Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Fréttin um bankarániö
(eins og hún værí skrífuð í útlöndum)
IGÆR gerðist sá atburð-
ur í Aðalbankanum, að
tveimur óþekktum mönnum
tókst að ræna 750 þúsund krón-
um og hyerfa á braut, án þess að
nokkur fengi rönd við reist. Gerð-
ist þetta um hábjartan daginn á
mesta annatíma bankans.
VATNSBYSSA
Lögreglunni var þegar gert að-
vart, og þegar hún kom á vettvang,
fann lögregluþjónn númer 234, Gest-
ur Jónatansson, skotvopn á gangstétt-
inni fyrir utan bankann. Var þetta
byssa sú, sem annar þjófanna hafði
otað að gjaldkeranum, en við nánari
athugun kom á daginn, að þetta var
aðeins vatnsbyssa.
TAUGAÁFALL
Aðalgjaldkeri bankans, Aðalbjðrn
Aðalsteinsson, var fluttur á Slysa-
varðstofuna, þar eð hann hafði feng-
ið taugaáfall. Skv. upplýsingum, sem
blaðið fékk hjá Slysavarðstofunni,
er hann nú á góðum batavegi,
Hjálparsveit skáta leitar  nú þjóf-
anna með aðstoð sporhundsins Jonna.
Þannig gæti fréttin litið út. Stutt-
orð og gagnorð. Engar hugleiðingar
fram yfir staðreyndirnar í málinu.
Með hæfiloga stórri fyrirsögn og
fjögurra dáika mynd (t.d. af spor-
bundinum eða vatnsbyssunni), væri
frásögnin fullkomin. Til hvers líka
að teygja lopann, þegar nóg er af
efni í blaðinu?
Hins vegar er ekki hægt að neita
því, að frétt, eins og þá, sem að ofan
getur, mætti færa í mjög áhrifaríkan
búning. Oft og tíðum er það líka ákaf ¦
lega freistandi. Fréttin um ránið í
Aðalbankanum er til dæmis hin
ákjósanlegasta uppistaða í spennandi
smásögu.
Yfirskriftin gæti verið eitthvað
á þessa leið:
viö jöröu á auqabragði. Viö endur
tökum: Sýndu engan mótþróa,
laqsi, því annars veröur þér kál-
aö".
Það varð þögn, löng þögn.
Aðalbjörn Aðalsteinsson, aðal-
gjaldkeri, starði höggdofa á velktan
pappírssnepilinn, sem lá á borðinu
fyrir framan hann. Gat þetta átt sér
stað?
Hann lyfti gleraugunum upp á
ennið og pirði augun á manninn,
sem hafði ýtt miðanum til hans,
hávaxinn náunga, klæddan í svart-
an frakka, rauðbirkinn, augun hulin
undir lútandi hattbarði. Svo ræskti
hann sig, klóraði sér vandræðalega
í kollinum, hreyfinigar hikandi, lát-
bragð þvingað.
yrði banikanum lokað; gæti hann beð-
ið þangað til, gæti hann dregið af-
hendingu peninganna, þar, til buið
væri að loka bankanum? Nei, óhugs-
andi. Núna var einmitt mesti anna-
tíminn, rétt fyrir lokun; hvað var til
ráða, hvað gat hann gert?
Hann var á báðum áttum, hann
hamraði fingrunum óþolinmóður í
borðið, leit í kringum sig. Enginn
samstarfsmanna hans veitti honum
athygli. Allir voru önnum kafnir,
þetta var rétt fyrir lokun, mesti anna-
tíminn. Maðurinn í svarta frakkanum
hafði ekki sagt aukatekið orð, pappírs
snepillinn lá á borðinu milli þeirra.
Aðalbjörn setti aftur á sig gleraugun
og las hann einu sinni enn.
Jú, þetta voru glæpamenn, stór-
n
Sýndu engan mót-
þróa, lagsi, því annars
verður þér kálað."
