýrimaður setur gjallarhorn-
ið fyrir munn sér og byrjar að lesa skip-
stjóra togarans pistilinn.
„Skipstjóri, þú ert ......u
Lengra kemst hann ekki, því að orð
hans kafna í óskapa hávaða af eimpípu
togarans. Hvítur reykjarstrókur stígur
upp úr eimpípunni. — Nú, hann virðist
ætla að komast undan sakramentinu. Ég
hugsa, að kyndarinn sé honum ekkert
þakklátur fyrir að nota þessa aðferð.
Eimpípan þagnar og stýrimaður hyggst
byrja á ný.
„Skipstjóri, þú ert......"
En orð hans kafna aftur í öskri eim-
pípunnar, sem stendur nú enn lengur.
Það mætti segja mér, að öll frívaktin
væri komin niður í firplássið — þeir
heimta stríðsöl út á þetta.
Sama sagan endurtekur sig nokkrum
sinnum, þar til skipstjóri togarans gefst
upp og neyðist til að meðtaka sítt sakra-
ment.
„Skipstjóri, þú ert að ólöglegum
veiðum innan íslenzkra fiskveiðitak-
marka. Brot þitt verður kært til ís-
lenzkra dómstóla. Og hvenær, sem þú
leitar íslenzkra hafna eða ferð í ís-
lenzka landhelgi muntu verða hand-
tekinn og látinn svara til saka."
Skipstjórinn  svarar:
„Ég er ekki að ólöglegum veiðum. Ég
er á veiðum á opnu úthafi."
„Mótmæli þín eru  ekki  tekin  til
greina."
— Komdu hart í bakborða, hann virð-
ist ætla að reyna ásiglingu.
— Þá varð þessi óður.
— Það er naumast þeir halda sig mikla
— að ímynda sér, að þessir skítkláfar geti
siglt okkur niður, ha, ha.
— Stýrið miðskipa, svona beint. Við
mælum togarann þarna framundan.
— Er þetta ekki togarinn, sem íslend-
ingurinn er skipstjóri á?
— Jú, ekki ber á öðru.
— Að hugsa sér, að íslendingur skuli fá
sig til siíkra verka.
— Hann fer aðeins eftir fyrirmælum,
manngreyíð.
— Þeir eru gamlir skipsfélagar, hann
og kokkurinn, er ekki satt?
— Svo segir kokkurinn.
Staðarákvörðun  er  tekin  og  síðan
rennir varðskipið sér þétt með síðu tog-
arans. Á brúarvæng stendur hár og
grannur maður, dúðaður í þykkan vetr-
arfrakka en með sólgleraugu.
— Sjáið þið nokkra sól, piltar?
— Ekki komum við auga á hana. En
kannski slær svo mikilli birtu af okk-
ur, að vesalings maðurinn verður að setja
upp sólgleraugu. Stýrimaðurinn setur
gjallarhornið fyrir munn sér og hyggst
lesa togaraskipstjóranum pistilinn. En þá
heyrist voðalegt öskur neðan af þilfari
varðskipsins:
— Þú ert alltaf jafn ljótur, svínið þitt.
— Jááá, heyrist ámátlega frá togara-
skipstjóranum.
— Matsveinn, ég banna þér að kalla
svívirðingar yfir til togaranna, sem við
erum að ákæra.
— Ég þekki þetta svín.
— Alveg sama.
— Stendur hann ekki með hausinn út
úr kýrauganu og sendir þeim tóninn. Það
þyrfti að herða kýraugun vel aftur, svo
að hann geti ekki opnað þau. Út á þil-
farið hættir hann sér ekki í þessum
veltingi.
Togaraskipstjóranum er lesinn pistill-
inn, sem hann með tekur með mikilli
auðmýkt.
— Við skulum halda að þessum tog-
ara þarna.
— Mér lízt ekkert á hann. Hann er með
vörpuna á síðunni og virðist bíða róleg-
ur eftir okkur. Þeir hafa alltaf reynzt
hættulegir sem hafa hagað sér þannig.
— Það er rétt, við skulum láta hann
eiga sig í bili og sjá hvort hann ekki
kastar og ræða þá við hann. Höldum
heldur að okkar togara.
