Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1965, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1965, Blaðsíða 1
'vr | 31. tbl. 3. október 1965. 40. árg. samræðulist, ræðumennsku, upplest- ur og rökfræði. 2. Náttúruvisindi: stjörnufræði, líf- fræði, efnafræði, iandafræði, jarð- fræði og stærðfræði. 3. Þjóðfélagsfræði: mannfræði, hag- fræði, viðskiptafræði, sálfræði og félagsfræði. 4. Listir,- bókmenntir og tungumál. 5. Mannkynssaga, heimspeki og trúar- brögð. Að sjálfsögðu eru skólar í Bandarikj- unum mismunandi, bæði að stærð og gæðum, og eru því námsskrár þeirra það einnig. Ég vil aðeins taka hér eitt dæmi og geta þess, að hin almenna námsskrá í Northwestern-háskóianum í Chicago býður nemandanum upp á 310 námsgreinar eða námsflokka, sem hann getur valið úr þau fjögur ár sem hann Háskólar í Bandaríkjunum Eftir dr. Jón S. Jónsson er að vinna að Bachelors-gráðu. Þegar nemandi hefur vei’ið innritaður í háskóla er honum fenginn ráðgjafi úr hópikennara þeirrar deildar sem sérnám- ið er stundað við. Það er meðal ann- ars verkefni þessa ráðgjafa að finna veika hlekki í undirbúningsmenntun nemandans og aðstoða hann við náms- vai. í upphafi hvers námstímabils setja þessir tveir aðilar saman námsskrá, sem nemandinn síðan vinnur eftir. Sem ifulltrúa skólans er ráðgjafa þessum gert að fylgjast með náminu og til hans getur nemandinn ávallt leitað með vanda mál þau, er upp kunna að koma. Því er það svo að þó háskólarnir séu margir hverjir mjög stórir, allt að 30 þús. nem- endur, þá er sérhver nemandi með- höndlaður sem einstaklingur, en ekki sem tannhjól í vél. Skólarnir gera sér far um að veita nemandanum þá þekk- ingu og reynslu sem hugur hans girn- ist, og ennfremur að þroska eftir fremsta megni þá hæfileika, sem hann hefur til að bera. Hér er vafalaust að finna skýr- inguna á því, að í dag eiga Bandaríkin álitlegan hóp af atkvæðamiklu fólki í flestum ef ekki öllum þeim greinum, Framhald á bls. 11. „Fólkið er aiia ævi að læra, en þó er betra að mennta það meðan það er ennþá ungt.“ Confucius. Mikið hefur verið rætt og rit- að um íslenzk fræðslumál á undanförnum árum, og efst á baugi hafa venjulega verið náms- skrár og kennslufyrirkomulag. Án efa er hér ýmsu ábótavant eins og margir mætir menn hafa sýnt fram á, og fjölmargar ábendingar um úr- lausnir hafa komið fram. Allflestir þeir sem hafa með höndum skóla- mál hér á landi hafa öðlazt þekk- ingu sína á þessum efnum í Evrópu. Því er það eðlilegt að fræðslukerfi okkar er byggt á evrópskum hug- myndum. Grein þessi er ekki hugsuð sem á- deila á evrópsk fræðslukerfi, því um þau veit ég alltof lítið til að geta leyft mér slíkt. En þar sem ég hef oft rekið mig á það, að íjölmargir íslendingar hafa annaðhvort engar eða þá alrang- ar hugmyndir um kennslufyrirkomulag og skipulagningu bandarískra skóla, þá hef ég í hyggju að gera að nokkru grein fyrir því hér. c C/ u var tíð, að íslenzkir mennta- menn litu með vantrú á alla þá, er komu heim frá námi vestan hafs, og í mörgum tilfellum var námsfólk þetta jafnréttindalaust og þegar það fór; ein- faldlega vegna þess að prófskírteini frá bandarískum menntastofnunum voru að engu höfð hér heima. Ein ástæðan fyrir þeim köldu móttökum, sem fólk þetta fékk, var sú, að einhverra hluta vegna hafði nám þess