Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						BRÉF
frá
>¦ •
Magnússyni meistara
i
Kambsbryggju til Tryggva Gunnarssonar
Cambridge,  12. janúar 1882.
Elskulegi vinur.
Mig giaddi mjög að fá bréf þitt, þvi
heldur sem ég hafði verið væntandi um
nokkurn tíma bréfs frá þér. Ég skrifaði
þér nfl. í sumar er leið — það var
íyrstu dagana í júlímánuði — og skýrði
þér frá úrslitum Powellsmálsins og
lagff með viðurkenningu hans fyrir við
töku gripsins   —sem var gull-chrono-
Eiríkur Magnússon
meter (vönduð klukka), sem kostaði 6S
gumeur, og keðju sem kostaði
15 guineur, samtals 84 pund.
Powell tók þessu með mestu
virktum og þakklæti. Þú skrifar
eins og þú hafir ekki fengið bréf mitt
og vildi ég gjarna vita það fyrir víst,
því ég er orðinn reiður *rið íslands
póstinn fyrir mörg fleiri vanskil. Stund
um fæ ég ári síðar eða mánuðum að
minnsta kosti^ bréf frá Ameríku, sem
send eru frá fslandi til Cambridge, o.s.
frv Bréfið vildi ég ekki hefði farið í
aðrar hendur en þínar. Þar var»m.a.
uppástunga um að koma upp vel for-
sorguðu landsbókasafni með vel laun-
uðum bókaverði, og stutt yfirlit yfir að-
slatriði. í stofnun banka fyrir fsland.
Síðara málefnið hefi ég skrifað Skapta
um. Ykkur sem fylgdu £ram bankanum
ætti landið að þakka. Engin íslenzk
verzlun kemst á fyrr en hann er stofn-
aðut og yfir hann settur greindur og
glöggur stjóri, sem veit hvað Banki á
aðgjöra. Grímur veður reyk í því máli
í ísafold, svo að furðu gegnir. Ekkert
land í heimi getur haldið uppi <verzlun
svo að gagni sé, nema málm-mynt lands
ins sé að minnsta kosti tífölduð með
pappír. Þá fær verzlunin gang, og þá
hefst kredit-system, sem er allrar verzl-
unar líf. Samgönguleysi er afleiðing
daufrar verzlunar en ekki orsök henn-
ar; því fjörug verzlun skapar tíðar sam-
göii.gur. Allir vextir, sem íslenzkur
verzlunarkredit færir með sér, lenda í
höndum Dana; hefðum vér banka lenti
þeir eðlilega heima. Barnaskap þeim er
ekki svarandi, að nótur bankans skyldi
ganga í Danmörku — það væri gott að
þær gengju þar, en alls ekki nauðsyn-
legt; því hægt er fyrir bankann heima
að gerast viðskiftabanki ríkisbankans,
svo hí/or kaupi annars nófcur, með nót-
um eins og þurfa þætti. Það eru einföid
verzlunarviðskifti og lánast náttúrlega
vel. Það er banki sem þarf til að koma
upp  sveitabúskap  vorum,  og  þannig
leysa verzlun vora úr dauðlegum dróma
kaupstaðarskuldanna. Því hvað sem
menn predika gegn þessum ófögnuði
stoðar ekkert annað en að færa bænd-
um í hendur þau efni til framkvæmda,
að jarðirnar beri þá og þeirra fjöl-
skyldu. Má ekki, ef efni eru fyrir hendi,
þrefalda og allt að tífalda hvert tún
á íslandi? Ætli kaupstaðaskuldum fækk
aði ekki við slíka víðkun túna — svo að
ég nefni það atriði eitt? Bak við allar
lands framfarir liggur einn möguleiki
að eins: aukinn arður, sem ekki fer út
ur iandinu. Úr þeim hnút leysir banki,
sem tífaldar mynt sína með nótum er
ganga í landinu sjálfu. En tíföldun reiðu
peninga er alveg óhult eftir almennri-
banka-reynslu erlendis. A fslandi ganga
menn kveinandi yfir þeim vandræðum
er á sé að fá lán; það er eðlilegt í landi
sem hefir svo litla reiðupeninga. Þegar
lánin fást, eru þau svo lítil, að svo
sem ekkert verður við þau gjört, og
afurðin þess sem gjört verður er svo
saiögg, að hún færir lántakanda litla
sem enga hagsmuni til frambúðar. —
Lánastofnanir, eins og farið var fram
á í fnnif/arpi stjórnarinnar, eru reynd-
ar skárri en ekkert, en þær hafa alltof
lítif fé til umráða svo að nokkurt cred
it-system geti myndast af þeirra fé, sem
er í reiðupeningum, fer jafnóðum út
úr landinu aftur eins og nú stendur.
