Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1965, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1965, Blaðsíða 12
L'itil athugasemd Framhald af bls. 4. nattmyTkur og því ma hann hafa feng- ið undanfæri_ að felast og tilgangslaust að fara að Ási og leita Hrolleifs; svo er virðingin fyrir föður þeirra, að virða boð hans, sem eykur á hikið. Af sögunni verður ekki, að því er ég fæ séð, neitt það ráðið er bendi til eða gefi tilefni til að álíta að Jökull hafi orðið föður sínum að bana, og varla mundi Þorsteinn hafa talið hann „brjóst fyrir oss“, ef hann befði vitað Jökul slíkan siysa- og óhappamann. Er og Jökuls jafnan getið sem ins mesta kappa, og hvergi sést neitt það í sög- unni er beri vott um að hann hafi ver- ið heimskari en Þorsteinn, aðeins bráð- ari í skapi og ógætnari í orðum. Eru þeir bræður og betur ættaðir en allur þorri landnámsmanna. Ingimundur er í föðurætt kominn af ríkri stórbónda- ætt í Noregi, móðuraii hans er gauzk- ur jarl, en hann sjálfur er giftur jarls- dóttur. Eru þeir feðgar á Hofi í allar ættir komnir af norrænu aristókratí. Auk þess er Ingimundur reyndur og víðfö'ruli víkingur, er kannað hafði siði ókunnra þjóða, einkum vestrænna, þó vandséð verði hvort þar hafi verið meiri menningu að kynnast en heima í Noregi, eða öðrum Norðurlöndum. Synir hans hafa því liiotið ið bezta upp eldi í föðurgarði, enda bendir allt til að þeim fari héraðsstjórnin ágætlega úr hendi og rögigsamlega. Segir og að þeir láti ekki illmenni þrífast í dailnum. E r Hrolleifur kemur heim frá nriorðinu á Ingimundi, segir hann móð- ur sinni tíðindin. EKki vítir hún ill- verk hans: „Hon kvað engan koimast yfir sitt skapadægr ok kvað Ingimund nógu lengi hafa aldrs notit.“ Ræð- ur hún Hroileifi að fara brott, en koma aftur er vænst litist að sín ráðagerð kæmist fram. Þarna bendir þetta til að Ljót trúi á formæiiingar sínar sjálf og telji sig hafa mátt til að vinna Yatns- dælum það tjón, er ríði þeim og sveit- inni að fullu. En svo virðist sem hún þurfi nokkurn undirbúning og kannske álíti formælingar sínar áhrifa- mestar á vissum tímum, t.d. eftir tungli eða öðrum merkjum er hún hetfur haft trú á. Ljót vill senda Hrolleif burtu, því hún veit að þar heima munu Vatns- dæíir þegar hafa líf hans — En hvert á banamaður 'Ingimundtar að leita? Vestan Vatnsskarðs sitja vinir og frændur Hofsmanna í hverju húsi. Það verða úrræði hans að leita norður til Geirmundar fræn<^ sins. Þótt frænd- semi þeirra ekki væri góð og Geir- mundi lítið um hans þarkomu gefið verður in norræna drenglund og frænd- rækni þess valdandi að Geirmundur tekur við honum, en kveðst munu framselja hann ef Ingimundarsynir leiti eftir honum. Hdolleifur segir svo sam af nokkru skopi frá lífláti Ingimundar, og er sem hann hælist yfir verki sínu: „Hann var hafður að skotspæni". Geir- mundur kallar hann mannfýiu. Er auð- sætt að Geirmundur gerir af hljóði njósn Þorsteini um þarveru Hrolleifs, hann telur sér ekki skylt að hlífa illmenni, en vegna þess að Hrolleifur leitaði á hans náðir vill hann ekki láta drepa hann á sínu heimili. Svo er Geir- mundi nokkur vandi á höndum gagn- vart Skagfirðingum, er gert hötfðu Hrol- leif héraðsrækan og mundi því ekki hugnast að hans dvöl par í héraði. Auð- sætt er að Þorsteinn hefur góða njósn af því sem gerist í Ási. Hann verður þess .var að Ljót býr sig til að hafa í framimi einhverja athöfn síðla vetrar. Er hann verður þess var að Ljót fer að undirbúa flordæðuskap sinn, fara þeir bræður á fund Geirmundar og