Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						SVIPMYND
FramhaJd af bls. 2
Þegar hin stóra nefnd, sem skipuð
var til að rannsaka ástand l'BC, lagði
fram skýrslu sína, sagði þar m.a. að
það væri_,,mikið lán fyrir England að
maður á borð við Sir William veitir
BBC forstöðu." Eigi að síður sagði hann
starfi sínu lausu skömmu síðar. Þuð
vakti gífurlega athygli í Bretland.i.
Hvers vegna? Hvers vegna? spurðu
menn. Nú er það álit flestra, að hann
hatfi þá þegar staðið í leynilegum samn-
ingsviðræðum við „The Times", sem
átti við mikla og vaxandi erfiðleika að
stríða.
mr að hlýtur að hafa veríð þessum
fædda blaðamanni mikil freisting að fá
í hendur þetta góða varkfæri til að
túlka skoðanir sínar, Hann gat ekki
daufheyrzt við kalliriu frá Printing
House Square — og haustið 1952 sett-
ist í fyrsta sinn eftir Northcliffe-skeiÖ-
ið „maður fréttanna" í stól ritstjórans
hjá „The Times". Það hlýtur að hafa
verið með einkennilegum tilfinningum,
sem fyrrverandi símaafgreiðslupiltur
tókst á hendur hið nýja starf. Hér hafði
gerzt eitt' af hinum frægu æivintýrum
nútímans.
Enginn Jesandi „The Times" kemst'hjá
því að 'sjá breytingarnar sem orðið hafa
á blaðinu síðan Sir Williaim tók við
stjórnartaumunum. Hinn sterki persónu
leiki hans gagnsýrir blaðið allt. Og hinn
hlédrægi maður þekkir engan kveif-
arskap, þegar um það er að ræða að
dæma menn, málefni, atburði og til-
hneigingar í opinberu lífi ríkisins. Það
er, eins og alit í blaðinu, frá leiðurum
niður í smáfréttaklausur, verði lifandi
blaðamennska.
Hvorki íhaldsmenn né áhamgendur
Verkamannaflokksins bera neina sér-
staka hlýju til hans, en „Skrugguvald-
urinn" hefur aftur áunnið sér virðingu
og álit fyrir sjálfstæði og heiðarleikv
Það hæfir vel Sir William og 300 sam-
starfsmönnum hans í ritstjórn „The Tim
es", að þeir eru ekki lengur í hinu rauða
stórhýsi irá Viktoríutímanum, þar sean
ritstjórinn sleit tröppunum í æsku, held '
ur í nýtízkulegri stórbyggingu úr gleri,
steinsteypu og stáli. Hins vegar hefur
andrúmsloftið á ritstjórnarskrifstofun-
um lítið breytzt; þar ríkir enn virðu-
leiki og ró, menn tala saman í hálfum
hljóðum og enginn ieyfir sér að fnra
úr iakkanum. Sir William Haley hefur
afsannað þá gömlu kenningu, að ekki
sé gott að setja nýtt vín á gamla belgi.
SMASAGAN
Framhald af bls. 3
k3 túlkan hélt áfram vinnu sinni,
sneri sér frá okkur og hafði augun á
því, sem hún var að gera. Hár hennar
var bundið saman í hnakkanum, en lék
laust um herðarnar og hreyfðist til og
frá, er hún vann. Hún lagði tinbolla á
stóran flutnimgakassa, einnig tindiska,
hnifa og gaffla. Þvínæst færði hún
steikt fleskið upp úr feitinni og lagði
það á stórt timfat. Það snarkaði í flesk-
inu um leið og það krullaðist upp og
varð stökkt. Hún opnaði ryðgaðar ofn-
dyrnar og tók út ferfhyrnda plötu fulla
af vellyftum bollum.
Báðir mennirnir önduðu djúpt að sér
ilminum af heitu brauðinu.
Sá eldri vék sér að mér:
„Hefurðu borðað morgunverð?"
„Nei".  '
„Jæja, gerðu þá svo vel og seztu hjá
okkur."
Þetta var merkið. Við gengum að
flutnimgakassanum og krupum á jörð-
inni umhverfis hann. Ungi maðurinn
spurði:
„Hefur þú verið að tíria baðmull?M
„Nei".              ¦  "
„Við höfum nú haft vinnu í tólf daga"
sagði ungi maðurinn.
Stúlkan sagði frá ofninum: „Þejr
gátu meira að segja fengið sér ný föt".
Mennirnir tveir litu niður á nýju
vinnufötin og brostu ofurlítið.
Nú bar stúlkan fram fleskfatið, brúnu
þykku bollurnar, skál með fleskfeiti og
kaffikönnu. Þvínæst kraup hún sjálf við
kassann. Barnið saug ennþá með höf-
uðið í Mýjunni undir treyju hennar.
Ég heyrði, hvernig það saug.
Við fylltum diskana okkar, helltum
fleskfeiti yfir bollurnar og settum syk-
. ur út í kaffið. Eldri maðurinn tók munn
fylli, tuggði, tuggði og kyngdi. Síðan
sagði hann: „Guð minn góður, þetta er
gott", og tók aðra munnfylli.
