Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						|     10. tbl. 15. marz 1964 — 39. árg.

MARLO
LEIKRIT Shakespeares eru
prýði leikritunar Elísabetar-
tímabilsins, en það var Mar-
lowe — réttum tveim mánuð-
um eldri — sem var upphafs-
maður þeirra.
Fyrir 400 árum, 26. febrúar
1564, var Chrisjtopher Mar
lowe skírður í Sánkti Georgs kirkj-
unni í Kantaraborg — nákvæmlega
tveim mánuðum áður en William
Shakespeare var skírður, 26. apríl
1564, í kirkju heilagrar þrenningar
í Steatford í þá daga var það til
siðs að skíra börn aðeins örfáum
dögum eftir fæðingu, til þess að
eiga það ekki á hættu, að þau dæju
óskírð. Enda þótt ekki væri nema
tveggja mánaða aldursmunur á þess
um tveimur skáldum, var Marlowe
mörgum árum á undan Shakespeare
á leiksviði, sökum ólíkra lífskjara
þeirra. Marlowe gat fagnað frægum
sigri með „Tamburlaine", aðeins 23*
ára að aldri, en Shakespeare varð
að bíða þó nokkur ár, áður en hann
varð fyrir hóflegri hepp'ni með
fyrstu verk sín, er gerð var að hon-
um hörð atlaga árið 1592. Marlowe
var drepinn 1593, aðeins 29 ára gam-
all, en meðan báðir lifðu, hafði
Shakespeare ekki dregið fram á
hann.
"essi ótímabaeri dauði Marlow-
es, seim átti í sér svo mikið ónotað
eíni, var líklega eitthvert mesta tjón,
sem eriskar bókmenntir hafa nokkurn-
tíma beðið. Svo frumlegjur og skapandi
var andi hans, sem ótrauður lagði inn
á nýjar brautir. Það var fyrsta afrek
hans að sameina ínnblásinn ljóðskáld-
skap — því ljoðskáld var hann ágætt —
leikritágerðinni. Og upp af þeirri sam-
einingu spraett leikritun Elísabetar-tima
bilsins.
Bezta sönnun þess er sú, að þrjú eða
fjögux leikrit, sem hann samdi á sinni
skömmu ævi, eru enn með góðu lífi.
„Dr. Faustus" — leikrit sem Shake-
speare hefði aldrei getað samið — hef-
ur nýskeð hlotið eftirtektarverða upp-
Særsla í Varsjá, með hugmyndafræði-
legum guðleysissvip, sem það annars
gefur sjálft tilefni til, ef út í það er
farið. „Dr. Faustus" gæti orðið stór-
kostleg kvikmynd, ef notuð væri öll
nútímatækni við að þeysa yfir fjöll og
ár Evrópu, horfa niður á borgir eins
og París, Mílanó og Róm, og framleiða
öll töfrabrögð og andaiheiminn, sem leik-
ritið útheimtir.
Þegar fram liðu stundir gatf meistara-
verk Marlowes tiletfni til fæfcingar
„Fausts" Goethes, og síðar afkvæma
þess í. leik og óperu. í Cambridge, há-
skóla Marlowes.er aðal-leikfélagið nefnt
eftir honum og leikur verk eftir hann.
Effir A.  L  Rowse
Ég hetf séð ágætar uppfaarslur á „Tamb-
urlaine" í Lundúnum og á „Edward I" í
Oxford.
1/ rægð hans er meiri nú á döffum,
er vér skiJjum verk hans og persónu-
leika betur, en verið hefur síðan á Elísa-
betar-tímanum, sem ól hann, og þar
sem hann var ein glæsilegiasta og um-
deildasta prýðin. f>ví sannleikurinn er
sá, að frumleiki hans og gáfur, sem
voru kjarni snilli hans, voru samtfara
hjáguðadýrkun bæði í trúmiálum og
kynferðismálum. í lífi sínu eins og í
verkum su'num efaðist hann um sann-
leika allra trúarbragða. Hann var ef
tii vill ekki trúleysingi, heldur gagn-
rýninn guðstrúarmaður, og hann var
kynvillingur af sannfæringu.
Það er varla hægt að- hugpa sér ó-
líkari menn en Marlowe og Shake-
speare — og þó hafði hann meiri áhrif á
þann siðarnefnda en nokkur annar.