vilja að nú framselji hann Hmlleif. Þorsteinn veit að særingar Ljótar eru gerðar Hroll leifi til heilla en Vatnsdælum til óþurft- )2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS. ar og er að sjá sem honwm standi nokk- ur ógn af að hún nái að koma við „met- um sínum“. Trú á galdur og fordæðu- skap hefur átt drjúg ítök í hugum fólks og hafa þeir Hofsmenn ekki verið þar nein undantekning þó betur muni þeir hafa verið menntir en almennit gerðist á þeirri tíð. Þorsteinn mun hafa komizt að því að nú muni Ljót ætla að hafa um hönd meiri héttar særingar til heilla syni sínum og væri því nauðsyn að ná honum áður hún kæmi því fram. Hann hefur eins og aðrir Laft trú á særing- um Ljótar og fcrmæiingum. Geirmund- ur veit að HroUeifur muni fara heim að Ási, það munu þau mæðgin hafa talið nauðsyn að hann væri viðstaddur, er Ljót særði til langiífis honum og heilla. En Geirmundur geti.u’ ekki gert sér að góðu að hann sé drepinn þar heima. Sem norrænn maður er hann það vand- ur að virðingu sinhi, að hann getur ekki sætt sig við að sá maður er hann hafði tekið við sé drepinn á hans heimili, tel- ur það biett á sinni virðingu, auk þess sem hann vill ekki verða ber að því að halda illræðismann, sem gerður hefur verið héraðsrækur. Þorsteinn gefur hon um fé sem vinargjöf. Geirmundur bið- ur Þorstein bíða svo Hrolleifur fái nokk urt undanfæri, sem einnig kemur Vatnsdælum vel að hann verði þess ekki var að þeir sáu á hælum hans vestur og fara af natkru tómi, að Hrol leifur verði vel á undan þeim. Er þeir eru heirn komnir sendú fOrsteinn mann á njósn yfir í Ás og Jeggiur fyrir hann að kveða vísur meðan hann bíði þess að til hurðar sé gengið. Sést þar glöggt hve athugU'U maður Þorsteinn er, hann veit hve langan tíma tekur að kveða 12 vísur, á þessu sér Þorsteinn að Hrolleifur er heim kominn og hef- ur falizt áður til hurðar væri gengið. Nú veit hann að Ljót muni þegar fremja „blót“ sitt og þeir verði þegar að fara til Áss, að verða fyrri til en hún. Síðan segir frá því hversu um- horfs var í Ási og verða nokkrar hnipp ingar með þeim Jökli og Þorsiteini, sem telur Jökul of bráðan til að vara þá við í tíma. Jökull tekur Hrolleif er hann kemur út og verða með þeim nokkrar sviptingar unz Jökull kemur honum und ir, og drepur hann. Sjá þeir þá hvar Ljót fer og hefur breytilegia umbúizt: „Hon hafði rekit fötin fram yfir höfuðit ok fór öfug ok rétti höfuðit aftur milli fótanna. Ofagurt vai- hennar augna- bragð.“ Hún kveðst hafa komið fram galdri sínum ef þeir hefði ekki fyrr séð sig en hún þá. Hún kvaðst hafa ætlað að snúa þar um lanisiagi öllu, — „en þér ærðist aUir ok yrðit at gjalti á veg- um úti með vi'llidýrum. Síðan dó Ljót kerling í móð sínum ok trölldómi". Sjá- anlega hefur Ljót dáið af slagi, er hún sá að sonur hennar var dauður og að hún gat engu fram komið af sínum trölldómi. IV. i 1 u kemur það broslegasta í sögu- skýringu doktorsins, (bls. 21-22), er hann kemst að þeirri niðurstöðu að þau mæðgin í Ási hafi verið kristin og Hrolleifur helzt prestvígður. Ég hef gizk að á það hér að framan að Ljót hafi sennilega verið slavnesk að uppruna og verið hertekin, se-m ekki er ótrúiegt, þegar þess er gætt að sunnan og austan Eystra- salts voru búsettar ýmsar þjóðir af slavneskum skrælingjalýð, (Vindur og fll.) Ef Ljót hefur verið slavnesk, er ekki ótrúlegt að þau mæðgin hafi hatft ein- hvern slavneskan átrúnað, frábrugðinn kristni og Ásatrú. Og víst má sjá það af sögunni að Ljót hafi iðkað einhverj- ar djöflakúnstir, seið eða