Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Dr. Konrad Adenauer hefur
skráð nafn sitt óafmáanlega á
söguspjöld aldarinnar með því að
skapa Vestur-Þýzkaland og tengja
það hinum vestræna heimi. Hann
hefur gert meira en nokkur annar
einstaklingur til að reisa land sitt
úr rústum, sameina sigraða og
sundraða þjóð í hersetnu landi,
skapa ríkinu velsæld og virðingu.
Eftir að Þióðverjar höfðu heðið
mesta. afhroð sem um getur í sög-
unni, gerði Adenauer Vestur-Þýzka-
land á 14 ára valdaferli sínum vold-
ugasta iðnaðar- og herveldi í Vest-
ur-Evrópu, þriðja mesta iðnaðar-
og verzlunarveldi í heiminum. Á ár-
unum 1949-1963 mátti heita að Aden
auer væri einvaldur í Vestur-Þýzka-
landi, þó hann styddist að vísu við
lýðræðislega kosið þing. Þessi ráð-
ríki, kröfuharði og margreyndi leið-
¦togi gerði sér -ljóst, að gagnslaust
væri að biðja þjóðina að gera það
sem nauðsynlegt væri, heldur yrði
að skipa henni það. Þjóðverjar voru
því vanastir að láta segja sér fyr>
verkum og áttu erfitt með að venj-
ast þingræðislegum stjórnarháttum
enda kom á daginn að persónuleg-
ur stjórnarstíll Adenauers átti vel
við þá, en sá stíll hefur verið nefnd-
ur „Kanzlerdemokratie" (kanslara-
lýðræði).               .  .
Það er ein af þversögnunum í stjórn-
arferli Adenauers, að einmitt hann, sem
er fjarlægastur þvi að vera þjóðernis-
sinnaður allra þýzkra stjórnmálamanna,
skyldi verða til að styrkja og saimeina
þýzku þjóðina, en hins vegar skyldi hon
um mistakast sú fyrirætlun að mynda
náið samband hinna kaþólskúrikja Vest-
ur-Evrópu, sem hatin trúði á.
K
j-.A->nrad Adenauer hafði ekki
gegnt neinu veigamiklu eða ábarandi
hlutverki í innlendum. hvað þá alþjóð-
legum, stjórnmálum, fyrr en hann var
72 ára gamall. Hann fæddist 5. janúar
1876 o? var þannig 13 árum eldri en
Adolf Hitler. Hann var einn af mörg-
um sonum illa launaðs embættismanns
hjá borgarstjórninni í Köln. Adenauer
lagði stund á lögfræði við háskólana
í Bonn, Miinchen og Freiburg, • en að
námi loknu sneri hann sér fljótlega að
embættisstörfum. Hann var iðjusamur,
viljasterkur og hafði sömu óbeit og hin-
ir rómversk-kaþólsku samtrrgarar hans
í Köln á innlimun þessarar stoltu höf-
uðborgar Rinarlanda í hið prússneska
veldi mótmælenda og hernaðarsinna.
Hann átti skjótum embættisframa að
fagna. Árið 1909 var ungi maðurinn,
sem hafði aðeins fimm árum áður byrj-
að að starfa í dómsmáladeild borgar-
stjórnarinnar, orðinn aðalráðunautur
borgarstjórans — og árið 1917 var hann
sjálfur orðinn borgarstjóri Kölnar.
Tveimur árum síðar leiddi Versala-
sáttmálinn til þess, að brotnir voru n.ið-
2. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
völdin. '&au^setta ha.nn af með heldur
5 uvióurkvocímiiegum hætti, og var sakar-
giftin „slprtur á starfsorku og fram-
taki." Það var aðeins fyrirsláttur, því
ekki mátti láta uppskátt um hina raun-
verulegu orsök, sem var sú, að Aden-
auer hafði tekið þátt í viðræðum við
flokksíélaga sína á franska hernáms-
svæðjnu og franska milligöngwmenn,
sem mið'uðu að því að sameina öll Rín-
arlönd undir franska hernáimsstjórn —•
en sú fyrirætlun var gagnstæð samn-
ingum bandamanna og að sjálfsöigðu eit-
ur í beinum 3reta.
Þegar Adenauer hafði misst embætti
sitt, hafði hann frjálsar hendur og næg-
an tíma til að einbeita sér að uppbygg-
ingu flokks síns, Kristilega lýðræðis-
bandalagsins, á brezka hernámssvæð-
inu. Að fyrirmynd flokksins í Rerlín
var hinn nýi flokkur Adenauers á breið
ari grundvelli en gamli flokkurinn —
þar voru íhaldssamir mótmælendur auk
kaþólika. í tvískiptu Þýzkalandi, þar
sem hungur, ringulreið, borgir í rústum
og allslausir flóttamenn voru meginein-
kennin, og þar sem Sósíaldemókratar
prédikuðu róttæka félagslega og efna-
hagslega byltingu, varð Kristilega lýð-
ræðisbandalagið 'vettvangur þeirra, sera
vildu hverfa aftur til jafmvægis í þjóð-
félaginu, til sterkrar stjórnar án íhlut-
unar í einkalíf manna. Allar kosnirugar
í hinum einstöku héruðum (Lander)
leiddu í Ijós að bandalagið var annar
tveggja stærstu flokka hins nýja Þýzka-
lands og hafði aðeins betur en Sósíal-
demókratar.
ur hinir miklu virkisveggir kringum
borgina sem höfðu heft útþenslu henn-
ar. Eftir það tók Kölrt örum vexti og
varð á skömmum tíma þriðja stærsta
borg Þýzkalands — næst á eftir Berlín
og Hamborg. Hinn ungi og framtaks-
sami borgarstjóri lærði þá lexíu til hlít-
ar, að snúa mætti ósigri upp í velsæld,
og í samfleytt sextán ár stjórnaði Mann
hinni umfangsmiklu uppbyggingu og út-
þenslu Kölnar,. kom á fót háskóanum
lét gera græna beltið í borginni og reisa
glæsilegustu brú borgarinnar yfir Rín.