Ungi maðurinn sagði: „Við höfuim
fengið gott að borða í 12 daga."
Við borðuð'um öll hratt og græðgis-
lega, fylltum diska okkar aftur og át-
um aftur, hratt, þangað til við vorum
södd og okkur var orðið Hýtt. Okkur
sveið í hálsinn. af sterku heitu kaffinu.
Við hentum síðustu lögiginni með
gromsinu á jörðina og fengum okkur
aftur í bolilana.
N,
ú hafði birtan tekið á sig lit,
rauðleitan glampa, sem gerði það að
verkuim, að loftið virtist kaldara.
Mennimir tveir litu í austur, og dög-
unin lýsti upp andlit þeirra. Ég leit
snöggvast upp og sá mynd fjallsins og
ljósið, sem kom yfir það, speglast í
augum eldra mannsins.
Nú stóðu mennirnir upp og helltu
gromsinu úr bollunum á jörðina. „Við
þurfum að leggja af stað", sagði sá
eldri.
Yngri maðurinn sneri sér að mér: „Ef
þig langar til að tína baðmull, getur
verið, að við gætum komið þér að".
„Nei, ég þarf að halda áfram. Ég
þakka fyrir morgiunverðinn".
Eldri maðurinn gerði neitandi hreyf-
ingu með hendinni: „Það var ekkert.
Okkur þótti gaman að hafa þig með."
Þeir gengu burt saman.
Austurloftið   ljómaði  nú  af birtu.
Þetta er allt. Auðvitað veit ég að
nokkru leyti, hvers vegna þetta var svo
skemmtilegt. En þetta atvik hefur einn-
ig í sér fólgna mikla fegurð, sem hlýjar
mér öllum, er ég hugsa um það.
ÆVARSSTAÐIR
Framhald af bls. 4
standi við Bólstaðarhlíð í svigum Æv-
ars forna goðorði.
M
argeir minnist nú líka á tóftina
á milli Litlavatnsskarðs og Refstaða
sem hugsanlegan bustað Ævars, en
það er nú skýiaust í Landnámu, að Æv-
ar byggði í Ævarsskarði, en þessar
tóftir eru ekki í neinu skarði heldur
á Laxárdal. Geta þær tóftir því ekki
komið til greina.
Ég hefi aldrei heyrt neitt nafn á þeim
tóftum.
Holtastöðum 2. jan. 1964
.Jónatan J. Líndal ~
BÓKMENNTIR
Framhald af bls.  5
Angi av mold
í náttkendum vindi,
sovandi gras
við áarlök
— var alt ið hendi.   4__
Enn rodnaði rosan
um f jallatind,
tó niðan fjaldi tess fót.
Nú tagnar alt lív,
tað líður móti nátt,
og frið skal eiga hvört kykt.
Enn gilógvar eitt hyljareyga
eitt bil,
so blundar tað við.
Náttin er tögn.
Hon dvölir í veidi
og  ber sín long^uí i loynd.
E:
I ins og áður segir er ljóðakverið
skreytt myndum eftir hinn unga fær-
eyska málara Zacharias Heinesen, seim
stundar nám við Konunglegu akadem-
íuna í Kaupmannahöfn og er sonur hins
kunna rithöfundar Williams Heinesens,
er einnig hefur fengizt við að mynd-
skreyta bækur. Á því sviði virðist son-
urinn þó taka föðurnuim fram. Frá
hendi hans má örugglega vænta mjög
persónulegra verka £ svartlist. í bók
Guðriðar Helmsdals kveður mest að
hinum stóru myndum á kápusíðium bók
arinnar og í opnunni í miðri bókinni,
þar sem hann Jiefur látið æðar tré-.
stokkanna undirstrika heildaráíhrifin.
Útísoman er afbragðsgóð.
iJL jóðakver Guðriðar Helmsdals
geymir það bezta sem fram hefur kom-
ið í faereyskri ljóðlisit á mörgum um-
liðnum árum. Ýmsar frumraunir hafa
verið efnilegar, en höfundarnir kom-
ust að mínu viti aldrei lengra. Tví-
mælalaust mesta og merkilegasta fram-
lag Færeyinga til norræns skáldskapar,
og þá jafnframt til heimsbókmenntanna
á síðustu 25-30 árum, eru verk þeirra
Jörgen-Frantz Jacobsens og Williams
. Heinesens, sem báðir skrifuðu á dönsku.
Þeir áttu báðir danskar mæður, þannig
að danskan var í bókstaflegum skiln-
ingi hið' eiginlega móðurmái þeirra, og
þess vegna skrifuðu þeir á því. Menn
geta að jafnaði aðeins samið skáldskap
á einu máli.
Auk þessara tveggja höfunda ásamt
hinum lýríska smásagnahofundi Hedin
Bru og einstökum ljóðum etftir Regin
Dahl, hafur fæ'reysk ljóðlist á síðustu
áratugum að mestu legið í sljcum vetr-
ardvala. Nú rýfur Guðrið Helmsdal
hinn langa svefn í ljóðlist eyjanna úti
á Atlantshafi. Að svo komnu má hik-
laust segja með góðri samvizku: í beztu
ljóðunum í þessari fyrstu bók sinni er
hún tvímælalaust ljóðskáld.
