Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Islenzkir  ætilibir  erlendis  —  4.  grein
Frá Jóni Eiríkssyni,
ensráði (1728-1787)
Effir  Sigfús  M.  Johnsen,  fyrrv.  bæjarfógefa
i
ón Eiríksson var fæddur 31. ág.
1728 sennilega fremur en 1729, er sum-
ir telja, að Skálafelli, austasta bænum
í hinni svipmiklu, fögru, fjödluim krýndu
Suðursveit í Austur-Skaptafellssýslu.
Foreldrar hans voru, Eirikur Jónsson,
Jónssonar bónda Sigmundssonar á
Hnappavöllum í Öræiíum, og kona Ei-
ríks Steinunn Jónsdóttir, Vigfússonar
ríkisbónda á Hofi í Öræfum. Kona Jóns
á Hnappavöllum var Anna Jónsdóttir
Þórarinssonar á Heinabergi á Mýrum í
A.-Skaftaf ellssýslu.
Snemma bar á óvenjumiklum náms-
hæfileikum hjá Jóni Eiríkssyni svo að
af alþýðu manna var hann talinn undra-
barn fyrir gáfur sínar. Hann var fermd-
ur upp á kristin fræði á 9: aldursári.
Svo var honum komið til náms til móð-
urbróður síns, séra Vigfúsar Jónssonar
í Stöð í Stöðvarfirði, er var laerður vel
og gott skáld. Jón var 2 yetur (1743—4)
í Skálholtsskóla. Þar komst hann í
kynni við danska prestinn Ludvig Har-
boe, er til landsins kom að tilhlutan
stjórnarvalda til að hafa tilsjón með
kirkju og skólamálum. Varð Harboe svo
hrifinn af gáfum hins unga skólasveins
að hann bauðst til að taka hann að sér
og láta hann ganga á skóla. Fór hann
með Harboe til Noregs og lauk stúd-
entsprófi við Niðarósskóla 1748. Inn-
ritaðist síðan við háskólann í Kaup-
mannahöfn og lagði fyrst stund á guð-
fræði, tók síðan að lesa lögfræði og
varð kandidat 1758.
Hér er ekki ætlunin að lýsa að neinu
ráði hinu fjölþætta og stórmerka æfi-
starfi Jóns Eiríkssonar og þeim mikla
frama, er hann hlaut, um þetta geta
menn lesið í æfisögu Jóns, er út kom í
Kaupmannahöfn 1828 eftir Svein Páls-
son lækni. Bókin mun í fárra höndum.
Verður hér stiklað á þv íhelzta.
Jón Eiríksson komst til æðstu em-
bætta í Danmörku, prófessor í lögfracöi,
skrifstofustjóri í stjórnarráðinu, yfir-
dómari í hæstarétti, yfirbókavörður við
konungl. bókhlöðuna í Kaupmannaihöfn.
Þar hafði verið ólag á mörgu og Jóni
bezt treyst til að bæta úr því. Ilann
varð meðlimur í danska og norska vís-
indafélaginu. Átti sæti í ótal nefndum.
Hinni almennu skólanefnd, í fjárhags-
og verzlunarnefnd fslands og í nefnd
þeirri, er sjá skyldi um sölu eigna kon-
ungsverzlunarinnar á íslandi. Hlaut skip
un í nefnd þá, er falið var að gjöra tillög
ur til hagsbóta fyrir danska bændur. For
maður lærdómslistafélagsins, að stofn-
un þess hafði hann beitt sér öllum öðr-
um freimur og var útgefandi Félagsrit-
anna. Einnig í stjórn Árnasafns. Stöð-
unni sem kennari danska erfðaprinsins,
er honum bauðst færðist hann undan
að taka við, sökum þess hve mjög hann
var hlaðinn störfum. Sýnir þetta álit-
ið á 'honum. Hann hafnaði doktorsgráðu
í lögum, er hann var flestum betur kom
inn að, af þeirri einföldu ástæðu að
hann hafði ekki tíma til að sinna ræðu-
höldum og öðrum uimsvifum, er mót-
tökunni fylgdu. Hann var skylduræk-
inn svo af bar við öll embættisstörf og
svo mikill starfsmaður að annað eins
var óþekkt. Ofbauð heilsu sinni með
of mikilli vinnu, missti að siðustu svefn
og bilaðizt á taugum, starfaði samt til
síðasta dags, hlaut vofveiflegan dauð-
daga á leið til skrifstofu sinnar.