Maðurinn sem stjórnaði Köln var stöðu
sinnar vegna einnig áhrifamikið afl í
Kaþólska miðflokknum, þar sem hann
studdi íhaldsarminn. Utan Rínarlanda
va_ hann þekktur meðal helztu stjórn-
málamanna sem meðlimur prússneska
ríkisráðsins — efri deildar ríkisþingsins
— en hann hafði engin áhrif á stjórn-
málin í Þýzkalandi og var ekki kunnur
meðal almennings.
E
ngin af hinum mörgu kreppum
Weimar-lýðveldisins varð til að kalla
fram leiðtogahæfileikana í Konrad Aden-
auer. Jafnvel meðan stóð á baráttu að-
skilnaðaraflanna í Rínarlöndum og með-
an Frakkar hersátu Ruhr-héruðin, lét
hann opinber embættisstörf sitja í fyrir-
rúmi bg -virtist fús til að stjörna Köln
undir hvaða ríkisstjórn sem væri. Hann
var svo óhlutdeilinn um þjóðmál, að
andstæðingar  hans   hafa  síðar  sakað
hann um skort á föðurlandsást, en jafn-
framt svo gætinn, að ekki einu sinni naz-
istar gátu rennt stoðum undir þá ákæru,
að hann hefði verið stuðninrgsmaður að-
skilnaðaraflanna. Þessi umbrotasömu ár
hljóta samt að hafa lagt grundvöll þeirr-
ar einlægu sannfæringar Adenauers, að
hvorki Þýzkalandi né Frakklandi gæti
vegnað vel, nema bæði löndin ynnu
bug á hefðbundnum og aldagömlum
fjandskap sínum.
Adenauer var frá upphafi ósveigjan-
legur í andstöðu sinni við nazismann,
og nazistar settu hann af jafnskjótt og
þeir komust til valda. Þeir handtóku
hann þrisvar á fyrstu valdaárum sín-
um. Síðar leyfðu þeir hinum aldna fyrr-
verandi borgarstjóra að rækta rosir sín-
ar í friði. Því Konrad Adenauer trúði
aldrei á starfsemi neðanjarðarhreyfing-
ar og var jafnvel enn einangraðri frá
öllum opinberum málum en þeir landar
hans sem trúðu á neðanjarðarstarfsemi.
Þegar ríki nazismans hrundi loks til
grunna eftir fimm ára bló&uga heims-
styrjöld, rauf Adenauer einanigrun sína
og koim fram á hinn pólitíska vettvang
vel hvíldur, óbundinn og með hreinan
skjöld.
B
__• andaríska herstjórnin setti hann
þegar í stað aftur í embætti borgar-
stjóra, eftir að borgin hafði verið unnin,
en brátt lenti þessum stolta og ráðríka
manni saiman víð brezku hernámsyfir-
egar Vesturveldin samþykkttl
myndun löggjafarþings árið 1948 ,þar
sem sætu fulltrúar hinna ýmsu 'béraíJs-
þinga, virtist mönnum eðlilegt að kjör-
inn yrði i forsæti þess hinn virðulegi
gamli maður, sem átti rætur sínar aftur
í keisaratímanum, handan við óróleik
Weimar-lýðveldisins og hörmungar Hitl-
ers-tímans. Á þessu fámenna þingi, þar
sem aðrir unnu sér orðstír með glæstri
ræðumennsku, lét Adenauer sér næg.ia
að búa þannig um hnútana á sinn hljóð-
láta hátt, að væntanlegur kanslari fengi
sterka aðstöðu (ekki er hægt að steypa
honuni af stóli nema með meirihliita
atkvæða og útnefningu nýs kanslara um
leið), og að samkomulag yrði um upp-
kast að stjórnarskrá sém hernám&Véldin
gætu fallizt a. En jafnvel eftir að him-
um hafði tekizt að fá fyrirætlunum sín-
um framgengt og hin nýja stjórnarskrá
hafði verið samkþykkt í maí 1949, v'ar
hann ekki enn orðinn raunverulesur
pólitískur leiðtogi. Frægðar- óg valda-
ferill hans hófst ekki fyrir alvöru fyrr
en með sigri hans í fyrstu alríkisikosn-
ingunum í ágúst 1949, og þó einkanlega
eftir að hann var kjörinn fyrsti kanslari
Sar.ibandslýðveldisins Þýz.kalands í byrj
un september — með eins atkvæðis
meirihluta.
ram til þess tíma hafði hann oft
í ræðum sínum tekið undir gremju þjóð-
arinnar yfir hlutskipti sínu eftir styrj-
öldina. En jafnskjótt og hann hafði tek-
ið við embætti (raunveruleg völd fékk
hann ekki fyrr en seinna), var hann ió-
sveigjanlegur í þeirri stefnu sinni að
endurreisa Þýzkaland í náinni sam-
Framhald á bls. 9.
Fiauin.v.$g.. öigías Jonsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieut.
Matthias Johannessen.
Eyjólfur Konrá5 Jönsson.
Auglýslngar: Arni Garðar Krlsttnsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6. Simi 22480
Utgefandi: H.t.  Arvakur.  Iteykjavtk.
11. tbl. lð'»5,
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16