Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1966, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1966, Blaðsíða 2
iÉLHfiiiik SVIP- MVND Jl rólegri götu í Vestur-Berlín, ekki langt frá hinum yndislega Griin- ■wald, er hár múrsteinsveggur, varinn tveim gaddavírsgirðingum. Merki með nokkru millibili á girðinguni, segja: „Aðvörun. Komið ekki nær! Verðir hafa skipun um að skjóta! Sex varðturnar gnæfa yíir vegginn, sérhver með vold- ugu leitarljósi og vopnuðum hermönn- um, munu ganga út sem frjálsir menn xískir, stundum enskir eða rússneskir. I>etta er kannski heimsins undarleg- asta fangelsi — Spandau kastali. Stundvíslega á miðnætti 30. sept., — ekki mínútu fyrr eða síðar, mun hið Jjunga járnhlið að Spandau fangelsi opnast. Tveir menn, ekki beinlínis elli- legir, en þó ellilegri en þeir eru að ár- um, munu ganga út sem frjáslir menn eftir 20 ára fangelsisvist. Baldur von Shirach, sem einu sinni var hið ljóshærða og laglega tákn naz- ista, sem hinn ekta Aríi, var hinn fyrsti leiðtogi æskulýðsfylkingar Hitlers og seinna Gauleiter Vínarborgar. Albert Speer, hinn kaldrifjaði efnishyggjumað- ur, hafði haldið stríðsvél Hitlers í gangi, sem ráð-herra fyrir Vopnum og Stríðs- framleiðslu. Þessir menn voru dæmdir af Núrnberg stríðsglæparéttinum í lok síðustu heimsstyrjaldar. Þeir eru hinir síðustu af meiriháttar stríðsglæpamönn- um, sem enn er haldið af Bandamönn- um — að einum manni undanskildum. Rudolf Hess egar járnhliðið lokast aftur, mun einn fangi vera eftir í hinum ein- mana klefa í Spandau fangelsi — Kud- olf Hess, fyrrum fyrsti fulltrúi for- ystumanns Þriðja Ríkisins, vinur og samfélagi Adolfs Hitlers. Rudolf Hess, sem gerði heiminum hverft við og myndaði enn nýjan kafla í annað heims stríðið með hinu örvæntingarfulla, eins manns flugi og lofthlífarstökki í Skotlandi 10. maí, 1941. Nú er Hess 72 ára gamall, og var dæmdur í æfilangt fangelsi af Nurn- berg-dómurunum. Ef dómi hans verð- Rudolf Hess og Göring ur ekki breytt, mun hann enda líf sitt í Spandau. Fangelsið, sem var notað af nazistum til að geyma pólitíska fanga á leið þeirra til fangabúðanna, er rekið af fjögurra velda nefnd hinna fyrri banda- manna, — U.S., Bretlandi, Frakklandi og Sovétríkjunum. Sérhvert þessara stórvelda reka fangelsið í mánaðar- tíma á víxl. Hinn fasti starfsmannahóp- ur matsveina og annarra viðhalds- manna, er aðailega ríkisfangslausar persónur, og hafa flestir þeirra unnið í fangelsinu síðan 1946. Það kostar rúm- lega 100.000 dollara að halda Spandau, og greiðir Vestur-Þýzkaland það sem stríðsskaðabætur. Þetta innifelur þó ekki kaupgreiðslur til herþjónustu bandamanna. Engir gestir fá að heimsækja fanga, nema yfirmenn bandamanna, frændur eða lögfræðingar hinna seku. Starfs- mönnum er bannað að ræða nokkuð sem fer fram innan fangelsisveggjanna. En engu að síður lekur nægilegt, til þess að gefa mönnum hugmynd um líf- ið innan fangelsisveggjanna í Spandau kastala. Aðeins neðstu hæðir eru notaðar. Efri hæðirnar eru lokaðar og hrörna óðum. En með þrem klefum í notkun, virðist jafnvel þessi hæð vera tóm. Litið er eftir sérhverju smáatriði í lífi fanganna og fylgst með því. Þeir vakna kl. 6, þvo sér og borða morgun- verð. Fæði þeirra er gott, „Betra en okkar eigin hermanna", sagði einn yfir- foringi bandamanna. Frá 9,30-11.00 