— Það er kominn kaffitími, hvernig
væri að fá sér sopa?
— Það er samþykkt.
— Heyrðu matsveinn, ef þú þarft endi-
lega að létta á skapinu, þá er betra að
þú gerir það við okkur, heldur en að
öskra út um kýraugað.
Ekki stendur á því.
— Þið getið samt ekki haldið aftur af
ykkur með að þefa af þessum togurum.
Ég hált þið væruð búnir að fá nóg af
þessum eina, þótt þið færuð ekki líka að
þefa af þessum drullusokkum.
— Og hann er þotinn út.
Tíminn líður. Það esr beðið og beðið.
Beðið eftir því, að togarinn fari að koma
sér heim, svo að varðskipið geti losnað
úr þessum tilgangslausa eltingarleik. En
togarinn virðist hafa nógan tíma. Um
borð í varðskipinu er hlustað vel á bylgju
lengd brezkra togara og herskipa, talið
öruggt, að togarinn muni tilkynna her-
skípinu, þegar hann fer að hugsa til
heimferðar.
'•  •  •
Loksins rennur hin langþráða stund
upp. Togarinn tilkynnir herskipinu, að
hann ætli að hífa inn vörpuna og halda
til Englands eftir rúman klukkutíma.
— Þetta eru gleðilegar fréttir. Hverju
svaraði herskipið?
— Það þakkaði fyrir upplýsingarnar og
bað togarann að taka póst heim fyrir sig.
Klukkan er sex að morgni. Enn er
veðrið jafn slæmt og skipin þrjú velta
mikið, þar sem þau láta reka fyrir sjó
og vindi. Togarinn er nú tilbúinn til
heimferðar. Herskipið kemur upp að hlið
hans, skýtur línu um borð. Togaramenn
draga póstpokann yfir á línunni og síðan
heldur togarinn af stað áleiðis heim.
Varðskipið og herskipið halda á eftir.
Tíminn þokast hægt áfram. Stefnan er
út frá landinu. Veðrið fer heldur versn-
andi, SV-hvassviðri og mikill sjór.
Togarinn siglir fyrstur — í stefnu á
Færeyjar — varðskipið þar á eftir. Her-
skipið er ýmist á undan eða eftir.
— Kannski hann ætli inn í færeyska
landhelgi og reyna að bíða okkur af sér
þar.
— O, ég efast ekki um, að Færeying-
ar muni með glöðu geði gefa okkur
heimild til að fara inn í landhelgina til
þess að taka togarann.
— Það stoðaði lítið, því að herskipið
myndi ekki víla fyrir sér að brjóta þeirra
landhelgi eins og okkar til þess að koma
í veg fyrir töku togarans.
— Við ættum að geta orðið við Fær-
eyjar um hádegi á morgun og sjáum þá
hvað setur.
Skipstjóri, Duncan er að kalla.
— Svörum honum.
„H.M.S. Duncan, þetta er María
Júlía."
„María Júlía, þetta er H.M.S. Dunc-
an. Skeyti til skipherrans frá skip-
herra Dancan: — Eruð við að elta ykk-
ur eða þið okkur?"
— Hvað er nú þetta, vita þeir nú ekki
Iengur hver er að elta hvern?
— Ja, hvort þeir mega ekki elta skott-
ið á sjálfum sér, úr því þeir eru orðnir
svona ruglaðir í ríminu.
— Loftskeytamaður, sendu þeim þetta
svar:
„H.M.S. Duncan, þetta er María
Júlía. Yður er velkomið að elta okk-
ur."
Herskipið kvittar fyrir móttöku svars-
ins.
Skipin halda áfram. Hver mílan, sem
lögð er að baki, kemur fram á vegmæl-
inum. Hann sýnir, að skipin silast áfram,
þrátt fyrir stórsjó. Þau höggva og velta
svo, að öðru hvoru má sjá undir kjölinn
á herskipjnu. Ekki er að efa að þaðan
sé svipað útsýni til varðskipsins. Af og
til eys togarinn frá sér svörtum reyk,
sem sýnir, að verið sé að moka á fýrana
og enginn öfundar kyndarana af störf-
um þeirra við slikar aðstæður.
