Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 1
V Eftir séra Bjarna Jónsson eiðruðu áheyrendur. Ég get ekki neitað því, að mér virðist einkennilegt, að ég á að gera grein fyrir trú minni hér, því að ekki er hægt að segja, að ég þegi um trú mína eða mönnum gefist ekki kostur á að kynnast henni. En þegar ég er beðinn að skýra frá, hverju ég trúi, þá er ég reiðubúinn að gera grein fyrir þeirri von, sem i mér býr. Ég hefi fengið að gjöf svo dýrmæta eign, og það væri rangt af mér að vilja ekki kannast við gjöf- ina og þá um leið við gjafarann. Þó í veikleika sé talað, þá vil ég segja: „Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagn- aðarerindið; því að það er kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim, er trúir“ (Róm. 1. 16.). Það er mér því kært að tala um hið þezta, sem ég á. Ég hefi fengið kristilegt uppeldi. Ég inan ekki fyrr eftir mér en ég bað „faðir vor“ og „Yertu, Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni“. Ég man þa'ð svo vel, er ég fékk biblíusögur í jóla- gjöf og las í þeim langt fram á nótt. Ég *nan, er ég lærði kristin fræði í barna- *kólanum og söng sálmana á barna- tamkomunum. Snemma sá ég tign og kærleika Jesú Krists, þó á barnslegan hátt væri, og ég þrái enn hið barnslega, ég veit, að þar er trúin í góðum jarð- vegi, veit það einnig af því, að ég trú.i honum, sem hefir sagt: „Hver sem ekki tekur á móti guðsríki eins og barn, mun ells eigi inn í þáð koma“. (Mark. 10. 15.). En hve þa'ð er líkt honum að kalía á lítið barn og setja það á meðal lærisveinanna. Ég held, að vér á þessum tímum höfum þörf ’á að veita þessu eftirtekt. Það er enn kallað á barnið, þáð er kallað á barn- ið bæði hjá spekingunum og hinum fá- fróðu, og víða grætur barnið, af því að ekki er um það hugsáð, eins og vera ber. Frá blautu barnsbeini hefi ég heyrt um Jesúm Krist. Ég sá hann sjálfan eem barn, er ég með barnslegri gleði fagnaði heilögum jólum og heyrði um Guðsbarnið frá himnadýrð. Jólunum hefi ég aldrei sleppt. Mér hefir ætíð ver- ið heilög gleði að hugsa um hinn mikla leyndardóm kærleikans, að Jesús Krist- ur skyldi taka á sig þjóns mynd, að hann ekyldi vera barnið í jötúnni, til þess að fillir geti komið til hans, ekki aðeins vitringar, heldur einnig fátækir fjár- hirðar, og ég hefi séð, hvernig hann var évallt barnið, hlýðið barn, allt fram i dauða á krossi. Ég sá hann í bernskunnar sólbjörtu hlíðum. Ég sá hann í regnbogageislunum friðum. E N ég sá einnig hina hreinu æsku hans. Og er ég var á æskunnar skeiði, þá fór ég nánar að virða hann fyrir mér, um leið og margar spurningar vöknuðu í sál minni. Ekki vildi ég trúa „í blindni", — mörg þvílík or’ð þekkti ég, og þess vegna geymi ég einnig minn- ingar um margskonar baráttu sálarinnar, en ég lít svo á, að þáð sem ég eignast fyr- ir baráttu sé mér dýrmætt, og því mun ég ekki sleppa baráttulaust. Vér þekkjum söguna um konuna í Samaríu. Jesús talaði við hana, og hún sagði Samverjanum frá, hún vitnaði: „Hann sagði mér allt, sem ég hefi að- hafzt“. En þeim var það ekki nóg. Þeir vildu sjálfir kynnast honum. Þáð gerðu þeir og sögðu svo við konuna: „Það er eigi framar fyrir þitt tal, að vér trúum, því að sjálfir höfum vér heyrt og vit- um, að þessi maður er í sannleika frels- ari heimsins". (Jóh. 4. 