Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						~inw$tftiM*jteii!0
r*    31. tbl. 4. sept. 1966 — 41.
argangu
Hæstu tré
heims í hættu
Irauðviðarskógunuím í KaM-
f orníu eru hæstu tré í heiimi
Fyrir 25 milljónum ára náðu rauð-
viðarskógarnir yfir allt norðurhvel
jarðar. Nú verjast síðustu leifarnar
á 450 mílna svæði á vesturstrand-
lengju Bandaríkjanna,
Enda þótt rauðviðartrén séu jafnan
sett í samband við Kalíforníu eru þau
þó ekki eignuð því ríki sérstaklega
frekar en Gljúfrið mikla er eignað Ari-
zona. Eins og einn bandariskur rithöf-
undur sagði fyrir nokkru eru þau „eign
allrar þjóðarinnar. Og svo eru þau eitt
af undrum veraldar og sem slík eru
þau eign alls heimsins".
Einn er  sá  maður,  sem  hefur  lagt
Sums staðar liggur vegurinn í gegn u m stofna trjánna.
mikla vinnu í rannsóknir, til þess að
varðveita þessa arfleið, til gleði og á-
nægju fyrir komandi kynslóðir, og það
er Edward C. Stone við Skógræktar-
skóla Kalíforníuháskóla í Berkley. Hann
telur það ekki neinn sjálfsagðan hlut
að Sequoia Sempervirens muni verða
eilíf, og hann og samverkamenn hans
hafa nú með höndum langvinnar rann-
sóknir  á rauðviðnum  á  ströndinni.
D,
Þessi mynd gefur nokkra hugmynd um stærS trjánna. — Sjá mennina tvo til
yinstri.
"r. Stone segir: „Enda þótt nafnið
sempervirens þýði „eilífur", þá væri
það mesti misskilningur að halda, að
þessi tré verði eitthvert einkenni á
landslaginu um allan aldur. Há hundraðs
tala þeirra trjáa, sem við höfum friðað
á ýmsum stöðum eru þegar tekin að
r.álgast 500-ára aldur".
Við höfum engan aðgengilegan tíma-
reikning, sem við getum notað til þess
að skilja langlífi rauðviðarins sem teg-
undar. Rauðviðarskógarnir voru til
löngu áður en fyrirrennarar mannkyns
ins voru til, og fyrstu spendýrin höfSu
þróazt, jafnvel áður en fyrstu frum-
stæðu forverar flestrar núlifandi jurta
voru orðnar til. Fyrstu rauðviðarstein-
gervingar, sem hafa verið örugglega
þekktir, af hinum einkennilegu köngl-
um sínum, eru frá efra jurtatímabilinu
— en það var fyrir um það bil 130
milljónum ára.
Fyrir 25 milljónum ára, á tímabili,
sem kallað hefur verið Miocene náðu
rauðviðarskógar yfir allt norðurhvel
jarðar, frá Kanada vestanverðu til
Atlanzhafsins, frá Frakklandi til Japan.
Steingerfingaleifar gefa til kynna, að
rauðviðarskógar hafi verið til í Texas
og Pennsylvaniu Colorado og Wyoming,
einnig í Oregon, Washington og Kalí-
forníu. í Yellowstone-þjóðgarðinum
hafa heilir skógar breytzt fyrir áhrif
jarðvatnsins, eða grafizt í gosösku —
stúfar af stofnunum eru 6—10 fet I
þvermál, og þeir standa þar sem þeir
einu sinni uxu — oft 30 fet eða meira
á hæð.
f ið vitum, að um lok Miocene-
tímans tók rauðviðarríkið að ganga
saman. Loftslagið kólnaði og þorrnaði.
Heimskautslandið varð kalt og fraus
síðan. Þar sem skógar höfðu verið, voru
nú * aðeins skófir, dvergreyr og mosi
eftir. Stórar íshellur mynduðust og síðan
tóku skriðjöklar að hreyfast suður á
bóginn, malandi undir sér allt, sem
fyrir varð. Rauðviðarskógarnir í Ev-
rópu hurfu, en síðustu leifarnar af '
þeim vörðust á Miðjarðarhafsströnd-
inni.
Þegar fram liðu stundir voru aðeins
tvær rauðviðartegundir við líði, og svo
vildi til, að Kalífornía var staðurinn,
þar sem þær báðar börðust fyrir tilveru
sinni. Hið svokallaða „stórtré", eða
Sequoia Gigantea, stóð í einangruðum
þyrpingum sunnan í Sierra Nevada, og
rauðviðurinn, Sequoia Sempervirens,
var á mjórri ræmu eftir strandlengju
Norður-Kalíforníu. Þetta eru síðustu
fulltrúar mikillar ættar — hin síðustu
raunverulegu Seqoiatré.
Margir halda eðlilega, að trén á strönd
inni og hin í Sierra Nevada séu sama
tegundin á tveim mismunandi stöðum.
En sannleikurinn er sá, að á þeim er
talsverður munur. Ýmsir ju^•tafræðingar,
hafa meira að segja viljað halda því
fram, að stórtréð ætti að nefna öðru
tegundarnafni, Sequoiadendron gigant-
eum, í staðinn fyrir Sequoia gigantea,
en eigna nafnið Sequoia. (sempervirens)
frænda þess á ströndinni.
Stórtréð  í  Sierra er  stærsta lifandi
„vera" að þyngd og ummáli, og næstum
hin  elzta.  Hámarksaldur  þess  er  yfir
Framhald af bls. 4
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16