Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						— Nei, mað-

ur minn! Ég

er ekki veik!

Hann skuldar

inér matarpen-

inga     fyrir

heimilið     í

tvaer  vikur—

og ég fer ekki

á  f ætur  fyrr

en hann btorg-

ár mér!

— Ég

að koma

í til þín!

skuldar

nefnilega

gluggahreins-

ætla

upp

Hann

mér

síðustu  skipt-

in!

A erlendum bókamarkaði

Ævisögur.

The Eden Memoirs — The Reckon

ing. The Rt. Hon. Earl of Avon.

Cassell, London 1965. 42s.

Þessi bók kemur á markaðinn á

morgun 22. marz. Þetta er þriðja

bindi minninga Edens, sem mega

teljast til merkari minningabóka

stjórnmálamanna. Þessi bók fjall-

ar um tímabilið frá því að Eden

segir af sér utanríkisráSherraem-

bættinu í rlkisstjórn Chamber-

lains 1937 og til loka styrjaldarinn

ar síðari. Höf undurinn notar marg-

víslegar heimildir, bæði opinber-

ar og einkaheimildir. Hann notar

dagbækur sínar og nótur, minnis-

blöð og athugagreinar auk opin-

berra heimilda útgefinna og óút-

gefinna. Þau ár sem hann sat í

ráðuneyti Churchills voru ár

átaka og erfiðleika, höfundur ferð

aðist mikið á þessum árum og

hafði náin samskipti við helztu

leiðtoga bandamanna, en nánust

voru þó skipti hans við Churchill.

í þessari bók birtist okkur per-

sónulegri og nánari mynd Chur-

chills, en í ýmsum öðrum minn-

ingabókum, þótt góðar séu.

Þetta rit er meira en ævisaga

Edens, það er eðlilega einnig stjórn

málasaga þessara ára og stríðs-

saga og hin ágætasta heimild um

tímabilið og höfund sjálfan. Það

birtist mjög skýrt á þessum síð-

um að höfundur er ágætt dæmi

um brezkan séntilmann og jafn-

framt hvernig góð heimanfylgja

og skólun getur orðið mönnum

fótakefli í stjórnmálaerjum og

dægurþrasi. Höfundur var ætíð

heiðarlegur í baráttu sinni og

hvarf loks af stjórnmálasviðinu

líkt og Scipio forðum. Séntil-

manninum verður oft erfið bar-

áttan við dónana, þar verða það

baráttuaðferðir sem málum

skipta.

Ferðaþættir bókarlnnar eru

einkar skemmtilegir aflestrar og

mannlýsingar höfundar eru snjall-

ar og lifandi.

The Voyage Home. Richard

Church. Heinemann, London

1964. 30s.

Richard Church er enskur rit-

' höfundur og skáld. Hann er fædd-

wr í Londpn 1893 og hóf rit-

mennsku um fertugt. Hann hefur

gefið út ljóðabækur og skáldsög-

ur. Minnir á Wordsworth í Ijóð-

um sínum, náttúrustemningar og

háspeki. Þessi bók er ævisaga og

hún mjög víðfeðm. Höfundur er

mjög opinskár í tjáningum sín-

um. Hann var framan af embætt-

ismaður, en alltaf hálfur í starfi

og finnur sjálfan sig loks, þá mið-

aldra. Bókin lýsir þessum árum,

togstreitunnar milli starfsins og

áhugaefna hans, sem orsaka tauga

spennu og ýmiskonar vandræði.

Frá þessum árum segir höfundur

og síðan baráttu sinni á öðrum

vettvangi. Stundum finnst manni

höfundur full einlægur svo nálg-

ast barnaskap, en þeir ágallar

vega knappt móti kostum bókar-

innar, sem eru heiðarleiki í frá-

sögn og einstakur næmleiki á

fólk og umhverfi. Þetta er eftir-

tektarverð ævisaga og vel þess

virði að hún sé lesin. Bókin er

mjög vel skrifuð, mildi og tær-

leiki einkenna stíl hennar.

Saga.

The  Origins of Modern  Europe

1660-1789. James L. White. John

Murray. London 1964. 25s.

Hver öld ritar söguna að nýju,

viðmiðun breytist og þar af leið-

andi skoðanir manna á liðnum

tíma. Tímabilið sem höfundur ræð

ir er upphafstími og vaxtarbrodd

ur nútíma Evrópu. Á þessu tima-

skeiði hefzt útþensla Evrópu, iðn-

byltingin, gróandi kapítalismi, nýj

ar þjóðfélagskenningar og vísinda

legar rannsóknir á ýmsum fyrir-

brigðum náttúrunnar. Verðlag

hafði farið hækkandi frá því um

1550 og fram til 1650, þá tekur

verðlag nauðsynja að lækka og

hækkun verður ekki fyrr en um

1750. Verðmyndunin hefur auð-

vitað geysileg áhrif á gang sög-

unnar ásamt aukinni fólksfjölg-

un, og verkar hvort á annað. Höf-

undur leggur áherzlu á efnahags-

söguna ekki síður en á þá póíi-

tisku. Þetta vekur athygli á verzl-

unarsögu íslands á þessu tímabili.

