Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						
GE
tbl.  17.  október  1965.  40.  árg.
Eftir  Thor  Vilhjálmsson
Meðfylgjandi kafli er úr hinni
."' giæsilegu Kjarvals-bók Thor Vil-
Jijálmssonar, sem kom út hjá
Helgafelli 1964. Hann er birtur í
tilefmi af áttræðisafmæli Kjarvals
í fyrradag.
í HEIMI listarinnar eru gamlir hlutir á
hvörfum. Byltingin geisar gegn 'hinum
klassísku viðhorfum. ómurinn berst
jafnvel til Norðurlanda þótt þeir séu
seinir að taka við sér þar.
Ván Gogh og Gauguin höfðu verið
sýndir í Danmörku upp úr 1890,'þá þótti
inönnum ekkert í þá varið þar en nú
eru ýmsir þarna að skamma forfeður
síha í Danmörku fyrir að 'hafa ekki
keypt upp þessar myndir sem þá buð-
úst fyrir lítið fé en eru nú alltaf að
sprengja metin á hinum frægu mál-
, verkauppboðum..
•' Þáð er gömul saga, aetli hún sé ekki
en'nþá ný. En upp úr Í905-var óhætt að
láta þessa menn slá í gegn í Kaupmanna-
höfn, og þá var uppi eldur í hugum
þeirra sem þeira hlutum sinntu. Norð-'
urlönd eignast loksins málara í heims-
sniði, Norðmanninn Munch. En sú skelf-
ing sem laust m'æta fulltrúa grandvar-
leikans og bara venjulegt fólk við að
sjá myndir.þessa voðalega Norðmanns
sem'skeytti engu um leikreglur listaskól-
anna, og leyfði sér að mála hlutiná öðru-
yisi en allir sáu að þeir væru, og skáld- •
aði bara einsog hpnum sýndist í stað-
inn.. Honum var mest í muna að gjósa
geðróti sínu á strigann.
. Af öllum Norðurlandamá.lurum hygg
ég að þessi norski málari sé skyldastur
Kjarval í skaphita og geðofsa.
En Kjarval er miklu margslungnari,
þættirnir í listgáfu hans fleiri og öflugri,
hann syngur á fleiri strengi, list hans
er fjölbreyttari og ríkari.
Munch varð einn helzti fulltrúi ex-
pressjónismans, þessarar málarastefnu
sém breiddist óðfluga út einsog gárar frá
rótinu sem Van Gogh og Gauguin 'höfðu
vakið. Þaðan spruttu greinar í ýmsar
áttir; þetta er einskonar frelsishreyf-
ing þar sem listamaðurinn heimtar rétt
tii að beita þeim brögðum sem honum
þóknast til að koma skáldskap sínum
til skila, hann yrkir hispurslaust á dúk-
inn. Hann er ekki bundinn við sannan-
lega lengd og breidd hlutanna á mæl-
ingarfræðivísu, hann getur teygt og tog-
eð einsog tilfinningin krefst og skáld-
mið hans.
Það mætti nefna nokkra expressjón-
fska stórmálara á ýmsum stöðum í Ev-
rópu á svipuðum aldri og Kjarval eða
heldur eldri sem hafa drukkið af sömu
lind en þróazt ólíkt, hver með sínum
hætti til fullnaðar í sérpersónuleika sín-
um einsóg Kjarval sjálfur: Kokoschka
sem va»ð óhemjumagnaður um skeið
þótt í seinni tíð hafi það doítið hiður;
rússneski gyðingurinn Chagall. sem hef-
ur setið í Paris og verið að yrkja töira-
fullar draumsýnir þar sem'tregasæl lýr- .
ik svifur létt án þess að þurfa að siá
vængjum títt; Paul Klee .... Allir hafa
þessir menn órðið snortnir af sama
straumi frá Van Gogh.
