Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						a:

wur:
handtökin  urðu  mörg áður en  mórinn
væri komin þurr heim á hlað.
Þ
SEINNI   HLUTI
" egar Reykjavík fékk kaupstaðar-
réttindi og verzlunarlóðin var ákveðin
(hún náði aðeins yfir Kvosina), skap-
aðist hér vandamál, því að sumir munu
hafa litið svo á, að þeir sem bjuggu
á verzlunarlóðinni, hefði eigi lengur rétt
til að hagnýta óskipt land Reykjavíkur
eins og áður. Kaupmenn fengu t. d.
ókeypis lóðir á verzlunarsvæðinu, og það
áttu þeir að láta sér nægja. En svo
voru þarna einnig tómthúsmenn, sem
áður höfðu haft beit og mótekju í
óskiptu landi, og þeir urðu nú illa settir.
Levetzow stif tamtmaður skarst í leikinn,
og að tillögu hans úrskurðaði stjórnin,
að þar sem verzlunarsvæðið hefði verið
lekið úr Reykjavíkurlandi, ætti þeir,
sem þar bjuggu, að hafa sameiginlegan
afnotarétt úthaga jarðarinnar á við
aðra. — Með þessu var þá kaupstaðar-
búum heimiluð mótaka handa sér í
bæjarlandinu óskiptu.
Svo er að sá, að þegar móaska var
borin út úr húsunum, hafi henni upp-
haflega verið fieygt hingað og þangað.
Af þessu gat stafað brunahætta, því að
í móösku leynast oft glóðarmolar. Þetta
yar forráðamönnum bæjarins ljóst.
í skipunarbréfi fyrsta næturvarðar 1791,
er þá einnig svo fyrir mælt: „Hann skal
byrja vöku sína á því, að yfirlíta allar
öskuhrúgur og ganga umhverfis hvert
hús og athuga hvort eldur leynist í
ösku eða skorsteini, og verði hann nokk-
urs slíks var, skal hann tilkynna það.
— Skyldi hann verða elds var, á hann
að vekja fólk í hverju húsi, hrópa upp:
Eldur!, og jafnvel í sífellu hringja
stærstu klukkunni". f októbermánuði
1806 gaf bæjarfógeti út auglýsingu um,
að öllum sé hér eftir bannað að bera
ösku og móköggla í kirkjugarðinn, á
Austurvöll, eða annað opið svæði. Árið
eftir var þetta svo áréttað með enn
strangari fyrirmælum. — Sótarastarf
var ekki stofnað fyrr en á borgarafundi
1836, og fékk það Guðmundur „fjósa-
rauður" böðull, og skyldi hann hafa
ákveðna þóknun á ári fyrir hvern reyk-
háf.
K,
^aplaskjólsmýrin mun hafa verið
hentugasta mónámslandið upphaflega.
Þar var mólagið djúpt og tiltölulega auð
veit að koma mónum á þurrkvöll. Þang-
að sóttu því margir mótekju og var talið,
að meðalheimili mundi þurfa um 100
hesta af mó til ársms. En svo fóru
ýmsir að bralla það að taka upp meiri
mó en þeir þurftu sjálfir til heimilis.
Ástæðan var sú, að mórinn var orðinn
verzlunarvara. Þeir, sem bjuggu suður
með sjó og áttu við sífelldan eldsneytis-
skort að stríða, vildu gjarna kaupa mó.
Því fór svo, að Vesturbæingar seldu
þeim hvern mófarminn af öðrum. Og
þegar svo var komið, að hægt var að
hafa tekjur af mósölu, var minna um
það skeytt en á'ður, hvernig gengið var
að verki í mómýrinni. Mönnum var það
mest í mun að ná upp sem mestu af
mó á sem skemmstum tíma. Var þá ekki
verið að hugsa um að mólandið nýttist
bezt, heldur gerðu menn grafir hvar sem
þeim sýndist. Var svo komið árið 1828,
að sýnt þótti, að með þessu áframhaldi
mundi mótekja í Kaplaskjólsmýri brátt
verða á þrotum. Var þá bannað að
menn tæki þar upp meiri mó en þeir
þyrfti sjálfir til heimilisnota og jafn-
framt voru settar reglur um hvernig
grafa skyldi eftir mónum. Var svo eftir
það úthlutað sérstökum spildum til mó-
tekju í bæjarlandi og var hve spilda
kölluð „kista" og var ferhyrnd, 10 fet
á hvorn veg. Þótti þá gott mótak ef 50
hestburðir fengust úr kistunni. Þurfti
því hvert meðalheimili að fá útmældar
tvær kistur handa sér.