Sum af ritverkum þessa þauliðna rit-
höfundar, en nokkur þeirra fjalla um
fornfræðileg efni, hafa verið prentuð,
en margt í handritum. Hann var hálærð-
ur í flestum bókmenntagreinum, talaði
helztu mál álfunnar og grísku- og latínu
maður og djúpsær vísindamaður.
I
|ón Eiríksson bar fölskvalausa ást
í brjósti til föðurlarads síns íslands og
var eldheitur í baráttu sinni fyrir bætt-
um kjörum þess, efnahagslega og stjórn
farslega og fékk þar ýmsu umþokað til
bóta, sem öðrum hefði eigi tekist, svo
áhrifaríkur maður sem hann var meðal
danskra stjórnarvalda. Starfið sem hantn
vann fyrir fósturjörðina verður víst
seint fullþakkað.
Æfisagan var rituð að tilhlutan
Bjarna amtmanns Thorsteinssonar og
ritar hann formála. Upp í hann er tekið
ágrip úr formála, er Ólafur Ólafsson
(Olavsen) prófessor í Kóngsbergi í Nor-
egi skrifaði að æfisðgu Jóns, sem eigi
mun hafa verið fullgerð. Jón Eiríksson
hafði og sjáifur samið brot að æfisögu
sinni.
Beztu menn þjóðarinnar unnu að því
að æifisagan kæroi út.
I formálanum fyrir æfisögunni segir
m.a.: „Hafi nokkur maður af hjarta og
sérplægnislaust elskað sína fósturjörðu,
aukið hennar heiður utanlands sem inn-
an, með frábærum lærdómi og dugnaðl,
leitast við að létta og styðja hennar fall-
völtu velmegun og án manngreinarálits
haldið fram ungum gáfuðum sonum
bennar, þá er það víst konferensráð Jón
Eiríksson."
Móðurætt hans er rakin í æfisögunni
lanigt fram eru það kunnar æittir, er
koma mjög við Skaftafellssýslur og
Austurland, og óþarft að lýsa þeim
nánar hér, en föðurættin hins vegar rak-
in .nánar. Það er SkaftafeMs- og Hnappa
vallaættin gamla í Öræfum, sem tengja
„rná við Svínaf ell, ekki sízt, við Svínafeli
hefir ættin verið kennd upprunalega.
Ættir þessar, sem Jón Eiríks^on var
kominn af að langfeðgatali, eru marg-
samtvinnaðar. Ættfeðurnir hafa setið
höfuðbólin í öræfum, héraðinu milli
sanda, Breiðársands og Lómagnúps-
sands, svo lengi sem vitað er, við góð
efni og rausn, búið vel að sínu og sýnt
mikla þrautsegju gagnvart hinum stríð-
andi náttúruoflum, eldgosum og jökul-
hlaupum, sem eyddu löndum þeirra, svo
oft horfði til fullkominnar landauðnar.
Sögu- og ættfróðir menn telja víst að
þetta séu ættir hinna fornu Freysgyðl-
inga, þó eigi sé unnt að rekja svo langt
með vissu. En svo mörg drög hnígi þar
undir, sögulegar staðreyndir, nafnalík-
indi ó.fl., að ætt landnámsmanna
Freysgyðlingar, sem kenndir eru við
Þórð Freygoðða, bróður Brennu-Flosa,
komnir a£ Þorgeiri Þórðarsyni, hafi
haldið veili.
Hinir fornu Freysgyðlingar sátu á
þremr áðurnefndum jörðum, sem gömlu
ættirnar eru kenndar við og einnig á
Hofi, en þar var hof Freysgyðlinga í
heiðni.
í Svínafelli sat.Flosi og þar var fyrr-
um eitt hið mesta höfðingjasetur og höf-
u'ðból Freysgyðlinga, niðja Þórðar Freys
goða framan úr landnámstíð, en frá því
snemma á öldum hafa jökulhlaup gjört
þar hin mestu spjöll, brotið landið og
umturnað öllu.