Hann las það aftur:
„Láttu þér elcki brepSa, þectar
þú lest þessar línur, en haföu þaö
hugfast, aö þetta er fúlasta álvara
Tœmdu peningaskúffuna í hvelli,
láttu seölana sér í voka og smá-
myntina sér. Ef þú sýnir hinn
minnsta mótþróa, þá muntu fá aö
súpa af því seyöinu, því aö félaqi
minn stendur í anddyrinu, reiðubú-
inn «ð kasta D.D.T. sprengju í sal
inn, en hún mun jafna T^etta hús
C^Sj/í3-*  >•
Gat það verið?
Hann sagði ekkert, gat ekkert
sagt,  þagði,  steinþagði.
Þögnin var drepandi.
Hann hvarflaði auigunum til dyr-
anna. Jú, það bar ekki á ijðru: Þarna
stóð svartklæddur maður með slút-
andi hattbarð, þeir voru tvímæla-
laust af sama sauðahúsinu, það var
ekki um að villast; hann hallaði sér
upp að dyrastafnum, þetta var sam-
særi, fíann hélt á poka í annarri hend
inni, sprengjunni, D.D.T. sprengjunni,
tvímælalaust samsærL
Aðalbjörn Aðalsteinsson reyndi
að hugsa rökrétt: eftir tíu  mínútur
Maðurinn  í  svarta  frakkanuni
var orðinn óþolinmóður.
glæpamenn, þeir mundu ekki skirrast
við að láta til skarar skríða, þetta
voru ófyrirleitnir þorparar. , Hann
yrði að bjarga Aðalbankanum frá
því að verða fórnarlamb D.D.T.
sprengjunnar hræðilegu. Tortíming
blasti við, hann yrði að firra vand-
ræðum, hann yrði að verða við ósk
þessa draugalega, ókunnuga, svart-
klædda manns, þessa glæpamanns,
stórglæpamanns.              •
Hann yrði.
>að var blátt áfram skylda hans,
og um leið stórkostleg hetjudáð: tvær
flugur í einu höggi. Daginn eftir
kæmu myndir af honum í öllum blöð-
unum, samtal við hann, hann yrði
hafinn upp til skýjanna, hann yrði
hetja dagsins. Hann var þegar far-
inn að ímynda sér. fyrirsagnirnar:
„Fyrir frábært snarræði og fífldjarfa
hetjulund aðalgjaldkera Aðalbank-
ans, Aðalbjörns Aðalsteinssonar, fórst
það fyrir á elleftu stundu, að Aðal-
bankinn yrði sprengdur í loft upp!"
Aðalbjörn Aðalsteinsson, aðal-
gjaldkeri, brosti með sjálfum sér.
Hann fálmaði eftir hvítum lérefts-
poka, hendurnar skulfu dálítið, en
hann reyndi að vera rólegur. Það var
um að gera að vekja ekki grun, um að
gera. Að öðrum kosti gæti hann ekki
'bjargað Aðalbankanum frá glötun,
að öðrum kosti yrði hann ekki fræg-
ur.
Hann tók peningastaflana, hvern
á eftir öðrum og lét þá hverfa ofan
í pokann; hann var búinn að ákveða
sig, já vissulega — eða var það ann-
ars ekki? Var hann nú kannski að
gera eitthvert bannsett glappaskotið?
Var verið að hafa hann að ginningar-
fífli?
Hann hætti sem snöiggvast að
láta peningana í pokann, leit á svart-
klædda manninn, draugalega, sem
stóð andspænis honum. Var þetta ein-
hver galgopi? Var þetta í raun og
veru rán? Var maðurinn,- sem stóð
við dyrnar, í raun og veru með D.D.T.
sprengju?
Hann leit til dyranna enn einu
sinni.^ Þarna stóð sá svartklæddi otg
hélt á poka í annarri hendinni.
Aðalbjörn Aðalsteinsson fann
augnaráð hans hvíla á sér, stingandi,
drepandi. Jú, þetta var í raun og
veru rán, tvímælalaust samsæri
Svartklæddi maðurinn andspænis
honum hamraði fingrunum óþolin-
móður í borðröndina.
Aðalbirni Aðalsteinssyni rann
kalt vatn milli skinns og hörunds.
Hvílíkir glæpamenn, stórglæpamenn,
já, qg sniilingar, hvílíkir snillingar,
hugmyndaauðgin,     skipulagningin.
Hann brosti útí annað munnvikið og
Framhald á bls. 18.
14  LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
38. tbl. 1964
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32