Jafnframt því að þessar ráðstafanir
voru gerðar, var skipaður sérstakur
urnsjónarmaður allra mótekjulanda í
Reykjavík. Valdist fyrstur til þess starfs
Ólafur Guðlaugsson bóndi í Vesturbæn-
um í Hlíðarhúsum. Skyldi hann mæla
út kistur handa hverjum þeim, sem
vildi taka upp mó, og nú urðu menn
að greiða honum 1 krónu fyrir hverja
kistu, og mun það hafa verið kaup hans.
Vatnsmýrin var önnur helzta mómýri
Reykvíkinga framan af, eins og fyrr
segir, en þar hagaði öðru vísi til en í
Kaplaskjólsmýri, vegna þess hve blaut
Vatnsmýrin var. Menn byrjuðu að taka
upp mó í henni bæði vestast og austast
og urðu að reiða móinn á hestum á
þurrkvöll. Þeir, sem tóku upp mó að
vestanverðu, reiddu hann upp á Móholt,
en hinir þurrkuðu sinn mó hjá Grænu-
borg eða þar fyrir framan sem Land-
spítalinn stendur nú. Og frá báðum þess-
um þurrkvöllum varð svo að reiða mó-
inn heim á hestum, eða aka honum
heim á sleða þegar kom fram á vetur
og tjörnin var ísi lögð, svo að hægt var
að fara yfir hana. Vegna þessara erfið-
leika kom það til athugunar á borgara-
fundi haustið 1828 hvort ekki mundi
vera hægt að gera akveg suður þangað,
en sú tillaga var langt á undan tíman-
um og dó í fæðingu. — En svo var það
32 árum seinna, að Daniel Bernhöft
bakari óskaði þess að fá að gera á sinn
kostnað akveg frá Vatnsmýri yfir
Skólavörðuholtið til þess að geta auð-
veldar flutt mó heim til sín. Bernhöft
mun þá hafa verið sá borgari bæjarins,
sem mestu eyddi af mó árlega vegna
bökunarhússins. Honum var leyft að
gera þennan veg, og sumarið 1860 ruddi
hann ásamt vinnumanni sínum akfeeran
veg frá Grænuborg að Holti við Skóla-
vörðustíg. Eftir það fékk hann sér mó-
vagn, eða mógrind, eins og það var
venjulega kallað, og ók öllum mónum
heim til sín. Voru þetta ólíkt myndar-
legri vinnubrögð en að reiða móinn
heim í hripum, þar sem í hverju hripi
voru ekki nema svo sem 25—30 kg. af
mó, en í vagninum var hægt að hafa
sex hestþurði, eða 12 hrip. Þessi mó-
grind Bernhöfts mun hafa veriö fyrsti
vagninn hér í bæ. Sáu menn fljótt, að
þetta var hinn mesti búhnykkur, og
þegar er akfærir vegir voru komnir að
mómýrunum, fengu ýmsir sér mógrind-
ur og gerðu sér að atvinnu að aka mó
heim fyrir hina og aðra. Þessir menn
áttu sjálfir hesta og fengu 5 kr. kaup
á dag og ókeypis fæði.
M;
Lótekjan fór aðallega fram á tíma
bilinu frá 20. maí fram að Jónsmessu.
