Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						flugþjónustu. Skólinn, sem ég kenndi
við, var í Skotlandi. Hafði ég mitt aftur
fram og var sendur suður á bóginn til
nágrennis London. Þar hafnaði ég í 65.
flugsveitinni og flaug með henni til
strfðsloka. Við flugum bandarískum
Mustang-orrustuflugvélum, og var starf
okkar ákaflega margþætt. Ýmist fórum
við í árásarferðir yfir meginlandið, fylgd
um sprengjuflugvélum allt til stranda
Noregs eða eltum V-l sprengjurnar, sem
Þjóðverjar skutu að Englandi. Þessi svo-
kölluðu hefndarvopn Hitlers, eða fljúg-
andi sprengjur, voru þannig gerð, a'ð það
voru aðeins Gyrotæki, sem héldu þeim
á réttum kili og í réttri stefnu. Það kom
fyrir nokkrum sinnum að flugmenn okk
ar náðu þeim og settu jafnvel vænginn
undir flugskeytin. Misstu þau þá flug-
hæfnina og féllu til jarðar. Annars var
algengast að skjóta þau niður me'ð vél-
byssunum. Venjan var sú að við héldum
okkur í töluvert meiri hæð en flugskeyt
in f'lugu í og var okkur síðan tilkynnt
frá jörðu er skeytin komu og hvar þau
voru, og náðum við þeim þá oft me'ð
því að stinga okkur niður á eftir þeim.
Ég var fremur stutt í þessu en tókst þó
að skjóta niður þrjú V-l flugskeyti.
Árásir á meginlandið gerðum við lengi
vel á me'ðan verið var að undirbúa inn-
rásinu í Normandy. Að sjálfsögðu vissi
enginn hvar og hvenær innrásina
átti að gera, en gerðar voru loft-
arásir me'ðfram allri strönd Frakk-
lands til að villa um fyrir Þjóð-
verjum og rugla þá í ríminu. Stund-
um fórum við í fylgd með sprengjuflug-
vélum, stundum vorum vi'ð sjálfir með
sprengjur undir vængunum og gerðum
þá steypiárásir á ýmsa staði, járnbraut-
ir og ýmis varnarvirki, brýr o. fl. Aðal-
sportið var þó að reyna að fá Þjóðverj-
ana upp á móti okkur, enda er aðalstarf
orrustuflugmanna að skjóta nfður óvin-
inn. Hitt sem áður er nefnt, litum
vi'ð nánast á sem aukastarf. En
þegar hér var komið sögu í
styrjöldinni voru þeir heldur tregir til,
enda búnir að missa mikið af flugmönn-
um og flugvélum. Þýzku flugsveitirnar
lögðu þá yfirleitt ekki til atlögu nema
þær teldu sig nokkuð vissar um að hafa
yfirhöndina. Um þetta leyti var baráttu-
þrek okkar í hápunkti, en hinsvegar í
lægð hjá þeim, og þetta hafði mikið að
segja.
H
LVAÐ viltu segja um líf orrustu-
flugmanna almennt á þessum árum?
'  — Það var skemmtilegt og spennandi.
Eg mundi segja að þessi sex ár, sem ég
var í flughernum, hafi verið skemmti-
legasti timi ævi minnar. Þetta var til-
tölulega áhyggjulaust líf, og það var
vissulega spennandi. Maður lifði fyr-
ir líðandi stund og hugsaði lítið um
morgundaginn, því engin lei'ð var að vita
hvað hann myndi bera í skauti sínu.
„En naumast hafið þið komizt hjá
að taka eftir því að maðurinn með ljá-
inn var ávallt á næsta leiti við ykk-
ur?"
— Jú, au'ðvitað, það var ástæðan fyrir
því að við lifðum aðeins fyrir liðandi
stund. Óneitanlega missti maður marga
góða félaga. En þetta líf lagðist misjafn-
lega á menn og satt að segja var ég all-
an tímann viss uni a'ð ég myndi sleppa í
gegnum styrjöldina. Auðvitað var það al
ger sjálfsblekking að hugsa svo, en hún
hjálpaði sannarlega. í sjálfu sér var það
hreinasta kraftaverk að 'ég skyldi sleppa
óskaddaður í gegnum þetta allt. Þeir
voru tiltölulega fáir, sem höfðu þá sögu
að segja. Segja má a'ð maður hafi ekki
komizt hjá því með mikilli æfingu að
verka leiknari í starfinu, og vissulega
hjálpai5i það, en þó held ég að
orrustuflug sé 90% heppni en 10% æf-
ing og leikni. Við getum m.a. séð það í
því, að hinir allra fræknustu flugmenn
voru stundum skotnir niður af loftvarn-
arbyssum; við það var engin leið að
ráða, og skipti þá engu máli hvað menn
voru leiknir. Ég er ekki í nokkrum vafa
um að einhverri verndarhendi var hald-
ið yfir mér, því ég var svo sérlega hepp-
inn, og það var svo ótrúlega oft, sem
hurð skall nærri hælum.
„Kanntu að nefna nokkur dæmi um
það?"
— Já, það er vissulega af mörgu að
taka. T.d. gerðist atvik á flugvellinum
vi'ð bæinn Bone í -Norður-Af ríku, nánar
tiltekið í Alsír. Við lentum á þessum
flugvelli að kvöldi dags, en Þjóðverjar
höfðu yfirgefið hann sama dag. Flug-
sveitin settist aS á bóndabýli rétt við
flugvöllinn, og um kvöldíð komum við
okkur fyrir á dýnum og teppum hingað
og þangað um húsið. Fljótlega urðu
menn þó varir við að þarna var allt mor-
andi í flóm og enginn svefnfriður. Nokkr
ir okkar kusu heldur að taka teppin og
ábreiðurnar og leggjast í þurran skurð
spölkorn frá húsinu. Skömmu síðar gerði
þýzk flugvél árás á flugvöllinn og hæfði
ein sprengjan húsið. Það hrundi gjörsam-
lega til grunna og þar misstum við hálfa
flugsveitina. í þessu tilfelli tel ég að
flóin hafi bjargað lífi mínu.