Nú glymur enn í hluststöðinni hið gam-
alkunna:
„María Júlía, þetta er H.M.S.
Duncan."
„H.M.S. Duncan, þetta er María
Júlía."
„María Júlía, þetta er H.M.S. Dunc-
an — frá skipherranum: Ég býst við
því, að þið hafið áhuga á að fá veður-
spána fyrir svæðið, sem þið ætlið ykk-
ur á leiðinni til Englands ..."
Og röddin les upp veðrið og spána
frá hinum ýmsu stöðum á leiðinni. —
Ekki er hún glæsileg — stormur og
stórsjór á hafinu og það beint í nefið.
— Heyrirðu hvað kyrrar í svíninu af
ánægju við lesturinn? Ætli þeir hlægi
ekki dátt um borð í herskipinu og haldi
að við séum nú fólir — og munum setja
skottið milli fótanna og snúa við, að
honum loknum.
„H.M.S.  Duncan,  þetta  er  María
Júlía. Við þökkum yður kærlega fyrir
veðurspána og erum yður  þakklátir
fyrir umhugsun yðar um velferð okk-
ar, en látum yður jafnframt vita, að
ekkert er fjær huga okkar en að biðja
yður um nokkra aðstoð þótt eitthvað
komi fyrir. Veðrið er okkur algerlega
óviðkomandi, því að við höfum meiri
áhuga á togaranum en því. Og þang-
að sem hann fer, förum við."
Skipin eru nú stödd 100 mílur SA af
Stokksnesi. Sjórinn hefur aukizt og varð-
skipið  heggur ofsalega.  Skyndilega rís
heljarmikill brotsjór upp við hlið þess,
og það er eins og stálhnefi skelli á því,
fyrir framan brúna, svo að skipið nötrar
allt og skelfur. Innan frá heyrast brak og
brestir eins og allt ætli að liðast sund-
ur. Skipið hverfur í sjólöðrið að framan,
vélin hægir á sér og tekur að erfiða. En
brátt rís stefni þess úr sjó á ný og þil-
farið hreinsar sig af sjónum.  í  fljótu
bragði virðist skipið ekki hafa orðið fyr-
ir neinu áfalli. Vélsíminn glymur „hæga
ferð áfram".
—  Guð minn góður, hvað var nú
þetta?
— O, við fengum bara smávegis trukk
undir taglið.
— Trukk undir taglið, ég vildi nú held-
ur kalla þetta trukk í pung, þetta var
það framarlega.
— Við skulum senda um skipið til að
athuga hvort nokkuð hafi farið aflaga.
Skipið er kannað hátt og lágt.
— Við höfum kannað allt og ekkert
virðist hafa gerzt annað en að grindurn-
ar fyrir aftan togvinduna hafa sópazt
fyrir borð og undirstaðan undir gúmmí-
bátnum brotnað.
— Ágætt, þá höldum við áfram á eftir
togaranum.
— Hér er skeyti frá aðalstöðvunum.
— Hvað skyldi það nú vera? Jæja mik-
íð var: „Hættir etfirförinni STOP Komið
til  Reykjavíkur."
Mikið dásemdar skeyti var þetta.
— O, það er nú veltingur framundan í
sólarhring ennþá.
— Það gerir minnst til. Mín vegna
mættu þeir vera þrír. Aðalatriði er að
losna við þennan skítkláf.
— Stýrimaður, hver er stefnan fyrir
Ingólfshöfða?
—  330 gráður.
— Þá stýrum við það.
Skipið snýr hina langþráðu stefnu.
Það er siglt og siglt. Ingólfshöfði er aft-
ur út og Vestmannaeyjar framundan.
Þær eru aftur út og Reykjanes í augsýn.
Haldið er fyrir Reykjanes, Stafnes og
Garðskaga og þaðan er stefnan sett á
Reykjavík.
Og það er hörkusteik í ofninum hjá
matsveininum.
Vonandi bragðist okkur vel síðasta
máltíðin í þessari ferð.
— Er svipurinn orðinn mildari á mat-
sveininum?
