Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Árni  Öla:
Úr  sögu  Reykjavíkur:
Mötaka og momyrar
FYRRI  HLUTI
"egar rætt hefir verið um kosti
©g hlunnindi Reykjavíkur, hefir eitt
jafnan orðið útr#.dan. Það er mótakið.
Hefir það þó eigi haft litla iþýðingu fyrir
vöxt og viðgang byggðarinnar frá önd-
verðu. Hvernig hefðu menn átt að kom-
ast af hér, ef ekkert hefði verið elds-
neytið? í byggðunum suður með
sjó sóttu menn eldsneyti sitt
í sjóinn. Aðallega var það þang
Og þari, og það þótti ómet-
anlegur kostur á jörðum ef þar var
góður þangskurður í fjöru. Á stórum
heimilum voru oft sóttir 400—500 hest-
burðir af þangi í fjöruna, og úr þessu
urðu um 100—125 hestar af þurru þangi.
Þetta var eldsneyti heimilanna, og auk
þess fiskbein vætt í lýsi. En í grennd
við Reykjavík var lítið um þangfjörur.
Þótti gott ef menn gátu fengið svo mikið
iþang, að hægt væri að þekja móhrauk-
ana með því, og svo var það þang haft
tii eldsneytis jafnhliða mónum.
VL
lór hefir haft ýmis nðfn. Eggert
Ólafsson kallar hann mótorf, og fjöru-
mó nefnir hann sjótorf, en segir þó að
-4>essi eldiviður gangi líka undir nöfnun-
um mór og torf. I Norðurlandi var hann
kallaður svörður. Sennilega er torf elzta
nafnið. í Rígsþulu, sem ¦segir frá því
hvernig mannkynið skiptist upphaflega
í stéttir, er þetta sagt um verksvið
þeirra, er voru þrælaættar:
— lögðu garða,
akra töddu,
unnu að svínum,
.geita gættu,
grófu torf.
Hér eru talin þau verk, er frjálsum
œönnum þótti ekki samboðið að vinna.
Að „grafa torf" mun hér þýða hið sama
•g „að taka upp mó", eins og málvenja
var í Reykjavík fram á þessa öld, en
annars staðar „að vera í mógröfum".
Þetta styðst og við það, að Einar
Orkneyjajarl fékk kenningarnafn sitt
Torf-Einar fyrir það, að hann kenndi
Orkneyingum á 9. öld að nota mó til
eldsneytis. Hér á landi er getið um mó-
tekju í lok 10. aldar, er Þangbrandur
kristnitooði var hér á ferðinni. Þá orktu
margir níð um hann og þar á meðal
Veturliði skáld í Sumarliðabæ í Holtum.
Þá var með Þangbrandi Guðleifur Ara-
son frá Reykhólum. Þeir fréttu að Vetur-
liði væri að „torfskurði" með húskörlum
sínum. Þangað sneru þeir. Varðist Vetur-
liði Guðleifi með ,,torfskera", en Þang-
brándur lagði hann í gegn með spjóti.
Hér er getið um torfskera, sem notaður
hefir verið til þess að taka upp mó. En
í Hávarðar sögu ísfirðings er á tveim
stöðum getið um „torföxi", og er senni-
legt að sú öxi hafi verið höfð til þess
að höggva sundur móköggla. í Njáls
áögii er sagt frá manni austur í Mýrdal
og var hann með „torfhrip" á hrossi;
sennilega hefir hann verið að flytja mó.
Og í Landnámu er getið um „torfnaust"
vestur á Meðalfellsströnd; sumir halda
að þétta þýði að húsið hafi verið úr
torfi, eri þar hefir verið mógeymsla.
Kofinn hefir verið kenndur við það til
hvers hann var notaður, og má þar til
sarínindamerkis benda á hliðstæð orð:
„skipanaust" og „bátanaust".
í Búalögum er talið meðalmannsverk
á dag: 1. að rista 200 heytorfs og sé 7
feta löng hver heytorfa; 2. að velta
fjórðungslandi á dag (þ. e. að stinga
upp); 3. að skera 20 fóta gröf, 10 fóta
breiða, og liggi niður 20 torfur og risti-
torfu að auk.
í Grágás er sagt um leiguliða að „hann
á torf að skera í landinu, er leigt hefir,
sem hann þarf til eldibranda sér". Hér
er bersýnilega átt við mó, og á öðrum
stað talar Grágás um torfmó.