Ýmiss konar hjátrú var í sambandi við
hana, svo sem að mórinn sprytti aftur
og eftir nokkur ár mætti fara í gamla
gröf og fá þar nógan mó. M voru talin
áraskipti að því hvernig mórinn væri,
stundum væri hann þéttur og glerharðn-
aði við þurrkinn, næsta ár væri hann
máske eins og grautur og molnaði
niður við þurrkinn. Enn var það út-
breidd trú, að mórinn væri hitaminni,
ef hann væri tekinn eftir Jónsmessu,
og þeir sem höfðu vorvertíðarmenn á
vegum sínum, seildust því til þess að
iáta þá vinna hjá sér að mótekju, áður
en vertíð væri lokið. Má því vera að
þetta um hitagildi mósins hafi upphaf-
lega verið átylla til þess að geta notað
vorvertíðarmennina við móverkin, en
gat síðar orðið að trú.
„Ekki er sopið kálið, þótt í ausuna sé
komið", segir gamall málsháttur, og
mikið erfiði var fram undan þegar menn
höfðu fengið útmælda mókistu eða mó-
kistur. Fyrst var a'ð ryðja grassverði og
mold ofán af mólaginu. Var sá ruðning-
ur kallaður rof og var stundum 3—4
skóflustungur. Þá fyrst er rofinu hafði
verið rutt burt, gátu menn byrjað á
því að skera móinn. Venjulega var
byrjað á því verki eldsnemma á morgn-
ana og gekk allt heimilisfólk að því, en
þeir sem fáliðaðir voru, hjálpuðust að.
Ekki voru margbreytt tækin, sem notuð
voru við þennan námugröft. Það var
páll eða skeri og berar hendur þeirra,
sem að þessu unnu. Einn skar hnausana,
annar tók þá jafnharðan og kastaði tií
hins þriðja, sem stóð á bakkanum, en
hann kastaði til hins fjórða, er hlóð
hnausunum í köst. Hver köggull var á
lofti frá því hann losnaði og þar til
hann var kominn í köstinn. Var oft
þreytandi verk að kasta kögglum úr
gröf þegar gröfin fór að dýpka.
Væri mannafli nógur við móskurðinn,
var kögglunum ekki hlaðið í köst heldur
voru þeir bornir á handbörum út á
þurrkvöllinn. En það var þó ekki hægt
nema því aðeins að þurrkvöllur væri
nærri. Ef langt var að flytja voru hafðir
til þess hestar og á þeim hafðir svo-
nefndir barkrókar (torfkrókar) eða kláf-
ar. Flýtisauki þótti að því að koma món-
um á þurrkvöll jafnharðan, en sá kostur
fyigdi því að láta hann standa í kesti
nokkra daga, að hann léttist þar mikið
við það að vatn seig úr honum. Sjálf-
sagt þótti að hvert heimili eyddi ekki
nema einum degi í að taka upp mó, er
nægja mundi til ársins.
Þegar á þurrkvöll kom var móköggl-
unum raðað þar þannig að þeir stóðu
upp á endann. Væri nú fremur raklent
þarna var venjan sú að smáhreykja
mónum eftir nokkra daga, hlaða honum
í smágarða. En þar sem harðlent var,
þótti ekki þörf á því og var mónum þá
stórhreykt þegar hann var orðinn sæmi-
lega þurr. Þeir hraukar voru um mann-
hæðar háir og gátu verið allt að 20
hestburðir í hverjum hrauk. Þessir
hraukar voru eins og stórar vörður til-
sýndar og voru tugum saman á hverj-
um þurrkvelli. Settu þessar einkenni-
legu hraukafylkingar svip sinn á um-
hverfi bæjarins seinni hluta sumars, því
að þarna stóðu þær stundum alllengi.
En á haustin var mórinn svo fluttur
heim, fyrst í hripum en síðar á mó-
grindum.
