Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						I".....IIIIIIIIÉII IMHIH
£09011
F~     34. tbl. 24. október 1965. 40. árg.
Einar   Haugen:
meríka, Island og
eifur Eiríksson
Þ,
AÐ er ein eftirtektarverðasta
etaðreynd í sambandi við víkingana, að
<im tveggja alda skeið héldu þessir
diöríu sæfarar uppi samgönguleið yfir
ihið úfna Norður-Atlanzhaf. Þeir lögðu
xipp frá Noregi og í krafti siglingakunn-
éttu sinnar komust þeir til Hjaltlands,
Orkneyja, Færeyja og íslands, og loks
<ÍA Grænlands og meginlands Ameríku.
Því miður urðu þessar samgöngur óstöð-
•ugri eftir því sem lengra var teygt úr
|þeim í áttina til enda jarðar, og síðasti
íhlekkur keðjunnar, sem hefði getað orð-
ið hinn mikilvægasti, brotnaði af og
lýndist. Það, að hann hefði yfirleitt verið
tij, var almennt fallið í gleymsku, allt
|þar ti'l íslendingasögurnar voru endur-
íundnar og gefnar út á okkar dögum.
Þessum sögum er að þakka mest af
því, sem við vitum um fund víkinga á
Ameríku. Þær eru einstakar, jafnvel
meðal íslenzku ættarsagnanna, þar eð
þær eru ekki sögur um fjandskap og
manndráp, heldur um hetjuleg ævintýri.
Þær segja frá árangurslausum tilraun-
um norrænna manna til að koma upp
etrandvirkjum á ströndum fagurs en vel
varins lands. I augum a]lra Skandínava
eru þessi mistök sorgleg staðreynd —
jþau urðu til þess að afstýra því að
tungumál Norður-Ameríku yrði íslenzka
í stað enskunnar!
E
l n við erum ekki hér saman kom-
in til þess að minnast þess, sem miður
tfór, og ekki ætlum við heldur að fara að
eetjast í sekk og ösku vegna þess að
forfeður okkar misstu af tækifærinu til
að verða nýlenduríki. Við erum komnir
<til þess að beina athyglinni að hinu
varanlega gildi sagna okkar og mikil-
vægi 'þess að athuga enn á ný bendingar
þeirra ag þýðingu fyrir niútímalíf og
ihugsun. Við erum staddir á merkum
timamótum norrænna rannsókna á Am-
eríku. Allir dóm,bærir menn hafa lengi
verið á einu máli um, að það, sem sagt
er um landafundi í hinum tveim sögum,
Eiríks sögu rauða og Grænlendingasögu,
eé yfirleitt áreiðanlegt, en engir tveir,
6em um það mál hafa fjallað, hafa verið
á einu máli um, hvernig þær skuli skýra.
Kenningar byggðar á sögunum hafa iþot-
ið upp, og víkingarnir hafa verið látnir
lenda í svo að segja hverju héraði á aust-
urströndinni. Hvar sem fundizt hefur
VÍk, sem á fellur í botninn á, hefur ein-
hver fundið líklegan lendingarstað vik-
inganna.
Hér gegnir gjörólíku máli hvað Græn-
lend snertir, svo að eftirtektarvert er, og
jafnvel hörmulegt. Bóklegar heimildir
eru ekki mikið meiri um G.rænland
en Vinland, því að í rauninni er
þetta tvennt mjög samanfléttað. En svo
niiklar fornminjar hafa fundizt í Græn-
landi, að við höfum getað séð af þeim
sannfræði sagnanna jafnvel hvað snertir
smáatriði í daglegum klæðatourði manna
og máli þeirra. En í Ameríku gegnir
öðru máli. Loksins nú hafa rannsóknir
norska landkönnuðarins Helge Ingstads
og konu hans, Anne Stine, sem er forn-
íræðingur, veitt okkur möguleika á því
að brjótast gegnum þokuna og stíga
fæti á hinn rétta lendingarstað víking-
anna. Ef uppgötvanir Ingstads norðantil
á Nýfundnalandi hljóta fulla staðfest-
ingu, verður það fyrsta árangursxíka til-
raunin til að brúa bilið milli frásagna
íslendingasagnanna, og fornfræðilegra
minja á amerískri grund. Eftir svo mörg
hörmuleg mistök fögnum við þessum
fnndum og öndum léttar. Og nú berast
þær fréttir, að kort frá miðöldum, sviss-
neskt, sýni Vínland handan við Græn-
land. Það er sannarlega dramatiskur við-
burður fyrir rannsóknirnar á sögu Vin-
iands.