E
í ftir þessu er sýnilegt, að greinar-
niunur er gerður á því að „rista" torf
og að „skera" torf. Þegar talað er um
að rista, er átt við grassvörðinn (stor.
ristitorfa), en þegar talað er um að
skera torf, þá er átt við mó, og þar er
hver stunga kölluð torfa (sibr. 20 torfur
niður). Hve djúpar þessar grafir hafa
verið veltur á því hve þykkar stung-
urnar hafa verið, og hefir það farið eftir
aður til eldsneytis hér á fyrstu öldum
íslandsbyggðar, og alls ekki til upphit-
unar í skálunum, sem voru aðalvistar-
vera fólksins. í bæjarrústum þeim frá
þjóðveldistímanum, sem grafnar hafa
verið upp, eru alltaf grófir á miðju
skálagólfi fyrir lángeld. Þessar grófir
eru þannig, að þar hefir ekki verið
auðvelt að brenna mó, heldur hefir þar
verið brennt skógarviði og rekatimbri.
í Reykjavik hefir þetta sjálfsagt verið
eins, meðan entist hrísið og kjarrið á
holtunum hér um kring. Það er ekki
fyrr en allur skógur er upp urinn, að
menn verða að fara að nota mó til elds-
neytis. Er ekki ósennilegt, að einmitt
um þær mundir hafi orðið breyting á
byggingarlagi og húsaskipan, og að þá
sé farið að reisa sérstök eldhús vegna
þess óþrifnaðar, er fylgdi mónotkun,
sérstaklega mómylsnu og móösku. En
um það eru engar heimildir fremur en
um annað er við kemur sögu Reykja-
iltó.f«*.*W^/#í
iþví áhaldi, sem notað var. Enginn getur
nú sagt um hvernig torfskerínn hans
Veturliða skálds var, en Eggert Ólafsson
getur um torfskera, er notaðir voru um
miðja 18. öld í Borgarfirði og á Snæ-
fellsnesi. Lýsir hann þessu áhaldi svo,
að það hafi verið ferhyrndur spaði,
járnsleginn að framan og með hvassri
egg. Á annarri hlið blaðsins hafi verið
4 þumlunga langt járn, sem gekk horn-
rétt út frá blaðinu, og með beittri egg.
Með þessu verkfæri sé stungnir hnaus-
ai, sem sé 1 fet á lengd, % fet á breidd
og þriggja þumlunga þykkir. Má vel
vera að svipaður þessu hafi verið torf-
skeri Veturliða skálds. En á öldinni sem
leið var hér í Reykjavík alltaf miðað
við pálstungur, þegar rætt var um dýpt
á mó eða mógróf. Var það vegna þess
að páll var notaður til að stinga móinn,
o{,: urðu þá hnausarnir miklu þykkri en
hér er talið. En jafnframt var þó enn
notaður móskeri; var hann þannig gerð-
ur, að blaðið var hornbeygt, og þurfti
því ekki að stinga honum nema einu
sinni niður við hvern hnaus, en pálnum
varð að stinga niður tvisvar. Hver mó-
gröf varð þá 6—12 pálstungur á dýpt.. .
I ennilega hefir mór vérið lítið not-
i.c. > i\.n.i.
víkur fyrstu aldirnar.
Af máldögum kirkna virðist mega
ráða, að mótekja sé orðin algeng um
land allt á 12. og 13. öld. Er þess þá
víða getið, að kirkjur hafi náð undir
sig mótökum, og er sums staðar talað
um „áttfeðming torfs" eða „áttfeðmings
torfskurð", líka um „tólffeðming", jafn-
vel 3 og 4 „tólffeðminga".
Fyrstu heimild um móttöku hér í
Reykjavík er að finna í landamerkjalýs-
ingu, sem talin er vera frá árinu 1500,
eða þar um bil. Þar er talað um Rauðar-
árgrafir, og getur ekki átt við neitt ann-
að en mógrafir, sem verið hafa í mýr-
inni þar upp með ánni.
Jarðabókin 1703 er svo næsta heimild.
Þar segir að útigangur í Reykjavík sé
þrönglendur og hættur mjóg fyrir torf-
gröfum. Hér er „torf'-nafninu enn hald-
ið á mógröfum, en þetta sýnir að mótekja
hefir þá þegar verið stunduð um langt
skeið, því að varla gæti hafa verið um
miklar hættur fyrir sauðfé að ræða af
mógröfum, nema 'þær hefðu náð yfir
stórt svæði. Þetta sýnir líka skeytingar-
leysi manna, að þeir hafa hlaupið frá
opnum mógröfum og þær síðan fyllzt af
vatni og leðju.             ¦¦•
í ¦. Jarðabókinni segir  ennf remur,  að
mótak sé nægilegt í Reykjavíkurlandi,
en ekki nefnir hún staðina, þar sem mór-
inn var tekinn. Samkvæmt öðrum heim-
ildum hefir mótakið aðallega verið i
Kaplaskjólsmýri og Vatnsmýri. Það var
ekki aðeins Reykjavík ein, sem sat að
þessu hagræði að geta fengið nóg elds-
neyti svo að segja heima við bæjar-
vegginn, heldur nutu aðrir góðs af. Þar
má fyrst nefna bændur á hjáleigunum
Landakoti, Götuhúsum, Grjóta, Suður-
bæ, Melshúsum, Hólakoti, Skálholts-
koti og Stöðlakoti. Þeir máttu allir taka
upp eins mikinn mó og þeir þurftu í
Reykjavíkurlandi. Hlíðarhúsamenn tóku
einnig þar allan mó handa sér, því að
þeir töluu sig eiga sjöttung í Reykja-
víkurlandi óskiptu, og naut hjáleigan
Ananaust þar einnig góðs af. Kirkjujörð-
in Sel fékk að taka mó úr Víkurlandi.
