Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 21. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Bókasöfn  forn  og  ný  II:
ERGAMON - SAFNIÐ og ðnnur söfn
Eftir  Siglaug  Brynleifsson
(ergamon var ein fegursta
og auðugasta borg allra
grískra borga. Attalidarnir, en svo
hét sú konungsætt sem lengst af réð
í borginni, fegruðu hana mörgum
ágætum byggingum, ráku einn
frægasta höggmyndaskóla forn-
aldar og söfnuðu saman öðru mesta
bókasafni fornaldar. Attalos I stofn-
aði til bókasafnsins og reisti yfir
það ágætar byggingar. Talið er að
tekið hafi verið að nota pergament
eða skinn í bækur þar, þegar kon-
ungurinn á Egyptalandi bannaði út-
flutning á papýrus til Pergamon,
ef það mætti verða til þess að
hamla vexti bókasafnsins þar, en
Evmenes og Ptólemeinn á Egypta-
landi kepptust um bókasöfnun.
Þetta safn taldi um 200 þús. bindi
þegar Antoníus lét flytja það til
Egyptalands sem gjöf til Kleópötru.
í Pella, höfuðborg Makedóníu, var
sæmilegt safn; það var flutt til
Rómar um 168 f. Kr. Við lækna-
skólann í Kos, sem var víðfrægur
allt frá þvi að faðir læknisfræð-
innar, Hippókrates, frægði staðinn,
var safn læknisfræðirita. Víðar
voru söfn í sambandi við skóla.
Framan af öldum virðist lítið
hafa verið um einkasöfn; þó get-
ur nokkurra; þau verða ekki al-
geng fyrr en með hellenismanum
og svo í Róm á síðasta hluta lýð-
veldisaldar og keisaraöldinni.
Söfn í Rómaborg.
I
Róm er ekki vitað til að hafi
verið nein bókasöfn fyrr en á 1. öld
f. Kr. Getið er opinberra skjalasafna
fyrir þann tíma. Fyrstu söfnin þar,
sem eitthvað kvað að, voru einkasöfn.
Og eru þar nefndir Atticus og Ciceró.
Ciceró var mikill safnari og keypti bæk-
ur víða að, komst yfir nokkur góð söfn.
Safn hans dreifðist þegar hann er
daemdur til útlegðar 58 f. Kr. Mörg
ágæt söfn voru flutt til Rómar sem
herfang, einkum frá hellenísku rikj-
unum. Safnið í Pella var flutt til Róm-
ar, og síðár flutti Súlla mikið magn bóka
frá Grikklandi þangað. Týranníó, sem
var fluttur til Rómar sem þræll, átti
mikið safn bóka, um 30 þúsund bindi.
Seneca getur þess, að á hans dögum
(á 1. öld e. Kr.) voru einkasöfn kom-
in í tízku; þau voru álitin jafnsjálf-
sögð og baðherbergi; og fólk, sem ekki
var talið sérlega sinnað fyrir bóka-
lestur eða fræðimennsku, hrúgaði að
sér bókum af þeim sökum. 1752 fannst
bókaherbergi í húsi nokkru í Hercul-
aneum; bókunum eða ströngunum var
raðað í hillur meðfram veggjunum,
skáparnir skreyttir myndum frægra
hofunda, eða marmarastyttur þeirra
stóðu ofan á þeim. Á miðju gólfi voru
lestrarborð.
Sesar lét safna fyrir sig bókum og
ætlaði að stofna opinbert bókasafn í
Róm, en það fórst fyrir. Sá, sem varð
fyrstur til þess, var Asinus Pollíó, sarn-
kvæmt frásögn Ovidíusar og Plíníus-
ar. Hann opnaði bókasafn í „Atrium
Libertatis". Þetta var fyrsta opinbera
bókasafnið í Rómaborg. Þegar kemur
fram á keisaraöld eru mörg slík söfn
stofnuð af keisurunum. Agústus stofn-
aði til tveggja safna í Róm; báðum
þessum söfnum var skipt í latneska og
gríska deild, og í þeim var lestrarsalur.
Bæði þessi söfn voru tengd hofum. Það
fyrra hét Oktavíanska safnið og var
helgað  systur keisarans  og  stofnað  33
Bókasafn frá miðöldum
f. Kr. Hitt safnið var staðsett á Palat-
ín-hæðuinni. Bæði þessi söfn brunnu síð
ar. Lengi var því haldið fram, að Greg-
óríus páfi mikli hafi látið eyðileggja Pal-
atin-safnið á 6. öld, en það fær ekki
staðizt.