Auðvitað gat ekki farið hjá þvi að
maður með næmleik Kjarvals skynjaði
sterkt þessi umbrot. Hann fann hvern-
ig hlutirnir ólguðu og nýtt líf brumaði.
En hann fann lika aðstöðumuninn sinn
og listamannanna sem komu upp í lond-
um þar sem margar aldir af hefð voru
í senn gruhdvöllur til að byggja á og
hættur að berjast við. Áhrifin steyptust
yfir hann, sk^ ldi hann ekki oft hafa
staðið á öndinni? Gáfur hans og geð-
ríki, krafturinn sem svall í honum, ef-
laust veit hann að þar stendur hann
ekki lakar að vígi en hinir. En hann
finnur hvernig hann verður að vinna
upp Islands tapaða tíma, aldirnar mynd-
lausu. Hann ber ábyrgð á heilli þjóð,
að hún verði til i myndlist. Um leið og
hann finnur heimsbyltinguna ná til sín,
hvernig hann er einn af nýju mönnun-
um, skynjar hann einnig að þjóð hans
bíður eftir að hann komi heim og leggi
hornsteininn að hennar eigin list.
Kjarval hlaut að hafa aðstöðumun við
hina nýju menn stóru landanna sem
höfðu vaxið upp við myndlist og sumir
þurftu að berjast við glæsilega gamla
hefð til að ná andanum sínum upp og
eignast sjálfstæði, Þeir þurftu að brjót-
. ast út úr féíaginu eða gangá í byltiftgar-
klíkur til að neita hinni gpmlu' list' sem
þeir höfðu margir fengið með móður-
mjólkinni.                ¦¦ \
; En Kjarval-var. hinn-sjálfst'æði mað-
ur sem byggði • allt á. éigin rammleik,
hafði orðið að berjast af öilu afii tíl að
Tíomast í færi við Hstfélagsskap aidanna
og hefðin var ekki fjötur heldur ævin-
týri, frelsandi og langþráð. Hann hafði
byrjað einsog hinn fýrsti.maður af und-
arlegri þörf í eðlinu að forma fyrir sér
skynreynslima, tilsagnarlaust; o'g hafði
ekki fyrri manna aðferðir til að stytta
sér leið. Hann svarar hinni hvíslandi
röddu í brjósti sér og finnur hana vaxa,
magnast að hljóm þar til hann fer a'ð
greina hin huldu rök sem eru borin að
vitund hans.
Hann hefur ekki einu sinni séð Mónu
Lísu fyrr en hann var fullorðinn maður
og þroskaður af hörðu stríði. Reyndar
hafði hann séð Fjallkonumyndina eítir
Benedikt Gröndai vegna þess að sú list
var utan á kaffipökkum. í öðru lagi
gerðist það á unglingsárum hans að í
verzluninni skaut upp grönnu limbandi
með myndum.af dýrum.
Sjálfur hefur Kjarval sagt frá hvern-
ig honum fór þegar hann kom ut í heim-
inn, í einskonar afstöðulýsingu sem
mætti kalla manífestó segir hann
árið 1922 þegar hann kom- heim til' ís-
lands og hafði stóra sýningu á mvnd-
unurh sem hann hafði verið að máia á
undanförnum árum:
f Ég kom á þeim tíma út í heiminn sem
reak"tiónin, mótstaðah, býrjaðigegn hin-
um klassísku skólum og stefnUm gömlu:
Ég var~ kominn- yfir yngstu árih,' en hafði
þó lítið lært...Ég. var opinn fyrir öllu.og
tilbúinn til að iæra af hverju sém var
án þess þó að gera mér fyllilega grein
•fyrir 'hyernig hollast myndi að byrjá.
Áhrifin streymdu yfir mig ¦ sem foss
marglitra geislá pg fannst, mér eg vera
klettur sem eyddist og molnaði er flóðið
Framhald á bis. 11.'  .
(Ljósm. Ól. K. M.).
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16