eru líkamsæfingar, sem fara fram í stóra fangelsisgarðinum, sem hefur tré og blóm, ræktuð af Speer. >á er hádegis- verður, hvíldartími og önnur útivera. Ljós eru slökkt kl. 10. við Nurnberg -rettarhöldin. F angar mega ekki taka í hönd- ina á neinum. Það er til þess að þeir geti ekki tekið við eitri, eins og Himml- er, Göring og aðrir nazistar. Þeir mega aðeins tala þýzku og þeir verða að sína vörðum sínum fulla kurteisi. Brjóti þeir settar reglur varðar það viður- lögum — ljósin slökkt fyrr eða þeir hlekkjaðir. Klefi Hess er 10 sinnum 15 fet. Hann hefur þykka tréhurð og lítinn glugga. Eftir þýzkum mælikvarða er klefinn vel útbúinn. Hann hefur rúm, lítið borð, stól, skáp og salerni. Það eru myndir á veggjunum og venjulega ein- hverjar bækur, blöð, blýantar og pappír á borðinu. Hess situr mestan hluta dags á rúm- inu með fæturna upp á stólnum. Stund- um les hann blöðin sem varðmenn hans færa honum, og einstaka sinnum bið- ur hann um að fá einhverja bók frá bókaláninu á staðnum. Hann skrifar bréf til konu sinnar og sonar, en oft- ast situr hann þegjandalegur og starir út í bláinn. Hár hans er að grána en er ennþá dökkt. Augun liggja djúpt undir þykkum brúnum. Þótt hann kvarti oft yfir heilsu sinni við varð— mennina, er hann álitinn heilsugóður eftir aldri. Stundum heldur hann uppi samræð- um, aðallega við son Schirach, en venju- lega er hann eins og maður, sem hefur gefizt upp og stendur orðið á sama. í bréfum sínum segir hann ekki mikið um lífið í Spandau. Hann segir að rúm- fötin séu hrein og jörðin sendin í fang- elsisgarðinum. Hann kvartar um að hann geti ekki fengið stjórnmálarit, sérstaklega um fyrstu heimsstyrjöld. Hann talar um kvikmyndir sem hann sjái og plötur sem hann heyri. En hann virðist reyna að forðast að tala um að sér sé haldið í fangelsi. Upprunalega voru það sjö naz- istaforingjar, sem voru lokaðir inni í Spandau. í viðbót við þá Hess, von Schirach og Speer, voru það aðmírál- arnir Erich Raeder og Karl Dönitz, Baron Constantie von Neurath, fyrsti nazista utanríkisráðherrann, og Walter Funk, fyrsti bankastjóri Ríkisbankans og f j ármálaráðherra. Allir aðrir ákærðu í Núrnberg, voru sýknaðir eða réttaðir. Raeder, von Neurath og Funk voru ekki sinn fulla tíma. Þeim var sleppt snemma vegna aldurs og vanheilsu. Doenitz kom út frá Spandau 1956 eftir að hafa verið þar í 10 ár. Nú eru Speer og von Schirach á förum og er þá að- eins Hess eftir. Þriðja ríkið framleiddi margar fár- ánlegar manngerðir, en enga eins und- arlega og Rudolf Hess. Eins og Hitler var Hess fæddur utan Þýzkalands — faðir hans var efnaður kaupmaður í Alexandríu. Hann sá Þýzkaland fyrst sem námsmaður 12 ára gamall. Hess gekk í 10. Bæheims-fótgöngu- liðsdeildina, hina sömu og Adolf Hitler var í, en hann hitti hann aldrei meðan á stríðinu stóð. Eftir að hafa fengið kúlu í lungað og náð sér af því, gerð- ist hann fiugmaður — starf sem hann Framhald á bls. 14. Framkv.st].: Slgfos Jónsson. Hitstjórar: Sigurður Bjarna.son frá Vieur Matthías Johannessen. Kyjólfur Konráð Jónsson. Auglýslngar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjóm: Aðalstrætl 6. Simi 22480. Utgefandl: H.f. Arvakur. ReykjaviK. 2 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS' 11. september 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.