Svínfellingar kallast þessir ættmenn,
Svínafellsættin eldri, yngri ættina með
sama nafni hyggja menn komna af
henni. Svínafell var frægt í sögum,
þar bjó Flosi og mun hafa sett þar
kirkju um árið 1000. Þar fæddist Brand-
ur Jónsson, bróðir Orms Svínfellings,
biskup að Hólum. Þar var einnig fædd-
ur Staða-Árni biskup Þorláksson, einn
hinn atkvæðamesti biskup í kaþólskum
sið.  .
BróSir Orms Svínfellings var Þórar-
inn faðir þeirra Þorvarðar og Odds
Þórarinssona, er mjög koma viS sögu.
Er gengi Oddaverja tók aS hnigna óx
veldi Svínfellinga og um miSja 13. öld
höfðu þeir nær öll mannaforráS um
AustfirSingafjórSung, frá Helkundu-
heiSi til Arnarstakksheiðar.
K,
Lirkja hefir verið sett að Hofi mjög
snemma því sá háttur var hafður á, að
úr hofunum væru gerðar kirkjur, en
Rauðalækjarkirkja varð brátt höfuð-
kirkja þar og þanigað lét Guðrún Koi-
beinsdóttir lögsögumanns Flosasonar
(Brennu-Flosa) færa föSur sinn, er lézt
1071, og grafa upp, en hann var greftr-
aður að Kálfafelli í Fljótshverfi.
Síðustu bændurnir í beinan karllegg
frá Þorgeiri Þórðarsyni Freysgoða voru
Jón Sigmundsson og Ormur Svínfelling-
ur, einhver ágætasti höfðingi á sinni
tið, sonur hans Ormur dó ungur að aldri
Jón  Eiríksison "konferensráð
og niðjalaus, 1270. Eftir lát hans eða
um það bil, hafa tengslin orðið milli
afkomenda hinna eldri Svínafellsættar
og þeirrar yngri. Jón Sigmundsson býr
um og fyrir miðja 16. öld í Svínafelli
móti móður sinni Steinvöru og talið er
nokkuð öruggt, að forfeður hans hafi
búið þar fram um 1400. Sumir ættfræð-
ingar telja yngiri ættina hafa setið þarna
miklu lengur fram og nefna Sigmund
Ormsson langafa Jóns Sigmundssonar
og ættartengslin orðið um 100 árum
áður, þá komin hin gömlu ættarnöfn
fram. Tengdir urðu milli Svínfellinga
og Oddverja og Ásbirninga i Skaga-
firði og annara helztu ætta.
Af Svínfellingum fornu fór mikið
orð og orðstír þeirra með ágætum. Fram
eftir öldum og fram á vora daga hafa
greindir og mikilhæfir bændur og af-
reksmenn setið að búum sínuim í Öræf a
sveit, er voru engir æittlerar, sbr. um-
sagnir í gömluim ættartöluin. Áberandi
er hve margir náðu háum aldri. Sami
andinn hefir drottnað með dáð og gjör-
ir enn samtfara frábærri gestrisni og
höfðingsskap.
Jón Eiriksson ól aldur sjnn í Dan-
mörku og jók þar kyn sitt, verður getið
ættar frá honum síðar, en fyrst nafn-
greindir nokkrir frændur hans í föð-
urætt af hinum gamla Öræfastofni.
Synir Jóns Sigmundssonar í Skapta-
felli voru þrír með vissu, Einar í
Sliaptafe'lli afi Einars smiðs er þar
bjó, frá honum eru komnir miklir hag-
leiksmenn. Jón faðir Sveins í Svínafelli,
föður Ásmundar s.st. og SigurSar prests
í Eydölum. ÞriSji sonurinn var Einar
bóndi á Hnappavöllum, faðir Jóns s.st.
föður Einars skólameistara. Sennilega
mun Sigmundur ungi á Hnappavöll-
um einnig hafa verið sonur Jóns í
Skaptafelli, þó eigi talið alveg víst. Jón
Eiríksson og Einar skólameistari voru
í beinan karllegg komnir af Jóni Sig-
mundssyni í Skaptafelli, aS þriSja og
fjórSa að frændsemi fremur en þre-
mehningar. Að vísu þremenninigar í
móðurætt' Jóns því Steinunn Vigfús-
dóttir frá Hofi amma Einars, var syst-
ir Jóns Vigfussonar á Hofi.