ÍY öndverðri þessari öld var fær-
eysk ljóðlist frjosöm og blómleg. Þá
kom frarn jafnmerkilegur listamaður
eins og J.H.O. Djurhuus, sem getið hef-
ur sér mikið orð bæði á ísilandi og í
Noregi. Hann var klofinn maður og
friðlaus, og hefur stundum verið líkt
við Walther von der Vogelweide, sem
galt skáldgáfu sína með látlausum ó-
friði við sjálfan sig. Janus Djurhuus
hefur haft dýpri og varanlegri áhrif
á færeyska ljóðlist en nokkur annar
Auðsætt er, að yngsta ljóðskáld Fær-
eyja, Guðrið Helmsdal, hefur lesið. Djur
huus sér að miklu gagni. Einnig nann
hafði skynjað tón hafsins, svo að hami
leið  honum aldrei úr minni.
Um sviþaS leyti og Janus Djurhuus
kom fram, birti yngri bró'ðir hans,
Hans Andrias Djurhuus, einnig sín
fyrstu ljóð. Hann orti m.a. flaustursleg
en ákáflega þokkafull sveitasælukvæði,
en hann sá líka stórfengleigar skaidsýn-
ir, þar sem saman fóru myndvísi og
sterk hugíhrif.
Síðar kom fram enn eitt veigamik^ð
ljóðskáld, Chr. Matras, jafnaldri Willi-
ams Heinesens og Jörgen-Frantz Jac-
obsens. Hann hefur nú í allmörg ár ver-
ið prófessor í færeyskri málfræði og
bókmenntum við háskólann í Kaup-
mannahöfn, og er heiðursdoktor bæði
frá Háskóla íslands og háskóianum I
Uppsölum. Hann hefur eytt mestum,
hluta ævinnar fjarri heimabyggð sinni.
en geymir enn innra með sér hin sterkti
áhrif bernskuáranna af höfðum, hafi
og landi, af dýpt og hæð bernskunnar.
0«
"g nú er kannski komið í hópinn
nýtt ijóðskáld — nýtt vor í færeyskri
ijóðlist.
Dagar í sólkystum vindi.
Aðrir, sveiptir í tunguim tómi.  »'
Margfaldur fuglahjjómur —
dropar ið runnu saman —
tit leskaðu
ein flógvan lodnan munn
tystan eftir lívi.
Sólarrenning er vát.
Reinleikans einsemi
stavar bleikt milium furur.
Tögn valdar í tómum gotum,
Ihar  sirmið  druknar
í hvítum Jjósi.
HAGALAGÐAR
Þunnar trakteringar
Einhverntíma kom fyrir í því, sem
við vorum að lesa, eitthvað, sem
minnti á málsiliáttinn: „Á misjöfnu
þrífast börnin bezt." Þá sagði Gísli
(Magnússon): „f mínu ungdæmi var
alíraður maður austur á Þorlákshöfn
Hann varð fyrir einhverju slysi eða
áfalli, og sagði þá einhver viðhann,
að  á  misjöfnu  þrifist  börnin  bezt.
—  „Það kann nú að vera," svaraði
maðurinn, „en það verður þá að vera
einhver tilbreytimg. En að vera fædd
ur í eymd og voiæði, alinn upp á
sveit við hungur og harðneskju,
þræla síðan baki brotnu alla sína
hundsævi við sult og seýru og fara
síðan til helvítis, — það kalia ég
þunnar trakteringar, drottinn minn."
(Jón Ól.: Ævisaga)
Kveðið á stöðli
Það er í sögnum nyrðra, að kona '
ein á næsta bæ við Látur átti ær svo
óspákar í högum, að hún f ékk ekki I
hamið þær, og fengi hún af Björgu |
að spekja þær með vísu. Kom þá .
Björg á stöðulinn og kvað vísur '
nokkrar yfir ánum og er þetta ein:  '
I
Krefst ég allra krafta lið          j
kvæðið sé eflandi,
að aldrei f jallafálur þið
f arið úr heimalandi.              t
!
Fór þá svo, að heim komu ærnar
hvert mál á haust fram, en þetta var
litlu eftir fráfærur.
(Amma)
Er tungl á íslandi?
í Kaupmannahöfri hitti ég Hildi,
dóttur sr. Jóns frá Grenjaðarstað,
konu svonefnds Húsavíkur Johnsens
— var hún móðir Edvalds læknis og
þeirra systkina. Hún tók ágætlega
á móti okkur hiónunum og útvegaði
okkur verustað hjá kerlingu einni.
Kerling vildi vera okkur dágóð, en
var s^o heimsk og fávís, að mér
leiddist þar og flutti því frá henni.
Til dæmis má nefna það, að einu sinni
spurði hún hvort við hefðum tungl
á fslandi og hvort fslendingar væru
kristnir og héldu jól.
(Tr.  Gunnarsson:  Ævisaga)
a
Q  LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
20. tölublað 1964
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16