tekið mun styttri tíma en tíðkaðist í sömu greinum í Evrópu. Þetta var álitið meir en lítið grunsam- legt, enda hefur sú skoðun ríkt hér, að því lengur sem einstaklingur er við nám, því menntaðri hljóti hann að verða. Sem betur fer hefur skoðun þessi breytzt nokkuð, en ekki veit ég hvort ástæðan er í nokkrum tengslum við þær rann- eóknir sem hafa leitt í Ijós, að hæfi- leiki mannsins til að nema nær hámarki um 25 ára aldur, en úr því fer hann að dvína. Það er skoðun margra mennta- manna, að skólanám sé fyrst og fremst ðflun fróðleiks, hugmynda og reynslu, 6em í mörgum tilfellum komi ekki að fullu gagni fyrir einstaklinginn fyrr en árum og áratugum eftir að námi lýkur. Því þá ekki að ljúka þessum undirbún- ingi á sem allra stytztum tíma? Þetta er atriði sem Bandaríkjamenn urðu fyrst- ir til að íhuga, og enda þótt framhalds- skólar þeirra séu upprunalega sniðnir eftir enskum skólum, þá hafa margvís- legar breytingar verið gerðar vestra, sem gera skóla þessa alimjög frábrugðna menntastofnunum í öðrum löndum. í stuttri blaðagrein er ekki mögulegt að gera grein fyrir heildarskipulaginu á fræðslukerfi Bandaríkjanna, og mun ég því aðeins taka fyrir þær stofnanir, sem nefnast College og University. íslenzk- um menntaskóla og háskóla svipar nokk- uð til þessara stofnana, en þó er tölu verður munur á, eins og koma mun í ljós hér á eftir. Akademískt frelsi. H„ lugtak þetta er óþekkt í Banda- ríkjunum í þeirri merkingu sem Evrópu- menn nota það. Bandarískir háskóla- menn eiga erfitt með að skilja þetta hug- tak, og þá ekki síður hversvegna það er svo í heiðri haft í Evrópu, eins og raun ber vitni. Það hefur því miður oft komið í ljós, að fyrir mörgum Ev- rópu-stúdenti er akademískt frelsi ekki annað en það að hafa nægan tíma til að stunda bjórkrár og slá námi á frest eftir þörfum. Þetta er ekki mögulegt í bandarískum háskólum. Bæði er það, að námskröfur eru mjög strangar, og skól- arnir hafa ekkert rúm fyrir nemendur sem ekki leggja sig fram við námið, því færri komast þar að en vilja. Ann- að veigamikið atriði er það, að nám vestra er mjög dýrt; skólagjald fyrir ár- ið er frá 30 þúsundum íslenzkra króna og upp í 100 þúsundir, svo það leiðir af sjálfu sér, að enginn hefur efni á að slóra við námið. Akademiskt frelsi er þó til í Bandaríkjunum, og opinberast það í því, að nemandinn hefur allmikið frjáls- ræði hvað snertir námsgreinaval, áður en námstímabil byrjar, en eftir að kennsla hefst er engin miskunn sýnd. Bandaríska kerfið. Þ eir sem hafa unnið að uppsetn- ingu frœðslukerfisins í háskólum Banda- ríkjanna hafa gert sér grein fyrir því, að nemendur sem setjast í skólana hafa mismunandi áhugamál utan þeirrar sér- greinar sem þeir hyggjast leggja megin- áherzlu á. Þeim hefur einnig verið það Ijóst, að auk sérmenntunarinnar væri nemandanum nauðsynlegt að öðlast eins á. I öllum háskólum er því sett upp sér- stök almenn námsskrá fyrir allar deild- ir skólans. Námsskrá þessi býður nem- andanum upp á ákveðnar námsgreinar í hinum ýmsu deildum skólans, og hefur hann mjög frjálsar hendur um námsval innan þessa ramma. Námsskrá þessari er skipt í fimm hluta: 1. Enska: Hér er meðal annars um að ræða rittækni, blaðamennsku, Bókasafn i bauúariskum háskúia.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.