Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						HJA
ÍÁNUM
Eftir  Ernest  Hemingway
B
' átur hafði verið dreginn upp a
eyrina. Tveix Indíánar stóðu þar og
biðu.
Nick og faðir hans settust í bátinn,
og Indíánarnir ýttu Jrá og annar sett-
ist undir árarnar. George frændi var
í hinum bátnum, sem þeir áttu sjálfir,
læknirinn og hann. Yngri Indiáninn
reri.
Það var dimmt og sá ekki frá sér
þegar þeir fóru af sitað. Nick heýrði
áraglammið frá hinum bátnum sem var
Bpölkorn fyrir framan þá í þokunni.
Indíánarnir reru knálega með snögg-
um áraburði. Nick hallaði sér aftur
upp að handleggnum á föður sínum.
Það var hrollkalt þarna úti á vatninu.
Indíáninn reri af kappi, en hinn bát-
urinn var svo langt á undan að þeir
sáu hann ekki.
—  Hvert erum við að fara, pabbi?
spurði Nick.
— Til Indíánanna. Kona eins þeirra
er alvarlega veik.
— Jaeja, sagði Nick.
Þegar kom yfir vatnið var hinn bát- "
urinn kominn þangað og þeir höfðu
dregið hann á land. George frændi
stóð þarna í myrkrinu og hafði kveikt
sér í vindli. Ungi Indiáninn, sem hafði
róið þeim, dró bátinn kirfilega á land.
George frændi gaf Indíánunum sinn
vindilinn hverjum..
Þeir gengu skáhallt yfir völl sem var
rennblautur af afalli, og eltu yngri Indí-
ánann sem gekk á undan þeim með
lukt. Þeir fóru uppeftir stíg gegnum
skóginn að timburslóðanum sem lá upp
í ásana. Það varð stórum bjartara þeg-
ar þeir komu upp í geilina þar sem
skógurinn hafði verið höggvinn báðum
megin við stíginn. Ungi Indíáninn nam
Staðar og slökkti á luktinni, og svo
héldu þeir áfram uppeftir.
Uppi í beygjunni kom hundur þjót-
•ndi á móti þeim og fór að gelta. Nú
sást ljós i gluggum firá kofanum sem
þeir bjuggu í, Indiánarnir sem unnu að
stoógarhögigi. Fleiri og fleiri hundar
komu gangandi að fótunum á þeim.
Indíánamix sveiuðu þeim frá. Ljós var
í kofaglugga rétt við. stíginn. Gömul
kerling stóð á dyrahellunni með logandi
lampa í hendinnL
i
fletinu í kofanum lá ung Indí-
ánakona. Hún hafði árangurslaust ver-
ið að streða við að ala barnið í tvo
sólarhringa. Allt kvenfólkið í grenndinni
hafði komið og reynt að hjálpa henni.
Nú var langt liðið á kvöld og karl-
mennirnir höfðu ranglað út og setzt við
stíginn og kveikt sér í pípu til þess að
losna við að hlusta á þessi sífelldu ó-
hljöð í konunni. Hún veinaði óskap-
legia þegar Nick og Indiánarnir tveir
komu inn í kofann með föður Nicks og
George frænda. Hún lá í neðra fletinu,
þung og digur undir ábreiðunni. Höfuð-
ið var undið út á hlið. Maðurinn henn-
ar lá í efra fletinu. Hann hafði höggvið
sig illa í fótinn fyrir þrem dögum. Hann
lá útaf og tottaði pípuna. Loftið var
þungt
Faðir Nicks bað um heitt vatn, og
meðan þeir biðu eftir að það syði, ætl-
aði hann að úts'kýra fyrir Nick hvernig
í öllu þessu lsegi.
— Hún ætlar að eiga barn, skilurðu,
sagði hann.
Jú, Nick skildi það.               I
— Ég veit ekki hvort þú skilur hvern
ig þetta gerist, sagði hann. — Það
sem kveluar hana núna er kallað hríðir.
Barnið vill troða sér út, og hún vill líka
að það komist út. Hún lætur hvern
einasta vöðva í líkamanum reyna að
koma því út. Þesisvegna lætur hún
svona.
—  Ég ekil það, sagði Nick.
í sömu andránni fór konan að hljóða
aftur.
— Geturðu ekki gefið henni eitthvað
svo að hún hætti að emja? spurði Nick.
—  Nei, ég hef ekkert til að deyfa
hana með, sagði faðir hans. — En það
gerir ekkert til þó hún hljóði. Við skul
um lofa henni að hljóða, það er ekki
nema eðlilegt.
3arnsfaðirinn í eífra fletinu bylti sér
til veggjar.
Kerlingin í eldhúsinu .benti læknin-
um að vatnið syði. Faðir Nicks fór
fram og hellti helmingnum af vatninu
í skál. Hann vafði klút utan af ýmsum
verkfærum og lagði þau í pottinn sem
stóð á hlóðunum.
