Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						**gtftll»l &fr$Ítt0
25. tbl. 26. júlí 1964 — 39. árg.
yfirleitt hafa breytzt 1 kirkjur við
kristnitökuna. Svo hefur efalaust verið
að Svínafelli hjá Flosa Þórðarsyni, er
uppi var um kristnitöku. Flosi mun
hafa verið drenglyndur og samvizku-
samur í eðli sínu, þó fylgja yrði hann
landssið, og hann lét sér ekki trúmálin
í léttu rúmi liggja. Honum þótti ábyrgð-
arhluti fyrir Guði um Njálsbrennu, þó
ýfirhönd fengi aimenningsálit þeirra
tíma, um nefndina og að firra sig
skömm.  (Njála).
Á miðöldum hafa kirkjur verið á að
minnsta kosti 7 bæjum í Öræfum, auk
10 bænhúsa. Eigi mun fullvíst hvenær
fyrst var byggð kirkja í Sandfelli, en
merkir kirkjunnar þjónar hafa látið sér
renna í grun, að hún hafi verið byggð
um 1200, eða jafnvel fyrr. Kirkja mun
fyrst hafa staðið að Sandfelli í Öræfum
+*    Bt
SANÐFELL 8 ORÆFUM
Oræfasveit hefur frá barn-
æsku minni verið mér
eins konar hillingaiand. Er það lík-
lega vegna þess að mér var ungum
cagt að afi minn hafi verið þar
prestur, og á SandféUi var mamma
mín fædd. Ég hef lesið aUt, sem
ég hef náð í, og hlustað með eftir-
tekt á allar frásagnir um þetta
kynjaland, sem er svo einangrað af
jöklum og stórum vatnsföUum, að
oft er ófært þangað og þaðan að
komast, nema fugli fljúgandi og
flugvélum, sem teljast mega ný-
lega tilkomnar.
Er ég frétti um öræfaferðir tveggtfa
ferðagarpa um páskana 1967, brá ég við
og tók mér far með Páli Arasyni, er
reyndist mér, gömlum og farlama, alla
ferðina eins og bezti bróðir í smáu og
6tóru. Allir farþegar á ólínu (svo hét
R 5491) voru eins og systkinahópur, allt
valin prúðmenni, þó af þrem þjóðernum
væri.
Nú sá ég loksins með eigin augum
sveitina alla, leiðir og umhverfi, er og
liokkru fróðari eftir. Þó greindir og
menntaðir menn hafi gert ferðinni sjálfri
6kil í blöðum og viðtölum, vakir fyrir
mér 'áð tína saman eitthvað um Sandfell
og Sandfellspresta, þó, af vanefnum
verði.
u,
1 m upphaf byggðar í þessari sveit
segir Landnáma: „Ásbjörn hét maður,
son Heyangurs-Bjarnar, hersis úr Sogni.
I-iann var son Helga Helgasonar Bjarnar-
eonar bunu. Ásbjörn fór til íslands og dó
í hafi, en Þorgerður kona hans og synir
þeirra komu út. En það var mælt, að
kona skyldi ekki víðara land nema en
leiða mætti kvígu tvævetra vorlangan
dag sólsetra millum, hálfstaðið naut og
baft vel. Því leiddi Þorgerður kvígu
EÍna undan Tóftafelli, skammt frá Kviá,
©g í Kiðjaleit hjá Jökulsfelli fyrir vest-
en. Þorgerður nam því land um allt
Ingólfshöfðahverfi á milli Kvíár og
Jökulsár (er nú heitir Skeiðará) og bjó
hún að Sandfelli, og Guðlaugur scsa
þeirra Ásbjarnar eftir hana. Frá honum
eru Sandfellingar komnir. Annar son
þeirra var Þorgils, er Hnappfellingar
eru frá komnir. Þriðji var Ögur, faðir
Þórðar Freysgoða (á Svínafelli)."
Svo virðist, að snemma á öldum hafi
þarna orðið þéttibýl sveit. Nafnið Ingólfs-
höfðahverfi, eins og það mun hafa heit-
ið, er Landnáma var rituð, bendir til, að
Fyrsta  grein
þar hafi margir bæir verið, allt suður að
Ingólfshöfða, sem nú er sandauðn bg
vatnagangur, enda í sögnum haft, að þar
sem nú er Skeiðarárdalur hafi fyrr ver-
ið 18 býli.
Sveit þessi hefur oft skipt um nafn.
Ingólfshöfðahverfi  mun  vera  fyrsta
liiiiiiiHimiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiniiiiiii
1350, segií Espólín. Engu ber saman.