Eins og á þessu má sjá, voru áhöldin
til mótekjunnar ekki önnur en páll eða
skeri, handbörur, torfkrókar eða kláfar,
móhrip og seinast mógrindur. „Útgerð-
arkostnaður" varð því ekki mikill,  en
að lætur nú að líkum að í torf-
bæjunum hafi ekki verið geymslur fyrir
allan þann mó, er þurfti til ársins, og
allra sízt þar sem var tvíbýli eða þrí-
býli. Mónum var því hlaðið í stóra
hrauka utanhúss. Þegar fjárnám var
gert hjá Pétri Skúlasyni í Efraholti við
Skólavörðustíg í ágústmánuði 1856, hafði
mórinn verið fluttur heim. Voru þar
tveir stórir móhlaðar og 2 minni norð-
an við bæinn og voru þeir virtir á 35
rdl., en inni í bæjardyrum var móhlaði,
sem virtur var á 1 rdl. 32 sk. í þessu
koti var aðeins þrennt í heimili, og má
nokkuð á þessu marka hve miklar hafi
verið móbirgðir á haustin hjá fjölmenn-
um heimilum. Enda er það skemmst af
að segja, að það var eins og allir torf-
bæirnir stækkuðu að mun á hverju
hausti, þegar móhlaðarnir voru komnir
hjá þeim. Eftir sögn eldri manna hefir
Þórbergur Þórðarson lýst því hvernig
þessir móhlaðar voru: „Var hleðslunni
þann veg hagað, að fyrst var hlaðinn
keilumyndaður hlaði úr 20—30 hestburð-
um og var það aðalhlaðinn. Síðan var
hlaðið allt í kringum hann og fast a3
honum smærri hlöðum, að vísu jafn-
háum aðalhlaðanum, en töluvert mjórri.
Þannig mynduðu allir hlaðarnir eina
heild. Að því loknu var sóttur bátsfarm-
ur af þangi út í Akureyjarhólma eða
Örfirisey eða í fjöruna fyrir neðan
Battaríið og þangið breitt ofan á hlað-
ann. Þar varð það að harðri skán og
varði móinn vætu. Að sækja þangið var
kallað að fara í þangfjöru. Stundum var
þangið tekið á vorin og þurrkað á görð-
um yfir sumarið og látið liggja þar
hreyfingarlaust þar til það var breitt
á móinn á haustin. Þanginu var síðan
brennt með mónum. — Þegar farið var
að brenna mónum, var venjulega tekinn
einn móhlaði í einu og borinn inn 1
mógeymslukofa, en þaðan var hann tek-
inn jafnóðum og honum var brennt. Á
einstöku bæjum var honum komið fyrir
í bæjargöngum".
Þeir, sem bjuggu í timburhúsum,
munu aliir hafa haft eitthvert skýli fyrir
móinn. Þar sem nú er t. d. vesturend-
inn á Hressingarskálanum, var upphaf-
lega allstór móskemma og stóð hún
óbreytt fram á þessa öld. Annars voru
stórir skúrar við mörg húsin og var
hlaðið þar mó í annan endann, en í hin-
um endanum stó'ðu vatnstunnur, og svo
var ýmislegt fleira geymt þar. Þarna
voru aldrei miklar birgðir af mó, nema
þá hjá einstaka manni, heldur var mór-
inn dreginn að smám saman.
u.
' m miðja fyrri öld er þess sér-
staklega getið á prenti, að fjöldi manna
í Reykjavík lifi á því að taka upp mó
og selja hann. Voru þá ýmsir hinna eldri
borgara hættir að láta taka upp mó fyrir
sig, og þótti eins gott að kaupa hann
þurrkaðan og heimfluttan. Þetta hélzt
svo þar til eldavélar og ofnar komu og
farið var að brenna kolum.
Þeir, sem hesta áttu, komu sér
snemma upp mógrindum og gerðu sér
að atvinnu að flytja mó heim fyrir aðra.
Urðu þá móflutningadagarnir sérstakir
hátíðisdagar fyrir börnin, því að þá
fengu þau að sita í mógrindunum alla
leið heiman frá sér og inn í Norðurmýri,
eða suður í Vatnsmýri. Var þeim það
áreiðanlega meira ævintýr að aka í þess-
um grindum, heldur en börnum er nú
að aka í bíl. Þá voru heldur ekki til
nein önnur farartæki á hjólum og þesa
vegna varð ferðalagið svo dásamlegt. Og
alveg fram yfir aldamót, var það mjög
algengt að heyra börn syngja á götunni:
„Ég hlakka til, ég hlakka til þegar á
að keyra móinn!" Hygg ég að ýmsir
aldraðir menn minnist þessa enn og
fyrstu ökuferðar sinnar í mógrind vegna
þess hvað það var dýrleg skemmtun.
Framhald á bls. 14-
4    LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
35.   tbl.   1965
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16