Mf etta er rétta stundin til þess að
gefa sér tóm til að athuga enn á ný
alla sögu landafunda víkinga, að því er
tekur til Norðurhafa. Fyrir 25 árum var
ég svo fljótfær að rita bók, sem nefndist
VímlandsferSir, þar sem ég setti fram,
a^menningi til fróðleiks, samhæfða út-
gáfu af efni hinna tveggja sagna, og
mína eigin skýringu á merkingu heim-
ildanna. Sem betur fer, er bók þessi
Kingu uppseld, og rannsóknir, sem færir
fiæðimenn hafa síðan gert, hafa gert
hana algjörlega úrelta. Ég samdi bókina
snmkvæmt beiðni sænsk-amerísks vinar
míns, hr. Vilas Johnsons, sem kom mér
í samband við hóp s'krautprentara í
Chicago. Þessir prentarar voru allir í
þjónustu hinnar miklu prentsmiðju
Donnelly & Sons, og notuðu fristundir
sínar til þess að prenta og binda fallegár
bækur. Þessvegna kölluðu þeir þetta
fyrirtæki sitt Helgidagaprent, og nú van-
hagaði þá um lesmál með nokkrum
skemmtilegum   myndum   úx  Vínlands-
sögnum eftir ameríska málarann og
teiknarann Frederic Trench Chapman.
Þegar ég fór að gera þessa nýju þýð-
ingu og velta fyrir mér ýmsum vanda-
málum textans, var ég að feta í fótspor
tveggja forvera minna, prófessora í
skandínavískum fræðum við Wisconsin-
háskóla. Rasmus B. Anderson, sem ég
mun víkja nánar að síðar, og Julius E.
Olson höfðu báðir gefið út bækur um
þetta efni, og mér var það ljúft og skylt
að fara með ameríska lesendur upp til
Súmtímans og fræða þá um málið eins
og það lá fyrir árið 1940. Mat mitt var
hvorki né gat verið byggt á eigin rann-
sóknum á strönd Ameríku, né heldur á
torræðum heimildum á íslandi og í Dan-
niörku. Þetta var bara brjóstvits-tilraun
ti1 að skilja það vissa frá hinu, sem var
aðeins trúlegt, og nema burt allar falsk-
ar ályktanir og hæpnar kennisetningar,
sem höfðu verið spunnar utan um þessa
forvitnilegu landafundi.
u.
«J m  leið  og ég ræddi þetta efni í
bók minni, gerði ég ofurlítið gys að því,
sem mér fannst óþarflega mikil löngun
af hálfu Ameríkumanna af norskum
uppruna til að ágirnast heiðurinn af
þessum löngu liðnu afrekum. Meðal ann-
ars skrifaði ég: „Norskir Ameríkumenn
hafa gert Leif Eiríksson upptækan hjá
íslendingum, eins og einhvern þjóðar-
dýrling og tákn um skoðun fjöldans".
Þessa setningu hefði ég aldrei átt að
skrifa, því að hún varð orsökin til reglu-
legrar herferðar gegn mér af hálfu föð-
urlandsholls norsks Ameríkumanns. —
Hann sakaði mig beinlínis um landráð
gegn forfeðrum mínum fyrir að leyfa
mér þessa gamansemi. Ég játa mig sekan
um að hafa strítt löndum mínum, en
held því jafnframt fram, að orðin eigi
sér nokkurt sannleiksgildi. Það er ein
þversögnin í allri þessari hreyfingu um
að viðurkenna Islendinginn Leif Eiriks- m
son sem finnanda Ameríku, að þessari
hreyfingu hefur að mestu verið haldið
uppi af Norðmönnum, sem hafa í mesta
sakleysi talið hann vera Norðmann. Ef
ég man rétt, varð spurningin um þjóð-
erni hans eitthvað diplómatiskt mikil-
Framhald á bls. 11
Erindi flutt á Leifsfagnaði tslenzk- ameríska félagsins ». október 1965.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16