— Það er kominn á hann barnssvipur
— og ekki laust við að votti fyrir brosi
í öðru munnvikinu.
Steikin er borin á borð.
— Hve — hve — hvers konar su —"" ">
suða er á þe — þessari stei — steik, ko —
kokki? Þa — það er e — eins og þú ha —
hafið ve — ve — verið að sjó — sjóða
hr — hro — hrossas.
— Þegi þú stami. Það held ég sé séleg
samkunda, þegar þú, pabbi þinn og bróð-
ir eruð allir samankomnir á einum stað,
stamandi hver upp í annan. Það er á-
byggilega eins og stamandi tríó! — Og
matsveinninn sveiflar vinstri fætinum
yfir þann hægri og röltir út, því nú er
hann ekki hræddur við að skotið komi,
áður en hann kemst í hvarf.
—  Þ—þ—þoþ—
— Svona stilltu þig nú maður og púst-
aðu út. Skrifaðu heldur niður það, sem
þú ætlar að segja við kokkinn, æfðu þig
á því og láttu hann svo hafa það.
Ef einhver hefði litið inn í eldhúsið í
þessu augnabliki, hefði hann séð mat-
sveininn standa í hálfgerðu hnipri, halda
sér með báðum höndum í vaskröndina,
eldrauðan í framan, með munnvikin út
að eyrum og ýstruna gangandi upp og
niður í niðurbældum hlátri.
•  •  •
Varðskipið siglir  inn  hafnarmynnið.
Allir eru í sínum beztu einkennisfötum
og alvarlegir á svip. Skipið er bundið
við bryggju, menn eru snöggir að koma
sér frá borði og hver heldur til síns
heima. Skipið er þögult. Vélin er þögn-
uð og mannsraddir heyrast ekki lengur
um borð. Einmana skipsmaður húkir um
borð og bíður þess að vaktmaður úr
landi leysi hann af verði.
Nýr dagur rennur upp. Skipið lifnar
á ný. Nóg starf er fyrir höndum, skýrslu-
gerðir bíða í tugatali. Endurnýja þarf
birgðir skipsins, áður en haldið er á
hafið á ný.
Skipstjóri og stýrimaður semja skýrslu
um það tjón, sem varð vegna brotsjó-
arins.
— Er verið að semja sjótjónsskýrslu?  I'
—  Já!
• — Það er bezt þið skrifið það, sera
fór hjá mér.
— Nú, hvað var það?
—  5 kíló kaffi, 6 kíló sykur, 8 kíló
hveiti, 5 flöskur tómatsósa, 5 kíló smjör-
líki..........
— Ha, ha, ha, þessi matsveinn er sá
allra bezti, sem ég hef siglt með.
•  •  •
Brottfarardagurinn er kominn. Land-
festar eru leystar. María Júlia siglir
virðulega frá bryggju. Siglt er út hafn-
armynnið og skipið klýfur léttilega speg-
ilsléttan sjóinn — með stefnu fyrir
Alíurey og síðan Garðskaga.
Matsveinninn birtist í borðsalnum með
rjúkandi kaffi og nýbakaðar kleinur.
—  Hvert á nú að halda, skipstjóri
minn?
—  Austur.
—  Á hvaða svæði eru þessir fantar
nú?
— Sama stað og síðast, við fáum Ing-
ólfshöfðann i hausinn næsta hálfan
mánuðinn.
Matsveinninn eldroðnar í framan. Það
er auðséð að blóðþrýstingurinn hefur
farið upp fyrir það sem kaHast má
eðlilégt.
— Ég segi upp......Og hann er þot-
inn  út.
I borðsalnum kveður við almennur
hlátur.
Enn er haldið fyrir Garðskaga, Staf-
nes og Reykjanes. Vestmannaeyjar eru
framundan og þær eru afturundan. Ing-
ólfshöfðinn rís úr hafi. Út af honum eni
brezku landhelgisbrjótarnir, sem varð-
skipið er á leið til. Við þá á að kljást
enn á ný. Og svo mun halda áfram unz
sigur er unninn.
*
12  LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
34. tölublað 1965.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16