Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						w,
allace K. Harrison er hár tnao'-
ur, nokkuö lotinn, á áttræðisaldri og
með langa handleggi eins og baskct-
ball-leikari. Augnalokin eru drúpandi og
röddin er flöt og mjúk og hann talar
iueS áherzlum, sem minna á persónu í
kvæSi eftir Robert Frost. „Ég kemst í
svo mikinn vafa um sjálfan mig", sagSi
liann nýlega við aSkomumann. „ÞaS er
af því aS ég hef veriS að vinna við arki-
tektúr í 55 ár, og ég veit aS ég veit ekki
mikiff. X.d. dreymdi mig um daginn. Ein-
hver sagSi: „ ÞaS er ekkert gagn í þér
sem arkitekt, Harrison". Ég vaknaSi í
einu kófi".
Hæfileiki Harrisons til sjálfsgagnrýnl
-virðist vera töluverður, þegar það er at-
hugað, að hann hefur séð um 1 billjón
dollara virði af teikningum sínum breytt
í byggingar. Hann var þátttakandi í fé-
lagsskap þeim sem teiknaði Rockefeller
Center. Hann var í forystu í alþjóðleg-
um hópi arkitekta, sem sköpuðu aðai-
stöðvar Sameinuðu þjóðanna. Hann skap
aði Vísindahöllina á síðustu heimssýn-
ingu. Hann var arkitekt fyrir Rocke-
feller Institute (New York City), the
Hopkins Center í Dartmouth, Stærð-
fræði bókasafnið við Institute for Ad-
vanced Studies í Prjnceton og First
Prestbyterian Church í Stamford, Conn.
Og hin almenna teikning yfir hina ráð-
gerðu South Mall í Albany er eftir hann.
En Harrison er kvíðinn, nagandi níst-
andi kvíðinn, og þessi lyndiseinkunn
varpar skugga á afrek hans og er skýr-
ing á hinum sjúklega draumi. Þetta er
nefnilega ekki eins og með nýtt leiknt,
sem getur rólega pakkað saman og gef-
ist upp eftir einn, ómögulega sýningu.
Byggi.ngin verour að notast áfram. A-
hættan er. gífurleg og eykur á byrðar
sköpunarinnar.
Þannig er það, þegar tjaldið rís við
opnun nýju Metrópólítan óperunnar við
Lincoln Center 16. sept. Leikurinn —
enda þótt sé það ópera, falin Samuel
Barber, gerð eftir Shakespears „Anthonv
og Kleopatra" — verður ekki einasti
þátturinn. Aðalatriði kvöldsins mun
verða Harrison-húsið sjálft. Um 3800
óperuvinir munu hafa komið formlega
saman til að horfa á — og hlusta á — 45
milljón dollara eyðslu, og síðan ákveða,
hvort það hafi verið alls þess viroi eður
ei.
B
'yggingar Harrisons eru sjaldan
einkenndar af djörfum nýjungum. Stíll
hans — ef um stíl er að ræða — Applied
Modern — eða nytsöm nútímalist. Hún
fellur auðveldlega inn í hinn Alþjóðlega
Stíl, sem virðist ríkjandi hugtak okkar
tíma — flatur , rétthyrnd yfirborð,
gluggatjaldaveggir úr gleri og laust við
skreytingu. Harrison er ekki álitinn
neinn forgöngumaður eða frumherji í
því að nota rúm, efni eða form. Hann =r
ekki neinn Mies van der Rohe, t.d., sem
leitar eftir að finna alheimslausnir á an-
onymri samsafns menningu. Og heldur
ekki líkist hann Le Corbusier, sem leít-
ar algerra lögmála, sem leiða til arki-
tektoniskra lýsinga í formi myndlistar.
Heimspeki Harrisons er heimagerð og
hagnýt. „Ég hef engin not af neinum
sem getur ekki sett upp vandamál á
auðveldan og skiljanlegan hátt", segir
hann. „Það sem þeir annars segja, er al-
veg vita gagnslaust".