Enda þótt uppruni þeirra væri nokkuð
svipaður, var lif og ferill þeirra, sýo og
innræti og skapferli, gjörólíkt.
Shakespeare, sem var fæddur í sveita
þorpi í útjaðri Cotswolds og Arden-
skógarins, var og varð alltaf sveita-
maður — eins og skín gegnum öll verk
hans. Marlowe var fæddur í hinni vig-
girtu Kantaraborg og var alltaf borgar-
búi. Kantaratorg og Cambridge voru
hinir tveir skapandi áhrifavaldar að
baki  honium.  Kantaraborg var  vermi-
Þetta málverk frá 19. öld á að sýna sniHiaflna tvo (Marlowe (tv.) og Sháke-
speare (tJi.j, meðan þeir voru keppina utar.
reitur hans, eins og hún hafði verið
kristninni í Englandi; þar var lífinu
stjórnað af hinni glæsilegu dómkirkju,
sem nýlega hafði verið i rænd altari
sínu og dýrgripum fyrir aðgerðir siða-
skiptamannanna. Sánkti Ágústínusar-
kiaustrið, sem var sizt óglæsilegjra, hafði
verið lagt í rúst, nema hvað hinn stór-
fenglegi turn, veggirnir og hliðvarðar-
húsið stóðu enu uppi. Til allra hliða
voru ummerkin um trúarbardaga, og
þetta — í ýmsum myndum — varð
grunntónninn í leikritum Marlowes.
M
arlowe naut fræðslu í Kon-
ungsskólanum, sem heyrði undir dóm-
kirkjuna, og þaðan fór hann með náms-
styrk frá Parker erkibiskupi til Corp-
us Christi stúdentagarðsins í Cambridge.
Þar dvaldi hann svo hvorki meira né
minna en sjö ár — hin æsingarkenndu
ár þegar kalda stríðið milli Englands
og Spánar blossaði upp og hitnaði 1580-
1587. Cambridge, þar sem andlega lif-
•ið gerjaði af trúmálum og guðfræði,
hafði djúp áhrif á sálarlíf Marlowes.
Það gerði hann að hugsuði með áköfum
áhuga á sálrænum efnum, á hinni nýju
l&ndafræði, útþenslu út yfir höfin, sam
tímaviðburðum og deilum um stjórn-
mál og trúmál. (Shakespeare slapp við
að verða hugsuður, af því hann átti ekki
kost á háskólagöngu. En fyrir bragfðið
varð hann þroskaðri maður).
Marlowe var fyrirhugað að ganga í
þjónustu kirkjunnar, en það virðist
nokkuð  greinilegt,  að  hann  hafi  eytt
meiri tíma I latnesku* skáldin, eihkum
Ovidius hinn ástsjúka, en í guðfræðina.
Því að til þessara ára og hinna fyjrstu
í Lundúnum verður að timasetja hina
merkilegu þýðingu hans á „Amores",
hinu djarfyrta kvæði skáldsins, í enskt
bundið mál, og það gott bundið mál.
Hann lagði einnig út fyrstu bókina af
„Pharsalia" Lucanusar, sögunni af Júl-
íusi Sesar, í „blank verse". Og hann
samdi fyrsta leikrit sitt, „Sorgarleikinn
um Dido, drottningu í Karþagóborg",
sean er góður skáldskapur og gefur á-
kveðnar bendingar í fyrsta atriðinu,
þar sem Júpíter er að manga til við
Ganymedes.
Þetta voru nú verk hans frá náms-
árunum, en sýna samt meistaratök hans
á hinum margvíslegustu háttum bund-
ins máls, stefnu áhugamála hans, og
benda fram á leið til hins mikla afreks
hans: að festa „blankversið" í sessi
sem ríkjandi form í sorgarieikjum —
„mikla línan hans Marlowes", eins ogj
Ben Jonson kallar það réttilega í hin-
um frægu ljóðlínum, sem eru formáli
fyrir fyrstu folíóútgáfunni af Shake-
speare.
^Xrið 1587 kom fyrsta meistara-
verk Marlowes, „Tamburlaine", fram
á sviðið og vann þvílíkan stórsigur, að
höfundurinn varð að semja framhald,
eða siðri hluta. Samanlagt höfum við
því risaleikrit í tíu þáttum — mörg
þúsund verslínur af fögrum skáldskap,
Framhald á bls. 12
fyrirrennari Shakespeares var að-
eins tveimur mánuöum eldri en hann
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16