Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1966, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1966, Blaðsíða 5
ra BÚrslit bœj- ar- og borg- arstjórnar- kosninganna síðastliðinn sunnudag ollu Sjálf- stœðismönn- um óneitan- lega nokkr- um vonbrigð- um. „Við eig- um þetta ekki skilið“, heyrðust ýmsir Reyk- víkingar segja á mánudaginn var. Það er rétt að því leyti, að aldrei hafa framkvæmdir verið meiri í Reykjavík en undanfarið kjör- timabil, og áldrei fyrr hefur al- menn velmegun verið meiri en nú. Hins vegar má ekki gleyma því, að fólk hugsar um fleira en góða stjórn borgarinnar, þegar það stendur með blýantinn og kjörseð- ilinn í kosningaklefanum. Þótt stjórn landsins hafi sjaldan eða aldrei farizt ráðamönnum eins vel úr hendi og síðustu sjö ár, að dómi þess, er þetta ritar, hafa ýmis ó ánœgjuefni óumflýjanlega hlaðizt upp á sjö ára stjórnarsetutímabili, sem Sjálfstœðisflokkurinn geldur óhjákvœmilega í sveitarstjórnar kosningum. Sumt er þó þess eðlis, að á- stœðulaust virðist að láta það hafa áhrif í kosningum til borgar- og bœjarstjórna. Talið er, að andúð farmanna í lofti og álegi á nýrri tollreglugerð hafi valdið því, að margir þeirra skiluðu auðum at- kvœðaseðli eða sóttu ekki kjörfund. Með engu móti er þó unnt að kenna borgaryfirvöldum um setningu þeirra reglugerðarákvœða, sem böggluðust fyrir brjósti far- manna, fljúgandi eða siglandi. — Einkennileg staðreynd er það og að margt óánœgt fólk kýs fremur að kjósa Alþýðuflokkinn en sitja heima, þótt sá stjórnmálaflokkur sé samábyrgur Sjálfstœðisflokkn- um um þá hluti, er óánægjunni valda. Fólkið vill heldur kjósa Alþýðuflokkinn en kommúnista eða Framsóknarmenn. Fylgistap stjórnarflokkanna er ekki nándar nœrri því eins hroða- legt og ýmsir vilja vera láta. Mér skilst, að þeir hafi ekki tapað nema 0,7% í Reykjavík og 1,4 % samtals í borginni og kaupstöð- unum. Það er ekki mikið eftir svo langan valdatíma. Menn mega ekki gleyma því, að kommúnistar og Þjóðvörn fengu alls 20,8% at- kvœða við kosningarnar í Reykja- vík árið 1962, en ekki nema 19,7% núna. Það er að vísu alveg nóg, en raunverulegt fylgistap er það engu að síður. Sjálfstœðismönnum í Reykjavík finnst það huggun harmi gegn, að Alþýðuflokksmenn skyldu vinna níunda manninn, en ekki Fram- sóknarmenn. Þekktur Reykvíking- ur, sem ég hitti í Austurstrœti á mánudagsmorgun, sagði: „Ég vil heldur sjá hafís á Rauðarárvíkinni en þriðja Framsóknarmanninn í borgarstjórn“, Oft finnst manni röksemdir þeirra, sem heima sitja eða skila Framhald á bls. 6. MOSKVA Fram'hald. af bls. 3. þegja. Mér til undrunar þögðu nœst- um allir. Tvoir eða þrír spurðu mig: Hvað álítið þér um þetta allt? Ég tautaði eitthvað á borð við „Ég veit ekki .... við skulum nú sjá fyrst Og með því var samtalinu lokið. þetta. I neðanjarðarlestinni, í kvik- myndahúsunum, á götum úti sást fólk nálgast hvert annað með auð- mjúku brosi og fitja upp á samræð- um um sjúkdóma sína, fiskveiðar, um vangæði nœlonsokkanna — í stuttu máli um allt milli himins og jarðar. Og ef hinn ávarpaði greip ekki þeg- ar fram í fyrir því, heldur hlustaði á það, þá þrýsti það hönd hans lengi Tiafði þá um langt bil trúað á sovézku dagblöðin, sem voru raunar hin einu, sem hann gat fengið að sjá. „Segðu mér heldur, hvernig gengur hjá þér og Niniku", sagði ég sefandi, „hvenær sástu hana síðast?“ Það glaðnaði yfir Volodjka. „Ó, veiztu það, Tolja, ég fæ ekki við neitt ráðið. Ég elska hana. Því verður ekki breytt. í gær hringdi ég til henn- ar, til þess að mæla mér mót við hana, og hún sagði ....