Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 38. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						[     38. tbl. 21. nóvember 1965. 40. árg.
ar opin.berar reglur og svo mikill tóm-
leiki oían á tómleikann, sem fyrir er,
að ekki er hægt að græða neitt stór-
kostlega, ekki einu sinni á 40 hæða
skýjakljúfi, ef eitthvað á að arta meira
upp á þakið en að hafa það flatt. (í raun
og sannleika nemur ágóðinn 14—17% á
skýjakjjúfum með flötu þaki, sem aftur
gefur til kynna, að það sé meira ágirnd-
ifc en fegurðarskynið, sem hggur að baki
teikningunum).
H
i ugsum okkur þetta ómerkilega
umhverfi, sem bíður okkar næstu hálfa
ö!dina. Innri húsagerðarlist á 50
milljón dala reikningi hefur sýnt sig
vera Kleenexkassi, 40 hæða. Helzt lítur
út fyrir, að maður framtíðarinnar muni
ljfa í einmitt svona umhverfi, og þá er
vafasamt, hvort mikilleikakenndin lifir
FJOLLUM HÆRRI
Eftir  Norman  Mailer

bók Lyndons Johnsons, „Von mín
íyrir Ameríku", er fimmti kaflinn kall-
aður „í átt til mikils þjóðfélags". Og þar
«r þessi málsgrein:
„Margir þeirra, sem nú eru á lífi,
munu sjá þann dag — ef til vill eftir
íimmtíu eða sextíu ár — að Bandaríkja-
xnenn verði orðnir fjögur hundruð millj-
ónir og fjórir fimmtuhlutar þeirra bú-
endi í borgum. Það, sem eftir er af þess-
ari öld, tvöfaldast tala borgarbúa, borg-
ar-svæðin tvöfaldast og við verðum að
koma upp heimilum, þjóðvegum, og
ýmsum þægindum, sem jafnast við allt,
eem gert hefur verið á því sviði siðan
landið okkar var fyrst byggt. Á næstu
40 árum verðum við að endurbyggja all-
ar borgir Bandaríkjanna".
Leturbreytingin er mín. Þetta er hroll-
¦vekjandi setning. Borgin, sem við
byggjum nú, er þegar tekin að nálgast
a'gjöra umsköpun á þeim heimi, sem
íoreldrar okkar þekktu á bernskuárum
einum. Ef ekki verður nein kjarnorku-
styrjöld, engar drepsóttir eða plágur,
gengwr heimurinn inn í tímabil alþjóða- .
eamvinnu og friðsamlegrar samkeppni;
ef við breytum kalda stríðinu í ein-
ihverskonar frið og lífskjörin batna um
heim allan, þá munum við áreiðanlega
endurbyggja Bandaríkin eins og Lyndon
Johnson segir, þá munum við byggja
nsavaxið, nýtt land. Það er vel hugsan-
]egt, að engin bygging, teist árið 1899,
pjuni verða uppistandandi árið 2000.
En hvernig koma Bandaríkin þá til að
lita út? Hvernig verður byggingarlistin
þar? Verður það byggingarlist mikils
ríkis, eða heldur hún áfram að vera
byggingarlist tilviljunarinnar og rugl-
dngsins, þar sem enginn getur séð mun
á sjúkrahúsi og leigukassa, verksmiðjum
og háskólum, hljómleikahöllvfi og
borgarskrifstofum eða flugstöðvum?
Manni hnykkir við hugsuninni að sjá
Eandaríkin endurbyggð í mynd þessara
eviplausu skýjakljúfa, 40 hæða, með
veggjum, sem eru jafndauðir og auður
ejónvarpsskermur, og lögun þeirra álíka
éhugavekjandi og kassi undan þurrku-
pappír, reistur upp á endann! Þetta eru
byggingar, sem gefa ekkert eins vel
ti! kynna og verðfall dollaraseðilsins.
Þær eru gjörsneyddar allri skreytingu
(sem kostar peninga), gluggarnir á þeim
eru ekki laglega felldir inn í vegginn,
iheldur eru í sama fleti ogyfirborð veggj-
arins, rétt eins og gljáplástur á skinni,
og þess eru engin dæmi, að þarna sjáist
þak með tumi, kvisti, spírum, íhvolfum
hiiðum eða bryggju — ekki einu sinni
niastur til að tjóðra við loftsikip, er
jþarna til að minna okkur á að öll menn-
ing mannkynsins hingað til reyndi að ná
tii himna. Nei, okkar nýtizkubyggingar
eru flatar að ofan, flatar eins og hið
eilífa tilbreytingarleysi, eins og síðasti
skildingurinn í dollarnum okkar. Svo
mikil sviksemi á sér stað í byggingar-
iðnaðinum, ofsaverðbólga í lóðaverði,
vinnusvik íkiædd féiagsreglum, svo
miklar mútur og mikii eyðsla, svo mikl-
það af. Það má telja alveg víst, að við
getum ekki byggt upp mikið þjóðfélag
í dauðu umhverfi. Kynslóðir framtíðar-
innar munu vaxa upp i umhverfi, sem
er álíka einhæft og álika tilbreytingar-
mikið og plastkassi, sem við geymum
mat í. Þær verða alls ófróðar um þæg-
indi rólegs nágrennis, þær vita ekki, að
fátækrahverfi séu til. í lýsingum fram-
tíðarinnar mun hið fyrrnefnda þykja
jafnskrítið og okkur finnast lýsingar af
sveitalífi í Englandi á 19. öldinni, og
hnífs-  og  skeiðar-tilveran  í  fátækra-
hverfunum verður í þeirra augum álíka
hættuleg og Indíánarnir með kveikiörv-
arnar sníar eru í okkar augum.
Já, það er verið að eyðileggja gömlu
hverfin, þau góðu og slæmu, einkum þó
þau slæmu. En hvað fátækrahverfin
snertir, verðum við samt gripin einhvers
konar heimþrá — þarna er verið að láta
villiskóginn af hendi og fá fangeisi í
staðinn, ef nánar er athugað. Þegar
menn fara gegnum hin skipulegu hverfi
nútímans, þessi háu svefnherbergi eða
svefnsali sem fangelsa ríka jafnt sem
fátæka, hættir maður að undrast, að
ofbeldisverk skuli vera algengari en í
gömlu fátsekrahverfunum, og ung]inga-
g-æpir fari vaxandi, og eins eiturlyfja-
nautn. Veran í gömlu fátækrahverfunum
skildi marga eftir hálflamaða, og aðra
hálfgerða villimenn, en þau voru að ,
njinnsta kosti umhverfi þar. sem menn
urðu að nota vitglóruna. í þessum fang-
elsishverfum nýbygginganna þarf þess
ekki — þar ferðait menn eftir löngum
gangi til þess að komast að dyrunum
sjhum, og þeir eru álíka langir og gang-
arnir í skólunum eða gangarnir í sjúkra-
húsunum  við  endann  á  veginum  __
umhverfi nútímamannsins tekur á sig
niynd endalausrar og tómlegrar sam-
gönguæðar.
0,
"g útborgahverfin eru gerilsneydd
eins og skurðarborð, og álíka hressandi
og að anda að sér lykteyði er það að
sjá hinar nýju skrifstofubyggingar. Við
komumst í heldur litla upplyftingu af að
horfa til framtíðarinnar, því að hið
fallega verður rifið upp með rótum um
leið og hið ljóta, fólksfjöldinn, tvöfald-
ast, og í New York víkja múrsteinshúsin
fyrir teningum, 16 hæða, með stóru bíla-
Framhald á bls. 11.
' Srewwg tij Ðwutld Mmc^ai
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16