—  Það verður að sjóða þau, sagði
hann og fór að þvo sér um hendurnar
í vatninu sem hann hafði hellt í skálina.
Hann hafði sápustykki með sér. Nick
hafði ekki af honum augun á meðan.
Faðir hans hélt afram að tala meðan
hann þvældi á sér hendumar.
— Börnin faaðast venjulega með höf-
uðið á undan. Ef þau liggja hinseg-
in getur fæðingin orðið erfið. Hver
veit ¦ nema ég þurfi að skera. Við sjá-
um nú til.
Þegar hann hafði lokið við að þvo
sér fór hann inn.
— Viltu taka ábreiðuna of an af henni,
George, sagði hann. — Ég vil helzt ekki
snerta á henni.
Svo fór hann að skera, en George og
þrir Indíánar héldu konunni á meðan.
Hún hjó tönnunum í handlegginn á
George frænda og George frændi sagði:
— Farðu bölvuð drit-kerlingin! og
ungi Indíáninn sem hafði róið George
frænida, skotraði til hans augunum og
glotti. Nick hélt á skálinni fyrir föður
sinn. Þetta ætlaði engan enda að taka.
1/ aðir hans lyfti barninu á löþp-
unum og -skellti lófanum á bakið á því
svo að það færi að anda og rétti það
svo gömlu konunnL
— Það var strákur, Nick, sagði hann.
— Hvernig líkar þér að vera aðstoðar
ljósmóðir?
' i— Vel, svaraði Nick. Hann leit und-
an til þess að þurfa ekki að horfa á
þessar aðfarir.
—  Jæja. Þetta ærtti að duga, sagði
faðir hans og sletti einhverju í þvotta-
skáUna. Nick leit í hina áttina.
—  Nú er ekki annað eftir en aS
setja noikkur saumspor í sárið, sagði
faðir hans. — Þakka þér fyrir hjálp-
ina; ef þú vilt það síður þarftu ekM
að vera hérna lengur. Ég á bara eftir
að sauma sárið saman.
Nick fór frá fletinu. Honum leið tals-
vert betur.
Faðir hans lauk við aðgerðina Og
rétti úr sér. George frændi og Indíán-
arnir þrír stóðu upp. Nick fór fram í
eldhús með þvottaskálina.
George frændi leit á handlegginn á
sér. Ungi Indíáninn tók eftir því og
brosti.
— Bíddu við, ég skal bera sótthreins-
andi á þetta, sagði læiknirinn.
Hann beygði sig niður að ungu Indí-
ánakonunni. Hún var orðin róleg; og
lá með augun aftur. Hún var náföl. Hún
hafði enga hugmynd um barnið eða
neitt annað.
— Ég lít inn á morgun, sagði læknir-
inn og rétti úr sér. — Hjúkrunarkonan
frá St. Ignace verður liklega komin
hingað klukkan tólf til eitt, og hún hef-
ur allt sem með þarf.
Hann lég á als oddi og var skraf-
hreifur einsog knattspyrnumaður í fata-
klefa eftir leik.
— Þetta væri mátur handa Lækna-
tímaritinu, sagði George frændi. —
Keisaraskurður með sjálfskeiðungi og
sárið saumað saman með öngultaumum.
George frændi hallaði sér upp að þil-
inu og horfði á handlegginn á sér.
—  Já, það verður ekki á þig logið,
sagði hann.
—Við verðumað líta á pabbann. Það
eru alltaf pabbarnir sem þetta reynir
mest á, sagði læknirinn. — Þessi þarna
hefur reyndar verið þægur og róleguir.
H,
lann lyfti ábreiðunni sem Indi-
ár.inn hafði dregið upp yfir höfuð. Hann
fann eitthvað vott. Svo tók hann lamp-
ann og brölti upp á rúmstokkinn og leit
yfir efra fletið. Indíáninn sneri til veggj
ar. Vinstri handleggurinn undir höfð-
inu. Rakhnífurinn opinn á ábreiðunni.
— Farðu út með hann Nick, sagði
læknirinn.
Það var gagnslaust. Nick stóð við
eldhúsdyrnar og gat séð upp í efra flet-
ið þegar faðir hans lét höfuðið á Indí-
ár/anum detta niður á koddann aftur
og ljósið frá lampanum féll á það.
Það fór að birta af degi þegar þeir
gengu niður timburstáginn.
Margrét  Jónsdóffir

DAVlÐ ER DÁINN
Nú er hann Davíð dáinn!
í dögun í æðra heim
hann flaug á mjallhvítum fjöðrum.
Fagna nú gesti þeim
vinir, sem „bíða í varpa",-
Við sitjum eftir hljóð,
syrgjum hann sárt — en þökkum
og syngjum hans göfgu ljóð.
10. tölublað 1964
• LESBOK MORGUNBLAÐSLNS   3
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16