Anna'ð dæmi get ég nefnt. Þegar fram
liðu stundir, og menn höfðu náð ákveðn
um starfsaldri í flugsveitinni, fengu þeir
sínar sérstöku flugvélar, og var mönn-
um þá ákaflega illa við að aðrir flygju
þeim. Mér var sérstaklega illa við þetta,
því bæði ég og vélamenn mínir tveir
hugsuðum vel um þessa flugvél, sem ég
þá hafði, og hún var jafnan í stakasta
lagi. Samt fór nú svo, að í eitt af þeim
örfáu skiptum, sem ég lánaði vélina, bil-
aði hreyfillinn úti yfir hafi og flugmaður
inn drukknaði. Ég átti raunverulega að
fara þessa ferð en fór ekki sökum þess
að von var á fcíður eins flugmannanna,
sem hafði farizt. Gamli maðurinn hugð-
ist sækja dótið hans, en ég var þá orðinn

"^^^^S^ZSni- -~,
Þorsteinn  í  Spitfireorrustuvélinni.  Vélamenn hans standa  á vængnum.
Islenzki fáninn prýddi orrustuvél Þorsteins á styrjaldararunum
24.  desember 1965  .     _____________________________________________
Flight Commander, eða deildarstjóri í
flugsveitinni, og vildi því vera viðstadd-
ur og tala við hanh.
Auk þessa kom þa'ð iðulega fyrir að
flugvél mín fékk mörg skot í belginn
og vængi, bæ'ði úr loftvarnarbyssum og
vélbyssum annarra orrustuflugvéla, en
einhvernveginn- tókst mér aíltaf að kom-
ast óskaddaður frá þessu og lenda vél-
inni.
„Hvað náðirðu að skjóta margar óvina-
flugvélar niður?"
— Ég skaut niður sjö flugvélar svo
sta'ðfest væri og að auki fimm flugvélar,
sem allar líkur voru taldar a£ opinberum
aðilum að farizt hefðu. Sigrar yfir þess-
um vélum voru nefndir „Probables" eða
að líklegt væri að þær hefðu verið
skotnar niður. Þó ég viti sjálfur örugg-
lega a'ð þessar fimm flugvélar fóru nið-
ur, voru ekki nægilegar sannanir fyrir
því, heldur aðeins líkur.
Það var þrennt, sem varð að koma til,
þannig að sigur í loftorrustu yrði opin-
berlega viðurkenndur: Flugvélarflakið
varð að finnast, eða þá a'ð annar flug-
maður hefði séð til og gæti staðfest að
viðkomandi flugvél hefði verið skotin
ni'ður, ellegar i þriðja lagi að kvikmynda
vélin, sem tók myndir um leið og hleypt
var úr byssunum, staðfesti það lika. Oft
var það svo, er líklegir sigrar voru skráð
ir hjá flugmönnum, að kvikmyndavélin
sýndi að óvinaflugvélin var hæfð og
jafnvelbyrju'ð að brotna, en síðan ekki
söguna meir, því þá hættu menn auð-
vitað að skjóta og um leið hætti vélin
að taka myndir. Þessar flugvélar skaut
ég niður bæði í Norður-Afríku og Ev-
rópu efir innrásina.
„Hver er sko'ðun þin á þýzka flug-
hernum í heimsstyrjöldinni síðari?"
— Hann var ákaflega góður og vel
þjálfaður í byrjun styrjaldarinnar og
fram eftir henni. Þeir höfðu bæði á að
skipa góðum flugmönnum og góðum
flugvélum, en eftir því sem á leið fór að
bera á því að „standa,rdinn" lækkaði
mikið hjá þeim, og stafaði þetta af mikl-
um flugmanna- og flujgvélamissi. M. a.
urðu Þjóðverjar að stytta mjög þjálf-
unartíma nýrra flugmanna og fyrir
bragði'ð sáust þess greinilega merki að
mjög dró úr baráttuþreki þeirra.
J.FIRLEITT má segja, að Þjóðverj-
ar hafi barizt fremur drengilega, en þó
varð ég vitni að því einu sinni, að
þýzkur flugmaður ger'ði það, sem meðal
orrustuflugmanna telzt stórhneykslan-
legt athæfi, en það var að skjóta á mann
hangandi í f allhlíf. Þessu reiddist ég svo
að ég gleymdi mér algjörlega, og það
kostaði mig nær lífið. Ég elti þessa
þýzku vél, og gleymdi algjörlega fyrsta
boðorði orrustuflugmanna, a'ð gæta þess
að enginn kæmist aftan að manni. Ég
einblíndi á þessa einu vél og rankaði
ekki við mér fyrr en vélin mín hristist
og nötraði undan skothríð frá annarri
þýzkri vél, sem komizt hafði aftan að
mér. Þar skall hurð nærri hælum. En
þetta var tiltölulega sjaldgæft, að skotið
væri á menn í fallhlífum, þótt af og
fréttist um slíkt.
Hinsvegar gátu þýzkir flugmenn verið
miklir „kavalerar" ef því var a'ð skipta.
Sem dæmi um það get ég nefnt að í
Afríku skaut ég niður Messerschmitt- orr
Framh. á bls. 21.
•LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32