Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1965, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1965, Blaðsíða 4
r*arga þá, er hingað fluttust, að semja sig að siðum Reykvíkinga um áttir og stefnur. Árri Öla: Attir í Reykjavík Úr sögu Reykjavíkur Ymsum mun finnast það ein- kennilegt uppátæki að tala um áttir í Reykjavík, „eins og þar sé ekki sömu áttir og um allan heim“. Að vísu er það rétt, að á landakort- inu eru hér sömu áttir og annars staðar: norður upp, suður niður, austur til hægri, vestur til vinstri. En í daglegu tali var þetta allt öðru vísi. Menn nefndu að sjálfsögðu þessar höfuðáttir, en það var hreint ekki víst að þeir ætti við hinar sömu áttir og eru á kortinu. Og svo var hér auk þess talað um ýmsar áttir, eða áttastefnur, sem ekki þekkjast á neinu korti. Reykvíkingar voru ekki einir um þetta. Þannig var það um allar jarðir og áttastefnur nefndar sitt á hvað. Ein- h.ver stefna, sem hlotið hafði sérstakt heiti hér í Reykjavík, var ýmist nefnd allt öðru nafni úti um land eða beindist þar í allt aðra átt. Þetta stafar viðast hvar af því, að áttastefnur miðast oft við landslag, eða stefnu fjarða, dala og rennandi vatna. Nú liggja ýmsir firðir og dalir ekki eftir höfuðáttum, en þó eru höfuðáttir miðaðar við stefnu þeirra í daglegu máli, enda þótt miklu skakki. Þetta er mjög áberandi á Vestfjörðum og Aust- fjörðum, þar sem ekki er talað um nema tvær höfuðáttir, og þó ekki hinar réttu. Á Vestfjörðum eru aðeins til höfuð- áttirnar norður og vestur. Menn ferðast að norðan, vestur yfir firðina. Það, sem kallað er vestur, er þó nær suðurátt en vestri. Það væri t. d. réttara nafn á Vestur-ísafjarðarsýslu að kalla hana Suður-ísafjarðarsýslu. Á Austfjörðum eru líka aðeins til tvær höfuðáttir, suð- ur og austur. Þeir segja að firðirnir nái sunnan frá Hvalsnesi austur í Borgar- fjörð. Þegar talað er um að fara yfir ár þá er málvenjan ofurlítið breytileg. En á svæðinu frá Álftafirði að Fáskrúðsfirði ei' ávallt talað um að fara suður og aust- ur yfir ár. H Ö F N l N Krossinn sýnir hvar áttir mættust í Reykjavík, og miðdepill hans er húsið Uppsalir. Þannig eru aðeins tvær höfuðáttir á Vestfjörðum og Austfjörðum, en þegar þeir leggja saman, eiga þeir þó allar höf- uðáttirnar. Mismunurinn á áttatáknun- um stafar á báðum stöðum af stefnu fjarðanna og þeirra vatna, sem í þá renna. En nú má öllum vera ljóst, að hvorki Vestfirðingar né Austfirðingar geta komizt af með tvær áttir. Þess vegna eru á báðum stöðum ýmsar aðrar áttatáknanir, og svo er um allt land. Helztu áttatáknanirnar eru: inn, út, upp, niður, fram. En stefnurnar sem átt er við eru breytilegar eftir héruð- um. Stefnan fram þýðir t. d. á Norður- landi áttina inn til landsins, fram til heiða, fram á öræfi, en á Suðurlandi merkir hún áttina til hafsins, fram til sjávar. TÖt merkir á Norðurlandi víða sama sem norður, áttina til hafs. En á Suður- landi og Suðvesturlandi merkir út víð- ast hvar vestur. Talað er um útsynning og útnyrðing fyrir sunnan, en þær vind- áttir kallast suðvestan og norðvestan á Norðurlandi. Annars mun út víðast hvar haft um stefnu frá fjarðarbotni til fjarðarmynnis, út fjörðinn, út með firði. Inn. Víðast á landinu mun talað um að sigla inn firði, eða fara inn með firði, og fara inn dal, þ. e. frá dalsmynni að öalsbotni hver svo sem áttarstefnan er. Inn til fjalla og inn til jökla er sagt á Suðurlandi, en fram til fjalla á Norður- landi (sbr. „Fram á reginfjalla slóð“). Annars er áttastefnan inn mjög breyti- leg eftir héruðum. Upp mun í fyrstu hafa táknað átt til hærri staðar, en niður átt til lægri stað- ar. Um allt land mun talað um að fara upp og niður með ám og lækjum. Á Héraði er talað um að fara niður í firði (eða niður í fjörðu) en í fjörðunum er kallað að fara upp á Hérað. Eins er talað um að fara upp á Hólsfjöll úr lágsveit- unum, en á Hólsfjöllum talað um að fara niður í sveitirnar. í Kelduhverfi er kölluð Niðursveit og Uppsveit og þar voru áttatáknanirnar uppeftir og niður- efti-r. (Einu sinni kom aldraður maður af Suðurlandi þangað norður; hann kunni ekki við þessa venju og kallaði stefnurnar alltaf uppúr og niðurúr). En ekki er það alltaf að