Arnarhóli og Litla-Arnarhóli fylgdi þá
einnig torfrista og móskurður í landi
Reykjavíkur. Rauðará átti afskipt land
og átti þar svo nógsamlega mótekju, að
þar fengu bændur í Örfirisey að taka
upp mó handa sér. Skildinganes hafði þá
verið sjálfstæð jörð um heila öld eða
lengur, og landi þess skipt úr Reykja-
víkurlandi.
ft
lér verður þá að minnast ofurlítið
á Víkursel, því að það kemur óbeinlínis
við þessa sögu. 1 Oddgeirsmáldaga, sem.
gerður var 1379, segir að Reykjavíkur-
kirkja eigi Víkurholt með skógi og sel-
stöðu. Þá var Öskjuhlíðin nefnd Víkur-
holt,  til  aðgrainingar  frá  Arnarhóls-
holti  (nú  Skólavörðuholti).  Selið  stóð
sunnan  og  vestan  undir  háhlíðinni  og
þarna  höfðu  Hlíðarhúsamenn  einnig  í
seli eftir að þau urðu sérstók eign. Þegar
Skildinganes verður sérstök jörð, verð-
ur selið og umhverfi innan landamerkja
þess, en réttindi kirkjunnar virðast þó
haldast lengi eftir það, svo sem selstað-
an, hrísrif og beit í Seljamýri. En þegar
Reykjavík  hafði   fengið   kaupstaðar-
réttindi, hófust landamerkjadeildur þar
á milli og Skildinganess og stóðu fram
til  1839. Þarf ekki að  rekja þær hér,
heldur  hitt,  að  Ulstrup  bæjarfógeti
safnaði vottorðum kunnugra manna um
landamerkin árið 1828. Meðal vottanna
var  Elín  Þórðardóttir  Sighvatssonar  í
Hlíðarhúsum. Hún var þá 56 ára gömul
og  hafði  verið  seinasta  selmatselja  í
Víkurseli.  Selið  hefur  sennilega  lagzt
niður árið  1800, er landamerkjadeildan
hófst fyrir alvöru. Elín sagði svo: „Sel
hafði faðir minn og allir hans forfeður
vestan og sunnan undir Öskjuhlíð,  sem
faðir minn sagði að stæði í Reykjavíkur-
kirkjulandi. Það sel höfðu þeir ákæru-
laustþangað  til"  ......  ,)Faðir minn
fojo a hálflendunni í Hliðarhúsum til
dauðadags, í full 40 ár. Hann sagði mér
sem fleirum, að Skildinganessland
vestur eftir næði vestur fyrir Kapteins-
nef, út að Móholti, sem allir sem þá
bjuggu fyrir vestan Reykjavik, allt að
Seh, þurrkuðu mó á. Úr þessu Móholti
væn Skildinganessland upp í stóran
skurð fyrir vestan Björnshól. Úr Mó-
holtinu beint í sjó, fyrir vestan Gyð-
riðargarða".
Hér er getið nokkurra örnefna, sem
nú munu týnd. Merkast þeirra fyrir
þessa frásögn er örnefnið Móholt, vegna
þess að þar þurkuðu mó sinn allir þeir,
sem bjuggu fyrir vestan Reykjavík.
Verða svo afdráttarlaus ummæli varla
skilin á anna veg en þann, að menn,
sem tóku upp mó hjá Kaplaskjóli, hafi
reitt hann á þurkvöll vestast í holtinu,
en hinir, sem tóku upp mó syðst og
vestast í Vatnsmýrinni, hafi reitt sinn
mó upp á holtið austanvert. Holtið hef-
ir því allt verið kallað Moholt og hefir
það örnefni sögulega þýðingu*). Um
iþær mundir var engin byggð þarna, en
árið 1842 reisti maður nokkur, er Grím-
ur Egilsson hét, bæ á „holtinu" og nefnd-
er nú Laufás.
* ŒSér í Reykjavík hét eitt kotið Móhús
og var ¦ skammt frá Vatnsmýrinni. Þar
8  LESBÓK MORGUNBLAÐSINS"
34. tbl. 1965
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16