Einokunarverzlunin er mikill

þáttur íslandssögunnar, og hefur

oftast verið skrifuð í tengslum við

sjálfstæðisbaráttuna, saga einok-

unárverzlunarinnar er mjög lituð

pólitísku viðhorfi manna á 19. öld.

Það virðist svo sém Danir hafi

komið hér á þessu verzlunarfyrir-

komulagi, aðeins til þess að gera

íslendingum bölvun, samkvæmt

kennslubókum og ýmsum ritum,

sem'um þetta efni fjalla. Eh.'mái-

ið er ekki  svo einfalt, erlendar

sveiflur höfðu áhrif hérlendis eins

og annarsstaðar, vöruvöndun var

um margt áfátt hér og skulda-

söfnun almenn, verzlunarmórall-

inn var afleitur, og áttu báðir þar

sök. Sögu einokunarverzlunarinn-

ar þarf að rannsaka betur en gert

hefur verið, og við það mun sú

hugmynd sem almenn er hér á

landi um þetta verzlunarform

breytast ekki svo lítið.

Höfundur rekur aðdragandann

að frönsku byltingunni og upp-

haf hennar, stjórnarkerfi Frakka-

konunga var orðið úrelt, auðug

borgarastétt krafðist íhlutunar um

stjórn landsins og vildi ríkjandi

kerfi feigt. Höfundur er mjög skýr

og forðast hæpnar ályktanir og

staðhæfingar, lætur atburðina og

atburðarásina segja söguna. Heim-

ildaskrá fylgir.

Bókmenntir,

The Heritage of Symbolism. C. M.

Bowra. Schocken Books. 1961

$ 1.65.

Arfleifð sýmbólismans eftir

Bowra er af mörgum talin eitt

merkasta rit um bókmenntir, sem

út hefur komið á síðari árum.

Hann rekur áhrif sýmbólismans,

einkanlega Mallarmés, á Valé-

ry, Rilke, Stefan George, Alex-

ander Blok og Yeats. Fyrsti kafli

bókarinnar fjallar um sýmbólis-

mann sem bókmenntastefnu.

Táknmálið, tilraunir sýmbólista til

að gera ljóðið að músík og að lýsa

fremur andrúmslofti og hugrenn-

ingatengslum en beinlínis efninu

var takmark þeirra. Þeir eru inn-

hverfir og ljóð þeirra oft sprottin

af duldum kenndum sem verða

oft erfiðlega tjáð með orðum, þvi

efu þeir og einkanlega Mallarmé

mjög torskildir. Áhrifa þeirra

gætir mjög. Þeir víkka ljóðform-

ið og dýpka ljóðið. Ljóðið verður

einstaklingsbundnara en áður og

gerir meiri kröfur til lesandans,

því urðu sýmbólistarnir aldrei

dáðir af almenningi, þeir einangr

uðust enda fráhverfir allri þjóð-

félagslegri togstreitu. Nútímaljóð-

list, sem má rekja að nokkru til

þeirra, er ekki eign fjöldans.

Kaflarnir um skáldin eru hver

öðrum betri, einkanlega er kafl-

inn um Stefan George framúr-

skarandi. Höfundurinn er starf-

andi við Oxford-háskólann og er

jafn vel að sér í nútímaljóðlist og

grískri klassík.

Jóhann Hannesson;

ÞANKARUNIR

J

FRELSI OG SJÁLFSTÆÐI eru Orð, sem oft má heyra og

sjá. Eins ag Pétur Gautur segir: „Frelsið er elskað um all-

an heim...... skal ég kalla og boða lausn og líf fyrir alla".

Líkt og Pétur vilja sumir samtimamenn vorir boða kross-

ferð á móti auðn og skorti. Frelsið á sér form.ælend'ur marga,

og er víða boðað, bæði af harðstjórum, egóistuim og raun-

verulegum frelsisvinum. En menn eiga þó erfitt með að skil-

greina frelsið, iikt og ástina, þótt þeir kannist við hvort-

tveggja. Ein algeng skilgreining er sú að þá sé um frelsi

að ræða, þegar menn fá að gera það sem þeir vilja, án þess

að gera öðrum mein. Fyllri skilgreining en þessi tvíliða er

„þríliðan": Að frelsi sé fólgið í fjarvist frá öllu kúgandi

yfirveldi, möguleika til að gera það sem menn vilja, án þess

að vinna öðrum mem. Fyrsti liðurinn er þá mínus-hlið frels-

isins, annar plús og hinn þriðji hringur í kringum frelsið,

svo komizt verði hjá allra stríði gegn öllum.

