Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Blaðsíða 13
I „Hann er á“ í Eiríissíirði. í þessari fri ðsæiu vík fengum við á skömmum tím a góða veiöi af bleikju. Flestar voru 4— 6 pund, sumaf allt að 8 pundum. — Ljó Mbl). henni, og er fram í sótti unnti t>eir sér hefð varðandi veiðina. • SAPUTIT- Áður fyrr fór veiðin einkum fram þannig, að Grænlendingar byggðu grjót- garða iþvert fyrir ármynnin. Grjótgarðar þessir nefndust „saputit“. Bleikjan er nefnilega ekki gædd eiginleikanum til að stökkva í sama mæli og hinn náskyldi ættingi hennar, laxinn, og það notfærðu Grænlendingar sér. Bygging „saputit" fólst í því, að byggður var grjótgarður yfir ána þvera. Garður þessi var þannig gerður, að vatn rann í gegnum hann á dfjölmörgum stöðum, og þangað leitaði bleikjan. Hún gat troðið sér inn í garð- inn, en ekki komizt út aftur, og þá var hún ýmist tekin með höndunum,. skutluð eða dregin á land með stórum krókum. Þar sem hér er um augljósa rányrkjuaðferð að ræða, sem á skömm- um tíma eyðilagði fjölda veiðivatna, hef- ur bygging „saputit“ verið bönnuð fyrir löngu, og Grænlendingar veiða nú nær eingöngu í net « RÉTTI TÍMINN ER ÁGtJST-SEPTEMBER Svo vikið sé að þeim tíma, sem lieppilegastur er til veiðiferða til Græn- lands, er það ekkert álitamál að ágúst er bezti tíminn til fararinnar, og því seinna, sem farið er í ágúst, því betra. Að lokinni tveggja mánaða dvöl, eða svo, í sjónum, er bleikjan orðin akfeit. Um miðjan júlí hefur loðnan fært sig úr fjörðunum út á dýpra vatn, en það er þó ekki sú staðreynd, sem rekur 'bleikjuna upp í árnar. Nú er hinsvegar komið að því, að hvöt hennar til að auka kyn sitt, verður ofar öllu öðru. Um miðjan júlí fara fyrstu bleikjurnar að tínast upp í árnar, en aðalgangan í Narssarsuaq hefst þó ekki fyrr en um miðjan ágúst, eða svo, og stendur fram í september. Seint í ágúst og í byrjun september má moka bleikjunni upp úr ónni, sem rennur til sjávar við flug- völlinn í Narssarssuaq, eða ánni í fjarð- arbotninum. Og þetta eru engar smá- bleikjur. Algeng stærð er 6—8 pund, og bú stærsta, sem ég sá í sumar, vó rétt 12 pund. 10 pund er ekki óalgengt er fram í sækir, og bleikjur undir 3 pundum eru ekki algengar. Síðar sl. sumar heyrði ég um að nokkrar bleikjur, allt að 14 pundum, hefðu veiðst á stöng í Eiriks- firðl. • „GRÆNLANDS B AKTERl AN“ Um Sunnuferðina í júní, sem ég áður minntist á, er það að segja, að varðandi veiðina ha.fi tíminn til ferðarinnar ekki verið gem beztur, svo sem sjá má af framanrituðu. Ég má víst sjálfum mér e. t. v. um kenna, að sumir urðu fyrir nokkrum vonbrigðum. Ég hafði, í góðri trú, skýrt frá því í stuttri grein í Morg- unblaðinu að enda þótt bleikjan væri öll í sjónum á þessum tíma sumars, væri góðrar veiði von þar. Hún brást okkur. Hinsvegar var þar raunar ekki um að kenna fararstjórn Sunnu, sem í alla staði var til fyrirmyndar, og í öllu samræmi við það, sem ég hefi heyrt um þjónustu þeirrar ferðaskrifstofu við viðskiptavini sína. Það sem hinsvegar brást, var þekk- ing veiðimanna á staðháttum í Eiriks- firði, og í öðru lagi að tími var vart nægur. Þeir, sem einu sinni hafa fengið „Grænlandsbakteríuna“, losna ekki auð- veldlega við hana aftur. Það var ekki liðinn nema mánuður frá því að ég kom heim úr Sunnuferðinni, þar til ég var farinn að skipuleggja næstu Grænlands- ferð. í þeirri ferð, sem stóð í fimm daga, uppgötvaði ég ýmislegt, sem betra hefði verið að vita í hinni fyrri. Það sem mestu máli skiptir, komi maður til Eirksfjarðar í veiðiferð, og beri hana upp á þeim tíma, að bleikjan er í sjónum, og vart farin að ganga upp að nokkru marki, er að finna rhenn, sem þekkja staðhætti gjörsamlega, og hafa ráð á báti, þ. e. stórum báti 5—10 tonna með „jullu“ í eftirdragi. Hvorttveggja var fyrir hendi, er ég kom til Græn- lands í síðara skiptið í sumar. í fyrsta lagi var þar Þorsteinn Jónsson, flug- stjóri, ’ sem af einskærum Grænlands- áhuga hafði tekið að sér að leiðbeina oss „túristunum“ um nokkurra vikna skeið fyrir Hotel Arctic, Einhvernvegina er það svo, að eftir aðra dvöl með Þor- steini í fyrirheitna landinu, get ég alls ekki hugsað mér hann og Grænland sitt í hvoru lagi. í ofanálag hafði Þorsteinn, eða „Steini“, (það er tilgangslaust að spyrja um kaptein Þorstein Jónsson í Narssarssuaq en STEINA .. hann þekkja allir) sér til fulltingis Færeying, Arna að nafni, sem átti þá, og á vonandi enn, stóra trillu, sérstaklega til þess byggða að sigla með leiðinlega túrista. Skemmti legri menn í því stórkostlega umhverfi, sem Grænland býður uppá get ég ekki hugsað mér en þá Þorstein og Arna. Er við komum til Narssarssuaq var Þorsteinn staddur í Julianehaab, dag- siglingu frá okkur, en kom sem betur fór samkveldis. Daginn eftir, snemma, var haldið inn í fjarðarbotn. • BLEIICJAN SÖLTUÐ I TUNNUR Á fjarðarbotninum var nú nokkur annar bragur, en í júní snemma er ég datt þar í sjóinn. Skammt frá botninum hafði fjölskylda Grænlendinga slegið tjöldum með salt sitt og tunnur, rétt eirts og síldin væri að koma. Þar sem ég Framh. á bls. 52. ^ Hér mætast gamlt og nýl tímtnn I Grænlandl. — Þessa Grænlendinga hittum við út með Eiríksfirði. Þcir voru á hrað- hát, en með kajakinn í eftirdragi. Fremst á hraðbátnum liggur dauður selur. í bátnum voru einnig nokkur „kvartil“ full af saltaðri blcikju, sem þeir höfðu veitt í einum af hliðarfjörðunum. Lok s var þar dauður hrafn, og komumst við Itð því með bendingamáli að grænlenzkir ætluðu .að éta haim! - (Ljósm. Mbl.). 38. tbL 1964 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 45

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.