upp þýði til hærri staðar. Á Vatnsleysuströnd og Suðurnesjum er t. d. sagt að fara upp tii Grindavíkur. í Grindavík er talað um að fara niður í Voga og Njarðvíkur, en út, eða suður, eða inn til hinna stað- anna á norðanverðum skaganum. Sums staðar, svo sem í Reykjavík, nær áttar- stefnan upp yfir mjög víðlent svæði með breytilegu landslagi, eins og síðar verður vikið að. Hér skal þetta efni ekki rakið nán- ar, en á þessu má sjá, að þessar átta- táknanir geta valdið ruglingi og mis- skilningi, þar sem saman eru komnir menn „úr öllum áttum“, svo sem er hér í Reykjavík. Það er mjög eðlilegt, að mörgum þeirra, er fluttust hingað, hafi fundizt málvenjan hér um áttir ærið ankannaleg fyrst í stað og koma gjörsam lega í bág við þær áttir, sem þeir höfðu vanizt frá bernsku og voru orðnar þeim samgrónar. Því fylgir jafnan ærin and- leg áreynsla að semja sig að ókunnum sjðum og háttum, og eflaust hefir það kostað talsverða andlega áreynslu fyrir Sumir eru mjög fastheldnir á það, sem þeir hafa alizt upp við, og því mætti ætla, að fyrir áhrif frá þeim hefðu einhverjar breytingar orðið á áttatáknunum hér í Reykjavík. En svo virðist sem miklu minna kveði að því en ætla mætti, þegar á það er litið, að um seinustu aldamót voru innbornir Reykvíkingar þegar að komast í minni- hluta í sínum eigin bæ, vegna aðstreym- is fólks úr öllum áttum. Nýju borgar- arnir hafa orðið að semja sig að mál- venju þeirra, er fyrir voru. Og þótt að- streymi fóiks ykist stórkostlega eftir það, er svo að sjá sem hinar gömlu áttir og stefnur haldi furðanlega nöfnum sín- um enn. En þetta getur breytzt. Þegar Reykja- vík, Kópavogur, Garðahverfi og Hafnar- fjörður hafa runnið saman og orðið að samfelldri byggð, en Reykjavík hefir þanið sig yfir allt Seltjarnarnes og mest- an hluta Mosfellssveitar, þá er viðbúið að málvenjan breytist. Þess vegna hefi ég tekið hér saman yfirlit um óttir og áttastefnur Reyk- víkinga eins og þær voru um aldamótin, svo að þær gleymist ekki. ÁTTIR OG STEFNUR INNÁNBÆJAR Um aldamótin var Reykjavík þeg- ar orðin svo stór, að í daglegu tali skiptist hún í þrjú hverfi, Vesturbæ, Miðbæ og Austurbæ. Þegar talað er nú um áttir í svo stórum bæ, þá er fyrst að athuga hvort hægt muni að finna einhvern stað, sem áttir og stefnur mið- ist aðallega við. Og sá staður er fljót- fundinn. Það er Aðalstræti, eða syðsti hiuti þess, þar sem forni Víkurbærinn stóð. Bæði áttir o,g helztu stefnur í bænum miðuðust við það, að þar væri staðið og þaðan horft. Af því mætti svo draga þá ályktun, að áttatáknanir í Reykjavík hafi þegar um aldamótin átt sér langan aldur, þær sé arfur frá kyn- slóð til kynslóðar. Um höfuðáttirnar er það að segja, að fyrir allan bæinn voru þær í rauninni ekki nema tvær, suður og vestur. En í Miðbænum eru þær þó þrjár, því að þar bættist austur við. En þegar hér var komið náði austrið þó ekki lengra en að læknum. Að vísu var til Austurbær, en það nafn mun hafa komið upp sem hiiðstæða við nafnið Vesturbær. Aðeins ejnstaka maður talaði um að fara aust- ur í bæ, en það voru aðkomnir menn. Hinir sönnu Reykvíkingar töluðu ætíð um að f.ara upp fyrir læk, eða upp í bæ, þegar þeir fóru í Austurbæinn. í göml- um heimildum sést þó, að fyrrum var tslað um að fara frá Vík austur að Arnarhóli, en það mun hafa lagzt niður þegar jörðin Arnarhóll var lögð undir tukthúsið, og nú þekkist það ekki leng- ur. Menn töluðu um að fara upp á Arnarhól, út eða inn á Batterí. Aldrei var talað um að fara austur í Lands- höfðingjahús (nú Stjórnarráð), heldur að fara upp í Landshöfðingjahús. I Miðbænum var bæði Austurvöll- ur og Austurstræti, og var talað um að ganga austur Hafnarstræti, Austurstræti og Kirkjustræti, en það gilti ekki um neinar aðrar götur í bænum. Göturnar sem lágu að vestan, Túngötu og Vestur- götu, gengu menn aldrei austur í Mið- bæinn heldur niður í hann. Og göturnar fyrir ofan læk gengu menn aldrei aust- ur, heldur inn (inn Lindargötu, inn Hverfisgötu, inn Laugaveg). Norður var alls ekki til í Miðbænum og ekki heldur í hinum hlutum bæjarins Framhald á bls. 12. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 32. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.