Fé bankans, þar á móti, stendur þar
fast. Því menn verða vel að gæta þess,
að til þess að .vera alltaf við öllu búinn
skyldi bankinn hafa fyrirliggjandi stöð
ugt stofn sinn. Stofninn er það reiðu-
silfur og gull sem nótnaveltan hvílir á.
Byrji banki með t.a.m. 100.000 kr., er
honum óhætt að gefa út 1.000.000 í
seðlum; nú ganga seðlarnir aðeins í
landinu sjálfu; eru þvi fastir innan-
lands. Stofninum verður bankinn aS
halda föstum, er hanm því landfastur;
og sama hvað hár hann er, og hin til-
svarandi nótna-circulation. Grímur er
að hugsa um hypotek eða banka veð.
Það er nú ekki 'til, annað en stofninn,
og þarf heldur ekki Við. Þá talar hann
um að seðlar falli í verði. Það er und-
arleg hugmynd. Það gæti átt sér stað í
actiu-banka, að actiurnar félli í verði,
ai því að eigi væri nógu vel séð fyrir
stofni bankans; að hans kredit bilaði
af vanefnum, illri stjórn eða slíku. En
slíkt er óþarfi að óttast um banka þess
lands,' sem hefir beztan credit allra
landa í Norðurálfunni og þó víðar væri
leit&ð. Allur misslrilningur Gríms hvíl-
ir á því, að hann skynjar ekki að banki
er lánsstofnún, sem lifir á því að lána
og að skapa lantöku á arðsvon (prosp-
ectáv credit); með öðrum orðum vek-
ur framtaksanda, verzlunarhug og, þar
af leiðandi, starfsemi. Ætti maður að
gefa lýsingu (definitio) hvað banki er,
og binda þar í allt sem banka kemur
við að starfa, þá er það stofnun sem
kauph peninga og skuldir með því að
búa til aðrar skuldir. Bankinn tekur
peninga, „deposit", og skuldar sjálfan
sig fyrir gegn depositor og geldur vexti
af „deposit", eins og um semst. Depo-
Tryggvi  Gunnarsson
sitor aftur ávísar á bankann, eftir þörf,
og fer eins hátt og deposito nemur. —
Banki kaupir verzlunarávísun kaup-
manns á sjálfan sig eða aðra og færir
hann kaupmanni til tekju og sér til
skuldar fyrir umsamda vexti banka I
ha : (diseonto), en kaupmaður vísar á
banka eftir þörfum eins og keyptri upp
hæð verzlunar ávisunar nemur. Gengi
þessu koll af kolli og fram og aftur,
jafnframt venjulegum lánum gegn veði
í persónulegri ábyrgð. Komi menn
þessu fyrir sig, þá fellur burt alíur ótti
Gríms og höfuð mikið af lánuðum
heil'Espuna Indriða. — Landsbanki, ef
vei væri á haldið, ætti að verða svo
arðsamur landinu að landssjóður tæki
þaðan aðaltekjugrein sina, næst tollinuiu
á aðfiuttri vöru.
Fyrirgefðu mér vaðalinn, sem er
skrifaður í mesta flýti og innan um að-
sókn laugardagskomenda. Ég er feginn
að hafa komið þessu til þín, því þér
treysti ég nú manna bezt til að lata
þe*:tE aðalvelferðarmál landsins reka
fram fjörur framkvæmdarinnar.
Þinn þakkláti og trúi vinur
Eiríkur Magnússon
SVIPMYND
Fi'amhald af bls. 2
1 eir sem halda þlví fram að
Breznev sé krónprins Krústsjovs benda
á þrjú meginatriði í framaferli hans.
í fyrsta lagi var hann flokksforingi á
þremur sundurleitum svæðum Sovét-
ríkjanna — í Úkraínu, Moldavíu og
Kazakstan — og kom sér án efa upp
skipulögðum samtökum stuðnings-
manna á öllum þremur stöðunum. í öðru
lagi hefur hann tryggt sér sess meðal
æðstu valdamanna flokksins fyrir frá
bærar skipulagsgáfur. í þriðja lagi
virðist hann hafa allmikið vald yfir
lögreglunni, og ekki er ólíklegt, að
hann hafi eignazt stuðning og ef til
vill vináttu ýmissa áhrifamestu her-
foringja landsins á árunum þegar hann
var kommissar. Auk Krústsjovs er hann
eini stjórnmálamaðurinn sem hefur
hershöf ðingj atign.