þvíumlíkt. Mun húsið á Áshlaði eittíhvað notað við þær athafnir, því ekki mun hafa þótt hent að óviðkomandi væru þar við- staddir. Ég get ekki séð neitt við fram- ferði Ljótar, sam bendi til kristins á- trúnaðar. Ekki mun það hafa verið iðk- að við kristnar helgigóngur, að þátttaik- endur gengi öfugir með höfuðið aftur á mdli fóta sér. Er auðsætt að sagan seg- ir frá umbúnaði við einhvern heiðinn flordæðuskap. Hefur kerlingu þótt mik- iLs við þurfa, er hún ætlaði að umsnúa landslagi öllu, en Vatnsdælir yrðu að gjalti á vegum úti. Það mun einmitt standa í sambandi við þefta að hún fer öfug og réttir höfuðið aftur á milli fóta sér. Ljót miun sjálf hafa trúað því að hún gæti áorkað þessu með fordæðuskap og særingum. Þegar hún sér að þeir bræður höfðu drepið Hrolleif og séð umbúnað henmar, áður <tn hún þykist hafa krimið fram trölildómi sínum, verð- ur henni svo mikið um að hún verður bráðdauð í „sínum trölldiómi". Þá er það sem sagan sagir af „séra“ Hrolleifi og samrýmist illa því, að þar sé sagt frá vígðum manni. Athafnir hans og framkoma síður en svo nokkuð „prestileg“. Sæmundur getur ekki hald- ið hann sökum uppivöðslu og yfir- gangs á heimilinu. Þegar Hrolleifur kemur út á Höfðaströnd heldur hann uppi sama hætti. Vill kúga Una til þess að geÆa sér dóttur sína fyrir konu. Mætti ætla ef hann hefur verið vígð- ur maður hefði hann þekkt celibatlög kirkjunnar, sem b'önnuðu vígðum mönn um hjúskap. Er Uni synjar honum konunnar, gerir hann Una og heimili hans þá svívirðu sem norrænir menn létu ekki óhefnit og gengur svo langt að drepa Odd Una.pn. Að Hofi er svo að sjá sem hanm vilji halda ósiðum sín- um, en verði þar að láta í minni pok- ann fyrir stjómsemi Ingimundar og harðflengi sona hans. En í Ási sýnist honum betra að bei'ta óknyttum sínum gagnvart heimili vel- gerðamanna sinna að Hofi, heimamenn fþeirra hrekur hann með illyrðuim og grjótkasti og meiðingum, unz hann myrðir þann mann sem hefur alla hluti bezt til hans gert. Er athæifi hans svo fjarsætt kristiiegu hugarfari sem frek- ast getur. Sýnast niðurstöður doktorsins þær furðulegustu þeigar þær eru bornar sam- an við Vatns'dæla söigu. Fufliyrðing do'krtorsins að Hrolleifur hafi í öllu verið fyrir IngimundarsDn- um, virðist ekki geta verið byggð á neinium stað í Vatnsdælu, sem seigir að- eins að þeir Jökuill hafi verið næsta jafnir á vöxt og afl. Víst er það að ekki sóttu Borgar- menn neinn sigur á íund Vatnsdiæla, og voru þeir Finnbogi rammi og Berg- ur rakki ekki taldir neinir auikvisar. Það sem doktorinn segir um Vatns- dæli rruun stafa af því að hann mun að einihverju leyti haldinn þeirri áráttu sumra marrna, sem telja sig fræðimenn, að telja feður vora göfuga hafa verið einhverja eftirbáta gaeliskra þræla og undirrnáls.manna, sem til íslandis slædd- ust fáeinir. Ég nenni ekki að eltast meira við niðurstöður doktorsins, sem allar benda til þess að bann sé meiri vísindamaður í hagflræði en rit- skýrandi á íslendingasögwr. Pétur Ásmundsson. Hagalagöar Þörf uppfinning. Um þessar mundir, eða kringum 1840. fcam hér á gang þörf nýbreytni sem var tifl mikils hagræðis fyrir sláttumenn, en það voru orf-íhóilk- amir. Áður voru ljáirnir bundnir við orfið með ól og tré- eða bein- fleygur rekinn á milii orfsins og þjósins til þesis að festa ljáinn bei- ur, en ef slegið var í bleytu eða vott var á grasi þá tognaði ólin og rann til, svo að ljárinn viidi losna í. Var mikil töf af því að þunfa allt- af að vera að laga ljáböndin.