Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						í     36. tbl. 16. okt. 1966 — 41. árgangur   j:
Það hefur um langan aldur
verið siður í ýmsum löndum
Evrópu að helga hestinum einn
dag á ári hverju. Dagur þessi
er einhver sunnudagur í októ-
ber, þegar mestu sumar- og
haustönnum er lokið. Þennan
dag voru hestarnir skreyttir
með blómum og blúndum fyrir
œkinu, og á seinni tímum hafa
dagblöð birt greinar um hesta
og helgað þeim myndskreyttar
síður.
Lesbókin vill nú ríða á vaðið
með þennan sið hér, því að ekki
hafa íslendingar síður ástœðu til
að prísa hest sinn og lofa hann
en aðrar þjóðir sína hesta. Fyrst
ur í „þessum söðli" er Gunnar
Bjarnason á Hvanneyri, og hefur
Mbl. beðið hann að skrifa grein
um hinn nýja þátt íslenzka hests
ins í leikjum og listum Evrópu-
þjóða.

I
| slenzki reiðhesturinn var
fyrst kynntur erlendis
sumarið 1954. Fór ég þá með 8 reið-
hesta „í ferðatöskunni" til Skot-
lands, eiginlega boðinn þangað sem
fulltrúi Búnaðarfélags íslands a£
skozkum aðilum, til að kynna þenn-
an gamla og um langan aldur glat-
að Evrópu-hest aftur í upprunaleg-
um heimkynnum sínum.
Um Skotlandsvölina vil ég sem
minnst segja hér. í>á var fiskastríð
milli Breta og íslendinga. Fékk ég
frjáls að ferðast, en fljótt kom í
ljós, að hvorki var ég, íslenzki gest-
urinn, né gæðingur minn, íslenzki
hesturinn, vel séður þar í landi, og
er ýmsum reisa þessi enn í fersku
minni.
I
sömu ferð lá leið mín á þing
evrópskra hestamanna í Arnhem í
Hollandi. Vildi þá svo til, að þýzka
kvikmyndatökuf élagið ARCA-f ilm í
Berlín hafði sent þangað fulltrúa til
að útvega smáhesta frá Bretlandi eða
Norðurlöndum til að leika í kvik-
mynd. Gerði ég þar verzlun og fóru 5
aí hestum mínum þá í skyndingu með
skipi frá Bretlandi til Þýzkalands.
Raunverulega voru það þessar kvik-
myndir frá ARCA-film, sem vöktu at-
hygli á íslenzka gæðingnum svo að
um munaði meðal þýzkumælandi þjóða.
Hét fyrsta myndin „Die Mádels vom
Immenhof", sú næsta hét „Hochzeit
auf Immenhof", og varð hún vinsæl-
ust þessara mynda, og er hún ár hvert
sýnd á jólum í barnatímum í þýzka
sjónvarpinu. Þriðja kvikmyndin hét
„Pony-hotel Immenhof". Aðeins fyrsta
kvikmyndin var sýnd hér á landi.
Upp úr þessu fóru blaðamenn að
koma hingað til að rita um líf hests-
ins í landi þessu. Stórar myndskreytt-
ar síður komu í þekktum myndatíma-
ritum. Sjónvarpsþættir voru tíðir. Út-
flutningurinn óx smátt og smátt, og
alltaf vakti hver sending mikla athygli,
ekki sízt- vetrarsendingarnar, þegar
hestarnir voru loðnir sem birnir.
Á árunum 1950-1957 var oftast eitt-
hvað sent út af reiðhestum og ótömd-
um hestum, en ekki var um eiginlega
Framhald á bls. 4
Gunnar Bjarnason:
Það   skímar   af   morgni   í   lífi   íslenzka
hestsins og sögu.
Nú er riðið neðst á broti.
Neyðin stærsta er á þroti.
Næst er morg-unn. Nú er kvtilti.
Nýir þegnar, önnur völd.
Brennur dys hjá bæ og koti.
Bjarmi sést af gullsins öld.
— E. Ben.
(Myndin er úr bókinni „WOHIN IM'erde
und Menschen" eftir Henning Berzau oé
Helmut Hellberg).
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16