Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						E
•¦*?¦¦¦"--< ¦¦*^~<n
I ekki er vitað hvenær frakkneskir
sjómenn fóru fyrst a'ð fiska á íslands-
miðum, en það mun vera langt síðan
þeir fóru að veiða við ísland.
Um 1800 voru mörg frakknesk fiski-
skip á veiðum við fsland, sem voru
eingöngu seglskip. Frá 1850 til 1914 var
mikil sigling frakkneskra fiskiskipa til ís
lands, sem voru kútterar og skonnortur,
frá Dunkerque, Gravelines og Paimpol.
Fram til 1904 veiddu eingöngu seglskip,
en 1904 veiddu fjórir frakkneskir togar-
ar hér við land, og þeim fjölgaði ár frá
ári, og 1907 voru þeir orðnir 40 og flestir
frá Boulognc. Mörg þúsund frakkneskir
sjómenn fóru á hveru ári á veiðar við
ísland. Aðalbækistöðvar þeirra voru
í Reykjavík og á Fáskrúðsfirði. Fyrir
aldamótin 1901 höfðu þeir kirkju og
skóla í Landakoti, og þeir höfðu lítið
timburhús með sex sjúkrarúmum til að
taka á móti frakkneskum sjómönnum.
Þörfin fyrir spítala var því tilfinnanleg.
Samskot voru haftn í Frakklandi, og
kaþólskur prestur af þýzkum ættum,
M. von Eucb, búsettur í Danmörku, safn
aði miklu fé. Félagsskapurinn, sem stó'ð
að þessu, nefndist „Ordre de Saint-
Joseph de Chambéry". En það kom ekki
að fullum notum, og þá stofnaði flota-
málaráðherra Frakklands, M. de Laness-
an ásamt öðrum áhrrfamönnum og
einnig helztu útgerðarmenn Dunkerque
borgar, félagið ,,Société des Hopitaux
Francais d'Islande". Félagið átti 1907
þrjá spítala á fslandi, einn í Reykjavík,
einn á Fáskrúðsfirði og einn í Vest-
mannaeyjum, sem allir komu að góðum
notum.
Franski spítalinn í Reykjavík
Franski spítalinn í Reykjavík var
byggður 1902 af M. Bald, dönskum arki-
tekti. Spítaiinn er tveggja hæða timb-
urhús á steinkjallara, sem var vandað-
ur. Þar var eldhús, þvottakompur, skrif-
stofur og fleira. Sjúkrastofurnar voru
stórir, rúmgóðir og bjartir salir, er
sneru mót suðri. Þar voru 20 sjúkrarúm.
Einnig voru sérstök herbergi ætlu'ð
berklasjúklingum og þeim er haldnir
voru af næmum sjúkdómum. Þar var
skurðstofa, lyfjabúð og bókasafn. Spítal-
inn stendur við Frakkastíg og Lindar-
götu, og stutt þar frá var líkhúsið. Fyrsti
læknir við spítalann var Jónassen land-
læknir. Eftir hann varð Matthías Ein-
arsson lækniv við spítalann. Hann tal-
aði vel frönsku og var gó'ður læknir.
Hjúkrunarkonur voru franskar. Yfir-
hjúkrunarkona var fröken Martin, frök-
en Peticolas húkrunarkona, og svo ein
íslenzk hjúkrunarkona. Spítalinn hafði
tekið á móti 200 frönskum og erlendum
sjúklingum til 1. janúar 1907. Franskur
konsúll var M. Zimsen kaupmaður.
Frakkneski spítalinn á Fáskrúðsfirði
M. rakkneski spítalinn á Fáskrú'ðs-
•&SÉÉ&&
tWT: Á
Bækístöðvar Fransmanna á íslandi
Eftír  Vigfús  Kristjánsson
firði var byggður 1903 og var tilbúinn
1904. M. Bald aikítekt sá einnig um
byggingu hans. Hann stóð stutt frá sjón-
um utarlega á Búðaströnd Spítalinn var
tvílyft timburhús á steinkjallara. Allt
var þar með sama brag og á spítalanum
í Reykjavík. Þar voru sérstök herbergi
ætluð berklasjúklingum og þeim er
haldnir voru af næmum sjúkdómum.