“. Volodjka talaði nærri hálfa klukku- Næsta dag var löng ritstjórnar- grein í Izvestia undir fyrirsögninni „Fyrir morðdaginn". Þar stóð fátt eitt um efni tilskipunarinnar, hins vegar var endurtekið hið venjubundna gasp- ur og kjaftæði: vaxandi velmegun, — hraðstígar framfarir — hið sanna lýð- ræði — í voru landi eingöngu — allir — í fyrsta skipti í sögunni — frum- drætti skipulagsins — auðvaldsblöðin Það var enn fremur kunngert, að ekki yrði leyfilegt að valda tjóni á al- þýðueign, þar af leiðandi voru íkveikj- ur og sprengingar bannaðar. Auk þess náði tilskipunin ekki til hegningar- fanga. Þannig var það. Allir lásu greinina, orð fyrir orð, enginn skildi neitt — frekar en áð- ur og vant var — en þrátt fyrir það varð öllum samstundis hughægra, guð veit hvers vegna. Sennilega hafði sjálf- ur ritstíll greinarinnar — hátíðlegur og íburðarmikill að venju — róandi áhrif. Þetta var ekkert sérstakt: dagur stór- skotaliðsins, dagur sovét-pressunnar, dagur morðsins . . . Hin opinberu sam- göngutæki halda uppi starfsemi sinni, heraflinn verður ekki skertur, Sovét- ríkin halda friðsamlegum varnarmætti sínum---------. Sem sagt, skipulag mun ríkja. — Allt var aftur komið í eðlilegt horf. Á þennan hátt leið hálf önnur vika. Og svo byrjaði eitthvað, sem erfitt verður að lýsa með orðum. Órói, ólga, undarlegt ástand. Nei, ég get ekki fundið neitt orðasamband, sem hœfir. Allir tóku til við að gera hitt og og horfði djúpt í augu hans með innilegu þakklæti. Aðrir voru aftur á móti hávœrir. Ögrandi í framkomu. Það var sungið á götunum oftar en áður og þrumuð kvœði, aðallega eft- ir Ésenín. Skrítlur voru sagðar í himinháum hrönnum. Volodjka Margulis hljóp frá einum til annars, og fyndniyrðin foss- uðu blátt áfram af honum. Dag einn, þegar birgðir hans af bröndurum voru allar þrotnar, sagði hann mér, að ígor hefði sagt á fundi í námsstofnun sinni, að tíundi ágúst væri árangurinn af vit- urlegri stjórnmálastefnu flokksins, að tilskipunin væri enn frekari sönnun um þróun hins skapandi frumkvæðis lýðsins — og svo framvegis í venju- legum dúr. „Ég skal segja þér, Tolja“, sagði hann, „að vísu vissi ég, að ígor var tækifærissinni og yfirleitt .... — . . . . en þvíumlíku og öðru eins hafði ég þó ekki búizt við af honum“. „Og því þá ekki?“ spurði ég, hissa á kjarki hans að tala einu sinni af hreinskilni. „Hvað er undarlegt við það? Honum var skipað að tala, og því tal- aði hann. Ef þú hefðir verið ílokks- félagi eins og ígor, hefðir þú einmg tekið til máls“. „Ég? Aldrei. í fyrsta lagi myiídi ég aldrei ganga í Flokkinn og í öðru lagi „I öðru lagi, í öðru lagi? Hafðu þig hægan! Þú ert sjálfur engu betri en ígor. Þetta með gyðingalæknana um árið — rausaðir þú þá kannske ekki um þjóðernisstefnu í þinum skóla?“ Ég hafði ekki fyrr sagt þetta, en ég iðraðist orða minna. Þetta var snöggur blettur á honum. Hann gat aldrei fyrirgefið sjálfum sér, að hann stund um hin flóknu ástamál sín og fór síðan. Ég fylgdi honum til dyra, en hann hringdi óðara aftur, stakk höfð- inu inn fyrir og hvíslaði, til þess að eng- inn nágrannanna gæti heyrt, „Tolja, ef þeir hefja gyðingaofsóknir einu sinni enn þann tíunda ágúst, þá ver ég hend- ur mínar! Þetta er ekki Babijar og engin fjandans dráttarvélaverksmiðja! Ég skýt á svínin. Sjáðu!“ Hann hneppti frá sér jakkanum og sýndi mér skefti á marghleypu, sem stóð upp úr brjóstvasanum. Hún var frá því úr stríðinu. „Þeir skulu ekki ná mér svona alveg fyrirhafnarlaust .......Þegar hann var loksins farinn, stóð ég lengi kyrr í miðju herberginu. Hverjir voru „þeir“? „Æ, Tolja, þér viljið blátt áfram ekki hugsa alvarlega um það. Það ligg- ur þó í augum uppi . . . “. Sambýlingur minn var að þvo matar- diska. Vömb hans, vaxin gráum hár- um og fast gyrt í netskyrtunni, flæddi yfir buxnastrenginn og hvíldi á vask- röndinni. Hann var óvenju æstur, enda þótt ég hefði ekki andmælt einu orðL .......Nei, nei, skiljið mig rétt. Sem sagt, ég hef ekkert dálæti á blaðaupp- tuggum. En staðreyndir eru staðreynd- ir, og maður verður að horfast í augu við þær: það orkar ekki tvímælis, að skilningur þjóðarinnar hefur aukizt að mun. Ergo: ríkinu ber réttur til þess að hætta á mjög umfangsmikla tilraun; því ber réttur til þess að fela nokkurn hluta af starfsemi sinni í hendur al- þýðunnar. Sjáið nú til — alþýðuher- inn, sem hefur samvinnu við land- varnarliðið, komsomolvarðflokkarnir, æskulýðsfylkingarhersveitirnar, al- þýðusveitirnar til verndar opinber- um aga — allt eru þetta staðreyndir, og LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5 29. maí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.