L iberíus lét stofna bókasafn í
sambandi við Ágústusar-hof, sem hann
lét reisa, en það var ekki vígt fyrr en
á dögum Caligula 36 e. Kr. Vespasíanus,
keisari lét stofna safn í Friðar-hofinu,
sem reist var eftir bruna Rómaborg-
ar á dögum Nerós. Þetta safn var stofn-
að 78 e. Kr. Capítólska safnið var stofn-
að af Dómitíanusi eða Hadrianusi keis-
ara; það átti að koma í stað þeirra
safna sem brunnu á dögum Nerós.
Merkasta safnið í Róm var stofnað af
Úlpíusi Trajanusi keisara um 113. Það
var nefnt Úlpían-safnið og þar voru
varðveitar grískar og latneskar bæk-
ur, auk skjalasafna; þetta safn var síð-
ar flutt í sérstaka álmu baðhallar
Díokletíanusar. Þetta safn var við lýði
fram á 5. öld. Það hafa fundizt leifar
safnahúsa við fornminjauppgröft frá 3.
öld. Flest þessara safna voru í tengsl-
um við hofin í borginni, og talið er að
alls hafi verið 26 opinber bókasöfn i
Róm.
Fleira er heilsuspillandi en slœmt
húsnœði og ónógt viðurvœri. Of
gott viðurvœri og öll þœgindi, sem
við sœkjumst hvað mest eftir, geta
líka spillt heilsunni. Nú orðið
verða ungir menn jafnvel jyrir
varanlegu
heilsutjóni af
völdum vel-
sœldar. Með-
álvegurinn er
vandrataður
hér sem víða
annars stað-
ar.
Þetta er til-
í I * 1 ' tölulega nýtt
vandamál,
sem verður stöðugt alvarlegra.
Samt gefum við því ekki nœgan
gaum. þeim, sem búá við góða
heilsu og kenna sér einskis meins,
eru í rauninni allir vegir fœrir.
En sjaldnast kann fólk að meta
þessa lífsins gjöf til fullnustu fyrr
en hún er frá því tekin. Á hverj-
um degi fréttum við um nýjar
hörmungar — ungra og gamalla
— þegar álvarlegir sjúkdómar
leggjast á sálir og líkama. Og
slíkt getur gerzt hvar sem er, gegn
því fæst engin trygging.
Þess vegna er það furðulegt hve
við leggjum yfirleitt litla áherzlu
á að varðveita heilsuna — og hin-
ir heilbrigðu líta á það sem sjálf-
sagðan hlut, að þeir haldi hreysti
sinni — án þess að stuðla sjálfir að
því, nema síður sé: Reykingar,
nœturvökur, svall. Hve mikil van-
líðan, hve mikið heilsutjón, hve
mörg dauðsföll fyrir aldur fram?
Og suo er það maturinn. Sannar-
lega er það margt miður bætandi,
sem eykur sœtleika stundarinnar,
og það er e.t.v. ekki nauðsynlegt að
iieita sér um allan munað ef menn
hafa raunverulegan áhuga á að
finna honum skynsamleg takmörk.
Þessar hugleiðingar verða ó-
hjákvœmilegar, þegar vorið vekur
görðina af vetrardvalanum, hún fer
að grœnka, trén að laufgast og
smáfuglarnir að syngja í kvöld-
kyrrðinni. Bbrnin þurfa ekki vor-
ið til að gleðjast, því að þau finna
alltaf gleði í einhverju. En hinir
fullorðnu finna nýjan straum fara
um sig, þeir finna endurnýjun í
uorinu, því ¦ueturinn var langur.
Þeir, sem jafnvel vorið megnar
ekki að vekja, œttu að reyna að
hrista af sér slenið, ganga út á
grasið, þegar kvöldar — og draga
andann djúpt. Þá er goman að
lifa.
Vorið ætti að hvetja okkur bll
til þess að rœkta heilsuna betur,
nota sumarið vel, ganga út í nátt-
úruna, — og þeir, sem að jafnaði
reyna lítið á likamann, þurfa að
rétta ærlega úr sér og reyna á
vöðvana.
Þeir, sem hafa þann leiða ávana
nútímans að reikna allt í pening-
um, œttu að gera sér grein fyrir
því, að það ódýrasta, sem völ er
á, er að varðveita heilsu og þrek
— og það er jafnframt bezta fjár-
festingin. Fyrir hina, sem ekki
hugsa um krónurnar, er útiveran
mesta énœgjan og jafnmikill heilsu
brunnur. Minna er nú talað um
hjartaverndunar- og megrunar-
gbngur en um árið, en þörfin er
nú hins vegar enn meiri. Göngum
út % vorið, iafnvel þótt hann rtgni.
Haraldur J. Hamar.
1
12.  júní  1966
¦ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS  5
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16