Athuga mætti einnig frelsistilfinningar nvinna, spyrja þá

hvort þeim finnist þeií frjálsir eða ófrjálsir. Frelsi er að

vísu ekki sama sem frelsistilfinning, né ófrelsi sama sem

ófrelsistilfinning. Þó má af tali manna um tilfinningar þeirra

vinna nokkra þekkingu. Þegnskapur sumra manna og mann-

vinátta kann að vera á svo háu stigi að þeir finni ekki veru-

lega til ófrelsis, þótt þeir vinni bindandi störf, svo sem

læknar, skólastjórar, bændur, vitaverðir, húsmæður, veður-

fræðingar og margir aðrir. Verði bindingin hins vegar of

föst og þvingandi, samfara miklu ónæði, getur starfið orðið

líkt og tjóður á skepnu eða ánauðarok á þræl, og fer þá

mörgum að líða illa. Menn fyllast „ennui", óþægilegri þreytu

og leiða, sem kann að brjótast út í ýmsum myndum og sýkja

sálarlífið. Fáir gera sér Ijóst hvaða áhrif sú binding, sem

skyldunám. heitir, iiefur á börn, sem er tregt um nám. Þó

hafa menn ekki hugrekki til að berjast gegn því, þar eð

þekkingin er líka elskuð um allan heim, og ríkið vill gera

alla menn eins að vissu marki með skyldunáminu, þótt það

kunni að vera hreinasta þrælahald.

Með tvíliða- og þríliðaskýringunni verður frelsið aðeins

skilið að nokkru leyti. Lýsing tilfinninganna bætir hér

nokkru við. En til fyllra skilnings verður að nota víddir tím-

ans, söguna, andartak nútíðarinnar og framtíðarinnar. Ef vér

viljum skilja aðgerðir svertingja og hvítingja í Bandaríkj-

unum, verðuim vér að þekkja nokkuð til sögunnar. Til skiln-

ings á frelsi eigin þjóðar og ófrelsi er sagan ómissandi. f

sögunni blasa við margar myndir: Hið forna frelsi feðranna

(þeirra, sem frjálsir voru), syndafall Sturlungaaldar og út-

rekstur þjóðarinnar úr garði frelsisins inn í áþján, sem eitt

sinn náði hámarki, en þar á eftir endurfheimt frelsis, og

loks á voruim dögum endurheimt frelsi, sem vér óskuim og

vonum að oss og börnum vorum auðnist að varðveita.

En hér nægja ekki óskir og vonir ef við sofnum sjálfir

og svætfum aðra á láxviðarsveigum feðra vorra og afa. Það

þarf að hugsa lengra en til lausnar undan framandi yfir-

veldi, og lengra en til þess frelsis, er vér njótuim á líðamdi

stund velmegunaraldar, „án þess að gera öðrum mein". Vér

getum sem sé átt það á hættu að vinna sjálfum oss mein

og börnum vorum.

Páll postuli bendir á þetta betur en nokkur annar. TU

frelsis frelsaði Kristur oss; standið þvi fastir og látið ekki

leggja aftur á yður ánauðarok. (Galat. 5). Hér kemiur nýtt

róttækt og lifandi hugtak inn í hugsjónasöguna: Frelsi tfl

frelsis. Þetta hefir ekki eingöngu andlega merkingu, heldur

einnig veraldlega, þessa-heims merkingu. Ef frelsið í nútím-

anum er ekki hagnýtt til frelsis í framtíðinni, þá hverfa

menn aftur undir ánauðarok, og frelsið verður eins og ilmur

úr tómum vasa eftir að síðasta blómið er visnað. Það er

skynsamlegt fyrir oss, fáa og smáa, að hver maður taki þetta

til sín. Vér megum ekki eta upp í nautnahyggju og óhófi

uppskeru frelsisins, heldur aðeins njóta nokkurs af' henni

og varðveita útsæði til sáningar og nýræktar. Þetta verður

aðeins gert með trúmennsku (að standa fastir). Möguleik-

inn til trúmennsku í þjóðlegum efnum er oss aðeins gefinn

í þessu lífi, og dauðinn bindur enda á frelsi vort og mögu-

leika til sáningar. Að lífinu toknuer ekki um eigin.mögu-

leika vpra að ræða, heldur, möguleika og frelsi Guðs eins,

hans frelsi í náð og dómi, ekki vort. Túnann, sem hann geáur

oss, getum vér hins vekar notað til að sá sæði nýs frelsis —

eða nýrrar ánauðar.

'll.'tbl. 1065.

¦ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS M

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16