Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						-.¦.;-.•;¦,¦-¦.;. :;:.\w:v";r::ír;:M:v:;:i

ww-^ww'r'wí-v •y: v;-Mf.-. ¦ -
Sf/NAH  HÍ.U77
N.
I iels Lambertsen er víst næsti
húsbóndi í Húsinu. Hann var verzlun-
arstjóri Sunckenbergs, sem varð eig-
andi verzlunarinnar eftir ófarir Peter-
sens. Að 11 árum liðnum varð hann
svo sjálfur eigandinn.
Lambertsen er einn þeirra, sem ekki
hefir fengið góðan vitnisburð, hvorki
viðskiptamanna sinna, né þeirra, sem
lagt hafa mat á lífsferil hans í ljósi sög-
unnar. Hann þótti harðdrægur í við-
skiptum og óþjáll á ýmsa lund. Til eru
um það mörg kvörtunarbréf og kærur,
en út í það skal ekki farið hér. Honum
hefir þó ekki verið alls varnað, því að
opin augu hefir hann haft fyrir ýmsum
verklegum framkvæmdum, sem koma
þurfti í verk. Slíkt var óvanalegt um
þessa menn í hans stöðu, því að fæstir
þeirra hugsuðu um annað en arðræna
landsmenn á allan hátt. Hann lét fyrst-
ur manna gera ráðstafanir til varnar
sjávarflóðum með hleðslu sjóvarnar-
garðs, en af völdum þeirra hlutu Bakka-
menn oft þungar búsifjar á þessum ár-
um. Garð þennan lót Lambertsen
byggja framan við verzlunarhúsin og
framlengja hann svo fyrir allri verzl-
unarlóðinni. Garður þessi, sem enn
stendur í fullu gildi, er bæði hærri
og þykkari en sá, sem síðan var svo
byggður í áframhaldi af honum bæði
austur og vestur sjávarkambinn.
Garður þessi nær austan frá Gón-
hól vestur á móts við Kaupmanna-
hellu. Þessi fyrsti sjóvarnargarður, sem
kenndur er við Lambertsen, er nokkr-
um föðmum nær sjó en þeir, sem
síðar voru byggSir.
Ekki er bó víst, að allur þessi kafli
hafi verið byggður í tíð Lambertsens,
þótt hann sé með sama lagi. Gamlir
menn telja, að nokkuð af honum hafi
verið byggt í tíð Guðmundar Thor-
grímsens.
Lambertsen lét líka hlaða garðinn
framan við Kaupmannshusið, bæði til
varnar við sjávargangi, og svo mun
líka hafa verið ræktað kálmeti innan
hans. Gyða Thorlacíus getur þess í
endurminningum sínum, að varnar-
ráðstafanir við sjávarflóðum hafi verið
gjörðar um haustið þennan vetur, sem
þau hjón voru á Eyrarbakka og bjuggu
í Húsinu hjá Lambertsen. Ekki er auð-
velt að átta sig á lýsingu hennar á
þessu verki, enda ókunnug öllum slík-
um vinnubrögðum. En á þeirri frásögn
er helzt að skilja, að rekin hafi verið
niður tré í röð, og þannig útbúið ein-
hvert skjaldólf. Maður gæti gizkað á,
að frásögn hennar eigi við frágang
sjógarðshliðanna, því að það tíðkað-
ist að búa til sterka kláfa úr trjám
og fylla þá svo með grjóti, og ganga
þannig frá hliðunum fyrir veturinn.
Lambertsen virðist hafa viljað vinna
að framförum í veiðitækni landsmanna,
því að talið er, að hann hafi fyrstur
manna látið leggja hér þorskanet í
sjó fyrir Suðurlandi og stuðlað að
notkun þeirra. En það hafði Skúli fó-
geti áður reynt við Faxaflóa. Um þess-
ar tilraunir og netanotkun yfirleitt á
fyrstu árum þess veiðarfæris er svo löng
deilusaga, að hún verður ekki rakin
hér.
Sömuleiðis mætti faera það tekju-
megin á syndaregistur Lambertsens, að
hann gerði fyrstur Eyrarbakkakaup-
manna tilraun til þess að senda ís-
lenzkar afurðir skemmstu leið til mark-
aðslandanna. Hann sendi skip með salt-
fiskfarm til ítalíu, án viðkomu í Dan-
Gömul mynd i'rá Eyrarbakka — sjá ský ringu fyrir neðan.
99
HÚSIÐ
iá
Eftir Sigurð Gu&jónsson, skipsfjóra
mörku. En hann var fljótt vaninn a£
þessari framtakssemi, því að Danir
dæmdu hann í háar fjársektir fyrir
tiltækið. Auðvitað þurftu þeir að fá
sína sleikju af þessum farmi, eins og
öðru, sem frá íslandi kom. Hið svo-
kallaða verzlunarfrelsi var nú enn ekki
meira en þetta, þegar hér var komið
sögu.
H
Lirðulaus  þótti  hann  og  trassa-
fenginn, enda fékk Ögmundarbríkin að
Framhald á bls.  12.
Óþekktur danskur skipstjóri.
Petersen skipstj. á skonnortunni
Kirstine.
.lóii Vilhjálmsson, skósm.
N. Bach, bakari.
Halldór Gíslason, trésm.
Óþekktur Dani.
Hendriksen, skipstj. á skonnort-
unni Zephyr.
Guðm. Guðmundsson, yngri,
kaupm., Höfn, Selfossi.
Hans Guðmundsson (bróðir
G. G. yngri).
Óþekktur.
Gísli Jónsson, kenndur við
Túborg.
Jón Pálsson, bankagjaldkeri.
Guðm. Oddgeirsson, fyrrv.
bankafulltrúi, Selfossi.
14. Sigurður  Guðmundsson, fyrrv.
bankamaður, Selfossi.
15.  Séra Ólafur Helgason, Stóra
Hrauni
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
16
Guðmundur Guðmundsson,
eldri, bókari.
Ásta Guðmundsdóttir, frú,
kona Gísla Jónssonar.
Christiansen, skipstjóri,
gufub. Oddi.
Ástríður Guðmundsdóttir.
Kona G.G. eldri.
Anna  Adolfsdóttir.  Kona Jóns
Pálssonar.
Ólaf ur Árnason, faktor,
Stokkseyri.
Sigríður Jónsdóttir.
Óþekkt.
24. Óþekktur.
25.  Guðmundur Nielsen.
26.  Halldóra Guðmundsdóttir.
27. Eugenia Nielsen, frú.
28.  Karen Nielsen, f rú.
29. Margrét Árnason, frú.
30.  Kristín fsleifsdóttir.
(Andreas Bergmann skýrði
myndina).
17.
18.
19.
20.
21.
22.
23
A. R. Lefolii
Kaupmannshúsið á Eyrarbakka og íbúar þess
4   LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
29. maí  1966
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16