— Orf- hólkarnir voru fundnir upp um 1830 af séra Þórði Árnasyni á Kiaust urhólum. Hann var bálfbróðir Jóns þjóðsagnaritara Árnasonar. (Saga Búnfél. Svínavhr.) - JÓN PÁLMASON Framhald af b!s. 9. þykkt 2. marz. Sagði þá stjórnin af sér en gegndi störfium áfram til 14. sama mánaðar. Hafði þá tekizt að sernja við Fram- sóknarmenn um stjórnarmyndun undir þeirra forystu. Var og áður vitað að andstaða þeirra gegn frumivarpinu, flutningur vantraustsins o.s.frv. var að- allega byggt á valdakröfum en ekki and stöðu við aðalatriði frumvarpsins. Var framkoma Framsóknarmanna þá ein- hver mesti undrajeikur sem þeikkzt hef- ur á Alþingi. Hin nýja stjóm var skipuð á þessa leið: Steingrímur Steinþórsaan, forsæt- is- og félagsmálaráðiherra, Bjami Bene- diktsson, utanrikis- og dómsimálaráð- herra, Ólafur Tlhors, atvinnumálaráð- berra, Björn Ólafsr/an, mennta- og við- skiptamálaráðherra, Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra, og Hermann Jónasson landbúnaðarmálaráðherra. Var í þessum. samningum nokkuð mikið í söjurnar lagt að afhenda Framsóknarmönnum bæði forsætis- og fjármálaráðberraem- bættin. Kunnugt var, að krafa þeirra þar um réð meira en andstaða við fmm varpið, enda var það samlþykkt sem lög skömmu síðar og það lítið breytt. Heflzta breytingin var sú að fella niður það ákvæði frunwarsins, að Landsbankinn skyldi ákveða gengi krónunnar í stað Alþingis. Á þeim stutta tíma, sem eg var ráð- herra, var fátt um afgreiðslu stórra mála í mínu ráðuneyti, eins og eg hef sagt þér, en töluvert um daglegar afgreiðsl- ur ýmissa mála. Var öJlu meira að gera í samgöngiumáflaráðuneytinu, því að á ýmsu gekk um samgöngumál eins og ioft vill verða. Meðal annars fékk eg vissu um það, sem mig grunaði áður, að hin mesta fjármálaóreiða var í því fyr irtæki póststjómarinnar, sem hafði með að gera bifreiðaflutningana miili Ak- ureyrar og Reykjavíkur og Hafnarfjarð- ar og Reykjavíkur. Setti eg því rann- sóknarnefnd á þetta fyrirtæki og varð það tifl þess, að það var lagt niður. Verður það og vænt anlega aldrei endurrsist. Ekki upplýst- ist heldur til hliítar, hverjir áttu mesta sök á þeim mikla halla, sem á þessu var. Var þó vist, að starfsemin var ekki beiðarltag. Mundi eg og hafa tekið þama narðar á, ef eg hefði verið lenigur ráð- nerra. Þegar eg hætti í stjóminni var eg aft- ur kosinn forseti Sameinaðs Alþingis og var það fram að stjórnarslitum 1953. Höfðu sumir forystumsnn fllokkanna bit- ið það í sig, að eigi mætti sami flokk- ur hafa samtímis bæði forsætisráðiherra- embætti og embætti xorseta Sameinaðs þings. Og samlcvæmt því þótti eigi hæfa að eg væri áfram forseti, þegar Ólafur Thors varð forssetisráðhera 1953. Handhafi forsetavalds Á. rið 1952 gerðist sá atburður, að forseti íslands, Sveinn Björnsson, and- aðist aðfaranótt 25. janúar. Forsetakosn- ingar fóru svo fram 29. júní eiftir mikla baráttij. En hinn nýi forseti, Ásgeir Ás- geirsson, tók ekki við fyrr en 1. ágúst. Á þessu tímabili var eg formaður þeirr- ar nefndar, sem kallast: „liandhafar for- setavalds", en með mér voru þeir Stein- grímur Steinþórsson, forsætisráðlherra, og Jón Ásbjöínsson, forseti Hæstarétt- ar. f undirbúning forsetakosninga bland- aði eg mér ekki. Taldi mér skylt að láta hana hlutlausa vegna þess að eg var í þessu embætti. Skildu margir þá af- stöðu rétt, en þó ekki nærri allir. Ann- ars hafa engir verið svo lengi handhaf- ar forsetavalds eins og við þrír í þetta sinn, síðan forsetaembættið var stofn- að 1944. 6. tbl. 1965.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.