42.). Þegar hinar ýmsu spurningar vöknuðu hjá mér, þá fór ég til hans, sem ég hafði heyrt um. Hvernig? Ég las ævisögu hans. Ég las hana í gúðspjöllunum og kynntist þannig vitnisburði vina hans um hann. Vér þekkjum Jesúm eða ævi- sögu hans af frásögn tilbiðjandi læri- sveina hans og vina. Ég kynntist honum og undraðist orð hans. Þau eru ekki neitt venjuleg, þau eru svo blátt áfram, en þó þannig, að menn hafa ekki fyrirfram getað reiknað svör hans út, enda þögnuðu þeir, sem spurðu hann. Hann talaði eins og sá sem vald hafði, og mönnum stóð ekki á sama um orð hans, þau fóru í bág við svo margt, sem menn áttu að venjast, og í þeim voru ■ ákveðnar kröfur. Þá skiptust menn í flokka og þá þegar deildu menn um, hver hann væri. Það er ekki neitt nýtt. Einu sinni gengu menn út til að taka hann, því að þeir sögðu: „Hann er ekki með sjálfum sér“. (Mark. 3. 21.). Þrátt fyrir öll hin óvenjulegu orð, þá var hann alltaf að byggja upp, alltaf að styðja að hinu rétta. Hann var hlýðinn á æskuheimili sinu, hann vildi, að menn hlýddu landsins lögum: „Gjaldið keis- aranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er“. (Matt. 22. 21.). Hann talaði alvöruorð til þjóðar sinnar, en hann grét einnig yfir borginni. , Gerbreytingu vildi hann. En hvar? í ,.ý V ■ Séra Bjarni Jónsson í vígslubiskupsskrúða hjarta mannanna. Þar átti breytingin að byrja. Með öllum orðum sínum var hann að ná niður að uppsprettunni; hann vildi grafa svo djúpt, að hið hreina vatn streymdi fram, þetta vatn vildi hann gefa, svo að það í hjarta mannsins yrði að lind, er sprettur upp til eilífs lífs. (Jóh. 4. 14.). En í þessu starfi særðu orð hans og komu við víðkvæma staði, alveg eins og menn kennir til hjá lækninum. En hvað gerir það til, ef sálin bjargast? Þá er sársaukinn til góðs. Þá er ekki að- eins sært, heldur grætt. „Hvað mun það stoða manninn, þótt hann eignist allan heiminn, en fyrirgjöri sálu sinni?“ (Matt. 16. 26.). Þetta finna menn enn í dag. Danski rithöfundurinn Johannes Jörgensen segir svo frá í bók sinni „Livslögn og Livs- sandhed“: „Ég stóð hjá mó’ður minni, við horfðum á stjörnurnar, og ég var að út- skýra ýmislegt fyrir henni. Hún hlustaði á mig, leit svo undarlega áhyggjufull á mig og sagði: „Varðveittu aðeins sál þína, sonur minn; annað heimtar Drottinn ekki af þér““. AÐ var verk Jesú — að bjarga sálinni. En til þess þurfti tvennt. Menn- irnir ur'ðu að sjá sjálfa sig — og finna Guð. f þessu skyni sagði hann söguna um soninn, sem fór frá föður sínum. En í landinu, þar sem hann var meðal svin- anna, gekk hann í sjá.lfan sig. Það er orð- rétt þannig frá frumtextanum: eis eavton de elþón. Víða hafði hann farið, mörgum kynnzt. Nú kynntist hann sjálfum sér. Og það var til þess að hann fór heim og kynnt- ist nú föður sínum. Sálin bjargaðist. Tollheimtumaðurinn sá sjálfan sig, ea hann fann Gúð með sínu stutta bænar- --— — — - - - - Erindi fluft á trúmálaviku Stúdentafélags Reykjavikur 13.—18. marz 1922 m

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.