„Miklar byggingar eru nytsamlegar.
Wallace Harrison
Jafnvel mikil minnismerki eru gagn-
leg, af því a'ð þau bera vott um þýð-
ingu mannlegra viðbragða. Ég hef ekki
tíma til að hugsa um stíl, þegar ég er að
vinna að byggingu. Ég reyni bara að
gera hverja byggingu dálítið betri en
hún mundi annars hafa orðið. Þetta kann
að hljóma tómlega, en ég kann ekki
að  orða það  öðruvísi".
I eyrum sumra hreintrúarmanna í
arkitektúr, eru viðhorf Harrisons ekki
bara tómleg, heldur einföld um of. Ein-
um gagnrýnanda varð að orði. „Wallv
hefur met í lengd og breidd í starfi, á-
samt ofboðslegum smekk".
jt a'ð er ætlast til þess, að arki-
tekt sé listamaður og vísindamaður, harð
ur kaupsýslumaður og hugsjónamaður,
klókur sálfræðingur, vitur heimspeking-
ur, duglegur þjóðfélagsfræðingur og
borgari, sem hugsar mjög um almenn-
ingsheill. Enginn getur haft alla þessa
hæfileika, og verið mannlegur. Bygg-
ingamei'stari getur verið afleitur fjár-
málamaður, og hagsýnn þjóðfélagsfræð-
ingur getur verið linur verkfræðingur.
o.s.frv.               -  .
Laun arkitekts fyrir stóra skrifstofu-
byggingu, td., er venjulega frá 4—6% af
ákveðinni haeð. Því hærri sem kostna'ður
byggingarinnar er, því lægri prósentur.
Opinber bygging eða stofnun, er venju-
lega tileinkuð fyrir lægri upphæð en
mundi verða tekin fyrir fjármála- eða
iðnaðarstofnun. Burtséð frá vinnulaun-
unum og mismunandi kaupstiga, eru
heildartekjur meiriháttar teiknifirma í
Bandaríkjunum gifurlegar. (Hvað mikið
er erfitt að segja, þar sem félögin eru
einkaeign og halda tekjum sínum mjög
leyndum).
En við hvað sem er miðað, eru arki-
tekta- firmað Harrison & Abramovitz
stórt, mikilvægt og vel heppnað. Sam-
kvæmt þessa eigin varlegu áætlun, er
þa'ð meðal tuttugu stærstu fyrirtækja
þjóðarinnar. Skrifstofur þess í Rocke-
feller Center hafa yfir 200 mönnum á að
skipa.
Harrison hitti Abramovitz fyrir 30 ár-
um, þegar Abramovitz, þá ungur teikn-
ari, sem kenndi við Columbiu skólann
tók þátt í námskeiði sem Harrison
kenndi við. Abramovitz kom brátt inn
í lið Harrison, og árið 1940 urðu þeir fé-
lagar. Abramovitz, 58, er álitinn harðari
af sér en Harrison, sem í lunderni er
mýkri og rólegri.
í byrjun samvinnu sinnar þá unnu
þeir saman að flestum viðfangsefnum
fyrirtækisins. Ennþá vinna þeir saman
að félagsbyggingum, sem Battery Park
City í Manhattan. En Harrison og Abra-
movitz vinna oft hver í sínu lagi. Phil-
harmonic hall í Lincoln Center var að-
eins verk Abramovitz. Og nýja Metro-
politan óperuhúsið var Harrisons. Her-
man Krawitz segir* en hann er aðstoðar
forstjóri Metropolitan, og hefur með
arkitektana að gera: „Harrison er arki-
tektinn, og ég meina að hann sé arki-
tektinn. Hann hefur fengið aðstoð, en
það er ekki fyrirtækið. Það er hann
sjálfur".