Svo segir í Prestaæfum (Sighv. Borgf.
bls. 81): Sandfell í Öræfum með annexí-
unni Hofi í öræfum: Það litla Bene-
ficium er komið fyrir stórt prestakall,
Rauðalæk, sem það mikla jökulhlaup
aftók með 38 bæjum öðrum, sem allir
Eífir Magnús Þórarinsson
¦ II1111111III llmillfHllllfllllll 1111III llll IIIIIIIII M| | III lltlllllllllllllltlMIIIH
nafnið. Eftir jökulhlaupið mikla 13&2
fékk það nafnið Litla hérað, og svo er
það nefnt í máldaganum 1491—1518.
Fagrahérað er það kallað, er gosið kom
úr Öræfajökli 17217. En 'ber síðan nú-
verandi nafn, öræfi. — Má þó vera að
öiæfanafnið hafi verið fyrr til komið
en Fagrahérað, sem gælunafn á fagurri
sveit.
iiiiimiiiHiiiiii
...........r.......i.............i.....;
M.
W
Lörg voru hofin í heiðnum sið,
eftir því er fornsögur herma. Þau munu
eyddust í jökulhlaupinu 1380 (Annars
staðar er talið að hlaupið hafi verið
1362, nema annað sé). Og enn segir þar:
f Vilkinsmáldaga er Sandfell ekki
nefnt, en í máldaga Sandfellskirkju, frá
tíð Stefáns biskups Jónssonar 1491—
1518, var kirKjan helguð Guði, ungfrú
Maríu, Sankti.Andrési og hinni helgu
Önnu. Þá átti kirkjan allt heimaland
með gögnum og gæðum. Sandfell er
Beneficium (frí ábúð prestsins) og prests
setur. Með því brauði er engin kirkju-
jörð,  en  staðnum  sjálfum  fylgir  eitt
kúgildi, og af Hofskirkju kúgildum
gjaldast 40 pund smjörs. Með lögum
(27. febr. 1880) er brauðinu lagt árlega
til uppbótar 500 krónur úr landsjóði.
Önnur heimild (Kr. Eldj. Kirkjuritið
okt.—nóv. '54. 377) segir: „Rauðalækur
fór í eyði 1362, en byggðist aftur, unx
hann eyddist alveg seint á 16. öld. Lögð-
ust þá eignir kirkjunnar til Sandfells,
þar sem áður hafði verið hálfkirkja, en
varð nú alkirkja."
i3amkvæmt presta- og prófastatali
frá 1949 er fyrsti guðsmaður, sem talinn
er til Sandfells, nefndur:
1. Steinn. Ekkert mun vitað um mann
þenna, en í tilvísun neðanmáls er talið,
að sennilega hafi hann verið heimilis-
prestur á Svínafelli um 1201.
2.  Fjölsvinnur. Hann er nefndur 1
máldaga Breiðármerkurkirkju í Öræf-
um um 1343 og hafði hann gefið Hóla-
fjöru 'til kirkjunnar þar (bær sem mun
hafa heitið Hólar nálægt Hnappavöll-
um, og var kirkjustaður). En ekki er
fullvíst, hvort hann var þar prestur eða,
annars staðar. Breiðármerkurkirkja
ætla sumir að hafi lagzt af um 1500 eða
fyrr.
3.  Jón Kiríksson, bóndi. Prestaæfir
orðar þannig: „Séra Jón Halldórsson
segir áð hann héldi Sandfell um 28 ár,
en getur ekki hevnær það var". Vel má
þetta hafa verið á þeim tíma er skortur
var á prestum, og biskupar urðu að
skipa lítið lærða eða ólærða menn í þau
embætti. Greindur bóndi gat verið góð-
ur í ræðustól og 28 ár á sama stað er
eigi skammur tími.
4. Jón Illugason. Um 1500. Á máldag-
anum má sjá að hann hefur haft presta-
kallið, er máldaginn var gjörður, en ó-
víst hvort hann bjó á Sandfelli.
5. Jón Einarsson, eldri Faðir hans var
Einar Sigvaldason langalífs, Gunnars-
sonar (hálfbróðir Gissurar biskups). —
Hann var fyrst prestur á Sandfelli. Þar
er hann 1541 og 1544, er hann fékk um-
boð Bjarnaneseigna og varð prófastur
á milli Skeiðarár og Lónsheiðar. Hann
hefur fengið Stafafell um 1546. Sonur
hans var séra Gissur á Stafafelli.
6.  Jón Eiríksson. Hann fékk Sand-
fell eftir séra Jón Einarsson eldra um
Framhald á bls. 12
öaiuiioll í Uiivlum
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16