Annar hópur vestrænna fræðimanna
um sovézk málefni lítur svo á, að
Breznev sé einungis nokkurs konar
auglýsingamaður og milligöngumaður,
sem Krustsjov virðist ekki leita til um
holl ráð, þó hann þiggi stuðning hans,
cg sem virðist ekki hafa til að bera þá
hörku sem með þarf til að ná tökum
á flokknum. .
Menn hafa velt því fyrir sér í þessu
sambandi, hvaða hlutverk Podgorny
eigi eftir að leika, en hann varð með-
limur miðstjórnarinnar um leið og"
Breznev kom þangað aftur í júní 1963.
Sérfræðingarnir hafa ekki getað gert
það upp við sig, hvort Podgorny var
skipaður í miðstjórnina til viðbótar
Breznev eða sem keppinautur hans.
Báðir eru þeir kunnir að því að vera
framgjarnir og taldir stefna að æðstu
völdum. Við ýmsar opinberar athafnir
hefur Krústsjov virzt gera sér far um
að vekja athygli á Podgorny, þegar
ljósmyndarar voru í óða önn að mynda.
/mllt eru þetta æsileg viðfangs-
efni fyrir vestræna sérfræðinga, en í
augum Rússa sjálfra er það drepleiðin
legt. Að því er Rússa snerti höfðu em-
bættaskipti Mikojans og Breznevs svo lít
il áhrif, að sárafáir gáfu þeim gaum
heima fyrir. Sovézkir borgarar hafa
haft svo litil áhrif á stjórn opinberra
mála um svo langan tíma, að ekkert
nema allsherjar umturnun gæti hrist af
þeim slenið. Yfirleitt eru þeir dauð-
leiðii á póiitík.
Ein af orsökunum til þessa sinnu-
leysis virðist vera sú, að menn líta á
sovézka  stjórnmálamenn  af  kynslóð
Breznevs sem persónulausa embættis-
menr, sem séu ekki aðeins mjúkir og
sveigjanlegir, heldur líka steyptir í
sama mótið, þannig að einn geti komið I
annars stað án þess að það skipti máli.
Það ganga engar sögur eða skrýtlur um
menn eins og Breznev, Kósygin og
Podgorny. Um þá Krústsjov og Miko-
jan ganga noklcrar ástúðlegar sögur,
en mest er talað um gamlar stríðskemp
ur eins og Búdenny og Vorosjilov mar
skálk, sem enn eru dáðir.
Breznev og félagar hans eru ekki
taldir vera „bjartar stjörnur". af so-
vézkum borgurum. Þeir eiga engar
sjálfstæðar pólitískar hugmyndir eða
hugsjónir og semja ekki einu sinni
ræSur sínar sjálfir. Þess vegna álíta
margir, að valdaskeið þeirra verði eina
konar millibilsástand og muni ekki
eiga langa lífdaga fyrir höndum, ef þa3
þá rennur upp.
Hagalagöar
Letiuð guðsorði.
Stundum renndu börn sér á rúm-
fjölum úti á fönnum. Bera sumar
þess glögg merki. Fósturdóttir mad.
Solveigar Einarsd. frá Holti undir
Eyjafjöllum sagði mér, að einu sinni
hefði hún fengið þessa ádrepu, er
hún kom með rúmfjöl hennar ó-
frjálsa, utan af fönn: „Guð hjálpi
þér barn, að fara svona með fjölina
mína, alla letraða með guðsorði."
Ríimfjalir voru hafðar upp við þil á
daginn. Rúmfjöl, sem sett var í ógáti
fram við stokk að degi, boðaði feigð
þess, sem í rúminu svaf.
'       Goðasteinn.
Riklingsins rétta bragð.
Aðferð sú, sem höfð var við að-
gerð steinbítsins var sú, að áður en
byrjað var að skera hann upp, var
ailt laust slor skoiað af honum. Var
hann svo ristur og látinn hanga sam
an á sporði og helmingarnir stykkj-
aðir. Mátti aldrei þvo steinbítinn
eftir að búið var að rista hann, því
að þá missti hann sitt „egta" bragð.
Var samt haft hið fyllsta hreinlæti
við verkun vörunnar.
(Á sæva<rsl. og landl.)
4  LESBÖK MORGUNBLAÐSINS-
29. tbl. 1964
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16