É,
iins og allar byggingar, byrjaði hin
nýja Metropolitan Opera á að fá sér
stað, og með ósk um að fá sér rými á
faonum í ákveðnum tilgangi. Staðurinn
varð Lincoln Center, tilgangurinn var
óperuhús.
Arkitektinn, Harrison, gerði fyrst
bráðabirgða uppdrætti af framhliðinm,
og dró upp gólffleti í byggingunni eftir
því sem hentaði. Þegar grundvallarlin-
an, sem gekk frá framhlið byggingar-
innar og afturúr, var ákveðin, var á-
kveðin stærð sviðs og baksviðs.
Er hann teiknaði sjálft húsið, varð
hann að teikna áhorfendasvið, sem hefði
nógu mörg sæti til þess að ná Metropól-
itans 3,8 — milljónum dollara í aðgangs-
eyri í einstöku leikári.
Harrison & Abramovizt sameinuðust
við verkfræðinga firmu, til þess að
vinna eins og herrá'ð í stríði undir stjórn
Harrisons. Hann lagði fyrir baráttuað-
gerðir í aðalatriðum; þeir lögðu á ráð,
gerðu uppdrætti, gengu frá einstöku
atriðum — byggingarlega, raffræðilega
— og í viðbót voru kallaðir til ráð-
gefandi menn um sviðsáhöld, sviðslýs-
ingu, sætaskipan áhorfendasviðs og
hljómburðar.
„Ég hef aldrei unnið að neinu verki
þessu líkt", segir Harrison, sem eyddi
tiu árum í það. /Varðandi hvaða aðra
byggingu, þá getur þú gengið til verk-
fiæðingsins og sagt: „Jæja, hvað get ég
gert hér?" Og hann segir þér það og þú
tekur til að teikna bygginguna. En hér
ertu að vinna gegn einhverju, sem þú
getur ekki mælt, einhverju í ríki fagur-
fræðinnar. Þú reiknar allt út og samt
veiztu ekkert".
í óperuhúsi verður allt að byggjast á
lögmálum hljóðsins. Af því að hljóðið er
aðalástæðan tií þess að fara í óperu.
En eftir Philharmoniureynsluna var öll-
um vísundum um hljómburð sópað veg
allrar veraldar. Þangað til hafði maður
ætlað, að hljóð hefði sér sem ljós — að
það gangi frá veggnum með sama hprni
og það hittir hann. Hátíðnibylgjur gera
það. En nú vitum við t.d., að Iægri tíðn-
irnar gera það ekki. Þær eru frekar í ætt
við massa, eins og billiardkúla. Þær hafa
einskonar snúning, sem fær þær til að
kastast frá á mismunandi hornum, og
geta valdið bergmáli.
„Húsið varð líka að vera stærra en
við höfðum gert ráð fyrir. Að lokum
reiknuðum við út, að við urðum að bú.a
rúm fyrir 3.800 sæti — ópera er ekki
ríkisstudd í þessu landi — þar sem 3000
sæti eru það bezta í -íperuhúsi.
Ég hefði getað ge:l tilraunir, býst ég
við. Það hafa verið byggð óperuhús nú
eftir stríð. En því stærra sem hlutverkið
er, iþví minna rúm gefst til tilrauna. Og
ég gat í rauninni ekki farið út í fræði-
legar vangaveltur með byggingu á bo - ð
við þessa. Það er ekki hægt að gera til-
raunir með 45 milljónir dollara.
„Metropólítan bað mig um að byggja
eins gott hús eins og það gamla. Nú m.a
maður vita, að það eru óteljandi leiðir til
Framhald á bls. 12
Framkv.stJ.: Sigfns Jónsson.
Bitstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vleur
Matthtag Johannessen.
Eyjóllur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni GarSar Krlstlnsson..
Ritstjórn: ASalstræti 6. Sími 22480.
Utgefandi: Hj. Arvakur. BeykjavlX.
2  LESBÖK MORGUNBLAÐSINS-
4. september 1966
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16