Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1964, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1964, Blaðsíða 2
 SVIP- MVND Fyrir tæpum mánuði sagQ hinn 73 ára gamli konungur í Líbýu, Idris II, af sér embætti síð- degís á laugardegi, en tæpum sólar- hring síðar hafði hann séð sig um hönd og afturkallað afsögnina. Eftir að ráðherrar hans höfðu lagt hart að honum og þúsimdir þegna hans höfðu streymt til Tóbruk og safnazt saman úti fyrir konungshöllinni, kom hinn aldraði konungur út á hall arsvalirnar og sagði: — Ég ákvað ajð leggja niður völd, vegna þess að ég er orðinn of gam- all og því ekki fær um að þjóna þjóðinni með þeim hætti sem vert væri. En þar sem þið óskið þess sýnilega að ég sitji áfram, mun ég vera um kyrrt í hásætinu, og þá er það skylda ykkar að leiðrétta mig, ef mér verða á mistök. Þessari örstuttu stjórnarkreppu lauk þannig með sigri konungs —■ og sá sigur hefur miklu víðtækara gildi en ætla mætti við fyrstu sýn, Hann er ekki fyrst og fremst bund- irm persónu hins aldna konungs, heldur er hér um að ræða pólitísk átök sem ná langt út fyrir landa- mæri Líbýu. M argt bendir til þess að Idris kon Ungur hafi tefit á tvær hættur — og farið með sigur af hólmi. Hann hefur á undanförnum mánuðum verið miðdepill pólitískrar kreppu, sem varð verulega alvarleg eftir að Nasser forseti Egyptalands krafðist þess í ræðu ekki alls fyrir löngu, að 3andaríkja- menn og Bretar hyrfu brott frá herstöðv um sínum í Líbýu, en skömmu síðar lýsti Líbýu-stjórn því yfir, að herstöðv- asamningarnir við Bandaríkin og Bret- land yrðu ekki endurnýjaðir, þegar þeir rynnu út. Þar sem þessir samningar renna ekki út fyrr en 1971 og 1973, virtist þessi yf- irlýsing ekki fullnægja Egyptum. Nass- er krafðist þess, að hinum vestrænu stórveldum yrði vísað burt þegar í stað. Idris konungur varð ekki við þessum kröfum, en honum var ljóst, að í land- inu var bæði rekinn mjög öflugur sam- arabískur áróður, ekki sízt af hinum fjöimenna hópi egypzkra skólakennara, og eins höfðu Egyptar á prjónunum sam særi gegn honum, sem m.a. miðaði að því að koma í veg fyrir að krónprinsinn, Hassan Ridha, bróðursonur konungs, kæmist til valda, en í stað þess yrði eftirmaður konungs Belkacem prins, sem fylgir Egyptum að málúm. RÆ’ð tilkynningunni um afsögn sína olli Idris konungur hvörfum í hinni al- varlegu pólitísku kreppu. Með því að vekja hin öflugu viðbrögð bæði innan ríkisstjórnarinnar og þó einkum með- Utgefandl: H.f. Arvakur, Reykjavlk. Framkv.stJ.: Slgfús Jónsson. Kitstjórar: Siguröur BJarnason fr4 Vlffur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýslngar: Ami Garóar Kristlnsson. Ritstjórn: Aðalstrætl S. Sími 22480. ríkjamenn voru urtdirritaðir árið 1954 og renna út árið 1971. Við undirritun samninganna varð hins vegar að sam- komulagi, að viðræður um herstöðvarn- ar skyldu fara fram að tíu árum liðn- um, og er sá tími nú upprunninn. Ein af orsökunum fyrir stjórnarkrepp- unni á dögunum er sú, að Idris kon- ungur hefur orð fyrir að vera mjög vin- veittur vestrænum ríkjum. J. seinni heimsstyrjöld voru háðir harðir bardagar í Líbýu, þar sem Musso- lini hafði reynt að koma á fót „fyrir- myndarnýlendu“ fyrir stríð. Árið 1949 var Idris viðurkenndur emír í Kýrena- íka af Bretum. Tveimur árum síðar varð Líbýa sjálfstætt konungdæmi, og Idris II var útnefndur konungur. Að svo > búnu fengu Bretar í Kýrenaíka og Trípó litaníu og Frakkar í Fezzan hinni nýju ríkisstjórn í Tóbruk öll völd í hendur, og Sameinuðu þjóðirnar lögðu blessun sína yfir það. Herstöðvarnar og þó einkum vinsemd konungs í garð vestrænna ríkja, sem er grundvöllur valda hans, hafa lengi ver- ið Nasser mikill þyrnir í augum. Spenn- an milli hins aldna konungs og forseta Egyptalands jókst enn til muna, þegar Idris tók ekki þátt í ráðstefnu Araba- leiðtoganna í Kaíró — og bar við slæmri heilsu — heldur sendi krónprinsinn í sinn stað. K. onungi er ljóst, að hinar miklu oííu-auðlindir Líbýu geta orðið land- inu mikil blessu inn á við, en þær skapa því stóraukna hættu út á við. Hann hef- ur til þessa einkum reist vald sitt á fylgi ættflokkanna utan borganna, en á .seinni árum hefur gætt vaxandi ólgu meðal eyðimerkurbúanna jafnt og borg- arbúa. Ein meginástæðan er sú, að Fek- ini og stjórn hans drógu úr sjálfstjórn. og atkvæðamætti hinna þriggja fylkia í Líbýu, sem eru Kýrenaíka, Trípólitanía og Fezzan. Ættflokkarnir í eyðimörk- inni líta á hin auknu völd ríkisstjórnar- innar sem árás á aldagamla sjálfstjóra þeirra. Með afsögn sinni og afturköllun henn- ar hélt Idris konungur nokkurs konar „þjóðaratkvæði". Vildi þjóðin að hann sæti áfram við völd eða ekki? Svarið virtist skýlaust: hún vildi það. Þess- vegna telur Idris konungur sig standa betur að vígi en áður í átökunum um herstöðvarnar og olíuna. HAGALAGÐAR TÍÐIN FYRIR 100 ÁRUM Sama óhagstæða tíðarfarið, sem hér byrjaði með veturnóttum, hélzt óbreytt fyrstu þrjá mánuði ársins, sá- felldir umhleypingar og oft feikna stormar. Vorið var kalt og þurrt, svo að grasvöxtur varð í minna lagi, sum arið votviðrasamt fremur, en nýting þó sæmileg. Haustið varð ærið rign- ingasamt ,en frá veturnóttum til árs- loka mátti heita æskilegt táðarfar. (Árbækur Reykjavíkur 1864) IDRIS II al almennin.gs í landinu styrkti hann mjög aðstöðu sína og fékk mun betri spil á höndina í hinum viðsjárverðu á- tökum sínum við Egypta og andspyrrvu- öflin innan lands. '■ Kreppan varð fyrst verulega alvarleg um miðjan janúar, þegar stúdentar í Trípólis, Benghazí og öðrum borgum Líbýu efndu til mikilla óeirða, eftir að hin umbótasinnaða ríkisstjórn Fekin- is, sem dró taum Araba, var þvinguð til að segja af sér. Orsökin til afsagnarinn- ar var sú, að stjórnin hafði sagt upp nokkrum embættismönnum lögreglunn- ar, sem höfðu gengið of harkalega fram í viðureign sinni við stúdenta í fyrri óeirðum. Hin nýja ríkisstjórn Maóhmouds Munt asirs, sem var studd af konungi, lét hins vegar engan -bilbug á sér finna — í óeirðunum í janúar létu margir lífið og fjöldi stúdenta var fangelsaður. T iðsjárnar milli Egyptalands og nágrannalandsins Líbýu eiga sér eink- um tvær orsakir: aðra utan landamæra Líbýu, hina innan lands. f ræðunni sem Nasser hélt, þegar hann krafðist þess að Bretar og Banda- ríkjamenn hyrfu frá herstöðvum sínum í Líbýu, kom hann einnig fram með kröfur um, að brezkar herstöðvar á Kýp ur yrðu „þurrkaðar út“ — en Egyptar hafa veitt Kýpur-Grikkjum verulega hjálp. Nasser vill bæði losna við her- stöðvarnar í Líbýu og á Kýpur til að hafa meira svigrúm og frjálsari hendur, þegar hann leggur til atlögu við ísrael, sem virðist vera eitt helzta markmið hans nú. -- Ea jafnframt er Líbýa sjálf orðia hinai egypzku úbþensLuatof-nu eftirsókn- arverður fengur. Fyrir örfáum árum hófst hið mikla olíuævintýri í Líbýu. Ekki færri en 19 alþjóðleg olíufélög eru nú í óða önn að vinna hráolíu úr nýjum og að því er virðist óþrjótandi olíulindum. Rúmlega hálfri milljón tunna af olíu er daglega dælt um olíuleiðslur til útskipunarhafn- anna á strönd Miðjarðarhafsins. Árið 1963 nam ágóðinn af hinum nýja olíu- iðnaði í Líbýu yfir þremur milljörð- um ísl. króna. landinu hefur þannig skyndi- lega skapazt mikil velsæld. íbúarnir, sem eru aðeins 1,2 milljónir, hafa fengið áður óþekkta atvinnumöguleika og gróðalindir, og tekjurnar af olíuiðn- aðinum eru grundvöllur hinnar víðtæku viðreisnaráætlunar sem Fekini og stjórn hans lögðu drög að vorið 1963. Skiljan- lega freista hinar geipilegu olíu-auð- lindir nágrannanna í Egyptalandi, sem lengi hafa barizt í bökkum við sívaxandi ef nahagserf iðl eika. Hinar stóru herstöðvar Breta og Bandaríkjamanna eru átyllan. Hin risa- vaxna flugstöð Bandaríkjamanna við Wheelus nálægt Trípólis er mesta og. mikilvægasta flugstöð þeirra utan Bandaríkjanna. Hún er m.a. notuð til að þjálfa þotuflugmenn frá aðildarríkj- um Atlantshafsbandalagsins. Bretar reka aðra flugstöð, ekki síður mikilvæga, við E1 Adem skammt frá Tóbruk. Er hún helzti viðkomustaðurinn þegar fluttir eru flugmenn og herlið til Aden, Aust- ur-Afríku og Malajsíu. 3retar hafa einn- ig setulið við Trípólis og Benghazí. H, lerstöðvasammngarnir við Breta voru undirritaðir árið 1953 og eiga að gilda í 20 ár. Samningarnir við Banda- 2 I •ESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.