Sjúkrastofurnar voru stórar, bjartar og
rúmgóðar; í þeim voru 17 sjúkrarúm.
Þar var einnig skurðstofa, lyfjabúð og
bókasafn. Læknir vi'ð spítalann var
Georg Georgsson héraðslæknir, sem tal-
aði vel frönsku og var einnig franskur
konsúll. Yfirhjúkrunarkona var frönsk,
fröken Baudet, en hinar hjúkrunarkon-
urnar voru íslenzkar. Spítalinn hafði
tekið á móti 91 sjúklingi til 1. janúar
1907. Áður var kominn spítali á Búða-
strðnd, sem frakkneska félagið „Oeuvres
de Mer" lét byggja þar 1896. Það var
timburhús, ein hæð og ris, og áföst við
vesturgaflinn á spítalanum var byggð
kapella, sem var ein hæð. Byggingin
stóð ofan við veginn gegnt Tangaverzl-
uninni. Á grasfleti framan við kapelluna
stóð veglegur minnisvarði af Karli A.
Tuliniusi, kaupmanni, sem frakkneska
stjórnin lét reisa. Hann var franskur
konsúll frá 1890 til 1901. Á hverju sumri
var frakkneskur prestur og nunnur, St.
Jósephs-systur, í spítalahúsinu. Þær töl-
uðu frönsku og höfðu skóla fyrir börn
á Búðaströnd. En um aldamótin lagð-
jst það niður, er Oeuvres de Mer tók
spítalann í þjónustu sína og hafði þar
sjómannaheimili og samkomur fyrir
frakkneska sjómenn. En franskur prest-
Fyrri hluti
Franski spítalinn í Reykjavík og starfs-
lið hans, Zimsen, umboðsmaður Frakka
(t. v.), Matthías Einarsson, læknir, tvær
franskar  og  ein ísl.  hjúkrunarkona.
ur var þar á hvrju sumri og stundum
tveir. Frakkneska félagið „Oeuvres de
Mer" hafði einnig spítaiaskip hér við
Jand. Fyrsta spítalaskipi'ð, sem það hafði
á vegum sínum, var „St. Paul", sem
strandaði fyrir sunnan land í kringum
aldamótin. Næsta spítalaskipið var
St. Francois d'Assisi. Það var stórt þrí-
siglt skip með hjálpargufuvél. Seinasta
spítalaskipið, sem félagið hafði, var
Notre Dame de la Mer. Félagið
.Société des Hopitaux Frangais d'Is-
iande" hafði spítalaskipið „La France" í
þjónustu sinni, en það annaðist flutninga
á sjúklingum úr íikipunum á spítalana.
„La France" var stálskip með gufuvél,
ákaflega fallegt og vel út búið.
Frakkneski spitalinn í Vcstmannaeyjum
1 rakkneski spítalinn í Vestmanna
eyjum var timburhús, ein hæð og ris.
í honum voru 9 sjúkrarúm. Læknir við
spitalinn var Halldór Gunnlaugsson
héraðslæknir. Hann talaði vel frönsku og
var sagður góður læknir. Hjúkrunarkon-
an, fröken Hamon, var frönsk. Spítal-
inn í Vestmannaeyjum var starfræktur
frá 1906. Honum fylgdi líkhús eins og
hinum spítölunum. Spítalarnir voru starf
ræktir allt árið og tóku á móti innlend-
um og erlendum sjúklingum. Mesti anna
tminn var í apríl, en þá fóru frakknesku
fiskiskipin að koma á miðin við ísland.
Daggjöld á spítölunum voru til 1. janúar
1907: í Reykjavík og á Fáskrúðsfirði:
Frakkneskir menn 1 króna, íslendingar
75 aurar. Aðrir útlendingad 2 krónur.
En í Vestmannaeyjum: Frakkneskir
menn 1,50 kr. íslendingar 1 króna. Aðrir
útiendingar 3 krónur.
Sjúklingar       Spítaladagar
á spítölunum:    til 1907:
1904   ........   25        590
1905   ........  110      3.265
1906   ........  159      5.720
8  LESBÓK MORGUNBLAÐSIInC-
39. tbl. 1965
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16