a rá Einari skólameistara í Skálholtl
Jónssyni, er mjög þótti strangur og í-
hlutunarsamur, gáfumaður mesti, síðar
Skálhol+sráðsmaður og sýslumaður um
hríð, er komin merk ætt. Meðal sona
hans voru Gísli prestur í Selárdal, er
átti Ragnheiði Bogadóttur frá Hrapps-
ey. Meðal afkomenda þeirra, Einar Boga
son frá Hringsdal og Ólafur kaupmað-
ur Jóhannesson á Patreksfirði. fsleifur
Einarsson sýslumaður á Geitaskarði, síð
ar yfirdóimari og etasráð. Sonur hans
var Gísli prestur í Kálfholti, íaðir séra
ísleifs í Arnarbæli, föður Gísla ísleifs-
sonar skrifstofustjóra. ísleifur yfirdóm-
ari var lagamaður mikill, hann þótti
fastur fyrir. Hann viidi gjöra aðför að
Jörundi Hundadagakonungi, og taka
hann böndum, en hik var á mörgum.
Frá dætrum Einars Jónssonar, voru
komnír, Guðlaugur Guðmundsson sýslu-
maður og bæjarfógieti á Akiireyri og
séra ísleifur Einarsson á Stað, tengda-
faðir Guðmundar Hannessonar prófess-
ors.
Þingskörungarnir Benedikt Sveins-
son alþingisforseti, sýslumaður og yfir-
dómari og Bjarni frá Vogi, cand. mag.,
alþm. og viðskip'taráðunautur landsins
voru af ætt Jóns Sigmundssonar í
Skaptafelli. Amma séra Sveins í Sand-
felli, föður Benedikts var systir Jóns
Eiríkssonar. Helga Árnadóttir að Hofi
Þorvarðarsonar, kona séra Jóns Bjarna-
sonar, móðir Bjarna Jónssonar og þeirra
bræðra, var í karllegg komin af bróður
Einars Jónssonar, skólameistara áðurn.
Sveinn alþm. Ólafsson í Firði, Sveinn
alþm. Sveinsson í Vestdal, Þorleifur
plþm. Jónsson í Hólum, Þorgrimur
Þórðarson læknir Og alþm. Páll alþm.
Þorsteinsson. Sömu ættar frá Sveini
Jónssyni  Svínafelli.
Skáldin Einar Benediktsson, Halldór
Kiljan Laxness og Gísli Brynjólfsson,
Jóhannes Sveinsson Kjarval list-
málari, Lárus Pálsson leikari, Lár-
ussonar Pálssonar læknis. Þrír síðast-
töldu afkomendur Sveins i Svínafelli.
Einnig séra Jón Finnsson, faðir séra
Jakobs Jónssonar prests og rithöfundar
og Eysteins Jónssonar fyrv. ráðherra.
Björn Magnússon prófessor (Eydalaætt
yngri), Bjarni Sigurðsson í Hofsnesi, Sig
fús Sigfússon þjóSsagnaþulur. Vigfús
Árnason frá Hjálmholti, bróðursonur"
Jóns Eiríkssonar, cand, jur. æfisagnarit-
ari, stafaði að útgáfu „Hof og Statska-
lenderen" í Kaupmannah. Þeir frændur
Jón Ólafsson (stál, Jón) og Jón ÓÆeigs-
son yfirkennari. Sveinn Sveinsson Jóns-
sonar forstj. í Völundi h.f. í móðurætt
frá Jóni í Skaptafelli.
Jón Bergsson óðalsbóndi og kauprnað-
ur á Egilsstöðum og kona hans voru
bæði kominaf Sveini í Svínafelli, hann
í móðurætt föður sms (Eydala-
ætt yngri), en hún í föð-
urætt frá Sveini og fyrri konu
hans. Sigurður Jónsson kaupm. á Seyð-
12  LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
30.  tbl.  1964
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16